Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 11 JÓGVAN Mørkøre lektor við sögu- og samfélagsdeild Fróðskaparset- ursins í Færeyjum hélt fyrirlestur á vegum Byggðarannsóknastofnunar í Háskólanum á Akureyri nýlega, en þar ræddi hann um sögu Færeyja, einkum síðasta áratuginn, eða frá því íbúar eyjarinnar gengu í gegnum mikla kreppu í upphafi síðasta ára- tugar síðustu aldar og þar til nú að rofað hefur til og menn eygja nýja von. Hann fjallaði um hvernig fær- eyskt samfélag hefur breyst á þess- um tíma, frá því sem kallað hefur verið byggðamenning sem áður var allsráðandi og til markaðssamfélags. Byggðamenning Færeyinga fólst í því að haldið var úti dreifðri byggð í kringum oft smáan og óarðbæran at- vinnurekstur. Jógvan nefndi að hrunið mikla í október árið 1992 hafi að mörgu leyti komið svipað við íbúa Færeyja og 11. september við Bandaríkjamenn. Á þessum tíma, í byrjun október, „varð ekkert eins og áður, allt snérist á hvolf miðað við það sem var“, sagði Jógvan. Á þess- um tíma var færeysku bönkunum, Sjóvinnubankanum og Færeyja- bankanum, forðað frá gjaldþroti þegar þeim voru lagðir til stórir fjár- munir í neyðarhjálp. Jaðarsvæðin eiga undir högg að sækja Færeyjar samanstanda af 18 eyj- um og eru þær að mörgu leyti ólíkar innbyrðis og fólksfjöld- inn afar misjafn, en sumar þeirra eru mjög fámennar. Höfuðborg- in, Þórshöfn, er mið- punktur eyjanna og tal- að er um svæði sem dregið er í þríhyrning út frá henni um hluta nálægra eyja sem gróskusvæði. Jaðar- svæðin og þá einkum syðstu eyjarnar eiga fremur undir högg að sækja. Samgöngur eru sem kunnugt er með ágætum í Færeyjum, þar eru ófá jarðgöng, ágætir vegir, flugvöllur er í Vogum, og þyrluþjónusta er veitt. Þannig segir Jógvan að í raun megi líta á Færeyjar sem eina eyju í því tilliti. Oft sé þó talað um að tvær þjóðir byggi Færeyjar, þá sem búi á gróskusvæðinu innan þríhyrningsins áðurnefnda og hina sem byggja jað- arsvæðin. Þetta er ný sýn, segir Jógvan, en fyrir um áratug hefðu slík sjónarmið ekki heyrst í eyjunum. Bjartsýni áður en kreppan skall á Byggðamenningin sem Færeying- ar aðhylltust gekk sem fyrr segir út á að halda úti byggð hvarvetna og var fiskverkahúsum komið upp sem víðast. Byggðamenningin gekk líka út á að fiskiðnaðurinn væri það sem öllu skipti í Færeyjum. Eigendurnir voru valdamiklir menn í sínu samfélagi og höfðu þar sterka stöðu. Opinber stuðningur var mikill við sjávarút- veginn og stjórnvöld gengust í ábyrgðir fyr- ir hann, en á áttunda og fram á níunda ára- tuginn var mikil bjart- sýni ríkjandi í Færeyj- um. Lánsfé streymdi til eyjanna og var m.a. notað til að endurnýja fiskiskipaflotann, en lánin voru öll með ríkisábyrgð. Er- lendar skuldir jukust mjög, fiskafli dróst mikið saman í kringum 1990 og í kjölfarið dundi kreppa yfir fær- eyska samfélagið. Fiskvinnsluhúsum var lokað og mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota, atvinnuleysi var mikið og fólksflótti brast á. Jógvan sagði að færeysku bank- arnir hefðu lent í verulegum vand- ræðum, en í raun hefði spurningin ekki snúist um að bjarga bönkum, heldur færeysku samfélagi. Danir lögðu bönkunum, sem raunar voru sameinaðir í einn, til fé og sagði Jögvan að á næstu árum hefðu mikl- ar breytingar orðið í Færeyjum, sem þá hefðu færst frá byggðamenning- unni í átt að markaðsbúskap. Von- laus staða blasti við sumum sam- félögunum þar sem búið var að loka öllum frystihúsum og íbúarnir biðu þess að eitthvað gerðist sem bjarg- aði stöðunni. Jógvan ræddi sérstak- lega um Voga á Suðurey en íbúum þar hefðu verið allar bjargir bann- aðar. Fólk treysti á að fiskvinnslu- húsin yrðu opnuð á ný, það þrýsti á stjórnmálamennina, en allt kom fyrir ekki. Ekki varð lengur gengið í op- inbera sjóði til að halda húsunum gangandi. Um 800 manns voru þar á vinnu- markaði fyrir kreppuna, langflestir hjá stærsta fiskvinnsluhúsinu, skipa- smíðastöðinni eða