Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HORFUR eru á vaxandi hagvexti í flestum Asíuríkjum á næstu tveimur árum að því er fram kemur í spám tveggja lánastofnana. Það á þó ekki við um Japan. Skýrslur Alþjóða- bankans og Þróunarbanka Asíu eru samhljóða í flestu um efnahagsútlitið á næstu árum en í báðum er lögð áhersla á, að staðan sé mjög við- kvæm og ýmislegt geti orðið til að halda aftur af endurreisninni, til dæmis mikil olíuverðshækkun. Alþjóðabankinn spáir því, að hag- vöxtur í Austur-Asíu að Japan und- anskildu verði 4,5% á þessu ári og 6% á því næsta en tekur þó fram, að það sé komið undir „óhjákvæmileg- um umbótum í efnahagsstjórnun- inni“. Þróunarbanki Asíu gerir ráð fyrir 4,8% hagvexti á þessu ári og 5,8% 2003. Sýnt þykir, að efnahagslífið í Austur-Asíu muni taka fyrr við sér en talið var fyrir hálfu ári, en stjórn- völd í ríkjunum eru samt vöruð við að gerast of værukær. Framtíðar- uppgangur sé til dæmis háður því, að fjárfestingarumhverfið verði bætt, bæði hvað varðar innlenda sem er- lenda fjárfesta. Auk olíuverðshækkunar eru helstu hætturnar framundan þær, að endurreisnin í bandarísku efnahags- lífi verði skammvinn, að lítið eða ekkert rofi til í japönskum efnahags- málum og í þriðja lagi aukin sam- keppni við kínverska framleiðslu. Fáar góðar fréttir frá Japan Mesta áhyggjuefnið í þessum heimshluta er Japan en búist er við í skýrslu Alþjóðabankans, að þar muni þjóðarframleiðslan minnka um 1,2% á þessu ári. Bendir margt til, að erfiðleikarnir í japönsku fjármálalífi séu meiri en áður var talið, og því fer fjarri, að Junichiro Koizumi for- sætisráðherra hafi uppfyllt þær um- bótavonir, sem við hann voru bundn- ar. Raunar er Þróunarbanki Asíu aðeins bjartsýnni en Alþjóðabankinn og spáir því, að efnahagslífið muni hvorki vaxa né dragast saman á þessu ári en vaxa um 1% á næsta ári. Horfur á vaxandi hagvexti í Asíu Undantekningin er Japan þar sem uppdráttarsýkin heldur áfram Singapúr. AFP. DAVID Duncan, fyrrverandi starfsmaður bandaríska endur- skoðunarfyrirtækisins Andersen, hefur samið við saksóknara um að játa sig sekan og bera vitni fyrir hönd ákæruvaldsins í rannsókn þess á gjaldþroti orkufyrirtækisins Enron og aðild Andersens að mál- inu. Samkomulagið við Duncan eykur til muna möguleika saksókn- ara á að leggja fram ákærur um fjársvik og samsæri á hendur En- ron og æðstu yfirmönnum þess. Duncan er orðinn lykilmaðurinn í rannsókn alríkisyfirvalda á skjalaeyðingu hjá Andersen, sem sá um endurskoðun og ráðgjöf fyr- ir Enron. Starfsmenn Andersen eru taldir hafa eytt fjölda skjala sem hefðu getað varpað ljósi á við- skiptahætti Enron, sem lýst var gjaldþrota í desember sl., með þeim afleiðingum að þúsundir starfsmanna misstu vinnuna og urðu af milljónum dollara í lífeyri, sem var bundinn í hlutabréfum í fyrirtækinu, sem urðu verðlaus við gjaldþrot þess. Saksóknarar vænta þess að geta nýtt upplýsingar, er Duncan getur veitt, til að átta sig á þeim flóknu viðskiptahátt- um sem yfirmenn Enron viðhöfðu til þess að fela gífurleg- ar skuldir fyrirtæk- isins og tap, með því að stofna fjölda sam- eignarfyrirtækja er gerðu þeim kleift að halda hundraða millj- óna dollara tapi utan við bókhald Enron og þannig fela það fyrir fjárfestum. Meðal þess, sem sak- sóknarar vilja komast að, er hvaða starfsmenn Enron gegndu lykil- hlutverkum í skipulagningu og stofnun þessara sameignarfyrir- tækja. Duncan var rekinn frá Andersen í janúar og telja margir lögfræð- ingar að það hafi verið tilraun til að skella allri skuldinni á hann. Sagði Andersen, að Duncan hefði skipulagt eyðingu þúsunda skjala varðandi Enron eftir að ljóst var að Verð- bréfa- og viðskiptaeft- irlitið hafði hafið rann- sókn á gjaldþrotinu. Duncan varði gjörðir sínar með því að segja að hann hefði verið að fylgja fyrirmælum Nancy Temple, lög- fræðings hjá Andersen. Endurskoðunarfyrir- tækið hefur haldið því fram, að Duncan og aðrir starfsmenn, sem eyddu umræddum skjölum, hafi þar fylgt gallaðri og úreltri stefnu fyrirtækisins um varðveislu skjala og hefðu starfsmennirnir ekki vit- að að skjöl bæri að varðveita þegar búist væri við málshöfðun. Þá neita yfirmenn Andersens því, að lög- fræðingar fyrirtækisins hafi lagt blessun sína yfir skjalaeyðinguna. Þegar Temple bar vitni í síðasta mánuði vegna hópmálshöfðunar