Morgunblaðið - 10.04.2002, Side 14
SUÐURNES
14 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÁTTTAKA í verkefninu Vistvernd í
verki er góð í Reykjanesbæ. Í janúar
hófu tveir hópar, sem samanstanda
af fimm heimilum hvor, þátttöku. Í
síðustu viku var svo öðrum tveimur
hópum hleypt af stokkunum. Verk-
efnið Vistvernd í verki er hluti af
Staðardagskrá 21 sem bæjarstjórn
Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta
ári. „Í Staðardagskránni eru þrjú
megin atriði; að bregðast við núver-
andi ástandi, að ná til fyrirtækja og
atvinnulífsins og í þriðja lagi að vekja
almenning til umhugsunar um um-
hverfismál,“ segir Kjartan Már
Kjartansson, formaður stýrihóps
Staðardagskrárverkefnisins í
Reykjanesbæ. „Við ætlum að nálgast
börnin í gegnum skólana og svo
heimilin í gegnum Vistvernd í verki.“
Umhverfismat á hverju heimili
Hóparnir sem taka þátt í verkefn-
inu koma reglulega saman, ræða um
verkefnið og meta árangur. Í verk-
efninu er lögð áhersla á sex lykil-
þætti; sorp, orku, samgöngur, inn-
kaup, vatn og að virkja aðra til
þátttöku. Þátttakendur fá handbók
með leiðbeiningum sem unnið er
útfrá.
Í upphafi verkefnisins er gert um-
hverfismat á þeim heimilum sem
taka þátt, þar sem þættir verkefn-
isins eru sérstaklega teknir fyrir og
mældir. „Síðan fara næstu vikur í
það að endurbæta umhverfismál
heimilisins og gera það vistvænna,“
segir Johan D. Jónsson, ferðamála-
fulltrúi Suðurnesja, sem leiðir hóp-
ana í verkefninu og tekur sjálfur þátt
í því. „Það er t.d. varlega áætlað að
hægt er að draga úr heimilissorpi
sem fer í venjulega sorptunnu um
helming og mörg heimili í fyrstu hóp-
unum gerðu gott betur en það.“
„Það kostar um 10 þúsund krónur
að brenna hverju tonni af sorpi,“ seg-
ir Kjartan, en öllu sorpi af Suður-
nesjum er fargað í sorpbrennslustöð.
„Ef fólk getur minnkað magnið
margfalt, þá erum við að tala um
beinan fjárhagslegan ávinning vegna
verkefnisins upp á tugi milljóna
króna á ári, ef allir næðu góðum ár-
angri.“
Nýtt sorphirðukerfi í bígerð
Kjartan og Johan eru sammála um
að aðgengi að ruslagámum fyrir
flokkað sorp mætti vera betra í bæj-
arfélaginu og hafi þátttakendur
verkefnisins eindregið bent á það.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja styður
verkefnið og lagði til safnkassa
handa þeim heimilum sem tóku þátt í
verkefninu frá upphafi. „Lang-
stærsti hlutinn af sorpinu sem til fell-
ur á heimilinu er lífrænn úrgangur
sem má setja í safnkassana,“ segir
Kjartan. „Með honum má því minnka
heimilissorpið um 30% eða meira.“
Hann segir nú unnið að því að
bæta sorphirðukerfi Reykjanesbæj-
ar og að búið sé að ákveða byggingu
nýrrar sorpeyðingarstöðvar sveitar-
félaga á Suðurnesjum í Helguvík.
„Sú stöð mun taka mið af ströngustu
kröfum um endurvinnslu og í
tengslum við það verður tekin upp ný
sorphirðuáætlun.“
Útfærsla áætlunarinnar er stutt á
veg komin enn sem komið er, en ver-
ið er að kanna ýmsa möguleika á út-
færslum.
Johan og Kjartan segjast hafa
fundið fyrir því á fundinum með
gömlum og nýjum hópum í síðustu
viku að fólki finnist flokkunin á sorp-
inu meiri fyrirhöfn en æskilegt væri.
