Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna Álfheið-ur Steingríms- dóttir fæddist í Nesi í Aðaldal 20. ágúst 1920. Hún lést að- faranótt mánudags- ins 25. mars á heimili dóttur sinnar í Reykjavík. Jóhanna Álfheiður var dóttir hjónanna Steingríms Sigurgeirs Baldvins- sonar, bónda og skálds í Nesi, f. 29. okt. 1893 í Nesi, d. 4. júlí 1968, og Sigríðar Vilhelmínu Péturs- dóttur, f. 13. mars 1899 á Sýreks- stöðum í Vopnafirði, d. 1. feb. 1984. Jóhanna var elst fjögurra systkina, en yngri systkinin eru Pétur, f. 14. des. 1929, og tvíbura- systurnar Arndís Björg og Krist- björg Freydís, f. 21. sept. 1931. Hinn 4. maí 1940 giftist Jóhanna Hermóði Guðmundssyni, f. 3. maí 1915, d. 8. mars 1977, syni hjónanna Guðmundar Friðjóns- sonar og Guðrúnar Lilju Oddsdótt- ur á Sandi. Börn Jóhönnu og Her- móðs eru: 1) Völundur Þorsteinn, Áslaugu Önnu konu hans. Árið 1962 hófu Jóhanna og Hermóður rekstur veiðiheimilis í íbúðarhúsi sínu, en byggðu síðan veiðihús 1967 sem þau ráku í sameiningu og stýrði Jóhanna rekstri þess þar til í sumarlok 2000, en vorið 2001 fluttist Jóhanna til Húsavíkur. Jóhanna og Hermóður unnu bæði ötullega að margvíslegum fé- lagsmálum og stóðu í fylkingar- brjósti fyrir verndun Laxár í svo- kallaðri Laxárdeilu. Jóhanna var um árabil formaður Kvenfélags Nessóknar og Kvenfélagasam- bands Suður-Þingeyinga og stóð fyrir stofnun kvennakórsins Lis- sýjar. Hún stofnaði fyrir nokkrum árum vísnafélagið Kveðanda ásamt fleiri hagyrðingum í Suður- Þingeyjarsýslu, var fyrsti formað- ur þess og í stjórn til dánardæg- urs. Hún sendi frá sér 14 bækur bæði fyrir börn og fullorðna, auk þess ritstýrði hún nokkrum bókum og tók virkan þátt í útgáfu bók- anna Byggðir og bú, byggðasögu Suður-Þingeyjarsýslu. Hún vann auk þess fjölmarga þætti fyrir Rík- isútvarpið, má þar nefna hina vin- sælu þætti Á bökkum Laxár sem seinna birtust í bók. Árið 1992 var Jóhanna sæmd Hinni íslensku fál- korðu fyrir störf að félags- og menningarmálum. Útför Jóhönnu var gerð frá Nes- kirkju í Aðaldal 30. mars. f. 8. nóv. 1940, kvænt- ur Höllu Lovísu Lofts- dóttur; börn þeirra eru Steinunn Birna, Viðar og Völundur Snær. 2) Sigríður Ragnhildur, f. 10. des. 1942, gift Stefáni Vigni Skaftasyni, börn þeirra eru Stein- grímur Sigurgeir, Vigdís Álfheiður og Skafti Sæmundur. 3) Hildur, f. 25. júlí 1950, gift Jafet Sigurði Ólafssyni, börn þeirra eru Jóhanna Sigur- borg, Ari Hermóður og Sigríður Þóra. 4) Hilmar, f. 30. ágúst 1953, d. 1. júní 1999, kvæntur Áslaugu Önnu Jónsdóttur, börn þeirra eru Þórólfur Baldvin (látinn), Hermóð- ur Jón, Árni Pétur og Ester Ósk. Barnabarnabörn Jóhönnu eru þrjú, Jóhann Ágúst, Vilberg Lindi og Stefán Þór. Þau hjónin reistu nýbýlið Árnes 1945 þar sem þau stunduðu bland- aðan búskap allt þar til Hermóður lést en eftir það bjó Jóhanna fé- lagsbúi með Hilmari syni sínum og Fundum okkar Jóhönnu bar fyrst saman sumarið 1973, ég var þá mættur á Aðaldalsflugvelli og hún kom til að sækja mig í vinnu- mennskuna. Ég sá strax að þetta var röggsöm kona og hún ók rosa- lega hratt. Mig grunaði ekki þá að þetta yrði síðar tengdamóðir mín og afar góður vinur. Hermóður og Jóhanna höfðu byggt upp myndarbú í Árnesi, þar voru löngum einn og tveir vinnu- menn og alltaf var verið að byggja og breyta. Ef það voru ekki gripahúsin eða íbúðarhúsið, þá var það veiðiheimilið sem Jóhanna stjórnaði af miklum skörungsskap í tugi ára. Fyrst höfðu veiðimenn gist í íbúðarhúsinu, en síðar var byggt stórt og mynd- arlegt veiðihús sem sífellt var verið að lagfæra að kröfum tímans. Jó- hanna og Hermóður voru afar sam- rýnd hjón, þótt ólík væru, hann var formaður í