stunduðu sjó- mennsku. Flestir misstu vinnuna eftir kreppuna, en þegar fór að rofa til undir lok tíunda áratugarins opn- uðust nýjar leiðir í atvinnumálum og vinnumarkaðurinn varð fjölbreytt- ari, m.a. er þar nú saltfiskvinnsla og fiskeldi auk annars. „Íbúarnir horfð- ust í augu við erfiðleikana og sigr- uðust á þeim,“ sagði Jógvan. Hins vegar nefndi hann að ungu fólki þættu störfin sem í boði væru ekki aðlaðandi og færi því í burtu en eink- um væri lítið um störf fyrir konur og þá sem aflað hefðu sér menntunar. Færi ungt par burtu úr sinni heima- byggð til að afla sér menntunar væru afar litlar líkur á að það snéri heim aftur. „Það enda flestir í Þórshöfn,“ sagði Jógvan. Jógvan Mørkøre, lektor við samfélagsdeild Fróðaskaparseturs Færeyja Færeyjar hafa færst frá byggða- menningu til markaðskerfis Jógvan Mörköre INGI Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Lyfju, segir að yfirskrift fréttar sem birt var í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugardag þess efnis að Lyfja væri dýrust fyrir elli- og örorkulífeyrisþega hafi valdið misskilningi. „Fólk hefur talið að Lyfja væri með hæsta verðið til elli- og örorkulífeyris- þega. Svo er hins vegar ekki. Að meðaltali er Lyf og heilsa 7,2% dýrari í lyfseðilskyldum lyfjum til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig eru Grafarvogsapótek og Laug- arnesapótek meira en 20% dýrari en Lyfja. Sé Lyfja borin saman við Graf- arvogsapótek er Lyfja ódýrari í 16 tilfellum en Grafarvogsapótek í 11 tilfellum. Borið saman við Laug- arnesapótek er Lyfja ódýrari í 11 tilfellum en Laugarnesapótek í 9 tilfellum. Borið saman við Lyf og heilsu er Lyfja ódýrari í 12 til- fellum en Lyf og heilsa í 14 og jafnt í einu tilfelli. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Borgarapótek, Hring- brautarapótek og Garðsapótek neituðu að taka þátt í könnuninni. Árbæjarapótek er ekki lengur með í könnuninni til elli- og örorkulíf- eyrisþega eftir að kom í ljós að gefið hafði verið upp rangt verð. Laugarnesapótek gaf aðeins upp verð á hluta af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða 20 af 27,“ segir Ingi. Lyfja byggir útreikninga sína á verðkönnun ASÍ, sem Morgun- blaðið greindi frá 4. og 6. apríl, og með leyfi sambandsins. Frétt Morgunblaðsins hinn 9. apríl síðastliðinn var byggð á nið- urstöðum verðkönnunar ASÍ þar sem fram kom að Lyfja væri „oft- ast með hæsta verðið á lyfseð- ilsskyldum lyfjum til elli- og ör- orkulífeyrisþega“ eins og sagði í frétt frá ASÍ. Fyrirsögn fréttar Morgunblaðsins var þess efnis að Lyfja væri dýrust fyrir elli- og ör- orkulífeyrisþega og var þar átt við að Lyfja hefði oftast verið með hæsta verðið á lyfseðilsskyldum lyfjum til elli- og örorkulífeyris- þega í umræddri könnun, en ekki almennt. Rétt er að árétta að í um- ræddri frétt Morgunblaðsins var einungis verið að tala um verð á lyfseðilsskyldum lyfjum til elli- og örorkulífeyrisþega, samkvæmt nið- urstöðum umræddrar könnunar, þar sem Lyfja var oftast með hæsta verðið, eða í níu tilvikum af 27, en ekki meðalverð allra lyfja í könnun ASÍ líkt og Lyfja hefur nú reiknað út, og gerir Ingi Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Lyfju, ekki athugasemd við þær niðurstöður. Ónákvæmni gætti í fyrir- sögn fréttar um lyfjaverð  HELGA Hannesdóttir varði doktorsritgerð í barna- og ung- lingageðlæknisfræði við lækna- deild háskólans í Turku í Finn- landi 22. febrúar sl. Ritgerðin heitir: „Studies on child and adolescent mental health in Iceland“. Dokt- orsritgerðin var unnin undir handleiðslu tveggja prófessora í barna- og unglingageðlæknisfræði, þeirra Andre Sourander og Jorma Piha. Andmælandi ritgerðarinnar var prófessor Eila Räsänen frá Uni- versity of Kuopio, Finnlandi. Rit- dómendur frá hendi læknadeildar í Turku voru prófessor Irma Moil- anen og dósent Eeva Aronen frá læknadeild Helsinki háskóla. Þetta er fyrsta doktorsritgerðin