Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Því miður, herra, við kunnum engin ráð, þetta er bara eitthvað í framsóknar-genunum. ♦ ♦ ♦ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur í bréfi til aðstandanda nem- anda í 10. bekk ótilgreinds grunn- skóla hafnað beiðni um að nemand- inn, sem er með lesblindu á háu stigi, fái að taka samræmd próf munnlega. Sótt var um heimild fyr- ir því að nemandinn fengi aðstoð við að lesa prófin og að svör mætti skrifa fyrir hann eða taka upp á segulband. Í svarbréfinu vísar ráðuneytið til reglugerðar um samræmd próf, þar sem miðað sé við að þau séu þreytt á sama tíma og við sömu eða sam- bærilegar aðstæður. Talin eru upp nokkur frávik frá þessari reglu, m.a. þau að bjóða má nemendum með lesblindu upp á snældu þar sem lesinn er upp sá hluti prófanna sem ekki prófar lesskilning. Frávikin gera ekki ráð fyrir að prófin fari fram munnlega og á þeirri forsendu er beiðninni hafnað af ráðuneytinu. Óheimilt að taka sam- ræmd próf munnlega GJALDÞROT þýska fjölmiðlafyrir- tækisins KirchMedia hefur engin áhrif á fyrirhugaðar sjónvarpsút- sendingar Stöðvar 2 og Sýnar frá HM í knattspyrnu í sumar að sögn Sig- urðar G. Guðjónssonar, starfandi for- stjóra Norðurljósa. Hann segir að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af fjárhagsvandræðum móðurfélags Kirch enda séu Norðurljós ekki með samning um sýningar frá knatt- spyrnuleikjum við það, heldur við dótturfyrirtæki þess. Segir hann ennfremur að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hafi staðfest það við Norðurljós að mál þar ytra væru í öruggum farvegi. Sam- kvæmt þessu verða því allir 64 leikir keppninnar í sumar sýndir í beinni út- sendingu ýmist á Stöð 2 eða Sýn. Gjaldþrot Kirch bitnar ekki á útsendingum Stöðvar 2 af 30 gerðum af hurðarhúnum 27.399 24.928 Innihurðir á tilboðsverði Sími 525 3000 • www.husa.is kr. kr. Fjögurra spjalda 80 cm furufulningahurð, 10 cm breiður furu karmur og gerefti. Tveggja spjalda 80 cm hvítfulningahurð, 9,5 cm breiður MDF karmur og gerefti. 25% afsláttur Hver er ávinningur upplýsingatækninnar? Svið sem snert- ir okkur öll HVER ER ávinning-ur upplýsinga-tækninnar“ er yf- irskrift mikillar ráðstefnu sem TölvuMyndir hf. standa fyrir í vikunni. Ráð- stefnan er margþætt og verður tekið á málefninu á víðum grundvelli. Áslaug Pálsdóttir er upplýsinga- fulltrúi TölvuMynda og hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Aðeins meira um ráð- stefnuna? „Já, það eru Tölvu- myndir hf. og dótturfyrir- tæki þess sem halda ráð- stefnuna á Grand hóteli í Reykjavík á morgun, fimmtudag, klukkan 13.30 til 17.05. Yfirskriftin er „Hver er ávinningur upplýsinga- tækninnar.“ – Hvað eru TölvuMyndir? „TölvuMyndir eru eitt stærsta þekkingar- og hugbúnaðarfyrir- tæki landsins. Megináhersla er lögð á þróun, sölu og þjónustu eig- in hugbúnaðar sem er seldur und- ir vörumerkjum dótturfyrirtækja. Dótturfyrirtæki TölvuMynda mynda eina stjórnunarlega heild með móðurfyrirtækinu. Hjá TölvuMyndum, dóttur- fyrirtækjum og hlutdeildarfélög- um starfa um 400 manns í fimm löndum á mismunandi sviðum at- vinnulífs. – Hvernig er ráðstefnan byggð upp? „Ráðstefnan hefst með sameig- inlegri dagskrá klukkan 13.10 með setningu Ara Edwald, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Tölvumynda hf. og framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Eimskipafélags, mun því næst fjalla um „arðsemi upplýs- ingatækninnar fyrir íslenskt at- vinnulíf“. Friðrik Sigurðsson, for- stjóri TölvuMynda hf., fjallar um „Útflutning hugbúnaðar“, Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslenskrar erfðagreiningar hf., fjallar um „Hlutverk upplýsingatækni í líf- tækni“ og Svavar G. Svavarsson, framkvæmdastjóri Skyggnis hf., fjallar um „Áhættustjórnun við gerð rekstrarþjónustusamninga“. Að sameiginlegri dagskrá lokinni og kaffihléi klukkan 14.40 velja ráðstefnugestir sér eina af fimm áhugaverðum dagskrám dóttur- fyrirtækja Tölvumynda hf., þar sem innlendir sem erlendir sér- fræðingar flytja erindi.