Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 30
ÍÞRÓTTIR 30 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. grein laga nr. 2 frá 1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn þann 11. apríl í Salnum, Kópavogi kl. 17.00. Aðalfundur Samskip Holtabakka við Holtaveg 104 Reykjavík Sími 569 8300 Fax 569 8327 samskip@samskip.is samskip.is Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað við upphaf fundarins. Stjórn Samskipa hf. A B X /S ÍA 9 0 2 0 2 0 5 Kristján til Aberdeen KRISTJÁN Helgason er kominn í aðalkeppni opna skoska meistaramótsins í snóker eftir tvo góða sigra í viðbót í und- ankeppninni. Hann lagði James Ferguson, 5:1, í 3. umferð og sigraði síðan Jamie Burnett, 5:3, í fjórðu og síðustu umferð undankeppninnar. Burnett er í 39. sæti heimslistans en Krist- ján er í 94. sæti. Í fyrstu umferð aðalkeppninnar í Aberdeen hinn 6. apríl, þar sem 48 keppendur mæta til leiks, þar á meðal allir þeir bestu, keppir Kristján við Tony Drago frá Möltu sem er í 26. sæti heimslistans og þurfti ekki að taka þátt í undankeppn- inni. Takist Kristjáni að sigra mætir hann margföldum heims- meistara, Stephen Hendry, í 32 manna úrslitum. Ein breyting var á byrjunarliði KRá föstudaginn, Herbert Arnar- son var á bekknum en Ólafur J. Ormsson kom inn í hans stað, en heima- menn stilltu upp hefðbundnu liði nema hvað Brenton Birmingham var ekki með frekar en í öðrum leik liðanna og óvíst er hvort hann nái fjórða leiknum. Ólíkt hinum leikjunum tveimur var jafnræði með liðunum í upphafi og jafnt á öllum tölum upp í 15:15 og eft- ir að heimamenn komust í 23:19 tók Keath Vassell sig til og gerði síðustu átta stig leikhlutans þannig að KR var 27:23 yfir. Sú forysta dugði þeim ekki í næsta leikhluta enda gerðu þeir þá 16 stig gegn 21 stigi Njarðvíkinga sem voru 44:43 yfir í leikhléi. KR-ingar voru einbeittir í fyrri hálfleik en komu enn ákveðnari til þess síðari og unnu þriðja leikhluta 24:12 og munaði þar mestu að vörn þeirra var frábær, allir leikmenn börðust vel í fráköstum og það skilaði 11 stiga forystu fyrir sið- asta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu betur í síð- asta leikhluta og ætluðu greinilega ekki að gefa neitt eftir enda engin ástæða til því liðið hafði ekki leikið vel og munurinn samt ekki nema 11 stig. Þegar leikhlutinn var tæplega hálfn- aður var staðan orðin 68:72 og KR- ingar tóku leikhlé. Helgi Már Magn- ússon kom alveg sprellfjörugur úr því og gerði sex stig, tók nokkur fráköst og var gríðarlega grimmur. Ingjaldur Magni Hafsteinsson tók síðan við og þeir sýnu ásamt Jóni Arnóri Stefáns- syni hversu skemmtilegir leikmenn þeir eru þegar sá gállinn er á þeim. Sem dæmi um muninn á barátt- unni í liðunum má nefna að Njarðvík- ingar tóku 36 fráköst í leiknum en KR-ingar tóku 36 varnarfráköst og að auki 15 sóknarfráköst. Undir lokin lá Njarðvíkingum mik- ið á og tóku þriggja stiga skor um leið og færi gafst til að freista þess að minnka muninn. Það tókst ekki og KR-ingar fögnuðu vel og lengi enda tókst þeim ætlunarverkið, að vera áfram með í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn. Páll Kristinsson var bestur Njarð- víkinga og Friðrik Stefánsson átti ágætan leik en aðrir voru nokkuð frá sínu besta, sumir áttu þó fína spretti en duttu heldur betur niður þess á milli. Philo er skemmtilegur leik- stjórnandi en hann gerir á stundum of mikið sjálfur og það var í raun það sem varð Njarðvíkingum að falli, sóknin gekk ekki eins og hún á að gera, allir héngu of lengi á boltanum og reyndu síðan sjálfir maður gegn manni og skotin voru því úr erfiðum færum. Allir áttu góðan leik hjá KR að þessu sinni. Jón Arnór var þeirra bestur og besti maður vallarins ásamt dómurunum, sem áttu fínan leik. Liðið á hrós skilið fyrir aðdáun- arverða baráttu og vilja til að halda áfram í keppninni. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Helgi M. Magnússon lék vel með KR á föstudaginn og hér ver hann skot frá Pete Philo, leikstjórnanda Njarðvíkinga. KR-sigur í Njarðvík KR-INGAR sneru dæminu við í Njarðvík á föstudagskvöldið. Eftir að hafa tapað annarri viðureign liðanna í undanúrslitum úrvalsdeild- arinnar í körfuknattleik á heimavelli og þar með komnir upp að vegg, lögðu þeir Njarðvíkinga 91:80 í Njarðvík og staðan er því 2-1 og liðin mætast fjórða sinni á miðvikudag eða fimmtudag. Skúli Unnar Sveinsson skrifar MÉR fannst vanta þann neista sem gerir okkur að góðu liði. Þeg- ar þannig er þá erum við bara með miðlungslið,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið fyrir KR á föstudaginn. „Við útfærðum sóknina illa, vor- um óþolinmóðir og óðum einn á móti einum í allt kvöld. Hinum megin sá maður KR-inga berjast um öll sóknarfráköst og rífa af okkur alla lausa bolta. Það