Morgunblaðið - 10.04.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 10.04.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að hún myndi óska eftir því við Seðlabanka Íslands að vextir verðtryggðra innstæðna og lána verði óbreytanlegir á lánstímanum en ekki breytanlegir eins og nú er. Kom þetta fram í máli ráðherra í umræðu utan dagskrár um aukin vanskil og fjölgun fjárnáma í land- inu. Karl V. Matthíasson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi umræðunnar en Valgerður var til andsvara. „Ég vil hér sérstaklega nefna eitt atriði sem farið hefur fyrir brjóstið á mér,“ sagði ráðherra, „og sjálfsagt fjölmörgum viðskiptavinum bank- anna í gegnum tíðina en það er að verðtryggð lán skuli yfirleitt vera með breytilegum vöxtum en ekki föstum vöxtum. Ég á mjög erfitt með að sjá siðferðileg og viðskipta- leg rök fyrir þessu fyrirkomulagi. Með þessu eru lánveitendur bæði með belti og axlabönd; þeir hafa varið sig gegn verðbólgu en geta engu að síður breytt vöxtum eftir því sem vindar blása. Með þessu fyrirkomulagi á lántaki enga möguleika á að gera sér grein fyrir raunverulegri greiðslubyrði sinni til lengri tíma. Samkvæmt vaxta- lögum getur Seðlabankinn, að fengnu samþykki viðskiptaráð- herra, ákveðið að vextir verð- tryggðra innstæðna og lána skuli vera óbreytanlegir á lánstímanum. Ég mun óska eftir því við Seðla- bankann að þessu fyrirkomulagi verði breytt.“ Karl V. Matthíasson sagði í framsöguræðu sinni að um þessar mundir bærust okkur fréttir af því að vanskilum hefði farið hér mjög vaxandi að undanförnu og að um síðustu áramót hafi þau numið um 22,4 milljörðum kr. Fyrir um ári námu þau 12,9 millj. kr. Hér væri því um rúmlega 70% aukningu að ræða. „Þessi aukning vanskila á sér stað bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum og í kjölfar þeirra sjáum við einnig gífurlega mikla aukningu fjárnáma,“ sagði Karl. „Ég tel að það sé kominn tími til þess að gerð sé gangskör í því að bankarnir sýni mun meiri ábyrgð í útlánum sínum og komi til móts við skuldunauta sína sem margir hverjir horfa fram á dimma daga. Samfélagið mun ekki hagnast á því að fjöldi manna, og þá sérstaklega ungt fólk, verði gerður gjald- þrota,“ sagði hann ennfremur og ítrekaði að útlánastofnanir yrðu að hugsa sinn gang áður en farið yrði út í fjárnámsaðgerðir. Of mikil útlánagleði? Karl sagði síðar að of mikil út- lánagleði ríkti í landinu og að menn keyrðu um á bílalánum, yf- irdrætti og krítarkortum. „Og ég tel að hér sé því miður um sam- félagslegt mein að ræða,“ bætti hann við og sagðist ekki kalla út- lánastofnanir einar til ábyrgðar. „Auðvitað verða lántakendur líka að vera ábyrgir í gerðum sínum.“ Fleiri þingmenn tóku til máls í um- ræðunni og lýstu m.a. yfir áhyggj- um af aukinni skuldasöfnun heim- ilanna. Valgerður tók fram í upphafi máls síns að það væri rétt hjá Karli að vanskil hefðu verið að aukast að undanförnu og fjárnám- um hefði fjölgað. „Ef ég tek van- skilin sem dæmi hafa eins mánaðar vanskil einstaklinga hjá innláns- stofnunum vaxið úr 3,33% af útlán- um í árslok 2000 í 4,91% í lok síð- asta árs,“ sagði hún. Bætti hún því við að það þyrfti þó ekki að koma mjög á óvart að vanskil hefðu auk- ist á síðustu mánuðum. Síðustu ár hefðu vanskil nefnilega verið í sögulegu lágmarki. „Kaupmáttur heimilanna hefur aukist gríðarlega, eða um fjórðung, síðan 1995 og næga atvinnu er að fá. Hagvöxtur hefur á sama tíma aukist mun meira en í samkeppnislöndum okk- ar. Á þessu hlaut að hægja á end- anum þó að ekkert bendi til þess að lendingin í efnahagsmálum þjóðarinnar verði hörð.