Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ É G KEM að mjög góðu búi hér í ráðuneytinu. Björn Bjarnason var feikilega mikill braut- ryðjandi. Á síðast- liðnum 7 árum er búið að samþykkja ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhalds- skóla og háskóla og í kjölfar þessara lagasetninga hefur verið unnið að nýrri námskrá fyrir öll skólastigin. Það hefur því orðið gjörbreyting á lagaumhverfi menntakerfisins sem nú hefur verið mótað með heild- stæðum hætti. Framundan er að ráðast í end- urskipulagningu á starfsfræðslu í at- vinnulífinu. Í yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá 13. desember 2001 var staðfest að ríkisstjórnin myndi í sam- starfi við Samtök atvinnulífsins og Al- þýðusamband Íslands beita sér fyrir slíkri endurskipulagningu. Ég tel mjög mikilvægt að vel verði að verki staðið og mun leggja áherslu á að menntamálaráðuneytið leggi sitt af mörkum til að það takist. Einnig mun ég leita eftir viðræðum við atvinnulífið um hvaða leiðir eru færar til að meta óformlegt nám. Björn hefur ekki síst áorkað miklu í upplýsingatæknimálum, sem ég lít á sem lykilatriði í þróun skólastarfs. Ég var formaður nefndar, sem rík- isstjórnin skipaði til að leggja drög að stefnu stjórnvalda um upplýsinga- samfélagið. Í krafti þeirrar stefnu og stefnumótunar menntamálaráðu- neytisins hefur upplýsingatæknin verið innleidd í menntun og menn- ingu með góðum árangri. Nú þarf að tryggja fjárhagslegan grundvöll margra þessara verkefna til fram- búðar, enda er upplýsingatæknin orð- in ómissandi þáttur í stjórnun og rekstri skólanna og starfsemi vísinda- samfélagsins,“ segir Tómas Ingi Ol- rich, sem settist í stól mennta- málaráðherra í byrjun mánaðarins. Tómas Ingi segir að í þessum mála- flokki muni hann m.a. beita sér fyrir því að bæta tengingu framhaldsskól- anna við upplýsingahraðbrautina til að efla fjarkennslu. Einnig er brýnt að komið verði upp háhraða- samskiptum til símenntunarmið- stöðvanna. „Mér er einnig ofarlega í huga að tryggja til frambúðar aðgang landsmanna að ýmsum gagnagrunn- um og rafrænum tímaritum, koma samræmdu bókasafnskerfi fyrir allt landið í notkun og vinna að þróun svo- kallaðrar dreifmenntunar, sem er blanda af staðbundnu námi og fjar- námi. Tækjabúnaður skólanna hefur batnað til muna en leggja þarf aukna áherslu á að þjálfa kennara betur til að nota búnaðinn í kennslunni. Einn- ig er mikilvægt að stuðla að því að ís- lenskan lifi af í ólgusjó upplýsinga- samfélagsins. “ Nýr menntamálaráðherra hefur einnig unnið að öðrum málum, sem fylgja honum í ráðuneytið. „Ég vann verkefni á vegum samgönguráðu- neytisins um menningartengda ferðaþjónustu. Undanfarin misseri hef ég því velt menningaráhuga Ís- lendinga fyrir mér meir en endranær. Ég hef alltaf haft fyrir því sterka sannfæringu að þrotlaus áhugi þjóð- arinnar og vilji til að láta til sín taka í listsköpun, vísindum og fræði- mennsku hafi mikla þýðingu fyrir samkeppnisstöðu hennar í við- skiptum innan heimsþorpsins. Ímynd er ekki eingöngu viðskiptalegt hug- tak, því hún skiptir ekki minna máli í stjórnmálum og menningarmálum. Íslendingar hafa kynnt sig gagnvart öðrum þjóðum í krafti mikilfeng- legrar náttúru, en við höfum gert minna af því að kynna það sem ein- kennir Íslendinga í lífi og starfi og hefur einkennt þá frá upphafi Ís- landsbyggðar. Menningaráhugi og menningarviðleitni eru og hafa alltaf verið langsterkustu þjóðareinkenni Íslendinga. Jafnvel á dekkstu og þungbærustu stundum sögu okkar lagði þjóðin stund á ýmiss konar fræði af kappi. Þessi stöðuga menn- ingarviðleitni skapar þjóðinni mikla sérstöðu sem við eigum að leggja rækt við. Við eigum að rannsaka þetta viðhorf til fulls, skilja það og kynna fyrir eigin þjóð og öðrum. Við þurfum líka að viðurkenna að þann kraft, sem nú einkennir menningarlíf okkar, er ekki eingöngu hægt að rekja til rótgróins áhuga þjóðarinnar, heldur líka til mikilla framfara í skólastarfi á undanförnum áratugum, bæði í almennu skólastarfi og sér- hæfðu, eins og myndlistar- og tónlist- arnámi.