mörgum samtökum, stýrði meðal annars Búnaðarsam- bandi Suður-Þingeyinga sem var nánast eins og stórfyrirtæki á þeim tíma, með vinnuvélar og verkamenn á sínum snærum. Laxárdeilan hafði tekið drjúgan tíma Árneshjóna og Hermóður var langdvölum að heim- an, Jóhanna stýrði öllu heima fyrir með styrkri hendi og trúlega hafa fáar ákvarðanir verið teknar af hálfu bænda í Laxárdeilunni nema bera þær undir hana. Það var ekki lítið afrek að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu með alla ríkisstjórn- ina og fleiri ráðamenn á móti sér. Þessi deila markaði upphafið að um- hverfisvernd á Íslandi og veit ég að Jóhanna mat mikils góðan stuðning Morgunblaðsins á þessum tíma, en það þótti tíðindum sæta að blaðið skyldi fara gegn stefnu ríkisstjórn- arinnar með forsætisráðherrann úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Nú eru tímarnir beyttir. Jóhanna í Árnesi minnti mig oft á kjarnbestu lýsingar af miklum atorkukonum í Íslendingasögunum. Hún var fluggreind, orðheppin, fær í allan sjó og ekkert mál var svo erf- itt að hún teldi tormerki á að koma því í höfn. Jóhanna var stórhuga, heimili hennar og búskapur báru þess merki. Hún var fagurkeri sem hafði yndi af því að safna listaverkum og fallegum hlutum í kringum sig og rækta sinn stóra og fjölskrúðuga blómagarð. Það var Jóhönnu mikið áfall þeg- ar Hermóður féll frá fyrir um 25 ár- um, en hún lét það ekki beygja sig. Hilmar sonur hennar og Áslaug kona hans voru þá komin inn í bú- skapinn og í sameiningu héldu þau honum áfram af miklum dugnaði. Á erfiðum stundum sást glöggt hve Jóhanna var sterk kona og viljaföst. Við Hildur og börnin okkar áttum ætíð athvarf á heimili Jóhönnu á sumrum og okkar hús stóð henni opið þegar hún vildi á vetrum. Þetta voru ánægjulegar samverustundir, Jóhanna var hafsjór af fróðleik og gat endalaust þulið vísur og ljóð. Sjálf var hún góður hagyrðingur eins og hún átti kyn til og var snögg að setja saman vísur. Skákmaður var hún góður og marga baráttuna háðum við á taflborðinu og mátti ekki milli sjá hvoru líkaði verr að bíða lægri hlut. Rúmri viku áður en hún lést tókum við okkar síðustu skákir. Við vorum ekki alltaf á sama máli í landsmálunum og það gátu orðið nokkuð fjörug skoðanaskipti en Jó- hanna var alltaf samkvæm sjálfri sér. Hún vildi hag landsbyggðarinn- ar sem mestan og fannst ótækt hve allt sogaðist á mölina. Við Hildur og börn okkar ferð- uðumst töluvert með Jóhönnu, hún var fróð um landið okkar og hafði gaman af því að koma til framandi landa. Einna minnisstæðust er ferð sem við fórum 1981, þegar ekið var suður alla Evrópu til gömlu Júgó- slavíu, síðan til Ítalíu, Sviss, norður í gegnum Þýskaland, Holland og alla leið til Danmerkur. Í fyrravor fórum við ásamt fleirum úr fjölskyldunni í ógleymanlega ferð til Parísar. Enn kom í ljós að Jóhanna var sannur heimsborgari, víðlesin og skemmti- legur ferðafélagi. Jóhanna dvaldi á heimili okkar Hildar síðustu vikurnar og vildi fá að kveðja þar. Enn kom í ljós hversu sterk kona hún var, hugur- inn var skýr og viljinn staðfastur fram til hinstu stundar. Hún æðr- aðist aldrei og kvaddi með reisn. Nú þegar leiðir skilur er efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir hjálp- semina, þakklæti fyrir aðstoðina við uppeldið á börnum okkar og þakk- læti fyrir allar góðu samverustund- irnar sem við munum geyma í minn- ingunni um ókomna framtíð. Megi góður Guð varðveita Jó- hönnu í Árnesi. Jafet S. Ólafsson. Hún var fædd í lágreistum torfbæ í fallegasta dal á Íslandi. Frá Laxá berst niðurinn heim að bæ og undan norðanáhlaupi syngur í strengjum árinnar. Hún er eina barn foreldra sinna