er engin afsökun til fyrir því að hafa ekki þann neista sem til þarf í svona leiki. Þetta var bara einbeitingarleysi og það þarf hver og einn leikmaður að líta í eigin barm hvað það varðar. Ég er grútsvekktur yfir að tapa leiknum því ég var ákveðinn í að klára einvígið hér í kvöld,“ sagði Friðrik og bætti því við að hann lofaði því að liðið yrði betra í næsta leik. Gat ekki verið verra en í síðasta leik „Það var ekki hægt að vera lé- legri en í síðasta leik og við vor- um staðráðnir í að sýna að við gætum leikið af krafti og það tókst. Helgi og Magni komu virki- lega sterkir inn og sýndu hvað er mikið varið í þá og sama má segja um aðra sem komu af bekknum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari KR-inga, eftir leikinn. „Við fórum loksins að hreyfa okkur í vörninni og hjálpa hver öðrum þar og ég var sérlega ánægður með vörnina í síðari hálfleiknum enda er hún lykillinn að því að ná fráköstum. Nú erum við komnir í sömu stöðu og við vorum fyrir annan leikinn og erum enn með í barátt- unni og það var alltaf ætlunin,“ sagði Ingi Þór. Þess má geta að Steinar Kaldal verður ekki meira með, er meidd- ur, og Baldur Ólafsson fer til Bandaríkjanna á morgun þannig að nýr leikmaður mun mæta í fjórða leik liðanna. Vantaði neistann  JES Hansen, danski körfuknatt- leiksmaðurinn sem lék með Njarðvík í fyrra, var sérstakur heiðursgestur Njarðvíkinga í leiknum við KR á föstudagskvöldið. Hansen leikur í Danmörku í vetur en kom hingað til lands í heimsókn um páskana. Það var vel tekið á móti honum þegar hann var kynntur fyrir leikinn.  RAGNAR Ragnarsson, leikmaður Njarðvíkur, og unnusta hans Þórey Ástráðsdóttir eignuðust stúlku á miðvikudaginn. Þeim mæðgum heils- ast vel og var Ragnar hinn hamingju- samasti með fyrsta barn sitt.  ÍSLENSKA landsliðið í íshokkíi tekur þátt í 2. deild HM, B-flokki, þessa dagana og er keppt í Novi Sad í Júgóslavíu. Liðið hefur leikið þrjá leiki og tapað þeim öllum, síðast fyrir Litháum, 20:0, en Litháar eru í sér- flokki í riðlinum. Áður hafði liðið tap- að 8:1 fyrir heimamönnum og 11:1 fyrir Spánverjum. Liðið leikur í dag við Búlgaríu og síðan Lúxemborg á morgun.  JACKSON Richardson, franski handknattleiksmaðurinn, er hættur við að ganga til liðs við Bad Schwar- tau í Þýskalandi. Þess í stað hefur hann ákveðið að framlengja samning sinn við Portland San Antonio á Spáni og reiknar með að ljúka ferl- inum þar.  HEIÐAR Helguson lék allan leik- inn með Watford sem gerði jafntefli, 0:0, við Bradford í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á föstudagskvöldið.  GÚSTAF Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Minden sem tapaði fyrir Eisenach, 27:19, í þýsku 1. deildinni í handknattleik á skírdag.  RÓBERT Sighvatsson og Gylfi Gylfason skoruðu 4 mörk hvor fyrir Düsseldorf sem vann Wuppertal, 31:20, í þýsku 2. deildinni á skírdag.  GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke, krækti í tvo leik- menn áður en frestur til félagaskipta á þessu tímabili rann út í Englandi á skírdag. Hann fékk til sín Ian Brig- htwell, varnarmann frá Walsall, og John Miles, miðjumann frá Liver- pool, en báðir sömdu við Stoke til vorsins.  DION Dublin, sóknarmaður hjá Aston Villa, var á skírdag lánaður til 1. deildarliðs Millwall, út þetta tíma- bil.  RONALDO lék sinn fyrsta lands- leik fyrir Brasilíu í hálft þriðja ár að- faranótt fimmtudags. Brasilía sigraði þá Júgóslavíu, 1:0, í Fortaleza og lék Ronaldo fyrri hálfleikinn. Luizao kom inn á fyrir hann og skoraði sig- urmarkið á 72. mínútu.  BRASILÍSKIR áhorfendur voru orðnir langeygir eftir markinu. Þeir bauluðu óspart á sína menn og sungu nafn „útlagans“ Romarios í tíma og ótíma.  IVAN Kaviedes skoraði tvö mörk fyrir Ekvador sem vann Búlgaríu, 3:0, í vináttulandsleik sem háður var í New York aðfaranótt fimmtudags.  SHAQUILLE O’Neal, körfuknatt- leiksmaðurinn tröllvaxni hjá LA La- kers, slapp með skrekkinn í fyrrinótt þegar lið hans vann Portland, 91:79. Shaq þeyttist langt upp í áhorfenda- palla og mikil mildi þótti að hvorki hann né einhver áhorfenda skyldu verða fyrir alvarlegum meiðslum.  SHAQ reis á fætur eftir að hafa gengið úr skugga um að einu meiðsli sín væru skurður á fingri, og skokk- aði á ný inn á völlinn, við gífurlegan fögnuð áhorfenda og undir stefinu úr „Superman!“  MICHAEL Jordan sýndi gamal- kunna takta og skoraði 34 stig þegar Washington vann Milwaukee, 107:98. Sam Cassell og Glenn Rob- inson hjá Milwaukee voru báðir reknir af velli í leiknum.  ÞÓRHALLUR Hálfdánarson úr ÍR og Steinþór G. Jóhannsson úr KFR, unglingalandsliðsmenn í keilu, eru í Svíþjóð um páskana þar sem þeir æfa undir stjórn þarlends þjálfara og taka þátt í tveimur alþjóðlegum mótum. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.