“ Tómas Ingi segir að krafturinn ímenningarstarfseminni sé svomikill um þessar mundir að framboðið sé að verða meira en þjóð- in ráði við að sinna, þótt hún hafi sig alla við. „Nú verðum við að skerpa eigin tilfinningu fyrir sérstöðu okkar, en ekki síður nýta hana til að laða hingað fólk sem hefur áhuga á menn- ingarmálum. Sá hópur fólks sem ferðast um heiminn í leit að menningu og menningarlegri sérstöðu fer vax- andi. Við þurfum að gera menningar- arf okkar sýnilegri. Hann er stundum ósýnilegur, því hann er svo bóklegur. En hér þreifst flókið og fullkomið samfélag fyrr á öldum, þar sem vís- indi, réttarfarshugsun, sagnfræði og hljóðfræði stóðu á háu stigi, fyrir ut- an bókmenntaafrek þjóðarinnar. Við þurfum að gera þennan arf sýnilegri og höfum núna til þess mikla þekk- ingu, hvort sem horft er til mynd- listar og leiklistar, eða grafískrar hönnunar og tölvuþekkingar, svo dæmi séu tekin.“ Hverjir geta gegnt því hlutverki? „Það eru fólk og fyrirtæki með sér- þekkingu á sviði hönnunar, auglýs- ingatækni og kynningar, aðilar sem standa nærri markaðinum. Með því að virkja þessi öfl getur okkur tekist betur að gera sýnilegan og áþreifan- lega þennan menningararf sem rekja má til óþrjótandi áhuga Íslendinga á því að skrá alla skapaða hluti eins og glöggt má sjá allt frá því að þjóðin tók ritlistina í þjónustu sína og fram á tölvuöld. Hugsanlega má einnig kynna betur hinn rótgróna áhuga á tungumálinu, nýsköpun þess og mál- rækt.“ Þú hefur þá líklega engar áhyggjur af afdrifum íslenskrar tungu á upp- lýsingaöld? „Áhugi Íslendinga á tungunni stendur mjög djúpum rótum. Auðvit- að eigum við ekki að vera andvara- laus, en mér er ekki kunnugt um aðr- ar þjóðir sem hafa tekið á nýyrðasmíð af eins miklum krafti og Íslendingar. Það er ekki af skyldurækni einni saman, heldur sköpunargleði. Hins vegar þarf að gæta vel að því að hægt verði að nota íslenskuna eins og önn- ur tungumál í samskiptum manns og tölvu. Á því sviði er verk að vinna.“ Forveri þinn notfærði sér tæknina óspart í störfum sínum, m.a. tölvu- póst. Ætlar þú að fara sömu leið? „Ég hef að sjálfsögðu notað tölvu- póst í störfum mínum á Alþingi og mun gera það áfram á nýjum vett- vangi. Ekki hef ég heyrt um neinn ráðherra í víðri veröld sem er jafn virkur á Netinu og Björn Bjarnason var, en ég mun finna mínar eigin leið- ir í þessum efnum. Ég legg áherslu á að menntakerfið nýti möguleika nýrr- ar tækni til fulls. Ný fjarskiptatækni hefur fært okkur nær umheiminum og til dæmis búið vel í haginn fyrir ís- lenska vísindamenn. Við eigum að fylgja þessari byltingu eftir af mikl- um krafti. Nýjungagirni Íslendinga og vilji til að tileinka sér tæknina hef- ur skapað okkur forskot í samkeppni þjóða. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu sviði og val mitt á aðstoð- armanni undirstrikar það. Guðbjörg Sigurðardóttir hefur leitt verkefni í forsætisráðuneytinu sem snýst um að hrinda í framkvæmd stefnu rík- isstjórnarinnar í upplýsingatækni- málum og hún vann með mér þegar ég stýrði nefndinni sem mótaði þá stefnu.“ Eitt af verkefnum þínum, þegar þú settist í ráðherrastól, var að vinna að frumvörpum um stofnun vísinda- og tækniráðs. „Já, nú liggja fyrir þingi þrjú frumvörp, sem öll miðast að því að auka vægi vísinda og tækni og styrkja stefnumótun í þessum mála- flokki til muna. Þetta verður eitt af mikilvægustu verkefnum ráðuneyt- isins. Menntamálaráðuneytið mun gegna mjög mikilvægu hlutverki í þessu skipulagi. Þjónustumiðstöð vís- indarannsókna, sem heyrir undir ráðuneytið, verður mikilvæg þjón- ustustofnun fyrir vísinda- og tækni- ráð auk þess sem hún annast umsýslu rannsóknarsjóða.