Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 34

Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ U nglingurinn á heimili mínu stóð frammi fyrir þeim vanda um daginn, að eiga að skrifa ritgerð í íslensku. Ritgerðin átti að vera um fræga persónu. Það var farið að líða óþægilega nærri skiladegi þegar enn var ekki búið að ákveða um hvaða persónu skyldi skrifað. Hún var búin að lesa sjálfsævisögu Chaplins með það fyrir augum að skrifa um hann, en einhvern veg- inn var hún ekki nógu spennt fyrir viðfangsefninu og fannst ævi meistarans allt of stórbrotin til að koma henni á blað í 400–800 orð- um. Það kom að því að móð- irin reyndi að leggja barninu lið með því að stinga upp á sögufrægum persónum. Minnug þeirra stór- menna er voru sjálfgefin í rit- gerðasmíðar af þessu tagi á henn- ar unglingsárum stakk hún upp á fjölda manna og kvenna, allt frá Búdda til Jóns Sigurðssonar. Ekk- ert virtist höfða það vel til ung- lingsins að hann yrði spenntur, ekki einu sinni Mozart, en þó voru til um hann nokkrar gagnlegar heimildir á heimilinu og meir að segja á íslensku. Á endanum varð niðurstaðan sú að skrifað yrði um Phoebe Buffay! Mér þótti þetta val í fyrstu skrýtið, en svolítið skemmtilegt, en rankaði svo við mér í þungum þönkum um það hvað tímarnir hafa breyst. Phoebe Buffay er persóna í sjónvarps- þáttaröðinni Vinum. Þetta er góð og stórskemmtileg stelpa sem hef- ur upplifað sitt af hverju í lífi sínu í stórborginni New York. Phoebe og vinir hennar allir hafa verið heimilisvinir okkar allt frá fyrstu kynnum, hún er bæði mikill kar- akter og orðheppin í meira lagi. Það virtist unglingnum full- komlega eðlilegt og sjálfsagt að Phoebe Buffay ætti heima með öðrum stórmennum sögunnar. Það fór þó um mig undarlegur tregi; hvað með Jón Sigurðsson, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Guðríði Sím- onardóttur og Jörund Hundadaga- konung? Hvers er minning þeirra megnug í nútímanum? Það var mér líka undrunarefni að skálduð persóna skyldi vera sett á sama stall og alvöru hetjur lifandi og dauðar. Það segir sína sögu um þá tíma sem við lifum. Þetta atvik hefur einnig orðið til þess að vekja mig til umhugsunar um það hvaða augum börn og ung- lingar líta raunveruleikann, og skilin milli hans og þess sem er skáldað. Hvaða augum líta börnin okkar til dæmis hörmungarfréttir frá stríðsátökum í Palestínu sem þau upplifa gegnum sama sjón- varp og hefur skapað Phoebe Buffay? Gera þau sér grein fyrir mörkunum? Þessu getur orðið erfitt að svara. Vissulega má reikna með því að flestir fjórtán ára krakkar þekki vel þessi skil, en reyndin er nú samt sú að hinn skáldaði veru- leiki, sem þau horfast í augu við daglega í gegnum fjölmiðla, bíó og upplýsingamiðla, stendur þeim á margan hátt nær en hinn sanni, og ugglaust eru áhrif hans ekki síður mikil en þess sem gerist í alvör- unni. Þáttaröðin um Vini er græskulaust gaman og vissulega vel gert, þótt margt megi að henni finna, eins og það að Vinirnir skuli nánast aldrei þurfa að hafa sam- skipti við fólk af öðrum kynþætti en þeim hvíta. En kynslóðin sem á Vini að sínum einkavinum, þekkir Malcolm í miðjunni jafnvel og bekkjarsystkin sín og prísar sig sæla að eiga ekki Frasier að pabba, verður ekki eins og þær sem á undan fara. Ég spyr mig hvaða vegarnesti þessi kynslóð fer með út í lífið. Það sem mestan ugg vekur, er