gegn yfirmönnum Enron og And- ersen var hún spurð hvaða fyr- irmæli hún hefði gefið Duncan, en í vitnisburði sínum bar hún 138 sinnum fyrir sig stjórnarskrár- bundnum rétti sínum til að neita að svara. Andersen á nú í viðræðum við bandaríska dómsmálaráðuneytið vegna ákæru er lögð var fram á hendur fyrirtækinu í síðasta mán- uði fyrir að hindra framgang rétt- vísinnar. Er lögmaður fyrirtækis- ins að reyna að ná dómssátt í málinu, en að sögn heimildar- manna bendir enn ekkert til að slík sátt náist. Enron-málið hefur haft mikil neikvæð áhrif á starfsemi Ander- sons, og hefur mikill fjöldi við- skiptavina fyrirtækisns snúið baki við því. Á mánudaginn var tilkynnt að 7.000 starfsmönnum yrði sagt upp, eða 27% af öllum mannafla fyrirtækisins, sem er fimmta stærsta endurskoðunarfyrirtæki í Bandaríkjunum. Lykilvitni í Enron-málinu semur við saksóknara Endurskoðunarfyrirtækið Andersen segir upp sjö þúsund starfsmönnum Washington. The Washington Post, Los Angeles Times. David Duncan ÞESSI mynd ljósmyndarans Ruth Fremson af afganskri flóttakonu ásamt nýfæddri dóttur sinni er hluti myndraðar ljósmyndara bandaríska dagblaðsins The New York Times er hlaut Pulitzer- verðlaunin í ár, eftirsóttustu blaða- mennsku- og menningarverðlaun sem veitt eru í Bandaríkjunum. The New York Times hlaut sjö verðlaun alls, m.a. bæði fyrir myndröð og fréttaljósmynd ársins, sem er það mesta sem einu blaði hefur hlotnast í sögu verðlaunanna. Verðlaun fyrir blaðamennsku eru veitt í fjórtán flokkum, og voru átta þeirra nú fyrir umfjöllun um hryðjuverkin 11. september og eft- irmál þeirra. Enginn atburður hef- ur hlotið viðlíka umfjöllun í 85 ára sögu verðlaunanna, sagði Saymour Topping, framkvæmdastjóri verð- launanefndarinnar. The New York Times hlaut enn- fremur sérstök verðlaun fyrir al- menningsþjónustu fyrir daglegt aukablað sitt um eftirmál hryðju- verkanna, og dálkahöfundur blaðs- ins, Thomas L. Friedman, fékk verðlaun fyrir umfjöllun sína um áhrif hryðjuverkaógnarinnar í heiminum. Fleiri blöð unnu til verð- launa, þ.á m. Los Angeles Times, Washington Post og The Wall Street Journal, en það síðastnefnda hafði ritstjórnarskrifstofur sínar í næsta húsi við The World Trade Center-turnana í New York. Starfs- menn blaðsins hafa enn ekki getað snúið aftur á þær skrifstofur. Meðal þeirra er hlutu menning- arverðlaun í ár var rithöfundurinn Richard Russo fyrir skáldsögu sína Empire Falls, leikritahöfundurinn Suzan-Lori Parks fyrir leikritið Topdog/Underdog og sagnfræð- ingurinn Louis Menand fyrir bók sína The Metaphysical Club. Pulitzer-verð- launin veitt KISTA Elísabetar drottning- armóður borin út úr Westminster- kirkjunni í Lundúnum í gær eftir að útför hennar hafði farið þar fram. Fjöldi kóngafólks og stjórnmála- manna hvaðanæva úr heiminum var viðstaddur útförina. Drottning- armóðirin lést 30. mars sl., 101 árs. Hún verður greftruð í St.George- kapellu í Windsor-kastala við hlið eiginmanns síns, Georgs konungs sjötta. Útför drottningarmóður Reuters SEÁN Brady erkibiskup, æðsti embættismaður kaþólsku kirkjunn- ar á Írlandi, hét því á mánudag að biskupar kirkjunnar myndu láta sér- stakri rannsóknarnefnd, sem írska stjórnin samþykkti fyrir helgi að setja á laggirnar, í té „öll gögn sem þeir teldu nauðsynleg“ við könnun á ásökunum þess efnis að nokkrir kaþ- ólskir prestar hefðu misnotað unga drengi kynferðislega. Hann gekk þó ekki svo langt að lofa að nefndin fengi aðgang að öllum gögnum kirkj- unnar og hlaut hann fyrir það gagn- rýni í írskum fjölmiðlum í gær. Æðstu embættismenn kaþólsku kirkjunnar á Írlandi hittust á mánu- dag og ræddu ásakanir á hendur nokkrum kirkjunnar þjónum sem komist hafa í hámæli undanfarna daga. Hefur reiði almennings ekki síst stafað af því að grunur leikur á að kirkjan hafi kosið að aðhafast ekkert jafnvel þó að yfirmönnum hennar hafi í mörgum tilfellum verið fullkunnugt um kvartanir á hendur tilteknum prestum þess efnis að þeir hafi áreitt börn kynferðislega. Dagblaðið The Irish Times sá ástæðu til þess í gær að kalla ástand- ið „verstu kreppu sem kaþólska kirkjan hefði lent í undanfarna ára- tugi“ og vísaði þar til þess að sam- bærileg mál hefðu einnig verið mjög á döfinni í Bandaríkjunum. Kaþólska kirkj- an á Írlandi gagnrýnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.