Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 05.05.1980, Blaðsíða 24
VÍSIR Mánudagur 5. mal 1980 VC Wv' xvc Umsjón: Axel ;■ Ammendrup, Kvikmyndlr Guo- mundar írá Mð- dal afhentar Kvikmyndasafni Kvikmyndasafn Islands hefur nú veitt kvikmyndum Guð- mundar heitins Einarssonar frá Miðdal viðtöku. Ekkja Guð- mundar, Lydfa Pálsdóttir og börn þeirra fimm hafa ákveðið, að úr safni Guðmundar fái Kvik- myndasafnið 8 kvikmyndir til eignar. Alls eru kvikmyndir Guð- mundar 26, þar af eru 6 fjöl- skyldumyndir sem skilað verður aftur þegar þær hafa veriö skrá- settar. Þær 12 kvikmyndir, sem þá eru eftir, veröa skrásettar og varðveittar I Kvikmyndasafninu. Talið er að ekki vanti nema eina kvikmynd til aö öllu kvikmynda- safnið Guðmundar sé til skila haldið, en sú mynd er eign Ferða- félags fslands. Af þessu má sjá, að Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem kunn- astur var fyrir myndlistariökun sina, hefur verið ötull kvik- myndatökumaður. Hann kynntist kvikmyndagerð á árunum 1939-1940 og tók kvikmyndir á ár- unum 1940-1955, en slðustu mynd sina tók hann á Grænlandi árið 1960. Hann lést þremur árum siðar, 68 ára aö aldri. Flestar eru kvikmyndir Guð- mundar frá Miðdal fjalla- og jöklamyndir, enda var hann mik- ill forvlgismaður fjallaíþrótta hér á landi. Einnig tók hann kvik- myndir af laxveiðum, af ýmsum viðburöum og kvikmyndir úr at- vinnulífinu. Þær kvikmyndir, sem einna mesta athygli vekja eru „Heklu- gosið 1947”, „Lýðveldishátiðin 1944”, „íslandskynning Guð- mundar Einarssonar”, og „Afhjúpun styttu Jónasar Hall- grfmssonar I Hljómskálagarðin- um”. Sjómannalös ( sumarhyrjun - á nýrri plötu með lögum og texta Gylfa Ægissonar Gylfi Ægisson og Rúnar Júlfusson með Meira salt I höndunum. „Ahöfnin á Halastjörnunni” er heiti á tónlistarhóp sem hleypt hefur af stokkunum sinni fyrstu plötu, sem jafnframt er fyrsta Islenska platan á þessu herrans ári. Skifan sjálf ber nafnið „Meira salt” og eru öll lcg og textar eftir landskunnan sjóara og listamann, Gylfa Ægisson. A plötunni eru tólf lög, öll tengd sjávarútvegi og þeim mönnum sem færa björg I bú, en plötuna tileinkar Gylfi látnum vini sínum er féll Utbyröis af keflvískum vél- bát og drukknaði. Ahöfnin á Halastjörnunni telur tlu ef skipstlkin Týra er talin full- gildur áhafnarmeðlimur. Aörir 1 áhöfninni eru G. Rúnar Júllusson, Gylfisjálfur Ægisson, Þórir Bald- ursson, Ari Jónsson, Marla Baldursdóttir, María Helena, Engilbert Jenssen, Viðar Jónsson og Grettir Björnsson, Meöal Ihlaupamanna má nefna Arna Scheving, Þorvald Stein- grlmsson, Jón Jónsson, Tryggva Hubner, Sigurð Karlsson, Finn- boga Kjartansson, Pétur Hjaltested og Gunnar Smára Helgason. Hljóðritun fór fram I Hljóðrita, en pressun I Bandarlkjunum. Útgefandi er Geimsteinn hf. en Steinar hf. er dreifingaraðili og hefur verið gerður árs samstarfs- samningur milli fyrirtækjanna. — Gsal tónlist Gunnar Salvarsson skrifar um popp. Mynd þessi er ein þeirra fjölmörgu sem prýða nýjasta órgang Bliks. A miðri myndinni er Frydendal, hús dönsku hjónanna Ane Johanne Ericsen Roed og Carl W. Roed. Húsið var byggt 1838, en I Bliki er greint frá brautryðjendastarfi dönsku hjónanna f Eyjum, m.a. varöandi kartöflurækt. Grettistak I menningarmðlum Blik, ársrit Vestmannaeyja 1980. Útgefandi: Þorsteinn Þ. Vigiundsson. Sjálfskipuðum talsmönnum