Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓ AÐ Maður og kona sé fráleitt jafn vinsælt viðfangsefni leiklistar- fólks og það áður var lítum við samt á það sem hluta af íslenskri klassík. Okkar stutta og tiltölulega rýra leik- ritunarsaga hefur neytt okkur til að skilgreina hugtakið nokkuð vítt, og leikgerð Emils Thoroddsen og Indr- iða Waage á skáldsögu afa Emils á þar augljóslega heima, þótt kannski hafi verið skrifuð markverðari og dýpri leikrit. Það var að minnsta kosti kærkomið að endurnýja kynnin við þetta fólk úr veröld sem var og kemur aldrei aftur. Ekki hef ég lesið skáldsögu Jóns, en það flaug í gegnum höfuðið á mér þegar líða fór á sýninguna hversu vel hefur tekist að ljá efninu leikrits- form. Fléttan og byggingin stendur mun nær leikhúsinu en skáldsögu- forminu, sýnist mér. Ókunnugir myndu líklega seint renna grun í að hér væri leikgerð skáldsögu á ferð. Þótt fléttan sé dálítið lotulöng og fyr- irsjáanleg er hún engu að síður í eðli sínu leikritsflétta. Og persónugallerí- ið, hinn stóri styrkur verksins, hlýtur beinlínis að æpa af blöðum sögunnar á leikræna túlkun. Sýning Leikfélags Fljótsdalshér- aðs fer í helstu atriðum hefðbundna leið að verkinu hvað varðar leikstíl og túlkun persónanna, svo og búninga og umgjörð. Hvort tveggja er af- bragðsvel af hendi leyst. Sérstaklega eru kvenbúningar fallegir og leik- mynd hugvitssamleg, þótt skiptingar í grafarþögn séu hálfleiðinlegar þeg- ar áhorfendur vita af prýðilegri hljómsveit bak við tjald. Öll umferð leikara um sviðið er eðlileg og áreynslulaus, en líklega þyldi verkið og græddi á ögn meiri krafti og snerpu við og við. Að einu veigamiklu leyti velur Ein- ar Rafn að víkja frá verkinu, hann bætir við það söngvum. Ekki er þó verið að breyta verkinu í söngleik, heldur gegna þeir fyrst og fremst því hlutverki að skapa stemmningu, og gera grein fyrir ætlun og innræti persónanna. Þetta lukkast ágætlega og lífgar upp á sýninguna. Mestur fengur er í söngvum Hjálmars tudda, en í þeim er lengst gengið í uppbroti. Hjálmar hreinlega stígur út úr hlut- verki sínu og syngur um uppruna sinn og gerir grein fyrir innræti sínu, en hverfur svo aftur inn í samank- reppta og gráðuga slefberann sem hefur orðið hans hlutskipti að vera. Skemmtilega Brecht-leg hugmynd sem gengur upp í skemmtilegri túlk- un Þráins Sigvaldasonar á þessari subbulegu glansrullu. Leikhópurinn er skipaður misvönu fólki og hefur tekist dável að fá hverj- um verkefni við hæfi. Sigurjón Bjarnason tekur ómennið séra Sig- valda hefðbundnum „brynjólfskum“ tökum og kemst dável frá því. Vígþór Sjafnar Zophoníasson og Julia Wramling eru elskulegir ungir elsk- endur. Freyja Kristjánsdóttir er sköruleg Þórdís í Hlíð og Daníel Be- hrend og Jónas Pétur Bjarnason skemmtilegir gleði- og ýkjumenn. Það er greinilegt af þessari sýn- ingu að það er líf í þessu gamla verki. Hún sameinar virðingu fyrir hefðinni og nýstárleg uppbrot á smekklegan hátt, gengur upp og skemmtir ung- um sem öldnum. Það er líf í þeim enn LEIKLIST Leikfélag Fljótsdalshéraðs Leikgerð Emils Thoroddsen og Indriða Waage á skáldsögu Jóns Thoroddsen. Leikstjóri og höfundur söngtexta: Einar Rafn Haraldsson. Útsetning tónlistar: Torvald Gjerde. Valaskjálf, þriðjudaginn 26. mars. MAÐUR OG KONA Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Steinunn „Ómennið séra Sigvaldi er tekið hefðbundnum „brynjólfskum“ tökum.