Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 17
MÁLMVINNSLUFYRIRTÆKIÐ
BHP Billiton hefur sett fram áætl-
anir um að auka arðsemi og spara
500 milljónir bandaríkjadala, eða
49,5 milljarða íslenskra króna, á ár-
unum 2003 til 2006. Fyrirtækið er
meðal þeirra sem Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, hefur nefnt sem hugsanlegan
samstarfsaðila um álver á Austur-
landi.
Finnur Ingólfsson, seðlabanka-
stjóri og formaður nefndar sem mun
fara í könnunarviðræður við nýja
fjárfesta í álveri á Austurlandi, hefur
sagt að öll þau fyrirtæki sem Val-
gerður nefndi sem hugsanlega sam-
starfsaðila komi til greina. Það eru
auk BHP Billiton, Alcoa, Alcan og
Pechiney.
Á fréttaavef CNN kemur fram að
þessi áformaði sparnaður BHP Billi-
ton kemur til viðbótar við þann 270
milljóna dala sparnað sem á eftir að
skapast vegna samruna BHP og
Billiton í júlí á síðasta ári. Billiton er
breskt fyrirtæki en BHP ástralskt.
Fyrirtækið rekur m.a. járnverk-
smiðju í Ástralíu sem ekki hefur
gengið vel og afskrifa þurfti um 600
milljónir dala vegna hennar árið
2000.
Hugsanlegur sam-
starfsaðili sparar
TAP varð af rekstri Samskipa að
upphæð 249 milljónir króna árið
2001 en árið áður var tapið 388
milljónir. Rekstrartekjur námu
14.258 milljónum króna og hafa
hækkað um rúm 21% milli ára.
Rekstrargjöld voru 13.944 milljónir
og hækkuðu um 17%. Afkoma fyrir
fjármagnsliði batnaði því verulega
milli áranna og nam 313 milljónum
en var neikvæð um 164 milljónir ár-
ið áður. Fjármagnsliðir hækkuðu
hins vegar verulega milli áranna og
voru fjármagnsgjöld umfram fjár-
magnstekjur 544 milljónir á árinu,
en þar af er gengistap 391 milljón.
Í tilkynningu frá Samskipum
kemur fram að heildareignir félags-
ins námu í árslok 7.675 milljónum
króna, en skuldir voru 5.868 millj-
ónir. Eigið fé var 1.832 milljónir og
hefur hækkað milli ára vegna sölu á
eigin bréfum félagsins. Eiginfjár-
hlutfall er 24% og hefur hækkað lít-
illega milli áranna. Eiginfjárhlutfall
móðurfélagsins er hins vegar 30%.
Veltufé frá rekstri var 361 millj-
ón, en var aðeins 65 þúsund árið áð-
ur. Handbært fé frá rekstri nam 273
milljónum, en var lítillega neikvætt
árið áður. Veltufjárhlutfall í árslok
var 1,04.
Í tilkynningu Samskipa segir að
þrátt fyrir að afkoman á árinu hafi
verið undir væntingum séu augljós
merki þess að hagræðing og að-
haldsaðgerðir, sem unnið hefur ver-
ið að, séu að skila sér í rekstrinum.
Á síðasta ári urðu umtalsverðar
breytingar á eignarhaldi Samskipa.
Þrír af stærstu eigendum félagsins
seldu hlut sinn til Olíufélagsins hf.
og Olíuverslunar Íslands hf. Þau fé-
lög eru eftir þessi viðskipti stærstu
eigendur Samskipa. Stefnt er að
umfangsmiklu samstarfi félaganna í
dreifingu og flutningum sem og í
samnýtingu upplýsingakerfa.
Reiknað er með að sú hagræðing
muni skila árangri á næstu þremur
árum.
Morgunblaðið/ÁsdísRekstrar-
tap Sam-
skipa 249
milljónir
FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt út-
gerðarfélagið Bervík ehf. í Ólafsvík
til að greiða félagssjóði Vélstjóra-
félags Íslands (VFSÍ) 311 þúsund
krónur í sekt fyrir að halda skipi
sínu, Bervík SH, til veiða eftir að
verkfall vélstjóra á fiskiskipum hófst
hinn 15. mars á síðasta ári og fyrir að
brjóta gegn lögum um stéttarfélög
og vinnudeilur með því að víkja vél-
stjóra úr starfi eftir að verkfallið
hófst. Formaður VFSÍ segir dóminn
marka tímamót og hafa fordæmis-
gildi gagnvart öðrum útgerðum sem
stunduðu veiðar í verkfallinu. Hann
áætlar að heildarsektargreiðslur
vegna slíkra verkfallsbrota geti
numið allt að 100 milljónum króna.