„Það er mikilvægt að sjá að verkefnið
er eitthvað sem íbúar vilja taka þátt í,
að samfélagið er vistvænt þenkj-
andi,“ segir Kjartan og Johan bætir
við: „Það er bæði fjárhagslegur og
umhverfisvænn ávinningur af því.“
Vistvernd fyrir lífið
„Ég varð fyrir mjög skemmtilegri
upplifun á fyrsta fundinum, þegar á
þriðja tug manna mættu á fundinn og
vildi með beinum eða óbeinum hætti
taka þátt í verkefninu,“ segir Johan.
„Á kynningarfundinn í síðustu viku
mættu einnig margir, sem var mjög
ánægjulegt. Það sýnir að fólk hér er
afskaplega vakandi fyrir þessum
málum og að vistvernd er smám sam-
an að verða ríkjandi hugsunargang-
ur.“
Hóparnir tveir sem hófu verkefnið
í Reykjanesbæ í vetur munu halda
áfram að starfa að vistvernd, enda
mynduðust að sögn Johans tengsl
milli heimilanna sem eiga eftir að
auðvelda þessum aðilum að halda sig
við efnið. „Nú eiga þau sér stuðnings-
aðila í umhverfisverndinni í hvert
öðru,“ segir Johan. „Nú hafa fyrstu
hóparnir farið í gegnum reynslustig-
ið en munu síðan halda áfram að þróa
sitt líf með vistvernd að leiðarljósi.“
Johan og Kjartan segja að áfram
verði haldið með verkefnið Vistvernd
í verki í Reykjanesbæ, en hluti af því
felst, eins og fyrr segir, í að breiða út
boðskap umhverfisverndar og því má
ætla að sífellt fleiri muni taka þátt ef
allt gengur samkvæmt áætlun.
„Verkefnið boðar engar öfgar. Þarna
er venjulegt fólk frá venjulegum
heimilinum að stíga ákveðið skref til
að vinna að framtíðinni,“ segir Johan,
„og reyna að svara því hvernig það
eigi að skila landinu sem það hefur að
láni til barnanna.“
Og Kjartan bætir við: „Hlutverk
ríkis og sveitarfélaga er síðan að
skapa þær aðstæður sem til þarf svo
fólk geti stundað vistvernd í verki um
ókomna framtíð.“
Verkefnið Vistvernd í verki komið vel á veg
Unnið markvisst að
vistvænni framtíð
Morgunblaðið/RAX
Kjartan og Johan segja verkefnið Vistvernd í verki vera fyrir allt lífið,
en gera þurfi fólki auðveldara fyrir að hlúa að umhverfinu.
Reykjanesbær
HJÓNIN Ólafur Örn Ingibersson
og María Arnardóttir voru meðal
fyrstu þátttakenda í Vistvernd í
verki, en þau skráðu sig til þátt-
töku í verkefninu í kjölfar kynn-
ingarfundar í janúar á þessu ári.
Þau segja ástæðuna fyrir þátttök-
unni vera þá að þau vilji skila
betra samfélagi til komandi kyn-
slóðar.
„Þetta er verkefni sem við eig-
um öll að hugsa um og við höfð-
um haft hugann við þetta lengi.
Við hjónin ákváðum svo að slá til
þegar verkefnið var auglýst,“
sögðu hjónin.
