Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARIÐ hefur fariðfram nokkur umræða umbreytta stöðu myndlistar-
innar, ein kveikjan Reykjavíkur-
bréf Morgunblaðsins 28. júlí sl.
Tímasetningin óguðleg í ljósi sum-
arleyfismánaðarins og agúrkutíma-
bilsins svonefnda í blaðaheiminum,
og þótt ég teldi margt athugunar-
vert við skrifin og þrýst væri á mig
að leggja hér orð að, vildi ég bíða
betra tækifæris. Í millitíðinni hafa
ferðalög og stíf greinaskrif tekið
allan þann markaða tíma sem ég
ver dags daglega fyrir framan tölv-
una, tók mér að auk nokkurra mán-
aða frí frá rýnisskrifum.
Reykjavíkurbréf 28. júlí
Fullkomlega rétt hjá höfundi
Reykjavíkurbréfs, að landslagið í
hinum alþjóðlega myndlistarheimi
er mikið annað en fyrir þrjátíu ár-
um eða svo. En umdeilanlegt að
allt horfi þar til framfara um fram-
setningu og stjórnsýslu sem að list-
um snýr, sannast sagna sýnist sitt
hverjum og samræðan hörð.
Í vettvangsskrifum mínum hef
ég leitast við að gefa lesendum
blaðsins tækifæri til að fylgjast að
nokkru með þeirri orðræðu á tíma-
bilinu og í fjarri lagi að um einka-
skoðanir mínar sé að ræða eins og
ýmsir illa upplýstir hafa viljað ýja
að. Sannast sagna mættu íslenzkir
myndlistarmenn vera betur inni í
málum um þessa orðræðu, sem hef-
ur verið opin og óvægin, algjör
andstæða þess sem gerist hér á
hólmanum, að viðbættri pólitískri
siðblindu og hagsmunapoti.
Í áranna rás hef ég ekki komist
hjá því að taka eftir að margur sem
síst skyldi er illa lesin á skrif mín,
sú tíð enn í fersku minni er ýmsir
samkennarar við MHÍ báðu mig
um að gera sér viðvart er greinar
mínar birtust, því þeir flettu síður í
Morgunblaðinu! Annars iðulega svo
að þeir sem hvorki lesa né fylgjast
með, virðast vita stórum betur
hvernig greinahöfundar blaðsins
hugsa og skrifa en þeir sjálfir.
Einnig merkilegt að þegar þeirra
maður tekur til máls er eins og
þessi mál hafi aldrei verið reifuð
áður, heita vatnið skyndilega fund-
ið upp.
Hvörf
Umskiptin helst á þessu þrjátíu
ára tímaskeiði, að fleiri listasöfn og
menningarmiðstöðvar hafa risið
upp en nokkru sinni í sögunni.
Liggur hér einkum að baki þjóð-
legur metnaður á tímum heims-
væðingarinnar. Ranghverfan að
ríki sem eru áköfust að jarðtengja
eigin menningu og halda fram eru
helstu fylgjendur heimsvæðingar-
innar. En um leið eru þau með
menningarlegar ryksugur á lofti
sem þau beina stíft að minni og
óþroskaðri þjóðarheildum og spara
hér hvorki fé né áróður. Hjá þeim
sjálfum er hugmyndin um þjóðríkið
lítið að breytast, heldur skulu hinar
laga sig að stærri markaðsheildum
eða hvað segja menn um þróunina í
Bandaríkjunum? Þessar staðreynd-
ir blasa við hverjum og einum sem
lítur í kringum sig og þessar þjóðir
eru tilbúnar til að taka áhættu og
fórna miklu með langtímamarkmið
að leiðarljósi. Í allri mannkynns-
sögunni hefur hugvit og menning
nefnilega verið öflugasta útspilið til
sjálfstæðis og framfara, öllum
morðtólum drýgra.
Lítum enn einu sinni til Spánar,
sem býr flestum þjóðum Evrópu
við meiri efnahagserfiðleika nú um
stundir, en hefur kunnað að laga
sig að þróuninni. Á tímabilinu og
þá helst næstliðnum árum hafa í
þeim mæli risið upp listasöfn og
listamiðstöðvar víðs vegar í landinu
að undrun og aðdáun vekur um all-
an heim. Ekki aðeins í Madrid og
Barcelona, heldur einnig minni
borgum svo sem Bilbao, eins og
frægt er orðið. Hér er þó ekki um
bruðl að ræða heldur meinta kjöl-
festu að blóðríkri og jarðtengdri
þjóðfélagsbyggingu með fagur-
fræðina á oddinum, traustum efna-
hag um leið. Þjóðir sem ekki eru
með á nótunum, eiga einfaldlega á
hættu að hinar betur vitandi um
rétta stefnu á hæðina gleypi þær
með húð og hári. Hátt gjald fyrir
hverfulan uppgang í efnahagslífinu,
Að gera
listina
(ó)sýnilega
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Sverrir Haraldsson: Gata í Vestmannaeyjum, olía á léreft, 1951.