“ LEIFUR Breiðfjörð opnar sýningu í safnaðarheimili Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, páskadagsmorg- un. Þar sýnir hann 17 vatnslita- og pastelmyndir sem eru byggðar á Opinberunarbókinni. Hugmynd sína að þessum mynd- um fékk Leifur er hann var að gera stórt glerlistaverk í vesturglugga í Hallgrímskirkju þar sem efni er m.a. sótt í Opinberunarbókina. Vakti það áhuga Leifs á að vinna að myndlist- arsýningu með myndverkum sem byggð væru á myndefni tengdu texta bókarinnar. Myndirnar eru frá árinu 1999. Til sýnis verður einnig bókverk (artbook) sem hann gerði í tengslum við verkin. Sýningin stendur fram að hvíta- sunnu. Pastelmyndir í Landakirkju SÁLUMESSAN á sér langa sögu og nefnist upphaflega „Messa fyrir hina dauðu“ en síðar var tekið upp nafnið Requiem (friður, hvíld, ró) og mun í raun fyrsta heildstæða tón- verkið af þessari gerð, hafa verið samið af Dufay, sem lagði svo fyrir í erfðaskrá sinni, að verk hans yrði flutt daginn eftir jarðarför hans. Þetta verk er glatað en elstu sálu- messurnar sem varðveist hafa frá 15. öld, eru eftir Ockeghem. Margvísleg skipan hefur verið á þáttum sálu- messunnar en einn áhrifamesti þátt- ur hennar er „Dies irae“ (Dagur reiði) en textinn er eignaður Tómasi frá Celano (d. 1250) og sum tónskáld, eins og t.d. Faure slepptu þessum kafla og svo er í raun gert í Requiem Rutters, nema að hann tekur niður- lagið á dies irae, sem er „Pie Jesu, Domine“, Sálumessa Rutters, sem uppfærð var sl. miðvikudagskvöld í Háteigs- kirkju, er hljómþýð tónsmíð og minna ýmsar tónhugmyndir verksins á poppstef og jafnvel negrasálma. Þrátt fyrir smáeinsöngsatriði, sem Kristín R. Sigurðardóttir söng mjög vel, er verkið nánast gegnumsamið kórverk, og söng kór Háteigskirkju verkið á sannfærandi máta. Tónmál verksins er sérlega einfalt og rithátt- ur kórkaflanna oft einraddaður en eftirtektarvert hversu sparlega tón- skáldið notar hljóðfærin, sem þó fá einstaka sólólínur, eins og t.d. sellóið, sem kemur í raun fyrir „dies irae“ kaflann og var sérlega vel leikið af Bryndísi Höllu Gylfadóttur, það hljóðfæri sem helst hefur áhrif á dramatík verksins, er pákan, sem, tónskáldið notar til að undirstrika návist dauðans. Að öllu samanlögðu var flutningurinn fallega útfærður, undir stjórn Douglas A. Brotchie. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem gerðar eru margvíslegar breytingar á hinu katólska requiem en í þessu verki gerir Rutter í raun það sama og Johann Nepomuk David, að fella við latneska textann móðurmálstexta, bæði með beinni þýðingu á latneska textanum og sjálfstæðu innskoti. Í þessu sambandi má einnig minnast á algert uppbrot hjá Brahms í Ein deutsches Requiem, þar sem allur textinn er sóttur í sálmana, spá- mennina og guðspjöllin. Þrátt fyrir að Requiem Rutters sé ekki stór- brotið að gerð og frekar átakslítið, er sú vöntun bætt upp