“ – Hverjar eru helstu áherslurn- ar? „Yfirskrift ráðstefnunnar segir hver áherslan er, en við spyrjum hver ávinningur upplýsingatækni- nnar sé. Við leitumst við að svara þeirri spurningu á morgun. Dótt- urfyrirtæki Tölvumynda eru fimm og verða þau öll með sína eigin dagskrá eftir hina sameig- inlegu. Dótturfyrirtæki Tölvu- mynda starfa hvert um sig á sjálf- stæðum kjörsviðum; Libra ehf. sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir fjármálamarkað, Maritech ehf. í hugbúnaðarlausnum fyrir sjávarútveg, sveitarfélög og sölu á Navison Attain, Origo ehf. sérhæfir sig í netlausnum og sér- hæfðum tölvukerfum, Theriak ehf. í hugbúnaðarlausnum fyrir heilbrigðissvið og Vigor ehf. í við- skiptalausnum fyrir orkuveitur og sölu á Vigor-viðskiptahugbúnaði.“ – Forsenda(ur) og tilgangur ráðstefnunnar? „Með ráðstefnunni viljum við sýna að upplýsingatæknin er ekki eitthvert hugtak sem snertir ein- göngu þá aðila sem við hana starfa. Í því upplýsingasamfélagi sem við búum og störfum í nú snertir upplýsingatæknin okkur öll hvort heldur sem er í starfi eða leik. Íslenskur hugbúnaður er mikilvæg og vaxandi atvinnugrein á Íslandi þó svo að enn sé stór hluti hugbúnaðarstarfsemi á Ís- landi ósýnilegur, innan ríkisstofn- ana, banka og fyrirtækja. Á síð- ustu misserum virðist sem sjónir manna hafi beinst meira að gamla hagkerfinu, þ.e.a.s. rótgrónum at- vinnugreinum sbr. álframleiðslu og sjávarútvegi. TölvuMyndir töldu því vera brýna þörf á því að vekja athygli á þeim ávinningi sem upplýsingatæknin færir ís- lensku samfélagi og íbúum þess. Á fundi Samtaka íslenskra hugbún- aðarfyrirtækja sem haldinn var 3. mars sl. kom fram að útflutnings- tekjur hugbúnaðarfyrirtækja námu 2.409 milljónum króna árið 2000, en sama ár nam heildarvelt- an 15,9 milljörðum króna. Þegar þetta er borið saman við þró- unina á Norðurlöndun- um og í Bretlandi kem- ur fram að útflutningsverðmæti hugbúnaðar- geirans mælt sem hlutfall af heild- arútflutningi, er mun minna hér á landi en annars staðar.“ – Fyrir hverja er ráðstefnan? „Ráðstefnan er öllum opin, en tilkynna þarf þátttöku í dag, skráning fer fram á www.t.is. Hún er ætluð stjórnendum og öllum áhugamönnum í upplýsinga- tækni.“ Áslaug Pálsdóttir  Áslaug Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 4. mars 1973. Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1993 og BA próf í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 1997 og útskrifaðist með meist- aragráðu í almannatengslum frá Boston University College of Communication 2001. Lokaverk- efnið fjallaði um krísustjórnun og samskipti á krísutímum. Starfaði við almannatengsl hjá ýmsum fyrirtækjum hér á landi, GSP-almannatengsl, Inntaki, KOM, Mekkano og Weber Group Europe svo eitthvað sé nefnt á árunum 1996 til 2001. Var þá ráðgjafi ýmissa fyrirtækja og stofnana. Var ennfremur frétta- maður hjá Íslenska útvarpsfélag- inu um skeið. Er varaformaður Almannatengslafélags Íslands og ráðin fyrir ári sem upplýsinga- og markaðsstjóri TölvuMynda hf. Áslaug er í sambúð með Þóri Kjartanssyni verkfræðingi og á hann einn son, Kjartan, sem er sex ára. Á eftir grann- löndum í út- flutningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.