Morgunblaðið - 31.03.2002, Page 27

Morgunblaðið - 31.03.2002, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 27 Til sölu fjórar "penthouse" íbúðir á frábærum stað við Mánatún 4 og 6, í hjarta Reykjavíkur. Hellulögð verönd umlykur "penthouse" íbúðirnar við Mánatún www.iav.is Hafðu samband við söludeild ÍAV í síma 530 4200 Tvær 3ja herb. 104 fm. suð-austur "penthouse" með um 100 fm. svölum til suðurs, austurs og norðurs. Tvær 3ja herb. 120 fm suð-vestur "penthouse" með um 100 fm. svölum til suðurs, vestur og norðurs. Álklædd lyftuhús sem þarfnast lágmarks viðhalds. Sér ílögn er í gólfum til aukinnar hljóðeinangrunar. Íbúðirnar eru mjög bjartar og með góðri lofthæð. Fallegar innréttingar og útsýni frábært. Íbúðirnar skilast tilbúnar án gólfefna með sér bílastæði í bílageymsluhúsi. Verð frá 22 millj. Íslenskir aðalverktakar hf. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205 Herbergi Svefnherb. Svefnherb. Herbergi Anddyri Anddyri WC WC Stofa/borðstofa Stofa/borðstofa Lyfta Þv. Þv. Eldhús Eldhús Glæsileg "penthouse" til sölu hjá ÍAV! Í GALLERÍ Skugga eru mörg sýningarrými og ólík. Í því smæsta hefur Hulda Ágústsdóttir hreiðrað um sig með textaverk. Rýmið, sem rétt rúmar einn mann, er grámálað og inni í því er stóll fyrir gesti að tylla sér á á meðan þeir skoða verkið. Að því loknu geta þeir gefið sér tíma til að fylgja þeim fyrirmælum sem lögð eru fyrir í textanum sem er eftirfarandi: „Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að þú sért stödd/staddur á öðrum stað á öðrum tíma. Skilaboðin eru skýr, maður á að klára listaverkið sjálfur í huganum, láta hann um að kalla fram nýtt um- hverfi, nýja reynslu. Þannig opnar Hulda fyrir óendanlega marga mögu- leika á myndrænum tengingum. Þetta er nokkuð sniðugt hjá Huldu og ber sterkan keim af texta/skipunar- verkum Yoko Ono frá því rétt eftir miðja síðustu öld, en sem dæmi þá gerði Ono verkið Body piece sumarið 1961: Stattu í kvöldbirtunni þangað til þú verður gegnsæ/sær eða þangað til þú sofnar, og Hand Piece sama sum- ar: Réttu upp höndina í kvöldbirtunni og horfðu á hana þangað til hún verð- ur gegnsæ og þú getur séð himininn og trén í gegnum hana. Munurinn á verkum Ono og þessu verki Huldu er það helst að verk Huldu fer eingöngu fram í huganum en verk Ono krefjast oftast einhverra aðgerða, þó að huglægi parturinn sé í flestum tilfellum stór. Verkið í Skugga er í góðu samræmi við eldri verk Huldu, t.d. verk sem var á samsýningu á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum. Þá stillti hún sjón- varpsskjá upp inni í sýningarrýminu og í honum var bein útsending frá miðporti Kjarvalsstaða. Það sem þessi verk eiga sameiginlegt er inni/ úti sambandið og vangaveltur um staðsetningu; að vera hér en á sama tíma annars staðar. Það er ekki óalgengt að fólk vilji vera annars staðar en það er og því ættu þeir hinir sömu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í litla klefanum í Skugga. Hér eða þar MYNDLIST Textaverk Gallerí Skuggi. Opið frá kl. 13–17 alla daga nema mánu- daga. Til 31. mars. Hulda Ágústsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Þóroddur Bjarnason Til að njóta verks Huldu Ágústsdóttur þarf að loka augunum. Um nokkra hríð hefur staðið til að skagfirski Akureyringurinn og stór- tenórinn Óskar Pétursson væri í að- alhlutverki á gala-konsert enda er hann bæjarlistamaður í höfuðstað Norðurlands. Tónleikarnir urðu svo heldur betur að veruleika á skírdag þar sem boðið var til meiriháttar tónlistarveislu í Íþróttahöllinni á Akureyri. Það var að frumkvæði nýs fé- lagsskapar í bænum sem nefnir sig Líf og list að tónleikarnir komust á koppinn. Ekki liggja á lausu miklar upplýsingar um þennan hóp listvina en þakkarvert að duglegir tónleika- haldarar láti verkin tala og megi þau tala sem oftast í framtíðinni. Efnisskráin samanstóð mest af frægum og tilkomumiklum söng- verkum sem eftir hlé voru einkum úr Verdi-óperum. Fyrst gat að heyra Söng fuglanna eftir Atla Heimi við texta Davíðs Stefánsson- ar. Þetta var eina verkið sem Barna- kórinn söng svo hann varð að skila sínu án þess að fá mikið ráðrúm til að syngja sig í stuð. Lagið var vel sungið og náði að hljóma eins og in- dælt kvak í saklausri barnssál að vori. En kórinn var ívið of veikur miðað við hljómsveitina og almennt má segja að hljómburður hafi verið dálítið einkennilegur á þessum tón- leikum. Loftklæðning Íþróttahallar- innar er hönnuð