Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 3
Mánudagur 5. maf 1980 3 t * * * * .'4-* NMmm Villa lá skýrslu jEL ráðherra um Kröllu „Við viljum fá yfirlit yfir stöðuna eins og hún er núna, enda hlýtur það að vera alvarlegt mál þegar þama stendur 60-70 megavatta orkuver, sem aldrei hefur komist hærra en i 5-6 mega- vatta framleiðslu” sagði Eiður Guðnason alþingismaður i samtali Sjöþingmenn Alþýöuflokks og tveir þingmenn Sjálfstæöis- flokks hafa lagt fram á Alþingi beiöni til iönaöarráöherra um aö hann gefi Alþingi skýrslu fyrir þinglok um Kröfluvirkjun. Fyrsti flutningsmaöur er Vil- mundur Gylfason, en VIsi tókst ekki aö ná tali af honum i gær-- dag. Þingmennirnir óska eftir aö I skýrslunni komi meöal annars við Visi. fram sundurliöaöur kostnaöur viö framkvæmdir vegna Kröflu- virkjunar á núgildandi verölagi. Þar á meöal veröi sundurliöaö- ur launakostnaöur viö Kröflu og viöskipti Kröflunefndar viö Bllaleigu Akureyrar svo og önn- ur einstök fyrirtæki. Ennfremur komi fram fram- kvæmdaáform varöandi Kröflu- virkjun á næstu tólf mánuöum og núverandi rekstrarkostnaöur og rekstrartekur. Þá komi fram I skýrslu ráöherra fjárhagsleg- ur ávinningur af frekari fjár- festingum viö Kröflu, afstaöa til þeirra hugmynda aö flytja ann- an hverfilinn frá Kröflu á Reykjanessvæöi og loks fjár- magnskostnaöur viö Kröflu. Samkvæmt þingsköpum geta níu þingmenn óskaö skýrslu ráöherra um opinbert mál. A næsta fundi sameinaös þings ber forseti undir atkvæöi um- ræöulaust hvort beiönin skuli leyfö eöa ekki. Þingmennirnir sem óska eftir skýrslunni eru Vilmundur Gylfason, Kjartan Jóhannsson, Arni Gunnarsson, Jóhanna Siguröardóttir, Eiöur Guöna- son, Karl Steinar Guönason, Magnús H. Magnússon, Pétur Sigurösson og Friörik Sophus- son. —SG „ARASIR A SKOÐANAFRELSI RITHðFUNDA”, seglr Rlthöfundaráð um mótmæil 46-mennlnganna „Rithöfundaráð átelur þær árásir á skoðanafrelsi rithöfunda er felast i mótmælaskjali 46-menning- anna og telur þær til þess eins fallnar að vinna gegn hagsmunum rithöfunda”. Þannig ségir I fréttatilkynningu frá Rithöfundaráöi Islands, en ráöiö var kvatt saman slöastliö- inn föstudag 1 tilefni af mótmæl- um 46 rithöfunda vegna úthlut- unar starfslauna úr Launasjóöi rithöfunda. „Rithöfundaráö lltur svo á aö pólitisk misbeiting i úthlutun starfslauna til rithöfunda væri fólgin I þvl ef óveröugur rithöf- undur hlyti umbun fyrir stjórn- málaskoöanir sinar á kostnaö annarra höfunda er maklegri teldust vegna rithöfundahæfileika sinna. Rtihöfundaráö bendir á aö I mótmælum 46-menninganna koma ekki fram nein rök er styöji slika ásökun og aö stjórn Launa- sjóös rithöfunda hafi á engan hátt brotiö gegn þeirri reglugerö er hún starfar eftir”. —P.M. Mlklð drukklð á Skaga „Hér er búin aö vera nær stans- laus ölvun siöan á miövikudags- kvöld og drukkiö fólk á þvælingi nær allan sólarhringinn” sagöi lögreglumaöur á Akranesi I sam- tali viö Visi I gærdag. Þarna hafa runniö saman ver- tiöarlok, hátiöahöld verkalýös, mánaöamót og gott veöur, en allt þetta viröist hafa oröiö tilefni til drykkju. —SG ATVINHUMIÐLUN NÁMSMANNA TEKUR TIL STARFA í DAG t dag tekur til starfa Atvinnumiölun námsmanna og standa aö henni fern samtök námsfólks, Stúdentaráö Háskóla tslands, Landssamband mennta- og fjölbrautaskólanemenda, Bandalag fslenskra sérskóla- nema og Samband islenskra námsmanna erlendis. Aöstandendur atvinnumiöl- unarinnar búast viö aö mikiö veröi um þaö aö námsfólk leiti til þeirra I atvinnuleit vegna hins ó- vissu I þeim málum, en I fyrra tókst aö útvega atvinnu fyrir um 500 manns. Atvinnumiölunin er til húsa I Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut. —P.M. Odýrar og spennandi ferdir í maí 11.-21. maí kr. 248.000 Gisting í Dublin á Royal Marine og South County. Sérstaklega verður hugsað fyrir óskum golfáhugamanna, valinkunnur kylfingur verður fararstjóri þeirra og útvegar þeim bestu fáanlegu golfvellina. Knattspyrnuáhugamenn fá heims- meistara Argentínu í heimsókn til Dublin og geta fylgst þar með landsleik þeirra gegn írum. 21.-26. maí kr. 178.000 Sælkeraferð kr. 198.000 Stutt og bráðskemmtileg hvítasunnuferð. Gisting á Royal Marine og South County. Sérstök dagskrá fyrir sælkera verður einnig skipulögð. Sigmar B. Hauksson þræðir þá alla bestu veitingastaðina og býður samferðafólki sínu upp á allt það besta sem til er í írskri matargerð. Smökkunarferðir verða farnar í helstu bjór- og vínkjallara heimamanna. Innifalið í verði er flug, gisting með ósviknum og vel útilátnum írskum morgun- verði, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. í sælkeraferðinni er einnig innifalinn allur flutningur á og af veitingastöðum. Verslunarferðir i sérflokki. írska pundið 10% hagstæðara en það enska! Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.