Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
vegar við Breiðholtsbraut
og eru þau hluti af fram-
kvæmdinni. Þá verður veg-
urinn með fjölda gatnamóta
og fleiri mannvirki koma til,
s.s. undirgöng og bygging
hljóðmana.
Fyrstu áætlanir gera ráð
fyrir að byggingu vegarins
verði áfangaskipt í þrennt. Í
fyrsta áfanga mun vegurinn
tengja saman Fífuhvamms-
veg, Salaveg og Sólarsali í
Salahverfi með einni ak-
braut og er áætlað að þetta
verði gert á tímabilinu 2002-
2003. Í öðrum áfanga yrði
gerð tenging við Reykjanes-
braut og hugsanlega Breið-
holtsbraut auk þess sem
TILLAGA að matsáætlun
vegna Arnarnesvegar auk
tengivegar um Hörðuvelli í
Kópavogi liggur nú til kynn-
ingar hjá Skipulagsstofnun.
Gert er ráð fyrir að ráðist
verði í framkvæmdir við
fyrsta áfanga vegarins á
þessu eða næsta ári.
Arnarnesvegur mun ná til
Garðabæjar, Kópavogs og
Reykjavíkur en um er að
ræða 4,3 kílómetra stofnveg
sem liggja mun um Leirdal
milli Reykjanesbrautar og
Breiðholtsbrautar. Tengi-
brautin um Hörðuvelli er
fyrirhuguð á milli Arnarnes-
vegar og Elliðavatnsvegar.
Í tillögunni segir að veg-
inum sé ætlað það hlutverk
að tengja jaðarbyggðir höf-
uðborgarsvæðisins betur
saman, þ.e.a.s. Breiðholt og
Salahverfi í Kópavogi og
síðar meir nýja byggð í
Garðabæ. Með tilkomu veg-
arins er gert ráð fyrir að
dregið verði úr aukningu
umferðar um Reykjanes-
braut við Mjódd.
Lega vegarins
lítt hreyfanleg
Endanleg lega vegarins
liggur ekki fyrir þar sem
enn er unnið að hönnun
hans en tillagan gerir ráð
fyrir að hann muni liggja
milli fyrirhugaðs golfvallar í
Leirdal og byggðarinnar í
Salahverfi. Kemur fram í til-
lögunni að fyrirhuguð land-
notkun í Kópavogi geri legu
vegarins tiltölulega lítt
hreyfanlega.
Gert er ráð fyrir mislæg-
um gatnamótum Arnarnes-
bygging mislægra gatna-
móta við Breiðholtsbraut
kann að falla undir þennan
áfanga. Í þriðja áfanga yrði
fullnaðarbygging vegarins.
Ekki liggur fyrir tímaáætl-
un fyrir 2. og 3. áfanga.
Í nágrenni
vatnsverndarsvæða
Samkvæmt Aðalskipulagi
Reykjavíkur frá 1996 er
svæðið í nágrenni vegarins
skilgreint sem almennt úti-
vistarsvæði. Í nágrenni veg-
arins er aukinheldur vatns-
verndarsvæði og vatnaskil,
m.a. vatnsból Garðbæinga
og vatnaskil Elliðavatns.
Verður gerð grein fyrir
áhrifum vegarins á þessu
svæði og mótvægisaðgerðum
í matsskýrslunni sjálfri að
því er segir í tillögu að mats-
áætlun.
Þá kemur fram að mikil
uppbygging sé fyrirhuguð í
nágrenni fyrirhugaðs vegar.
Kópavogsmegin er gert ráð
fyrir atvinnustarfsemi við
mislægu gatnamótin við
Breiðholtsbraut, íbúðabyggð
á Hörðuvöllum og golfvelli í
Leirdal.
Í Garðabæ er fyrirhuguð
íbúðabyggð við mislæg
gatnamót Reykjanesbrautar
á Hnoðraholti. Segir í tillög-
unni að þessi mikla upp-
bygging komi til með að
valda mun meiri röskun á
náttúrufari á fyrirhuguðu
framkvæmdasvæði en vega-
framkvæmdirnar koma til
með að valda.
Þeir sem vilja kynna sér
tillöguna geta nálgast hana
hjá Skipulagsstofnun eða
skoðað hana á heimasíðu
VSÓ-Ráðgjafar sem sér um
matsvinnu við veginn. Vef-
fangið þar er www.vso.is.
Þurfa athugasemdir að ber-
ast Skipulagsstofnun fyrir
15. apríl 2002.