með fallegum tónhendingum og vel útfærðri notk- un hljóðfæranna, sem var fallega flutt af kór Háteigskirkju, einsöngv- ara og hljóðfæraleikurum, undir stjórn Douglas A. Brotchie. Hljómþýð tónsmíð TÓNLIST Háteigskirkja Flutt var sálumessa eftir John Rutter. Flytjendur voru kór Háteigskirkju, Kristín R. Sigurðardóttir, Martial Nardeau, Peter Tompkins, Bryndís Halla Gylfadóttir, Mo- nica Abendroth, Frank Aarnink, Eggert Pálsson og Kári Þormar. Stjórnandi var Douglas A. Brotchie. Miðvikudagurinn 27. mars 2001. Kórtónleikar Jón Ásgeirsson MIÐASALA á Hollendinginn fljúgandi eftir Richard Wagn- er hefst á þriðjudag í Þjóðleik- húsinu en sýningin er sam- starfsverkefni Þjóðleikhúss- ins, Íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar í Reykjavík. Að sögn Bjargar Björns- dóttur, kynningarstjóra Þjóð- leikhússins, hafa þegar borist myndbréf og símhringingar vegna miðapantana, bæði er- lendis frá og innanlands. Segir hún greinilegt að mikill áhugi sé fyrir þessari sýningu. Af þeim aðilum sem þegar hafi tryggt sér miða nefnir Björg Richard Wagner-félagið á Ís- landi og hóp hollenskra óperu- unnenda. Vart þarf að taka fram að þeir koma fljúgandi. Leikstjóri verður Saskia Kuhlmann og stjórnandi Gregor Bühl. Söngvarar verða Matthew Best, Elín Ósk Ósk- arsdóttir, Magnea Tómasdótt- ir, Viðar Gunnarsson, Kol- beinn J. Ketilsson, Alina Dubik og Snorri Wium. Þá kemur kór Íslensku óperunn- ar fram, undir stjórn Garðars Cortes. Frumsýning er 11. maí en einnig verður sýnt 13., 20., 23. og 26. maí. Fljúg- andi Hollend- ingar Í SEINNI tíð hefur færst í vöxt að listamenn beini sjónum sínum að því smæsta og hversdagslegasta í um- hverfi sínu og bendi þar með fólki á að allt sé jafngilt og jafn merkilegt, að ekkert sé svo lítilmótlegt að það eigi ekki skilið sínar 15 mínútur af frægð. Jóhannes Atli Hinriksson er einn þessara listamanna og hefur hann í sýningu sinni í Gallerí Hlemmi, sem jafnframt er hans fyrsta einkasýning, ekki látið sér nægja að líta niður fyrir sig og á jarðveginn sem við stöndum á heldur grafið niður og heimsótt kunnugleg kvikindi, ánamaðka, og myndað þá. Á sýningunni er sería af slíkum myndum. Myndirnar kallar Jóhannes portrett en þær eru allar af framenda dýranna sem þekkist á flipa sem hvelfist yfir tannlausan munn þeirra, eins og lýst er í texta Hólmfríðar Sigurðardóttur, líffræð- ings og ánamaðkaaðdáanda, í sýning- arskrá. Jóhannes hefði mátt gera meira á þessari sýningu. Hún er heldur eins- leit, allar myndirnar eru jafnstórar og áþekkar að gerð og uppsetning sýningarinnar mætti alveg vera frísk- legri. Það góða við sýninguna er óvenju- legt efnisval listamannsins og sú stað- reynd að með því að sýna ánamaðka í nýju ljósi tekst honum að breyta skilningi fólks á fyrirbærinu. Samkvæmt listamanninum sjálfum hefur hann myndað fleiri lítilmagna í dýraríkinu að undanförnu og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Maðkar á sýningu MYNDLIST Ljósmyndir Gallerí Hlemmur. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Til 30. mars. JÓHANNES ATLI HINRIKSSON Þóroddur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.