Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Því miður, herra, við kunnum engin ráð, þetta er bara eitthvað í framsóknar-genunum. ♦ ♦ ♦ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur í bréfi til aðstandanda nem- anda í 10. bekk ótilgreinds grunn- skóla hafnað beiðni um að nemand- inn, sem er með lesblindu á háu stigi, fái að taka samræmd próf munnlega. Sótt var um heimild fyr- ir því að nemandinn fengi aðstoð við að lesa prófin og að svör mætti skrifa fyrir hann eða taka upp á segulband. Í svarbréfinu vísar ráðuneytið til reglugerðar um samræmd próf, þar sem miðað sé við að þau séu þreytt á sama tíma og við sömu eða sam- bærilegar aðstæður. Talin eru upp nokkur frávik frá þessari reglu, m.a. þau að bjóða má nemendum með lesblindu upp á snældu þar sem lesinn er upp sá hluti prófanna sem ekki prófar lesskilning. Frávikin gera ekki ráð fyrir að prófin fari fram munnlega og á þeirri forsendu er beiðninni hafnað af ráðuneytinu. Óheimilt að taka sam- ræmd próf munnlega GJALDÞROT þýska fjölmiðlafyrir- tækisins KirchMedia hefur engin áhrif á fyrirhugaðar sjónvarpsút- sendingar Stöðvar 2 og Sýnar frá HM í knattspyrnu í sumar að sögn Sig- urðar G. Guðjónssonar, starfandi for- stjóra Norðurljósa. Hann segir að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af fjárhagsvandræðum móðurfélags Kirch enda séu Norðurljós ekki með samning um sýningar frá knatt- spyrnuleikjum við það, heldur við dótturfyrirtæki þess. Segir hann ennfremur að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hafi staðfest það við Norðurljós að mál þar ytra væru í öruggum farvegi. Sam- kvæmt þessu verða því allir 64 leikir keppninnar í sumar sýndir í beinni út- sendingu ýmist á Stöð 2 eða Sýn. Gjaldþrot Kirch bitnar ekki á útsendingum Stöðvar 2 af 30 gerðum af hurðarhúnum 27.399 24.928 Innihurðir á tilboðsverði Sími 525 3000 • www.husa.is kr. kr. Fjögurra spjalda 80 cm furufulningahurð, 10 cm breiður furu karmur og gerefti. Tveggja spjalda 80 cm hvítfulningahurð, 9,5 cm breiður MDF karmur og gerefti. 25% afsláttur Hver er ávinningur upplýsingatækninnar? Svið sem snert- ir okkur öll HVER ER ávinning-ur upplýsinga-tækninnar“ er yf- irskrift mikillar ráðstefnu sem TölvuMyndir hf. standa fyrir í vikunni. Ráð- stefnan er margþætt og verður tekið á málefninu á víðum grundvelli. Áslaug Pálsdóttir er upplýsinga- fulltrúi TölvuMynda og hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Aðeins meira um ráð- stefnuna? „Já, það eru Tölvu- myndir hf. og dótturfyrir- tæki þess sem halda ráð- stefnuna á Grand hóteli í Reykjavík á morgun, fimmtudag, klukkan 13.30 til 17.05. Yfirskriftin er „Hver er ávinningur upplýsinga- tækninnar.“ – Hvað eru TölvuMyndir? „TölvuMyndir eru eitt stærsta þekkingar- og hugbúnaðarfyrir- tæki landsins. Megináhersla er lögð á þróun, sölu og þjónustu eig- in hugbúnaðar sem er seldur und- ir vörumerkjum dótturfyrirtækja. Dótturfyrirtæki TölvuMynda mynda eina stjórnunarlega heild með móðurfyrirtækinu. Hjá TölvuMyndum, dóttur- fyrirtækjum og hlutdeildarfélög- um starfa um 400 manns í fimm löndum á mismunandi sviðum at- vinnulífs. – Hvernig er ráðstefnan byggð upp? „Ráðstefnan hefst með sameig- inlegri dagskrá klukkan 13.10 með setningu Ara Edwald, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Tölvumynda hf. og framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Eimskipafélags, mun því næst fjalla um „arðsemi upplýs- ingatækninnar fyrir íslenskt at- vinnulíf“. Friðrik Sigurðsson, for- stjóri TölvuMynda hf., fjallar um „Útflutning hugbúnaðar“, Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslenskrar erfðagreiningar hf., fjallar um „Hlutverk upplýsingatækni í líf- tækni“ og Svavar G. Svavarsson, framkvæmdastjóri Skyggnis hf., fjallar um „Áhættustjórnun við gerð rekstrarþjónustusamninga“. Að sameiginlegri dagskrá lokinni og kaffihléi klukkan 14.40 velja ráðstefnugestir sér eina af fimm áhugaverðum dagskrám dóttur- fyrirtækja Tölvumynda hf., þar sem innlendir sem erlendir sér- fræðingar flytja erindi.