Stefnt er að því að
ákvörðun Skipulagsstofnun-
ar um tillögu framkvæmda-
raðila að matsáætlun muni
liggja fyrir 2. maí 2002.
!
" " #""
Á að tengja
jaðarbyggðir
höfuðborg-
arsvæðisins
Arnarnesvegur
VERSLUN við Bankastræti
hefur dregist mun minna
saman en áætlað var vegna
vegaframkvæmdanna sem
þar standa yfir. Þetta segir
Símon Wiium, kaupmaður í
Tískuvali. Hann þakkar
góðu aðgengi fyrir gang-
andi vegfarendur það
hversu vel hefur gengið
með verslun þrátt fyrir
framkvæmdirnar.
Í Morgunblaðinu í gær
birtist mynd með fyrirsögn-
inni „Illfært um Banka-
stræti“. Símon segir þetta
vera hinn mesta misskiln-
ing. „Aðstæður eru mjög
góðar miðað við umfang
verksins og vel að öllu
staðið. Það eru mjög góðar
gönguleiðir fyrir gangandi
vegfarendur og meira að
segja er auðvelt að fara um
með barnavagn. Þannig að
aðgengið er mjög gott
nema það er ekki akfært.“
Hann segir verktaka eiga
hrós skilið fyrir hversu vel
þeir hafa staðið sig í að
draga úr neikvæðum áhrif-
um framkvæmdanna. „Þeir
hafa staðið sig gífurlega
vel við allan frágang. Sem
dæmi má nefna að allar
göngubrýr að verslununum
eru sópaðar til að valda
okkur sem minnstum skaða
af óhreinindum innan-
dyra.“
En hvaða áhrif hafa
framkvæmdirnar haft á
viðskipti kaupmanna við
Bankastrætið? „Eðlilega
hafa viðskiptin dregist svo-
lítið saman en mun minna
en við gerðum ráð fyrir,“
segir Símon.
Verður gullfallegt
Hann segist hlakka til að
fá nýtt og betra Banka-
stræti að framkvæmdunum
loknum enda sé mikið í
lagt þannig að gatan eigi
að verða gullfalleg um það
er lýkur. Þá leggur hann
áherslu á að framkvæmd-
unum í Bankastrætinu eigi
að ljúka í maí en ekki í lok
ágúst eins og sagt var í
frétt Morgunblaðsins í gær.
Var þar verið að vísa til
loka heildarframkvæmd-
anna en þeim er áfanga-
skipt. Að sögn Haralds B.
Alfreðssonar, verkfræðings
hjá Vegagerðinni, á fram-
kvæmdunum í Bankastræti,
frá Ingólfsstræti að Lauga-
vegi, að ljúka 10. maí,
framkvæmdum á Skóla-
vörðustíg, frá Bankastræti
að Bergstaðastræti, á að
ljúka um miðjan júní,
gatnamótum Bergstaða-
strætis og Skólavörðustígs
á að vera lokið í lok júní og
loks verður kaflanum frá
Berstaðastræti upp að Týs-
götu lokið í ágústlok.
Framkvæmdum í Bankastræti lýkur 10. maí
Aðgengi til fyrirmyndar
fyrir gangandi vegfarendur
Morgunblaðið/Þorkell
Símon segir verktaka í Bankastrætinu standa sig frábærlega og m.a.s. sópa göngubrýrnar.
Miðborg
SKÓGRÆKTARFÉLAG
Mosfellsbæjar hefur mótmælt
þeim áformum í aðalskipulagi
bæjarins, að setja upp mislæg
gatnamót við aðkomu félags-
ins að útivistar- og skógrækt-
arsvæði félagsins í Hamrahlíð.
Í bréfi félagsins til bæjar-
stjórnar segir að með gatna-
mótunum eyðileggist bíla-
stæði og aðkoma að
skógræktarsvæðinu en núver-
andi bílastæði þarfnist þegar
stækkunar vegna aukinnar
umferðar um skóginn. Segir
að tryggja verði aðkomu al-
mennings og bíla að útivistar-
svæðinu. Árlega komi mikill
fjöldi fólks í Hamrahlíð og með
aukinni byggð Reykjavíkur í
Úlfarsfelli muni öll umferð um
skógræktarsvæðið stórauk-
ast.
Ekki ljóst hvenær af
gatnamótum verður
Tryggvi Jónsson, bæjar-
verkfræðingur í Mosfellsbæ,
segir ekki vitað um það hve-
nær mislægu gatnamótin
koma til framkvæmdar en á
vegaáætlun sé gert ráð fyrir
tvöföldun Vesturlandsvegar
frá Víkurgatnamótum og upp í
Mosfellsbæ á næstu tveimur
árum.
