Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 1
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, kvaðst í gær ætla að halda
áfram hernaðinum gegn Palestínu-
mönnum eftir að þrettán ísraelskir
hermenn féllu í hörðum átökum í
flóttamannabúðum á Vesturbakkan-
um. Er þetta mesta mannfall í röðum
ísraelskra hermanna frá því að upp-
reisn Palestínumanna hófst fyrir
einu og hálfu ári.
„Þetta er erfið herför og henni
verður haldið áfram þar til við höfum
brotið hryðjuverkasamtökin á bak
aftur,“ sagði Sharon.
Fyrr um daginn voru ísraelskir
hermenn fluttir frá tveimur palest-
ínskum bæjum á Vesturbakkanum,
Tulkarem og Qalqiliya. Ísraelskar
hersveitir eru enn í fjórum bæjum,
Nablus, Betlehem, Jenín og Ramall-
ah, þrátt fyrir áskoranir George W.
Bush Bandaríkjaforseta um að her-
inn verði fluttur af sjálfstjórnar-
svæðunum.
A.m.k. 124 Palestínumenn og 24
ísraelskir hermenn hafa fallið frá því
að Ísraelar hófu hernaðinn 29. mars,
að sögn palestínskra lækna og tals-
manna Ísraelshers. Búist er við að
tala fallinna hækki því fregnir herma
að mörg lík Palestínumanna hafi ekki
enn verið flutt af átakasvæðunum.
„Ætla að berjast til
síðasta blóðdropa“
Hörðustu átökin voru í flótta-
mannabúðum við bæinn Jenín.
Fregnir herma að nokkur hundruð
skæruliða hafi verið króuð af á litlu
svæði í flóttamannabúðunum.
Hermennirnir þrettán, sem féllu í
gær, voru í tveimur hópum, að sögn
talsmanns Ísraelshers. Annar hópur-
inn lét lífið þegar sprengjugildrur
sprungu í húsi sem hann fór inn í og
hinir hermennirnir voru skotnir til
bana þegar þeir komu að húsinu til að
bjarga félögum sínum. Á sama tíma
sprengdi Palestínumaður sig í loft
upp, líklega nálægt fyrri hópnum.
A.m.k. sjö hermenn særðust, þar af
einn alvarlega, og líbönsk sjónvarps-
stöð hafði eftir skæruliða í flótta-
mannabúðunum að Palestínumenn
hefðu tekið nokkra særða hermenn
til fanga.
Skæruliðarnir segjast ekki ætla að
gefast upp, að sögn félaga í íslömsku
hreyfingunni Hamas sem býr í flótta-
mannabúðunum. „Þeir sögðust ætla
að berjast til síðasta blóðdropa.“
Ísraelar sögðust í gær ekki ætla að
meina Yasser Arafat, leiðtoga Pal-
estínumanna, að ræða við Colin Pow-
ell, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sem fer til Ísraels á morgun.
Powell kvaðst í gær vonast til þess að
geta átt fund með Arafat síðar í vik-
unni.
Þrettán ísraelskir hermenn falla í átökum við Palestínumenn í Jenín
Mesta manntjón hers
Ísraela á einum degi
Jenín, Jerúsalem. AFP, AP.
Sharon segist ætla
að halda hern-
aðinum áfram
Reuters
Rússneskir stuðningsmenn Palestínumanna rífa í sundur mynd af Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, með
hakakross á enninu, við bandaríska sendiráðið í miðborg Moskvu þar sem þeir mótmæltu hernaði Ísraela í gær.
Vík milli vina/21
82. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 10. APRÍL 2002
AFTÖKUR til fullnægingar dauða-
dómum ríflega tvöfölduðust í heimin-
um á síðasta ári, og er meginástæðan
mikil fjölgun líflátsdóma í Kína, að því
er mannréttindasamtökin Amnesty
International greindu frá í gær. Að
minnsta kosti 3.048 manns voru tekn-
ir af lífi í 31 landi 2001, en árið áður
var talan 1.457, að því er fram kemur í
skýrslu samtakanna.
„Tölur okkar sýna ennfremur, að
dauðarefsingum er beitt gegn þeim
sem hvað síst geta borið hönd fyrir
höfuð sér, fátækum, fólki úr minni-
hlutahópum og ómenntuðu fólki,“
sagði Judith Arenas, talsmaður Amn-
esty. Samtökin segja að 2.468 hafi
verið teknir af lífi í Kína í fyrra, „fleiri
en samanlagður fjöldi þeirra sem líf-
látnir voru í öðrum löndum á þrem
undangengnum árum“, sagði Arenas.