Í verkefninu er farið í fimm
viðfangsefni; sorp, orku, sam-
göngur, innkaup og vatn en mest
áhersla var lögð á sorpið. „Sorp-
eyðingarstöð Suðurnesja lagði til
safnkassa í upphafi verkefnisins
þannig að það var auðvelt að tak-
ast á við sorphlutann. Varðandi
hin atriðin fjögur þá eru þau erf-
iðari viðfangs hvað varðar við-
horf og venjur. Við urðum auðvit-
að meðvitaðri um ýmsa hluti sem
snúa að þeim sem leitt hafa til
smá breytinga en yfir höfuð sýn-
ist okkur að lengri tíma taki að
breyta til þar.“
Erfitt að finna umhverfisvæn
hreingerningarefni
Ólafur og María segja að margt
þurfi að koma til svo auðveldara
sé fyrir fólk að breyta og hægt sé
að sinna þessu almennilega og að
þetta eigi einnig við um flokkaða
sorpið. „Við myndum t.d. vilja sjá
gáma fyrir fleira en dagblöð og
fernur á aðgengilegum stöðum
um bæinn, svo ekki þurfi að fara
langar leiðir til að koma flokkuðu
sorpi frá sér. Einnig finnst okkur
að fólk ætti ekki að þurfa að
kaupa safnkassana ef það vill
gerast þátttakendur í verkefninu,
það virkar letjandi en ekki hvetj-
andi að þurfa að leggja í fjárútlát
til að hefast handa. Því aðveldara
sem fólki verður gert að hefjast
handa, því fyrr getum við búist
við árangri.“ Hvað aðra þætti
varðar segja þau hjónin að þau
hafi helst merkt breyttar venjur í
innkaupum og vatnsnotkun. Þau
hafi fljótlega farið að forðast
vörur sem voru pakkaðar inn í
mörg lög af umbúðum og hugsað
betur út í það hvernig þau skila
af sér vatninu, m.t.t. hreingern-
ingarefna. „Reyndar komumst við
líka að því hve erfitt er að finna
umhverfisvæn hreingerning-
arefni.
Úr þessu gætu verslanir auð-
veldlega bætt með því að koma
fyrir merkingum á viðkomandi
hillur eða jafnvel enn betur með
því að skapa ákveðin hillusvæði
eða standa með umhverfisvænum
vörum.“
Ólafur og María eiga þrjú börn
og segja þau að verkefnið hafi
ekki vakið neina sérstaka lukku
hjá börnunum til að byrja með en
síðan hafi þau hrifist með. Fjöl-
skyldunni hefur nú tekist að
minnka heimilissorpið um rúm-
lega helming. „Áður en við byrj-
uðum vó heimilissorpið rúmlega
16 kíló á viku en nú vegur það
um 8 kíló.“
Aðspurð um hvort eitthvað hafi
komið þeim á óvart í verkefninu
segja þau bæði að það sem hafi
komið mest á óvart sé hversu lít-
ið mál þetta hafi verið. „Það eina
sem þurfti voru smávegis hug-
arfarsbreytingar og venjur sem
við vorum fljót að tileinka okkur.
Við héldum líka í upphafi að
flokkuninni myndi fylgja leiðinleg
lykt og önnur óþægindi en svo er
ekki.“
Ólafur og María segjast ætla að
halda áfram að flokka heim-
ilissorpið og reyna jafnframt að
hafa áhrif á fólk í kringum sig
svo fleiri taki þátt. Næsta skrefið
sé að koma fleiri fötum í rusla-
skápinn til að auðvelda flokk-
unina og í náinni framtíð vonast
þau til að auðveldara verði að
skila af sér flokkaða sorpinu í
bæjarfélaginu.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
María og Ólafur bæta í safnkassann og geta vonandi að einu til tveimur
árum liðnum notað moldina við vorverkin í garðinum.
Betra samfélag
til komandi
kynslóða
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, mun í dag heimsækja
endurhæfingarsambýli Byrgisins í
Rockville. Hefst dagskráin með
móttöku og hádegisverði. Um kl.
13 fer forsetinn í skoðunarferð um
svæðið. Skoðuð verður m.a. ný-
opnuð aðhlynningardeild og að-
staða til skólahalds, íþróttaiðkun-
ar, þjálfunar og endurhæfingar-
vinnu, s.s. tré- og járnsmíða-
verkstæði. Þá mun forsetinn
heimsækja vistmenn í vistarverur
þeirra, skoða starfsmannaaðstöðu,
skrifstofu og eldhús. Að skoðunar-
ferð lokinni mun Guðmundur
Jónsson, forstöðumaður Byrgis-
ins, kynna starfsemi endurhæfing-
arsambýlisins og forsetinn ávarpa
viðstadda.
Byrgið hefur rekið endurhæf-
ingarsambýli í Rockville á
Reykjanesi síðan sumarið 2000 en
uppbygging í Rocville hófst fyrir
þremur árum. Í dag dvelja þar um
60 skjólstæðingar sem þangað
hafa leitað eftir aðstoð við fíkni-
efna- og áfengisvanda sínum.
Forsetinn heimsækir Byrgið í dag
Rockville