til níu ára aldurs að bróðir og síðan tvíburasystur bættust í hóp- inn. Foreldrarnir bæði skáldmælt í betra lagi og bernskuheimilið ómaði af kvæðum og lausavísum. Bernsku- heimilið mótaði Jóhönnu og bar hún það í hjarta sínu alla ævi. Bernsku- árin liðu við leik og störf og Jóhanna kölluð til aðstoðar við öll almenn störf þeirra tíma, þar sem nýtni og sparnaður var nauðsyn. Aðeins tíu ára að aldri var hún að fikta með stangarprik á bakka Laxár og setti þar í 25 punda lax sem pabbi hennar landaði. Jóhanna var alla tíð áræðin og skjótráð. Hún vissi vel hvað hún vildi, ástin réð lífsbreidd hennar og ung varð hún heitbundin Hermóði Guðmundssyni, ung gengu þau út í lífið full af mikilli starfsorku sem braust út í óvenjulegri fram- kvæmdagleði. Þau stofnuðu nýbýlið Árnes á hálfu Nesi sem þau byggðu upp og gerðu að stórbýli. Bæði tóku mikinn þátt í félagsmálum sveitar sinnar og síðar héraðsins alls. Þang- að áttu margir erindi og um langan aldur stóð heimili þeirra um þjóð- braut þvera. Í öllum störfum Her- móðs stóð hún sem klettur að baki manni sínum og voru þau mjög náin og samhent í því sem öllu öðru alla tíð. Jóhanna valdi sér þetta hlut- skipti ung að árum sem hún lýsti reyndar svo vel í kvæðinu Rímd- raugur sem hún yrkir aðeins 25 ára gömul. Þar lýsir hún löngun sinni til að skrifa, en dagurinn endist aldrei. Í fjórða erindi kvæðisins segir: Veistu ekki að börnum brauð þarf að gefa, bæta af þeim flíkur og grát þeirra sefa, mjólkina gera, úr mjölinu baka, mala þarf kaffi og þvottinn að taka, en draugurinn glottandi í dyrnum segir: Dragðu fram penna og blað. Og í lokaerindinu: Um lánættið þrái ég næðis að njóta, á nóttunni stanslaust um huga minn þjóta í draumi, eða vöku þau verk, sem að kalla, valið er aðeins að standa …, eða falla … Í draumi og vöku draugurinn segir: Dragðu fram penna og blað. Gott var að leita í smiðju Jóhönnu þegar á þurfti að halda með ýmsan fróðleik og skemmtiefni. Hún var mjög ritfær, átti auðvelt með að semja og setja fram skoðanir sínar í rituðu máli. Í amstri dagsins framan af ævi gafst ekki mikill tími til rit- starfa en þegar fór að hægjast um kom vel í ljós ritsnilld hennar og frásagnargleði. Fyrst í gerð vin- sælla útvarpsþátta, Á bökkum Lax- ár, og síðan í ýmsum skáldskap, en þekktust er hún fyrir barnabækur sínar, þulur og kvæði. Fyrir Jó- hönnu var hagur og velferð fjöl- skyldunnar ævinlega í fyrirrúmi, þess naut ég sem tengdasonur hennar. Í fjörutíu ár stóðu kynni okkar, fyrst sem heimilismaður, en lengst af í nánu sambýli. Þegar ég kom á heimilið stóð Jóhanna í blóma lífsins, full starfsorku en mörkuð af afleiðingum langvarandi veikinda, hafði fengið lömunarveiki um þrí- tugt og verið rúmföst í heilt ár. Að leiðarlokum er ljúft að geta sagt, gott var að eiga þig að sem vin og ráðgjafa, far þú í friði Drottins, haf þökk fyrir allt og allt. Stefán V. Skaftason. Hún amma er dáin hljómaði í sím- anum eldsnemma á mánudagsmorg- JÓHANNA Á. STEIN- GRÍMSDÓTTIR                               !"## #$ % $$ #$ %    $$ &' (%#)"#*$$   +,  &-. % (%#)"#* &$ /                            !"                              !"" #  $% &%  ' & ' &(   ) $% (   )*  &+&%   & )  $% &%  , -() . &(  -  -. ()-  -  -. /                                        !"  #  $    %&&' !"#!$ %#&&$%  '&(') %&*& +!  (! $%  *  & , &                       ! " !  #"!$% & "!''"                ! !''!   () "  *  "'' +'"  , !! '' " ' "  ! *!)' ! $'$)'                                             !"## $  %&         !    !'##                ! "   # $  % &'  ( )    % ()     * )    + ,     )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.