hinna svonefndu „skapandi lista” hefur á þessu vori verið venju fremur tlðrætt um „skiln- ingsleysi stjórnvalda” og „and- stööu fjárveitingavaldsins”. Einn þeirra ræddi I sjónvarps fréttum nýlega um „hin frægu 0.42%”, en það mun vera sú upphæö sem á fjárlögum ársins 1980 fer til skapandi lista. Að sjálfsögðu fylgdi ekki sögunni hvort þessi 0.42% eru 10 milljón- ir, 100 milljónir eða 1000 milljónir, enda fellur það ekki eins vel inn I áróöursmyndina. En þaö eru ekki alltaf hinir rlkísstyrktu menningarvitar sem marka leiðina, þegar fram I sækir, I menningarmálunum. Til eru þeir menn sem .vinna verk sln I kyrrþei og ætlast til einskis af öörum en sjálfum sér, Samt eiga verk þeirra eftir að bera meisturum slnum fagurt vitni þegar tlmar llöa og þá verður spurt um gildi hinna fyrir menninguna. Þeirra sem ekkert veröur úr verki vegna „skilningsleysis stjórnvalda.” Einn þeirra sem ekki hefur veriðá rlkisstyrkjum við menn- ingarstarf sitt er gamall skóla- maöur úr Vestmannaeyjum, Þorsteinn Þ. Víglundsson. Hann hefur nú um 45 ára skeiö gefið út ársrit Vestmannaeyja, Biik og ætið á eigin \reikning. Fyrir nokkrum dögum kom út 34. árgangur ritsins og jafnframt sá slðasti, að þvi er ritstjórinn skýrir sjálfur frá I ritinu. Þorsteinn er oröinn rúmlega áttræður, þótt þess sjáist reyndar engin merki á þeim greinum sem hann ritar I nýjasta árganginn. Þar er enn sama eldmóöinn aö finna og ávallt áður. Þorsteini tekst best upp þar sem hann lýsir búskaparháttum og aldarfari I Eyjabyggö fyrr á árum eins og til dæmis I grein sinni um sögu landbúnaöar I Vestmannaeyjum. Þar lýsir Þorsteinn á skilmerkilegan hátt baráttu Eyjamanna I jarð- ræktarmálum og gegn mjólkur- skortinum sem þar fór að segja til sln um aldamótin. Nokkrir framfarasinnaðir menn tóku sig til og stofnuðu „Framfarafélag Vestmannaeyja” sem m.a. hafði á stefnuskrá sinni aukna ræktun Eyjanna og mjólkur- framleiðslu. Einnig skýrir Þorsteinn I grein sinni frá upphafi vélbátaútgerðar og hvernig sú bylting skapaöi enn meiri vanda I landbúnaði eyjanna, þá einkum I mjólkur- málunum. Grein þessi er gagn- merk heimild um átök gamla og nýja tlmans upp úr aldamótun- um þegar fólk var fariö að flykkjast úr sveitum I sjávar- plássin þar sem atvinnutæki- færin voru fyrir hendi. Við fólksflutningana sköpuöust margháttar vandamáls eins og þau sem Þorsteinn nefnir I þessari grein. Þá f jallar Þorsteinn á öörum stað I riti slnu um Andstæöinga Stalínismans I Vestmannaeyj- Þorsteinn Þ. Vlglundsson greinir frá þvi I nýjasta Bliki, ársriti Vestmannaeyja, að hann muni ekki gefa ritiö út oftar. um” og hvernig kommúnistum tókst að splundra Verkamanna- félaginu Drlfanda á árunum kringum 1930. Aö visu er þetta ekki Itarleg grein og Þorsteinn hefur ábur hrakiö ósannindi kommúnista um þátt þeirra I verkalýösbaráttunni I Vestmannaeyjum, m.a. I Bliki 1976 og Morgunblaöinu 13. mal 1977, en vlst er að Þorsteinn býr yfir meiri fróðleik um þetta efni sem væri mikils virði að fá fram I dagsljósið. 