“ – Hverjar eru helstu áherslurn- ar? „Yfirskrift ráðstefnunnar segir hver áherslan er, en við spyrjum hver ávinningur upplýsingatækni- nnar sé. Við leitumst við að svara þeirri spurningu á morgun. Dótt- urfyrirtæki Tölvumynda eru fimm og verða þau öll með sína eigin dagskrá eftir hina sameig- inlegu. Dótturfyrirtæki Tölvu- mynda starfa hvert um sig á sjálf- stæðum kjörsviðum; Libra ehf. sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir fjármálamarkað, Maritech ehf. í hugbúnaðarlausnum fyrir sjávarútveg, sveitarfélög og sölu á Navison Attain, Origo ehf. sérhæfir sig í netlausnum og sér- hæfðum tölvukerfum, Theriak ehf. í hugbúnaðarlausnum fyrir heilbrigðissvið og Vigor ehf. í við- skiptalausnum fyrir orkuveitur og sölu á Vigor-viðskiptahugbúnaði.“ – Forsenda(ur) og tilgangur ráðstefnunnar? „Með ráðstefnunni viljum við sýna að upplýsingatæknin er ekki eitthvert hugtak sem snertir ein- göngu þá aðila sem við hana starfa. Í því upplýsingasamfélagi sem við búum og störfum í nú snertir upplýsingatæknin okkur öll hvort heldur sem er í starfi eða leik. Íslenskur hugbúnaður er mikilvæg og vaxandi atvinnugrein á Íslandi þó svo að enn sé stór hluti hugbúnaðarstarfsemi á Ís- landi ósýnilegur, innan ríkisstofn- ana, banka og fyrirtækja. Á síð- ustu misserum virðist sem sjónir manna hafi beinst meira að gamla hagkerfinu, þ.e.a.s. rótgrónum at- vinnugreinum sbr. álframleiðslu og sjávarútvegi. TölvuMyndir töldu því vera brýna þörf á því að vekja athygli á þeim ávinningi sem upplýsingatæknin færir ís- lensku samfélagi og íbúum þess. Á fundi Samtaka íslenskra hugbún- aðarfyrirtækja sem haldinn var 3. mars sl. kom fram að útflutnings- tekjur hugbúnaðarfyrirtækja námu 2.409 milljónum króna árið 2000, en sama ár nam heildarvelt- an 15,9 milljörðum króna. Þegar þetta er borið saman við þró- unina á Norðurlöndun- um og í Bretlandi kem- ur fram að útflutningsverðmæti hugbúnaðar- geirans mælt sem hlutfall af heild- arútflutningi, er mun minna hér á landi en annars staðar.“ – Fyrir hverja er ráðstefnan? „Ráðstefnan er öllum opin, en tilkynna þarf þátttöku í dag, skráning fer fram á www.t.is. Hún er ætluð stjórnendum og öllum áhugamönnum í upplýsinga- tækni.“ Áslaug Pálsdóttir  Áslaug Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 4. mars 1973. Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1993 og BA próf í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 1997 og útskrifaðist með meist- aragráðu í almannatengslum frá Boston University College of Communication 2001. Lokaverk- efnið fjallaði um krísustjórnun og samskipti á krísutímum. Starfaði við almannatengsl hjá ýmsum fyrirtækjum hér á landi, GSP-almannatengsl, Inntaki, KOM, Mekkano og Weber Group Europe svo eitthvað sé nefnt á árunum 1996 til 2001. Var þá ráðgjafi ýmissa fyrirtækja og stofnana. Var ennfremur frétta- maður hjá Íslenska útvarpsfélag- inu um skeið. Er varaformaður Almannatengslafélags Íslands og ráðin fyrir ári sem upplýsinga- og markaðsstjóri TölvuMynda hf. Áslaug er í sambúð með Þóri Kjartanssyni verkfræðingi og á hann einn son, Kjartan, sem er sex ára. Á eftir grann- löndum í út- flutningi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.