sem ís- lenskur læknir ver í barna- og unglingageðlæknisfræði og Helga er fyrsta konan í geðlæknastétt hér á landi til að ljúka dokt- orsritgerð. Ritgerðin er 31. dokt- orsritgerð í barna-og unglingageð- læknisfræði sem varin hefur verið í Finnlandi. Doktorsritgerð þessi er grunn- rannsókn og kortlagning á hegð- unar- og tilfinningaeinkennum ís- lenskra barna og unglinga á aldrinum 2–18 ára. Efniviður er m.a. byggður á faraldsfræðilegri rannsókn á geðheilsu íslenskra barna þar sem 3 spurningalistar yfir líðan og atferli barna og ung- linga eru notaðir (Child Behavior Check List/ 2–3ja; 4–16 ára og Youth Self Report/11–18 ára). Spurningalistarnir greina frá áhyggjum foreldra barna og ung- linganna sjálfra af tilfinninga- og hegðunareinkennum. Spurninga- listar þessir eru þaulrannsakaðir í meira en 50 löndum og hafa verið þýddir á 58 tungumál og kanna þroska, líðan, hegðun og tilfinn- ingar barna. Jafnframt var aflað upplýsinga um og gerður sam- anburður á íslenskum og finnskum forskólabörnum á aldrinum 2ja–3ja ára. Upplýsinga var aflað frá 330 finnskum forskóla börnum og 163 íslenskum forskólabörnum. Niðurstöður voru svipaðar frá báðum löndum. Einnig var gerð athugun og geðgreiningar á börn- um og unglingum sem leitað höfðu meðferðar vegna geðraskana og áfengis- og fíkniefnavandamála. Niðurstöður eru kynntar frá 2.193 börnum og unglingum sem valin voru af handahófi úr þjóð- skrá. Einnig frá 1.013 börnum og unglingum með geðraskanir sem leitað höfðu meðferðar á stofn- unum. Við samanburð á sambæri- legum erlendum rannsóknum benda niðurstöður til að geðrask- anir hjá íslenskum börnum og unglingum séu álíka algengar og hjá börnum og unglingum í ná- grannalöndum. Samsjúkdómar eru algengir hjá unglingum með áfengis og fíkniefnavanda. Algeng- ustu samsjúkdómar eru: hegð- unarraskanir (36%), þunglyndi (22,6%) og áfallaröskun (9,3%). Foreldrar Helgu Hannesdóttur voru Hannes Guðmundsson, fv. yf- irlæknir á húðsjúkdómadeild Landspítalans, og Valgerður Björnsdóttir, sem eru látin. Eig- inmaður Helgu er Jón G. Stef- ánsson, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, og eiga þau fjögur uppkomin börn. Doktors- ritgerð í barna- og unglinga- geðlæknis- fræði Helga Hannesdóttir ÞEIR voru brattir hjólabretta- kapparnir sem hvíldu sig á Ing- ólfstorgi í gær, á milli þess sem þeir sýndu ótrúlega fimi sína á brettunum fyrir gesti og gang- andi. Húfurnar veita vissulega skjól fyrir næðingnum en eflaust væru drengirnir öruggari með hjálma sem höfuðfat. Morgunblaðið/Golli Brattir brettakappar FORSTJÓRI Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, Magnús Pétursson, hef- ur með yfirlýsingu framselt fram- kvæmdastjórum og sviðsstjórum ákveðið vald varðandi ráðningarmál starfsmanna. Magnús segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé gert í framhaldi af rökstuddri ábendingu umboðsmanns Alþingis um að eðli- legt sé að þeir sem ráða starfsfólk hafi til þess skriflegt umboð. Magnús segir þetta byggjast á lög- um um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins og segir hann einnig stjórnskipulag LSH liggja þessu til grundvallar svo og erindisbréf og starfslýsingu þeirra stjórnenda sem við á. Hefur framsalið að geyma að mestu leyti staðfestingu á því fyrir- komulagi sem verið hefur í gildi og segir Magnús það einnig góða stjórn- sýslu að öllum sé ljóst hverjir fari með ákvörðun um ráðningar á spít- alanum. Ráðningarvaldið hefur því verið framselt til nafngreindra fram- kvæmdastjóra og sviðsstjóra sem Magnús segir að séu milli 30 og 40 í allt. Tekur þetta vald til ráðninga starfsmanna og uppsagna, undirrit- unar ráðningarsamninga, setningar erindisbréfa og starfslýsinga og ým- issa annarra atriða er tengjast starfs- tilhögun og eftirfylgd við starfsmenn. Framselur framkvæmda- og sviðs- stjórum ráðn- ingarvald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.