Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 15
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 15
GRUNNSKÓLI Mýrdalshrepps
hélt árlega árshátíð fyrir páskafrí
með nokkuð breyttu sniði þetta árið.
Opnað var kaffihús í skólanum og
síðan fluttu nemendur dagskrá sem
samanstóð af efni úr bókmenntum
eftir Halldór Laxness, en eins og
kunnugt er hefði hann orðið 100 ára á
þessu ári og var því ákveðið að heiðra
minningu hans. Krakkarnir fluttu
leikþætti úr Heimsljósi og Brekku-
kotsannál, röppuðu Maístjörnuna og
rætt var við nokkrar þekktar per-
sónur úr bókum Halldórs í Kastljós-
þætti um það sem er að gerast í dag,
svo að eitthvað sé nefnt.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hjörleifur Símonarson (Álfgrímur), Kristín Björnsdóttir (amman) og
Haukur Einarsson (Björn afi) fluttu atriði úr Brekkukotsannál.
Laxness-þema á árshátíð
Fagridalur
NÚ stendur yfir lagning reiðvegar
frá hesthúsahverfi Grundfirðinga
sem er rétt vestan við bæinn, að Gil-
ósi, ofan kauptúnsins. Þetta er um
700 metra kafli. Átta aðilar gerðu
tilboð í reiðvegagerðina og var
lægsta tilboði tekið, en það áttu EB
vélar ehf. í Stykkishólmi, 1.316.000
kr., en kostnaðaráætlun hljóðaði
upp á 1.890.000 kr. Hæsta tilboðið
var frá Almennu umhverfisþjónust-
unni, Grundarfirði, upp á 3.810.000
kr.
Fram til þessa hafa hestamenn
orðið að ríða eftir malbikinu gegnum
bæinn með tilheyrandi ugg um að
eitthvað fari úrskeiðis, sérstaklega
ef farið var með lausa hesta. Þá hef-
ur þetta haft hamlandi áhrif á ferðir
hrossahópa um Grundarfjörð.
Reiðvegurinn liggur í gegnum
skógræktarsvæði Skógræktarfé-
lagsins ofan við byggðina í Grund-
arfirði. Að sögn Jökuls Helgasonar,
byggingarfulltrúa í Grundarfirði, er
gert ráð fyrir að halda áfram í vor
með annan áfanga verksins þ.e. frá
Gilósi ofan byggðar þar til reiðveg-
urinn tengist inn á gamla þjóðveg-
inn um Grundarbotn við Kverná.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Unnið við reiðveginn vestan við Fellin.
Loksins reiðvegur
Grundarfjörður
FYRIR skömmu fór fram í
Íþróttahöllinni á Húsavík Opna
Húsavíkurmótið í boccia. Mótið er
firmakeppni sem haldin er árlega,
þátttakendur voru ýmis félög og
fyrirtæki bæjarins auk tveggja
sveita úr Bárðardal. Mótshaldið
var eins og áður í umsjón félaga í
Kiwanisklúbbnum Skjálfanda.
Mótið fór vel fram og keppn-
isgleðin blönduð hæfilegri alvöru
leyndi sér ekki í andliti og fasi
keppenda. Þeir voru á ýmsum
aldri, frá 15 ára og sá elsti kominn
yfir áttrætt. Eftir keppni í undan-
og milliriðlum og að lokum úr-
slitakeppni var það b-sveit Húsa-
víkurkaupstaðar sem stóð uppi
sem sigurvegari á mótinu eftir
æsispennandi og jafnan úrslitaleik
við sveit leikskólans Bestabæjar.
Sigursveitina skipuðu þeir Guð-
mundur Níelsson og Kristbjörn
Óskarsson, sveit Bestabæjar skip-
uðu þau Dagur Már Jóhannsson
og Anna María Bjarnadóttir. Í
þriðja sæti varð a-sveit Húsavík-
urkaupstaðar skipuð þeim Rein-
hard Reynissyni og Guðmundi
Guðjónssyni. Í fjórða sæti varð ein
af mörgum sveitum eldri borgara
sem þátt tóku, skipuð þeim Sig-
rúnu Hauksdóttur og Halldóru
Theódórsdóttur.
B-sveit
Húsavíkur-
kaupstaðar
sigraði
Húsavík
Opna Húsavíkur-
mótið í boccia
VERÐLAUNAAFHENDING fór
nýlega fram í félagsheimilinu á
Breiðumýri þar sem bændum voru
afhentir verðlaunagripir vegna
mjólkurkúa sem hlutu flest stig á
kúasýningum.
Á fundinn mættu ráðunautarnir
Jón Viðar Jónmundsson og Guð-
mundur Steindórsson og kynntu
þeir m.a. afkvæmadóma á nautum
fæddum 1995 og fóru yfir almennt
kynbótamat og ræktunarstarfið í
heild sinni. Þá var og farið yfir þær
sýningar sem haldnar hafa verið og
kýr úr árgangi 1997 voru verðlauna-
ðar.
Þær kýr sem fengu flest stig fyrir
útlit voru Hetja frá Björgum með 89
stig, en Búbót frá Grímshúsum, Sól-
rún frá Hjarðarbóli og Ófeig frá
Veisu voru allar með 88 stig.
Þær kýr sem fengu mest fyrir af-
urðir, kynbótamat og útlitsdóm
samanlagt voru Drottning frá Mið-
hvammi með heildareinkunnina 301,
Róshyrna frá Vogum með 300 og
Búkolla frá Sólvangi með 299 í heild-
areinkunn.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Bændur með verðlaunagripi sína. Á myndinni eru Árni Snorrason,
Kristín Linda Jónsdóttir, Karl Björnsson, Hallgrímur Óli Guðmundsson,
Rúnar Jóakimsson og Sigurður Hálfdánarson.
Verðlaun fyrir
mjólkurkýr
Laxamýri
NEMENDUR Brúarásskóla héldu
árshátíð nú á dögunum. Það er orð-
in venja að sýna aðeins eitt stórt
leikverk á hverri árshátíð. Nú varð
Kardimommubærinn eftir Thor-
björn Egner fyrir valinu. Að sýn-
ingu verksins koma um 40 manns.
Það var skemmtileg kvöldstund að
fylgjast með með sýningu krakk-
anna, leikgleðin skein úr hverju
andliti. Auk þess er mikill söngur í
sýningunni og greinilegt að Brúar-
ásskóli býr að hæfileikafólki hvað
það varðar.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Ræningjarnir þrír og rakarinn sem leiknir voru af Boga Kárasyni, Valdi-
mar Veturliðasyni, Agnari Benediktssyni og Lindu Björk Kjartansdóttur.
Nemendur Brúarásskóla
Settu upp Kardi-
mommubæinn
Norður-Hérað