Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 8
VISIR Mánudagur 5. mal 1980 8 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davió Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guómundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Amijiendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. . Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifíngarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, slmi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 4.800 i mánuði innan- Verð I lausasölu 240 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Fráfall Titos er meiriháttar tiðindi, vegna þess að hann var enginn venjulegur þjóðar- leiðtogi. Hann var Imynd Júgóslavlu og þeirrar baráttu sem milljónir manna um heim allan heyja fyrir sjálfstæði þjóða sinna. Óvissan sem skapast við dauða Titos, veldur á- hyggjum og spurningum, þvienginn veit hvað við tekur. Fregnin um dauða Titos hefur farið sem eldur í sinu um alla heimsbyggðina. Þrátt fyrir að Tito hafi ekki verið hugað líf nú um langan tíma, er fráfall hans atburður sem boðar geigvæn- lega óvissu um rás heimsvið- burða. Slík hafa áhrif hans verið og valdastaða, að tómarúmið sem skapast vegna f ráfalls hans veldur kaflaskiptum í mann- kynssögunni. Það þarf engum að koma á óvart. Saga Titos er löng, merkileg og áhrifamikil. Herforinginn og frelsishetjan gerðist byltingar- foringi og þjóðarleiðtogi og skóp sér slíkt nafn og stöðu í ímynd þjóða sinna, að engin hef ur nefnt Júgóslavíu án þess að nafn Titos sé getið í sömu andránni. Alræði hans og dýrkun var óumdeild I Júgóslavíu, og landar hans hafa fyrir löngu tekið þennan leiðtoga sinn I dýrlingatölu. Hetjuskapur hans var raunverulegur, stjórn hans var styrk og stolt hans og metnaður sló í fullkomnum takt við þjóðerniskennd og sjálf- stæðisvitund þeirra þjóða sem byggja Júgóslavíu. Tito hefur tekist að sameina þau mörgu og ólíku þjóðarbrot, sem um aldir hafa borist á bana- spjótum, og fylkja þeim undir gunnfána sinn. Hann leiddi land sitt á braut sósialismans, og gerði það að leppríki Sovétríkj- anna eftir heimstyrjöldina síð- ari. En á sama tíma og önnur Austur-Evrópulönd gerðust sí- fellt ósjálfstæðari taglhnýtingar Sovétmanna, reif Tito sig lausan úr spennitreyjunni, og skipaði Júgóslavíu í sveit með sjálfstæð- um og hlutlausum þjóðum. Hann losaði um öll bönd herleiðingar- innar, hvarf frá hefðbundinni marxískri þjóðfélagsuppbygg- ingu, og gaf löndum sínum kost á að laða fram sjálfsbjargarvið- leitni og eigið frumkvæði. Þróun mála í Júgóslavíu hefur verið Sovétríkjunum geysilegur þyrnir í augum, en styrkur Titos var svo einstæður, að hann gat boðið stóra bróður byrginn og haft sitt fram. Víst er Júgóslavía að flestu leyti sósialiskt ríki með flokks- ræði og áætlanagerð, miðstýr- ingu og andlega kúgun af ýmsu tagi. En það er þó langur vegur frá því lögregluríki og drottn- unarvaldi, sem annars staðar þekkist í hinum kommúnistisku ríkjum, og það sem mest er um vert: Júgóslavía er frjálst land og sjálfstætt undan hinu þunga oki Sovétríkjanna. Það hef ur verið lærdómsríkt að fylgjast með og kynnast viðhorf- um Júgóslava undanfarna tvo áratugi, og uppgötva það mikla stolt sem fylgdi þessari stöðu Júgóslavíu sem hlutlauss ríkis. Allt eru þetta verk Títos eins. Það er því öllum verulegt á- hyggjuefni hvað við taki nú, eftir fráfall þessa mikla foringja. Júgóslavnesk stjórnvöld hafa haft mikinn viðbúnað á austur- landamærum sínum. Þau búast við hinu versta úr austurátt. Hættan er auðvitað sú, að lang- varandi valdaátök og upplausn í Júgóslavíu gefi Sovétríkjunum gullið tækifæri til að' veita þjóð- um Júgóslavíu „vernd" og „að- stoð". Það er einnig spurning hvaða öfl verði ofan á í Júgóslav- neska kommunistaflokknum. Verða það leppar Sovétmanna eða fylgismenn Titos? Hvaða á- hrif hefur fráfall Titos á valda- jaf nvægið í Evrópu að öðru leyti? Allar þessar spurningar verða áleitnar næstu daga og vikur. Stjórnmálafræðingar, ríkis- stjórnirogöll heimspressan mun beina athygli sinni