1 grein sem Þorsteinn nefnir, „Bréf til vinar mfns og frænda” rekur Þorsteinn sögu togara- málsin svokallaöa, en „Nýskp- unarstjórnin” afréð á slnum bókmenntir Hreinn Lofts- son skrifar u m b ó k - menntir. tlma aö kaupa 30 togara til landsins og keypti Bæjarsjóöur Vestmannaeyja tvo þeirra. Bæjarútgerðin I Vestmannaeyj- um var samfelld sorgarsaga og margra milljóna króna tap hlóöst upp I rekstrinum. Um þetta segir Þorsteinn I grein sinni: Þaö var oröið prinsippmál” þeirra, sem trúöu á opinberan rekstur I einu og öllu, aö bærinn gerði út togarana, hvort sem hann græddi eða tapaði á þeim og hvort nokkur þörf var á þeim til eflingar atvinnulifinu. Það skipti engu máli”. Þegar hallareksturinn var farinn að valda bæjarfélaginu verulegum vandræðum, m.a. varðandi launagreiðslur til starfsmanna sinna, þá var flutt tillaga um að selja skipin og foröa bæjarfélaginu frá gjald- þroti. Astandið var fariö að standa öllum framfaramálum bæjarins fyrir þrifum en samt máttu trúboöar hins opinbera rekstrar ekki heyra minnst á sölu togaranna. Sllkt væri glæpúr gegn alþýöunni! Endalok bæjarútgerðarinnar I Eyjum urðu þau að togararnir voru sendir úr bænum fyrir til- stuðlan sjálfstæðismanna og Þorsteins sem sjálfur var bæjarfulltrúi framsóknar- manna. Fjárhag bæjarins var þannig borgið en Þorsteinn fékk að heyra það óþvegið frá kommúnistum sem úthrópuðu hann sem glæpamann gegn alþýöunni. Saga þessi er dæmigerð um mislukkaöa bæjarútgerð á fslandi. Hún sýnir hvernig kommúnistar vilja „vinna” fyrir fólkið með oftrú á opin- berum rekstri. Hún er lærdóms- rlkt dæmi um þaö hvernig kommúnistar vinna gegn and- stæðingum slnum með rógi og álygum þegar rökin þrýtur. Að ööru efni I þessu slðasta Bliki má nefna grein um sam- vinnusamtökin I Vestmannaeyj- um, grein um dönsk hjón sem voru brautryðjendur I búnaöar- málum, grein um fyrsta björgunarbátinn og grein um minnisvarða „Vestmannaeyja Þórs”, fyrsta Islenska varðskipsins, sem afhjúpaöur var á sjómannadaginn I fyrra. Þá er I ritinu skrá um mannfjöldaþróun I Eyjum frá Ty rkjaráni til eldgoss sem gefur góöa mynd af árferðinu og búsældinni á hverjum tlma. Einnig er I ritinu sægur smærri pistla, lausavlsur og merkar ljósmyndir úr sögu Eyja- byggðar. Ekki má gleyma vandaöri efnisskrá yfir alla árganga Bliks, en I henni er heildarskrá yfir efni þess og myndir frá upphafi, svo og höfundanöfn. Ritið er á þriðja hundrað slður, prentað á vand- aðan papplr en kostar þó ekki nema sem svarar helmingi verðs nýrrar bókar af sambæri- legri stærð. Það er ekki ofsögum sagt að Vestmannaeyinga standa I þakkarskuld við heiðursborgara sinn Þorstein Þ. Vlglundsson þegar hann nú hefur gefiö út slðasta árgang sinn af Bliki. Það er ekki aöeins I Bliki sem Þorsteinn hefur lagt drjúgan skref til atvinnu og menningar- sögu Eyjamanna. Hann á'tti jafnframt heiðurinn af stofnun Byggðasafns Vestmannaeyja og Sparisjóðs Vestmannaeyja og stjórnaði þeim stofnunum af röggsemi um áratugaskeið. Einnig var hann driffjöðurin i starfi samvinnuhreyfingarinnar i Eyjum, var frumkvöðull að stofnun Kaupfélags Vestmannaeyja, átti sæti I bæjarst jórn og lét æskulýðs-, og uppeldis- og bindindismál mjög til sín taka. Þá var Þorsteinn skólastjóri Unglingaskóla Vestmannaeyja árin 1927—1930 og Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja frá 1930 til 1963. Þar meö er þó ekki allt upptalið og nefna má að Þorsteinn lét sig ekki muna um að semja Islensk- norska oröabók I frlstundum slnum! Hann er þvl drjúgur sá skerfur sem Þorsteinn Þ. Vlglundsson hefur lagt af mörk- um, bæði til varðveislu og sköp- unar Islenskra menningarverö- mæta. — HL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.