“ Við lestur frumvarpanna virkar dá- lítið þunglamalegt að hafa svo mann- margt vísinda- og tækniráð. Ertu bjartsýnn á að ráðið verði skilvirkt? „Ég er það, enda er tilgangurinn einmitt sá að auka skilvirkni og tryggja að vísindi og tækni verði órjúfanlegur hluti af efnahags- uppbyggingu þjóðarinnar. Með skip- an fjögurra ráðherra í ráðið gefa stjórnvöld þau skýru skilaboð að stefnumótun í vísinda- og tækniþróun sé gert hærra undir höfði.“ Tómas Ingi segir að framfarir í vís- indum hafi átt mikinn þátt í velmegun undanfarinna ára og nú þurfi að fylgja þeim árangri eftir, efla fagleg- an stuðning við vísindastarfsemi og nýta þann meðbyr sem vísindin njóti hjá atvinnulífinu, sem hafi stóraukið framlag sitt til rannsókna. Frumvörpin gera ráð fyrir að sett verði á laggirnar Nýsköpunarmiðstöð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, þar sem m.a. verður veitt leiðsögn um stofnun og rekstur fyrirtækja. Verð- ur þetta ný skólastofnun? „Á vegum menntamálaráðuneyt- isins er verið að styrkja grunnrann- sóknir og hagnýtar rannsóknir. Iðn- aðarráðuneytið vinnur hins vegar að verkefnum sem standa nær mark- aðnum, þróunarstarfinu sjálfu. Undir forystu forsætisráðuneytisins verður svo mynduð ein heild. Nýsköp- unarmiðstöðin verður samstarfsvett- vangur stjórnvalda og atvinnulífsins, en iðnaðarráðuneytið mótar hvernig það starf fer fram og mjög fljótlega skýrist hvernig að því verður staðið.“ Áttu von á að vísinda- og tækniráð verði virkt fljótlega eftir afgreiðslu frumvarpanna? „Já, það þarf að verða virkt mjög fljótt. Af hálfu menntamálaráðuneyt- isins er undirbúningur þegar á veg kominn. Við þurfum jafnframt að efla starf okkar á tveimur sviðum, sem hafa mikla þýðingu. Annars vegar eru það erlend tengsl. Við höfum haft mjög góð rannsóknar- og þróun- artengsl við aðrar þjóðir, bæði Evr- ópuþjóðir, á vettvangi rannsóknar- áætlana Evrópusambandsins og einnig við Bandaríkin. Við verðum að rækta erlend tengsl, um leið og við eflum íslenskt rannsóknarstarf og há- skóla. Hitt atriðið, sem ég legg áherslu á, er vísindstarfsemi á landsbyggðinni. Nú gerir fjarskiptatæknin lands- byggðinni kleift að taka virkan þátt í þróuninni. Ég bind m.a. miklar vonir við fyrirhugað rannsóknasetur Há- skólans á Akureyri.“ Víkjum að málefnum Ríkisútvarps- ins. Forveri þinn vildi breyta RÚV í hlutafélag í eigu ríkisins. Hver er þín skoðun? Núverandi stjórnarsamstarfvirðist takmarka möguleikatil að breyta RÚV í hluta- félag en ég er þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt. Í samræmi við það mun ég kanna hvaða svigrúm er til breytinga, innan ramma stjórn- arsamstarfsins, því breytinga er vissulega þörf.“ Fjárhagsstaða RÚV er erfið. Hvaða leið finnst þér að eigi að fara við fjármögnun starfseminnar? Eig- um við að halda í afnotagjöldin, taka upp nefskatt eða setja RÚV á fjárlög? „Allar þessar fjármögnunarleiðir hafa sína kosti og galla. Það er þó hægt að fullyrða að afnotagjaldsleiðin hefur flesta galla. Hún tengist eign- arhaldi á tækjum og innheimtan byggist á umdeildri upplýsingaöflun um eigendur tækjanna, fyrir utan að hún er kostnaðarsöm. RÚV nýtur opinbers fjárframlags, en er samt í samkeppni á auglýs- ingamarkaði, sem auðvitað er við- kvæm staða. Ég hef haft efasemdir um að takmarka eigi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Samkeppn- isstöðu einkareknu stöðvanna, bæði hljóðvarps og sjónvarps, þarf þó að Tómas Ingi Olr ich menntamálaráðherra segir Ís lendinga þurfa að skerpa eigin t i l Menningaráhugi er ster Tómas Ingi Olrich tók við lyklavöldunum í menntamálaráðuneytinu í byrjun mars. Hann ræddi við Ragnhildi Sverrisdóttur um upplýs- ingatækni, menningartengda ferðaþjónustu, stöðu íslenskunnar á upplýsingaöld, vísinda- og tækni- ráð, RÚV og menningarhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.