“ Valgerður sagði það á hinn bóg- inn vera áhyggjuefni þegar skuldir heimila við lánakerfið rúmlega tvö- földuðust á sama tíma og kaup- máttur ráðstöfunartekna ykist um fjórðung. „Nú eru skuldir heimila við lánakerfið nálega 700 milljarð- ar króna en voru 317 milljarðar ár- ið 1995. Hverju er um að kenna? Kunna Íslendingar fótum sínum ekki forráð í fjármálum? Er þetta hugsanlega sök bankanna sem hafa freistað fólks með gylliboð- um? Við þessu er ekki til neitt ein- hlítt svar og enginn einn sökudólg- ur. Þrátt fyrir mikinn stöðugleika í efnahagsmálum í yfir áratug hefur Íslendingum ekki auðnast að læra þá göfugu list að spara og fara vel með fé. Í þessu efni eru bankarnir ekkert betri en þjóðin sem skapar þá. Það á þó að gera miklar kröfur til banka.“ Bankarnir standa sig betur en áður Valgerður sagði þó að það væri sitt mat að bankarnir stæðu sig betur en áður í þessu efni. „Í aukn- um mæli eru lánveitingar miðaðar við greiðslugetu greiðanda og eigin tryggingar hans. Greiðslugeta greiðanda er metin í sífellt fleiri tilvikum og er það raunar skylda fyrir bankana að meta hana við til- teknar aðstæður. En það er þó langur vegur frá að bankarnir fái toppeinkunn fyrir frammistöðu sína á þessu sviði. Um það vitna mýmargar sögur frá einstaklingum og fyrirtækjum út um allt land. En hvað er til ráða? Hér skiptir hug- arfarið meira máli en setning reglna. Fræðsla er lykilatriði í þessu sambandi. Í aðalnámskrá grunnskóla er nú að finna náms- greinina lífsleikni sem meðal ann- ars tekur á fjármálum heimilanna þótt í litlum mæli sé. Hér er að mínu viti hægt að gera betur. Stjórnvöld, bankar og aðrir hags- munaaðilar geta hrundið af stað þjóðarátaki til að efla fjármálavit- und þjóðarinnar eins og til að sporna gegn verðbólgu. Þetta tvennt er reyndar nátengt. Þegar skuldir heimila eru orðnar langt umfram árlegar ráðstöfunartekjur er orðin veruleg þörf á þjóðarátaki um sparnað,“ sagði ráðherra. Þingmenn ræða aukin vanskil og fjölgun fjárnáma Ráðherra vill að verðtryggð lán verði með föstum vöxtum Morgunblaðið/Golli Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að hún vildi festa vexti á verðtryggðum lánum. SEX þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um miðstöð atferlis- og eldis- rannsókna á þorski á Vest- fjörðum. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela rík- isstjórninni að setja á laggirn- ar miðstöð atferlis- og eldis- rannsókna á þorski á Vestfjörðum er hafi það hlut- verk að standa fyrir og efla rannsóknir á þessu sviði í sam- vinnu við háskóla- og rann- sóknarstofnanir. Verði starf- semi rannsóknastofnana á svæðinu efld í því skyni. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Einar K. Guðfinnsson en meðflutningsmenn eru Sig- ríður Ingvarsdóttir, Einar Oddur Kristjánsson, Vilhjálm- ur Egilsson, Helga Guðrún Jónasdóttir og Guðjón Guð- mundsson. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að athyglisverðar til- raunir hafi staðið yfir á áfram- eldi þorsks hér við land á und- anförnum árum. „Ljóst er að þær geta falið í sér margvís- lega möguleika á næstu árum. Til þess sð svo geti orðið þarf á hinn bóginn að fara fram mikil þróunar- og rannsóknarvinna, að frumkvæði atvinnulífsins en með öflugum stuðningi hins op- inbera. Er mikilvægt að vel verði að málum staðið og þess gætt að rasa ekki um ráð fram. Forsenda þess er að skipulega verði unnið að þróunar- og vís- indastarfi og að sú vinna sé samhæfð sem mest og best til þess að hún skili sem mestum, bestum og skjótustum árangri. Er með tillögu þessari lagt til að þessi samhæfing verði fyrir tilstuðlan