til Belgrad því að þessi stórbrotni þjóðarleið- togi hefur breytt rás heimsvið- burðanna með lífi sínu og mun einnig gera það með dauða sín- um. Veiöimannasamíélag og hjarðbúskapur 1 sibustu mánudagsgrein var rætt um offramleiösluna I land- búnaöi og þaö kerfi sem veriö er aö reyna aö koma á fót til þess aö draga úr henni. Sú leiö sem valin hefur veriö var dregin i efa þó hitt sé öllum ljóst aö draga veröur verulega úr fram- leiöslunni. Nú viröumst viö ætla aö standa frammi fyrir svipuöum vanda hvaö viö kemur sjávarút- veginum. Afli hefur I annan tlma ekki veriö meiri en á slö- ustu mánuöum og stefnir I afla- met. En fiskurinn selst ekki. Hann hleöst upp I birgöa- skemmum og hleöur á sig kostnaöi. Viö stöndum t.d. frammi fyrir þvl aö keppa viö norska framleiöendur sem reka sinn fiskiönaö stórlega rlkis- styrktan. Þaö sýnist þvl ekki horfa vænlega aö byggja af- komu þjóöarbúsins svo til ein- göngu á matvælaframleiöslu svo öfugsnúiö sem þaö er þar sem stór hluti mannkyns sveltur. Þaö hlýtur aö vera óhjákvæmilegt aö endurskoöa stefnuna bæöi I landbúnaöi og fiskveiöum og kappkosta aö ná þar sem mestri hagkvæmni. Jafnframt veröur aö hyggja aö þvl I meiri alvöru en gert hefur veriö hvernig viö getum aukiö útflutningsiönaöinn. Þar skiptir langmestu hvernig þvi fjár- magni er variö sem þjóöin hefur úr aö spila, hvort heldur er um aö ræöa innlent sparifé eöa er- lent lánsfé. Fjármagninu hefur fram til þessa veriö alltof mikiö variö til fjárfestingar sem ekki hefur tekiö miö af arösemi til langframa en meira hugsaö um aö hagnast á veröbólgunni. Fjármagn og fram- kvæmdir. Staöan I peningamálunum er þannig nú aö sparnaöur viröist algerlega hafa staönaö. Niöur- staöa flestra peningastofnana I þessu efni er á eina lund, pen- ingarnir renna út úr bönkunum en lltiö sem ekkert er lagt inn. Þannig er innlend fjármagns- aukning engin. Þetta er auö- vitaö mjög tilfinnanlegt þegar byggja þarf upp nýjar atvinnu- greinar. Erlent lánsfé mun hins vegar enn vera fáanlegt en greiöslubiröin vegna erlendra lána er þegar oröin ærin og hæp- iö hve er aö bæta þar miklu viö einnig meö tilliti til þess hve lánsvextir hafa hækkaö mikiö á alþjóölegum markaöi. Stjórn- málamenn hafa veriö ósam- mála I afstööu sinni til svo kall- aös áhættufjármagns þ.e. fjár? magns I eigu útlendinga I fyrir- tækjum á tslandi. Ég held viö neyöumst þó til aö skoöa þennan þátt miklu betur en gert hefur veriö jafnvel þó mönnum finnist hann ekki geöfelldur viö fyrstu sýn. Astæöan fyrir þvl er sú aö meiri llkur eru til þess aö viö getum sjálfir haft á því stjórn og sett okkar skilyröi fyrir þvl ef viö gerum þaö strax en blöum ekki eftir þvi aö allt fari I kalda- kol og veröum þá aö sætta okkur viöskilyröi frá þessum fjár- rnagnseigendum til aö geta end- urreist íslenskt efnahagsllf. Þetta er máski nokkuö dökkleit mynd en I þetta far stefnir ef viö berum ekki gæfu til aö bæta , efnahagsstööuna. Þaö er óhjá- kvæmilegt aö draga veröur úr neyslu okkar og þá sérstaklega einkaneyslunni sem er aö veröa meiri á Islandi en nokkru ööru landi. Samneysluna getum viö ekki aukiö eins og er þó þar kunni aö þurfa tilfærslur. Draga veröur stórlega úr óaröbærri fjárfestingu. Tryggja veröur sparifé eins vel og mögulegt er. Fyrir skömmu ræddust viö I sjónvarpi tveir hagfræöingar. Þeir voru um margt ósammála en um þaö voru þeir sammála ■i* Kári Arnórsson skóla- stjóri skrifar og segir að óhjákvæmilegt sé að við drögum úr neyslu okkar og þá sérstaklega einka- neysiunni sem sé að verða meiri á Islandi en nokkru öðru landi. aö nú stæöu Islendingar sem og flestar vestrænar þjóöir á krossgötum I efnahagsmálum. Þetta viröist dapurleg niöur- staöa fyrir íslendinga meö/ ógrynni ónotaöra orkugjafa sem ætti aö geta skapaö mikla hag- sæld. Þaö er staöreynd aö hugs- unarháttur veiöimannasam- félags og hjaröbúskapar á ekki lengur viö i okkar samfélagi. Samfélagið veröur aö reka meö öörum hætti. Happa og glappa aðferö veröur ekki lengur notuö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.