með það í huga að dempa hljóð og til þess að yfirvinna þá dempun sungu listamennirnirog léku í hljóðkerfi. Þannig voru t.a.m. strengjaleikararnir með snúru- tengda hljóðnema á hljóðfærunum. Hljóðkerfið lagar hljómburðinn mik- ið en eðlilegt endurkast eða „reverb“ vantar og gerviendurkast úr tölvum og hljóðkerfi kemur aldrei í staðinn fyrir það. Hér komum við að máli málanna í tónlistarlífi Akureyringa. Enginn frambærilegur salur er til fyrir tónlistarflutning í bænum og skora ég á kandídata til nýrrar bæj- arstjórnar og bæjarbúa í heild að leggjast nú á eitt og róa að því öllum árum að slíkur salur komist í gagnið fyrir lok næsta kjörtímabils. Nógu er búið að eyða í íþróttaaðstöðu að undanförnu og röðin komin að hljómgóðum tónleikasal. En jafnvel þótt við hefðum góðan tónleikasal skulum við ekki horfa framhjá tækniframförum við tónlist- arflutning og mér segir svo hugur að hljóðnemar og hljóðkerfi verði þar notuð í vaxandi mæli. Ef allir tónlist- armennirnir eru tengdir við hljóð- nema og músíkin blönduð á staðnum í mixer ber að geta þess sem sér um hljóðblöndunina því hann hefur afar mikið um það að segja hvernig mús- íkin hljómar fyrir áheyrandann. Hljóðmeistarinn hefur í rauninni tekið yfir hluta af stjórnun styrks frá stjórnandanum og á þessum tón- leikum vantaði að gefa upp hver sá mæti takkagúrú væri. Það er jafnvel hugsanlegt í ljósi aukins áhuga á tækni við alla skapaða hluti að gefa upp hvers konar hljóðkerfi sé notað, fjölda rása og hátalara og staðsetn- ingu þeirra. Karlakórinn Heimir söng með þegar hljómsveitin flutti næst Fin- landiu Síbelíusar. Bæði hljómsveit og kór virtust í góðu formi þótt hljómur kórsins væri dálítið fjar- rænn í hljóðrýminu. Síðar á tónleik- unum söng Heimir Brennið þið vit- ar, Pílagrímakórinn eftir Wagner og Steðjakórinn eftir Verdi. Í þessum verkum kom hann betur í gegn og stóð vel fyrir sínu; hreinn, þéttur og karlmannlegur. Talandi um Steðja- kórinn þá var steðjaslátturinn helstil sterkur í slagverkinu en flutningur hljómsveitarinnar annars mjög fínn. Óskar Pétursson komst afar vel frá sínu á þessum tónleikum. „Áfram veginn“, þekkt meðal þjóð- arinnar í flutningi Stefáns Íslandi, söng hann af næmi og þýðleik í góðu jafnvægi við hljómsveitina. Hann blómstraði í Napólísöngnum fræga eftir Cardillo, „Cor’ngrato“, með frábæru sólói Sigrúnar konsert- meistara Eðvaldsdóttur og hápunkt- urinn í lokin var magnaður. Hið sama má segja um aríurnar „Una furtiva lagrima“ og „La donna é mo- bile“ þótt stundum mætti greina ör- litla hæsi í röddinni og upphaf síð- astnefnda verksins hefði mátt vera hnitmiðaðra. Hinn rómantíska „Mansöng“ eftir Romberg söng Óskar sérdeilis smekklega og upp- skar bravóhróp frá áheyrendum á eftir. Hinir geðþekku Álftagerðisbræð- ur voru með eitt lag á efnisskránni, Hamraborgina. Þótt söngurinn hafi verið bjartur og tær voru þeir of veikir í styrk miðað við hljómsveit- ina. Þar vantaði á að hljóðblöndunin væri við hæfi. Fyrsta lag Diddúar var hinn frægi kossavals Il Bacio eftir Arditi, Lagið var glæsilega sungið en tempóið hefði mátt vera aðeins hraðara, eink- um í upphafi. Hin lögin sem Diddú söng ein með hljómsveitinni voru Mein Herr Marqee úr Kátu ekkj- unni, Caro nome úr Rigoletto og Mattinata, sönglag eftir Leonca- vallo. Er skemmst frá því að segja að söngkonan fór hreinlega á kost- um og tryllti áheyrendur af hrifn- ingu. Ekki var hún síðri í dúettunum tveimur Adio adio úr Rigoletto og E’strana sempre libera úr La trav- iata sem hún tók með Óskari. Hann söng þá líka af mikilli prýði og hljóð- meistarinn hefði að ósekju mátt draga hann meira fram í blöndun- inni. Þetta voru sérlega skemmtilegir og góðir tónleikar og hljómsveitin hefur sjaldan verið betri. Áheyrend- ur voru greinilega stórhrifnir og klöppuðu fram tvo dúetta í viðbót úr La traviata auk þess sem framreidd- ur var tvítyngdur „Grobbsöngur úr Skagafirði/O sole mio“ með Álfta- gerðisbræðrum og Diddú í miklu fjöri og sönggleði. Skínandi skírdagskonsert TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Óskar Pétursson Sigrún Hjálmtýsdóttir, Karlakórinn Heimir í Skagafirði, Álfta- gerðisbræður, Barna- og unglingakór Ak- ureyrarkirkju og Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands. Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. ÓPERUTÓNLEIKAR Ívar Aðalsteinsson Morgunblaðið/Kristján Óskar Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.