Á stundum er eins og menn geri sér ekki
grein fyrir á hvaða breiddargráðu Ísland
liggur né sérstöðu landsins sem einangraðs
og fámenns jaðarþjóðfélags er sækir í forn-
ar menningarrætur. Í stað þess að horfast í
augu við þessar staðreyndir og halda utan
um þær hættir mörgum við að afneita þeim
og vilja snarlega hverfa í þjóðahafið. Verður
Braga Ásgeirssyni til áleitinna hugleiðinga
í tveim afmörkuðum vettvangsskrifum.
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
ÁSTAMÁL Ludwigs van
Beethoven komu snöggvast upp í
viðfelldnum kynningum Gunnars
Kvaran á tónleikum Tríós Reykja-
víkur á sunnudag, þegar hann reif-
aði tildrög fyrsta verksins á dag-
skrá, einþætta píanótríósins í
B-dúr með ópusnúmerslausa núm-
erinu 37.
Það var samið handa „litlu vinu“
tónskáldsins, Maximiliane Brent-
ano. Sú var einmitt dóttir lang-
líklegasta kandídatsins að hinni
leyndardómsfullu „ódauðlegu ást“
(unsterbliche Geliebte) sem fræg
er orðin af bréfi sem fannst að
Beethoven látnum – rituðu í Tep-
litz 1812 en stíluðu á bæheimsku
heilsulindina í Karlsbad. Nefnilega
Antonie Brentano, þá gift kaup-
sýslumanni í Frankfurt. Hún var
einlægur aðdáandi Beethovens og,
það sem meira er, sú eina af mörg-
um uppástungum fræðimanna sem
uppfyllir ströngustu nærverukröf-
ur staðar og stundar.
B-dúr píanótríóið var samið
sjálft Karlsbad-árið 1812; einfalt
en hugljúft lítið verk og píanópart-
urinn vel viðráðanlegur fyrir efni-
lega tíu ára telpu, með fjölda sam-
stígra „Schubert-áttunda“.
Ósvikinn hlýhugur skein í gegnum
hverja hendingu og var honum vel
komið til skila af Tríói Reykjavík-
ur, þrátt fyrir vott af upphitunar-
stirðleika á stöku strengjastað.
Píanótríóið í Es-dúr Op. 70 nr. 2
hefur löngum staðið í skugga
draugs, nánar tiltekið hins kunn-
ara „Geister“-tríós í D-dúr Op. 70
nr. 1. Bæði voru samin 1808 og til-
einkuð Marie Erdödy, ungverskri
greifynju í vinahópi Beethovens.
Meðal þeirra voru sem kunnugt
efnaðir aðalsmenn sem í dag væru
kallaðir kostunaraðiljar eða kjöl-
festufjárfestar – og lifa nöfn þeirra
fyrir vikið enn, þökk sé snilligáfu
Beethovens. Og hver veit nema
Marie spaugi þessutan í II. þætti
verksins (Allegretto), sem ber
aukakeim af ungverskum þjóðlög-
um og öfugri punkteraðri hrynj-
andi þeirra („scotch snaps“).
Strokhljóðfæri Tríós Reykjavík-
ur voru heldur seinna að hitna í
þessu verki en píanóið, sem skilaði
glertæru víravirki frá byrjun án
þess að glutra niður jafnvægi við
strengina, en það er sennilega
allra kammergreina vandfengnast
í umræddri áhöfn. Í III. þætti sátu
mest eftir hin skrýtnu dúr/moll/
dúr-víxl [mí|me--|mí- mí|me--
|mí], líkt og tuldur úr spaugsamri
vofu, og orkufrekur lokaþátturinn
bullaði og sauð af beethovensku
hrynrænu hugviti. Þar voru innan
um nokkrir svínslegir staðir í
sellói og einkum fiðlu sem kannski
hefðu mátt hljóma óþvingaðri, auk
þess sem píanóið var aðeins tekið
að lýjast, enda á fullu nánast út í
gegn. Hins vegar má segja, að
fundvísi þremenninganna á mark-
verðustu sérkenni tónlistarinnar
hafi staðið upp úr, jafnt hér sem í
átakamiklu verki Dvoráks eftir
hlé. Spilamennska TR var að vísu
ekki 100% örðulaus, en á móti fór
geysivel samspilaður hópur, sem í
krafti langrar reynslu gat veitt sér
þann munað – sem svo sjaldséður
er við hérlendar kammeraðstæður
– að leggja í vandmeðfarin stórrú-
bató og langvinna styrkmótun.
Hið mikla 3. tríó Antoníns Dvor-
áks í hinum dapra og ekki ýkja
strengjavæna f-moll, Op. 65 frá
1883, var í prentmiðlum sagt mun
sjaldheyrðara á tónleikum en hið
fræga Dumky tríó, samið næst á
eftir. Það markaði tímamót í sköp-
unarferli Dvoráks, samið í skugga
sorgar vegna móðurmissis, en á
móti borið uppi af óstöðvandi lífs-
gleði.