Aftökur í Kína, Íran, Sádi-Arabíu
og Bandaríkjunum voru 90% allra af-
takna sem vitað er um. Sextíu og sex
voru líflátnir í Bandaríkjunum, 139 í
Íran og 79 í Sádi-Arabíu í fyrra. Amn-
esty segir þó, að líklega sé heildar-
fjöldi þeirra sem líflátnir hafa verið
mun hærri, því ógerningur sé að
henda nákvæmar reiður á tölunni þar
eð mörg ríki haldi raunverulegum
fjölda aftakna leyndum.
Tvöfalt
fleiri
aftökur
Genf. AFP.
BANDARÍSKA innflytjendaeftirlit-
ið, INS, hefur hert reglur um vega-
bréfsáritanir námsmanna og lagt til
að gildistími vegabréfsáritana ferða-
manna verði styttur. Markmiðið er að
auðvelda yfirvöldum að fylgjast með
útlendingum og koma í veg fyrir að
hugsanlegir hryðjuverkamenn kom-
ist til landsins.
Samkvæmt nýju reglunum þurfa
útlendingar, sem ætla að ganga í
skóla í Bandaríkjunum, að fá vega-
bréfsáritanir sem námsmenn áður en
þeir hefja námið. INS leggur enn-
fremur til að vegabréfsáritanir ferða-
manna og fólks, sem ferðast í við-
skiptaerindum, gildi aðeins í mánuð
en ekki í hálft ár eins og nú er.
Á ári hverju dvelja meira en þrjár
milljónir erlendra ferðamanna lengur
en í mánuð í Bandaríkjunum og sam-
tök bandarískra ferðaþjónustufyrir-
tækja óttast að tillagan verði til þess
að erlendum ferðamönnum fækki. „Í
hvert sinn sem við torveldum fólki að
koma til Bandaríkjanna með nýjum
hindrunum hvetjum við það til að
fara eitthvert annað,“ sagði talsmað-
ur samtakanna.
INS leggur til að heimilt verði að
framlengja áritanirnar í hálft ár ef
gild ástæða þykir til, t.a.m. ef ferða-
maðurinn þarf að liggja á sjúkrahúsi.
Samkvæmt núgildandi reglum er
hægt að framlengja áritanirnar í ár.
Tveir flugræningjanna, sem
frömdu hryðjuverkin 11. september,
voru með vegabréfsáritanir sem
ferðamenn þegar þeir komu til
Bandaríkjanna og óskuðu síðar eftir
áritunum sem námsmenn. Þeir hófu
nám í flugskóla í Flórída í júlí 2000 og
beiðni þeirra um námsmannaáritun
var ekki samþykkt fyrr en ári síðar.
Hertar reglur um
vegabréfsáritanir
Washington. AP.
HAMID Karzai, forsætis-
ráðherra bráðabirgða-
stjórnar Afganistans, hét
því í gær að tvær risa-
stórar Búddastyttur,
sem talibanar eyðilögðu,
yrðu endurreistar eins
fljótt og mögulegt væri.
Stytturnar voru höggnar
í klett í Bamiyan-dal í
miðhluta Afganistans
fyrir 1.500 árum og tal-
ibanar sprengdu þær
fyrir rúmu ári þar sem
þeir töldu þær „skurð-
goð“ og í andstöðu við
lögmál íslams.
Karzai, sem skoðar
hér klettinn í Bamiyan,
sagði ekkert um hvenær
hafist yrði handa við að
endurreisa stytturnar
eða hvernig verkið yrði
fjármagnað. AP
Búddastytturnar
verði endurreistar
JAPANSKIR ríkisstarfsmenn
útbýttu niðursoðinni hvalakássu
og djúpsteiktu hvalkjöti á fjöl-
farinni verslunargötu í Tókýó í
gær þegar Japanir héldu upp á
„dag hvalsins“.
Hvalkjötsréttirnir runnu út
eins og heitar lummur og hundr-
uð ungra Japana gæddu sér á
þeim á götu sem einkum er
þekkt fyrir tískuverslanir. Al-
gengt var að japönsk börn
fengju hvalkjöt í mötuneytum
skólanna fyrir hvalveiðibannið
1986 en það telst nú fágætt og
dýrt lostæti.
„Ég hef aldrei bragðað hval-
kjöt á ævinni,“ sagði 25 ára kona
þegar hún stakk bita upp í sig.
„Það væri jafnvel enn betra með
bjór.“
Markmiðið með því að gefa
hvalkjötið var að auka stuðning
ungs fólks við hvalveiðar. Nýleg-
ar skoðanakannanir benda til
þess að stuðningurinn við veið-
arnar sé miklu minni meðal unga
fólksins en þeirra sem eldri eru.
Starfsmennirnir sem útbýttu
kjötinu voru í bolum með nýju
vígorði stjórnarinnar: „Vernd-
um og borðum.“
Hvalkjöt
gefið á degi
hvalsins
Tókýó. AP.