„Núna er hafin vinna við
frumhönnun á þessari tvöföld-
un ásamt mislægu gatnamót-
unum þannig að það er ekki
fyrr en þeirri vinnu lýkur sem
menn vita hvernig þessi
gatnamót munu líta út,“ segir
Tryggvi.
Hann telur líklegt að ekki
komi til framkvæmda við
gatnamótin fyrr en eftir árið
2005 en hugsanlegt sé að
hringtorg verði sett upp við
gatnamótin til bráðabirgða í
framhaldi af tvöföldun vegar-
ins.
Hann segir ekki ljóst hvern-
ig bílastæðamál Skógræktar-
félagsins verði leyst. „Fyrst
ætlum við að sjá hvernig þessi
frumhönnun lítur út. Við það
eitt að Vesturlandsvegurinn
tvöfaldast er um leið búið að
taka þessa aðkomu að Skóg-
ræktarfélaginu í burtu. Það
yrði aldrei öðruvísi en þannig
að menn gætu keyrt inn á
svæðið þegar þeir væru að
koma úr Reykjavík og út af í
átt að Mosfellsbæ. Þeir, sem
væru að koma úr Mosfellsbæ
og ætluðu inn á svæðið, yrðu
alltaf að keyra að Víkurgatna-
mótum og snúa þar við því það
yrðu aldrei leyfðar vinstri
beygjur þvert yfir tvöfaldan
veg.“
Tryggvi segir því tvöföldun
vegarins kalla á að aðrar að-
komuleiðir verði skoðaðar og
innanhúss sé rætt um að það
gæti jafnvel orðið frá Skar-
hólabraut.
Nýtt aðalskipu-
lag í vinnslu
Ný tillaga að aðalskipulagi
Mosfellsbæjar er nú í vinnslu
hjá bænum eftir afgreiðslu
Skipulagsstofnunar. Gert er
ráð fyrir að tillagan verði tekin
fyrir í bæjarstjórn 24. apríl
næstkomandi og í framhald-
inu verði það sett í lögform-
lega auglýsingu. Tryggvi
bendir þó á að umrædd gatna-
mót séu inni á núgildandi að-
alskipulagi og því sé ekki um
ný gatnamót að ræða í aðal-
skipulagi.
Skógræktarfélagið uggandi
um aðkomu að svæði sínu
Mótmælir
mislægum
gatnamótum
Mosfellsbær
PENINGALEG staða
bæjarsjóðs Hafnarfjarðar
batnaði á síðasta ári um
381 milljón að teknu tilliti
til hækkunar lífeyrissjóðs-
skuldbindinga en sé ekki
litið til þeirra batnaði pen-
ingaleg staða sjóðsins um
665 milljónir. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu
frá bænum en ársreikn-
ingur bæjarsjóðs var lagð-
ur fram í bæjarráði sl.
fimmtudag.
Segir í tilkynningunni
að heildarskatttekjur bæj-
arsjóðs á árinu 2001 hafi
numið 4.358 milljónum
króna en rekstur mála-
flokka nam 3.664 milljón-
um. Þá jukust peningaleg-
ar eignir bæjarsjóðs um
2.223 milljónir í fyrra. Eft-
ir sameiningu Rafveitu
Hafnarfjarðar við Hita-
veitu Suðurnesja er hlutur
bæjarins í fyrirtækinu í
árslok metinn á um 1.590
milljónir króna.
Skuldir bæjarins voru í
fyrra 8.701 milljón sem er
1.558 milljónum meira en
árið á undan. Á móti koma
auknar peningalegar eign-
ir eins og fyrr segir og
batnaði peningaleg staða
bæjarsjóðs um 665 millj-
ónir króna. Að teknu tilliti
til hækkunar lífeyrisskuld-
bindinga nemur batinn um
381 milljón en í fréttatil-
kynningu bæjarins segir
að lífeyrissjóðsskuldbind-
ingar hafi aukist um 570
milljónir króna frá árinu
1998 reiknað á ársloka-
verðlagi 2001.
Stefnt er að því að af-
greiða ársreikninginn í
bæjarstjórn 23. apríl næst-
komandi að því er fram
kemur í tilkynningunni.
Ársreikn-
ingur af-
greiddur
í lok mán-
aðarins
Hafnarfjörður