Það var almennum hlustanda til
fróðleiksauka að frétta úr kynn-
ingum Gunnars hvað slíkt 40 mín.
stórvirki tók langan tíma í vinnslu,
enda slíkar upplýsingar sjaldan á
lausu – nefnilega fulla þrjá mán-
uði, eða fjórfalt lengur en hvort
fyrri tríóa tékkneska meistarans.
Aðdáun hans á Brahms leynir sér
ekki, og náttúruyndi beggja slær
Fjalltær nátt-
úrurómantík
TÓNLIST
Hafnarborg
Beethoven: Píanótríó í B WoO 39 og í Es
Op. 70,2. Dvorák: Píanótríó í f Op. 65.
Tríó Reykjavíkur: Peter Máté píanó;
Guðný Guðmundsdóttir fiðla; Gunnar
Kvaran selló. Sunnudaginn 7. apríl kl. 20.
PÍANÓTÓNLEIKAR
ÞAÐ er búið að skopstæla hefð-
bundin sakamálaleikrit svo oft og
rækilega að trúlega eru þau farin að
skopstæla sig sjálf. Það væri tilraun-
arinnar virði að sviðsetja „alvöru“
sakamálaleikrit í fúlustu alvöru og at-
huga hvort ekki verður hlegið jafn
mikið að þeim og á öllum þeim ara-
grúa skopstælinga sem nú um stundir
eru mun vinsælli viðfangsefni en þau
verk sem höfð eru að skotspæni.
Það verk sem hér um ræðir er,
byggt á kvikmyndinni Clue sem er
ágætt dæmi um þessar skopstæling-
ar. Og þar sem kvikmyndin virkar
eins og klaufaleg yfirfærsla sviðs-
verks á tjald þolir hún ferðina upp á
sviðið betur en margar þær kvik-
mynda sem hafa fengið þessa með-
ferð undanfarið (önnur tíska). Grínið
á ágætlega heima á sviði og efnisþráð-
urinn er kunnuglegur. Hópi fólks er
stefnt til kvöldverðarboðs og í ljós
kemur að öll eiga þau gestgjafanum
grátt að gjalda. Fljótlega fellur fyrsta
fórnarlambið í valinn og smám saman
hrannast líkin upp. Allt er þetta með
hinum ánægjulegustu ólíkindum, en
að lokum er yfirþjóninum ómissandi
nóg boðið og hann gerir grein fyrir
hvernig í pottinn er búið. Og jafnvel
þá er ekki allt búið.
Skopstæling sem þessi er vand-
meðfarin, leikstjóri og leikhópur
þurfa að hafa klisjurnar allar á hreinu
og velta sér upp úr þeim svo allt virki.
Þetta tekst á köflum nokkuð vel í
sýningu Ármúlafólksins. Umgjörð og
búningar eru stórfínir og hárréttir og
margir leikaranna ná stílnum full-
komlega, einkanlega þeir sem glíma
við skrítilegustu persónurnar.
Vil ég sérstaklega nefna Friðjón B.
Gunnarsson sem er óborganlegur
sem hinn viðurstyggilegi prófessor
Plóma. Rebekka Atladóttir, Júlíana
Sigtryggsdóttir og Guðrún H. Sigfús-
dóttir voru líka býsna skemmtilegar.
Það sem stendur sýningunni hins
vegar dálítið fyrir þrifum er að henni
er dálítið stirðlega fyrir komið á svið-
inu, sem kemur niður á snerpu og fók-
us. Hún fór dauflega af stað en náði
sér allvel á strik um miðbikið.
Síðan dalar hún á ný og óöryggi
gerði vart við sig með tilheyrandi
skorti á krafti. Vonandi eru þetta
tanntökuvandamál sem verða úr sög-
unni á næstu sýningum. Eins mætti
messa betur yfir fólkinu um skýra
framsögn, fléttan er nógu flókin þó
heilu og hálfu setningarnar fari ekki
forgörðum sakir óskýrmælgi.
Þegar á heildina er litið er „Það er
spurning“ allskemmtileg sýning, góð-
ir sprettir í leik og hnyttið handrit sjá
til þess. Með meiri krafti og skýrari
texta væri lítið út á hana að setja.
Var það
yfirþjónninn?
LEIKLIST
Leikfélag Fjölbrautaskólans við
Ármúla
Byggt á kvikmyndinni Clue. Þýðendur:
Unnar Þór Reynisson og Ævar Guð-
mundsson. Leikstjóri: Kristjana Páls-
dóttir. Leikendur: Arnar Magnússon,
Baldvin Albertsson, Bernharð Að-
alsteinsson, Einar Már Björnsson, Eyþór
Theodórsson, Friðjón B. Gunnarsson,
Guðrún H. Sigfússdóttir, Hrönn Sveins-
dóttir, Júlíana Sigtryggsdóttir, Kristín
Edda Sigurðardóttir, Ragnar Jóhannsson,
Rebekka Atladóttir, Sigrún Kristín Skúla-
dóttir og Vilhjálmur Gunnar Pétursson.
Tjarnarbíó föstudaginn 5. apríl 2002.
ÞAÐ ER SPURNING
Þorgeir Tryggvason