Morgunblaðið - 10.04.2002, Side 9

Morgunblaðið - 10.04.2002, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 9 49 UNGLINGAR hlutu borgaralega fermingu síðasta sunnudag við at- höfn í Háskólabíói sem um 900 gest- ir voru viðstaddir. Þetta var fjór- tánda borgaralega fermingin frá árinu 1989 og hafa alls tæplega 500 börn fermst á þennan hátt, sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu Siðmenntar, félags um borgara- legar athafnir. Tólf fermingarbörn komu fram við athöfnina og sýndu listir sínar með hljóðfæraleik, söng og ljóða- lestri. Fermingarstjóri var Sveinn Kristinsson kennari. Á heimasíðunni segir að tilgang- urinn með borgaralegri fermingu sé að efla heilbrigð og farsæl við- horf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir mann- inum, menningu hans og umhverfi. Morgunblaðið/Jim Smart Fjórtánda borgara- lega ferm- ingin AUKIÐ samstarf Landspítala – háskólasjúkrahúss og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er m.a. umtalsefni Magnúsar Péturssonar, forstjóra LSH, í nýlegu bréfi til starfsmanna. Segir hann þar samning í undirbúningi milli spít- alanna um starfsmannaskipti og þjálfun starfsmanna og ýmsa þjón- ustu sem spítalarnir gætu haft samstarf um. Í bréfinu ræðir forstjórinn ýmis atriði í starfsemi spítalans og gerir hann samstarf við landsbyggðina m.a. að umtalsefni. Segir hann einnig verið að ganga frá sam- komulagi við heilbrigðisráðuneytið um að barnalæknar LSH veiti þjónustu út um land. Sagði Magn- ús í samtali við Morgunblaðið að hugsanlega færu læknar í heim- sóknir á tiltekna staði á landinu til að sinna ákveðinni þjónustu. Væri þetta liður í því að færa mikilvæga þjónustu nær spítalanum. Þá er til umræðu að fara yfir ritaraþjónustu spítalans. Magnús segir um 200 starfsmenn sinna henni og vill hann kanna hvort unnt er að gera þjónustuna skil- virkari. Hyggst hann ræða það við starfsmenn og kalli það á breyt- ingar muni verða hugað að þeim en annars ekki. Í lok bréfsins nefnir forstjórinn hugmyndir sínar um að ráðfæra sig í auknum mæli við sjúklinga. Segist hann vilja hlera betur sjón- armið sjúklinga, hjá einstökum sjúklingum, sjúklingahópum eða samtökum þeirra og aðstandend- um. Hann segir lög um rétt sjúk- linga færa þeim ákveðinn rétt og leggja ákveðnar skyldur á spít- alann og segir hann í bréfinu að ef til vill sé nauðsynlegt að hlusta meira á málsvara sjúklinga. LSH og FSA semja um starfs- manna- þjálfun Kremuð síð pils Fleygnir bolir með síðum ermum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. St afr æn a H ug m yn da sm ið jan / 17 51 ...framundan Laugardagur 4. og 11. maí Laugardagur 27. apríl Föstudagur 26. apríl Föstudagur 12. apríl Eurovisionveisla Húnvetninga! Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11:00-19.00. Föstudagur 19. apríl Eurovision kvöld Húnvetninga Fimmtudagur 18. apríl Ungfrú Reykjavík Fegurðarsamkeppni Íslands Föstudagur og laugardagur 17. og 18. maí Vocal Sampling Listahátíð: Miðvikudagur og fimmtudagur 29. og 30. maí Taraf De Haïdouks Listahátíð: Hafið samband við Jönu eða Ingólf. Árshátíðir - ráðstefnur fundir - vörukynningar starfsmannapartý Fjölbreytt úrval matseðla. Stórir og litlir veislusalir. Veitum persónulega ráðgjöf við undirbúning. Laugardagur 1. júní Sjómannadagurinn: Sjómanna- dagshóf Nýkomin sending af hinum frábæru þýsku og amerísku handunnu sjúkraskóm. Þýsku tréklossarnir sem beðið var eftir, margar nýjar tegundir af hvítum vinnuskóm og götuskóm í lit. 15% afsláttur af Delilah og Samson flugsokkum í mörgum litum. Kynning á nýju amerísku fjölvítamíni fyrir eldri borgara á frábæru verði! 15% kynningarafsláttur. Gerið ykkur klár fyrir sumarið Allt fyrir fæturna í Remedíu SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511.        – sérverslun – Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. 26 ára afmæli Við höldum upp á það með því að bjóða viðskiptavinum okkar 20% afslátt út þessa viku Verið velkomnar - Við erum í afmælisskapi Sérhönnun st. 42-56

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.