sérstakrar miðstöðv- ar atferlis- og eldisrannsókna á Vestfjörðum,“ segir í greinar- gerðinni. Miðstöð eldisrann- sókna á Vest- fjörðum MIKLAR deilur urðu í upphafi þingfundar á Al- þingi í gær um túlkun Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, á þingsköpum Alþingis þegar taka átti á dagskrá stjórnarfrumvarp um að leggja Þjóð- hagsstofnun niður. Frumvarpið var, eins og kunnugt er, lagt fram á Alþingi í fyrradag en í þingsköpum segir orðrétt að ekki megi, „nema með samþykki þingsins, taka frumvarp til um- ræðu fyrr en liðnar eru að minnsta kosti tvær nætur frá því er því var útbýtt.“ Ennfremur segir í þingsköpum að frumvörp „sem útbýtt er sex mánuðum eftir þingsetningu verða því aðeins tek- in á dagskrá að meirihluti þingmanna samþykki það“. Þurfti að leita samþykkis þingsins Í upphafi þingfundar í gær stóð til að setja frumvarpið um Þjóðhagsstofnun á dagskrá þing- fundarins þannig að hægt yrði að hefja fyrstu umræðu um það og vísa því síðan til nefndar. En til þess að koma því á dagskrá þurfti að leita sam- þykkis þingsins í atkvæðagreiðslu. Atkvæða- greiðsla fór fram og niðurstaðan varð sú að 30 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu því atkvæði að frumvarpið yrði tekið á dagskrá en 23 þing- menn stjórnarandstöðuflokkanna voru því mót- fallnir. Eftir að þetta lá ljóst fyrir tilkynnti Halldór Blöndal að samþykkt hefði verið að taka málið á dagskrá. Því mótmæltu þingmenn stjórnarand- stöðunnar hins vegar harðlega og sögðu það vera hefð að túlka þingsköpin þannig, að leita þyrfti af- brigða frá þeim ef taka ætti mál á dagskrá áður en tveggja nátta fresturinn væri liðinn. Þá þyrfti m.ö.o. að fara að 90. gr. þingskapanna, þar sem segir að bregða megi út af þingsköpum ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, samþykkja. Samkvæmt þeirri túlkun væri ekki búið að samþykkja að setja Þjóðhagsstofnunarfrumvarp- ið á dagskrá. Vísuðu stjórnarandstæðingar m.a. til atkvæðagreiðslu sem fram fór um frumvarp um lög á verkfall sjómanna árið 1998 en það átti að taka á dagskrá áður en liðnir væru tveir sólar- hringar frá útbýtingu þingskjalsins. Sögðu stjórnarandstæðingar að þá hefði verið litið svo á að verið væri að leita afbrigða frá þingsköpum og því þyrfti samþykki 2⁄3 hluta viðstaddra þing- manna. Það hefði hins vegar ekki náðst og því hefði málið ekki verið tekið á dagskrá fyrr en tveimur sólarhringum síðar. Halldór vísaði rökum stjórnarandstæðinga hins vegar á bug og sagði að hann liti svo á að með orðunum „samþykki þings- ins“ í 36. gr. þingskaparlaganna væri verið að vísa til meirihluta þingmanna. Stjórnarandstæðingar voru ekki sáttir við þessa túlkun og kröfðust þess að hlé yrði gert á þingfundinum svo formenn þingflokka gætu rætt málið við forsætisnefnd. Leitað álits hjá Sigurði Líndal Eftir nokkra umræðu tók Halldór Blöndal ákvörðun um að gera hlé á þingfundi svo hann gæti átt fund með þingflokksformönnum flokk- anna. Skömmu síðar hófst þingfundur aftur og til- kynnti Halldór Blöndal þá að hann hefði ákveðið að leita álits Sigurðar Líndal, fyrrverandi lagaprófessors við Háskóla Ísland, á deilunni um þingsköp Alþingis. Sagði hann einnig að ákveðið hefði verið að þingfundur yrði haldinn í dag, mið- vikudag, þannig að hægt yrði að ræða frumvarpið um Þjóðhagsstofnun en þá verða liðnar tvær næt- ur frá því það var lagt fram. Skv. starfsáætlun þingsins stóð hins vegar til að halda nefndarfund í dag. Hart deilt um túlkun á þingskaparlögum við upphaf þingfundar í gær Frumvarpið um Þjóð- hagsstofnun rætt í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.