Vélstjórafélag Íslands kærði út-
gerð Bervíkur SH, Bervík efh., fyrir
að stunda veiðar eftir að boðað verk-
fall sjómanna á fiskiskipum sem
hófst hinn 15. mars á síðasta ári. Út-
gerðin taldi sig hins vegar ekki eiga
aðild að málinu þar sem hún hafi gert
samning við aðra útgerð, Beruvík
ehf. um leigu á skipinu á meðan á
verkfallinu stóð. Umræddar veið-
ferðir hafi því verið farnar á vegum
og á ábyrgð Beruvíkur ehf. VFSÍ
hélt því hins vegar fram fyrir dómi
að leigusamningurinn hefði verið
gerður til málamynda og í því augna-
miði að skjóta Bervík ehf. undan lög-
lega boðaðri vinnustöðvun. Benti fé-
lagið á stjórnunartengsl
útgerðarfélaganna tveggja máli sínu
til stuðnings.
Í dómi félagsdóms segir að augljós
og veruleg eigna- og stjórnunar-
tengsl séu á milli útgerðanna tveggja
á umræddum tíma, m.a. hafi sami
maður, Kristján Sigurður Kristjáns-
son, samtímis verið framkvæmda-
stjóri Bervíkur ehf. og eini stjórn-
armaður Beruvíkur ehf. Telur
dómurinn því að leigusamingurinn
beri keim af málamyndagjörningi
sem virða beri að vettugi. Þá sé
sannað að Bervík SH hafi verið hald-
ið til veiða eftir að verkfall hófst og
þannig brotið gegn ákvæðum kjara-
samninga.
Þá fellst Félagsdómur einnig á þá
kröfu VFSÍ að útgerðin hafi brotið
gegn lögum um stéttarfélög og
vinnudeilur með því að ráða vél-
stjóra um borð í Bervík SH í stað vél-
stjóra sem neitaði að sinna störfum
sínum um borð eftir að verkfallið
hófst. Fellst dómurin á að ráðning
annars manns í starf vélstjórans hafi
verið ígildi brottvikningar. Enn-
fremur er útgerðin fundin sek um að
hafa nýtt sér starfskrafta þriggja
vélstjóra til að geta haldið Bervík
SH að veiðum tvo daga í mars, sjö
daga í apríl og þrjá daga í maí og
þannig stuðlað að því að komast hjá
löglegu verkfalli vélstjóra á fiski-
skipum. Segir í dómnum að brot út-
gerðarinnar sé ótvírætt og því verði
ekki hjá því komist að hún greiði há-
markssekt sem renni í félagssjóð
VFSÍ, alls 311 þúsund krónur. Þá
var Samtökum atvinnulífsins, fyrir
hönd LÍÚ fyrir hönd Útvegsmanna-
félags Snæfellinga vegna Bervíkur
efh. gert að greiða VFSÍ 250 þúsund
krónur í málskostnað.
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félags Íslands, segir félagsdóminn
marka viss tímamót í þeim skilningi
að stofnun sérstaks hlutafélags um
útgerð skipsins, til að gera því kleift
að róa í verkfallinu, hafi reynst ólög-
mæt. Dómurinn líti á slíkt sem mála-
myndagjörning. Eins komist dómur-
inn að þeirri niðurstöðu að þeim sem
reru í verkfallinu beri að greiða fulla
sekt, eða 311 þúsund krónur.
Helgi segir að á milli 40 og 50 skip
hafi róið í verkfallinu. Verkfalls-
ákvæðin séu í kjarasamningum allra
sjómannasamtakanna þriggja og því
gæti sekt á hvert skip numið um
einni milljón króna. Auk þess sé í
flestum tilfellum um fleiri en eitt
brot að ræða. Útgerðir hafi bæði
óhlýðnast verkfallinu og haldið skip-
um sínum til veiða á meðan á verk-
fallinu stóð. Helgi áætlar að heild-
arsektargreiðslur til sjómanna-
samtakanna þrennra getið numið
allt að 100 milljónum króna.
Helgi segir að nú liggi fyrir að
sektarákvæði kjarasamninga gilda í
verkföllum og því líti hann á dóminn
sem ákveðið tæki til að ala útgerð-
armenn betur upp. „Helstu rök Sam-
taka atvinnulífsins voru þau að þegar
væri búið að boða til verkfalls væri
enginn kjarasamningur í gildi. Fé-
lagsdómur er á annarri skoðun og
dómur markar því ákveðin tímamót
að því leytinu,“ segir Helgi.
Veiðar í sjómannaverkfalli brjóta gegn kjarasamningum
Sektir gætu numið
100 milljónum króna