það hversu einlit og einhliða sú ung- lingamenning er sem þau alast upp við. Amerískir sjónvarps- þættir eru fyrirferðarmiklir á öll- um sjónvarpsstöðvum, Rík- isútvarpinu ekki síður en þeim einkareknu. Hvaða möguleika á barnið mitt á því að kynnast ein- hverju öðru? Fá, ef satt skal segja. Það má að vísu af og til sjá enska og ástralska sjónvarpsþætti sem höfða til unglinga, en varla eru það mikil frávik frá því flóði sem hing- að berst frá Ameríku. Ég óttast það að íslenskir krakkar eigi það á hættu að verða jafneinsýnir og einsleitir og þeir amerísku krakk- ar sem þau eiga að vinum gegnum fjölmiðla. Hvernig getur annað orðið ef þau fá ekki tækifæri til að kynnast öðru? Ætla mætti að hvergi væri búið til afþreying- arefni fyrir krakka annars staðar en í Ameríku. Við vitum þó betur og hvílíkur hvalreki að fá af og til myndir eins og Fucking Åmål, þar sem fjallað var um líf unglings- stúlkna af miklu raunsæi, en um leið á auðskilinn hátt sem höfðaði sterkt til krakka. Þar fundu krakkar platraunveruleika sem þau gátu samsamað sig við og krakka sem líktust þeim. En þetta gerist því miður allt of sjaldan. Amerísk beib og ofurtöffarar lifa í veröld þar sem ekki er talað um tilfinningar sem geta stundum verið sárar og erfiðar. Þar eru krakkar ekki að takast á við spurn- ingar sem blasa við í lífi raunveru- legra unglinga. Malcolm í miðið er svo erfiður foreldrum sínum af því að hann er svo ofboðslega gáfaður! Það er hans byrði. Phoebe Buffay er munaðarlaus og ólst upp á göt- unni, en annars gengur henni allt í haginn – hún er líka bæði svo sæt og fyndin. Krakkarnir í Two Guys and a Girl eru yfirborðsleg og vandamál þeirra svo fáfengileg að venjulegt fólk hlýtur að spyrja sig hvernig það sé hægt að gera þætti um fólk sem er svo fullkomið. Heillanornirnar eru að vísu mun- aðarlausar, en þær eru bæði svo sætar og fínar og eiga sæta kær- asta og eru ofan á allt göldróttar, að auðvitað gengur þeim allt í hag- inn. Allt er svo skínandi fínt, ljóm- andi gott, dæmalaust auðvelt og svo ofboðslega skemmtilegt, að það er kannski ekki að undra þrátt fyrir allt að venjulegir íslenskir krakkar vilji gangast þessum heimi á hönd. Vinir í veru- leikanum Það virtist unglingnum fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að Phoebe Buffay ætti heima með öðrum stórmennum sögunnar. VIÐHORF Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ✝ Ragna JennýMagnúsdóttir fæddist í Tröð í Fróð- árhreppi á Snæfells- nesi 1. janúar 1924. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 1. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Guðbrandur Árna- son, f. 5.6. 1884 í Holti á Brimilsvöllum, Fróðárhreppi, d. 28.2. 1963, bóndi í Tröð, og Ragnheiður Helga Skarphéðins- dóttir, f. 10.6. 1893 í Guðlaugsvík, Bæjarhreppi, Strandasýslu, d. 27.5. 1975. Systkini Rögnu eru 1) Árni Magnússon, Hlévangi í Keflavík, f. 12.8. 1914, kvæntist Láru Þórðar- dóttur, f. 30.6. 1919, d. 20.11. 1955, bjuggu í Keflavík; 2) Margrét Hulda Magnúsdóttir, Jaðri í Ólafs- vík, f. 20.2. 1918, giftist Sigurði Brandssyni frá Fögruhlíð í Fróð- árhreppi, f. 14.10. 1917, d. 31.5. 1996, bjuggu í Fögruhlíð og síðan í Ólafsvík; 3) Karl Magnússon, f. 30.3. 1928, kvæntur Hallfríði Ein- arsdóttur, f. 27.7. 1924, þau búa í Tröð í Fróðárhreppi. Karl var áð- ur kvæntur Láru Ágústsdóttur frá Kötluholti í Fróðárhreppi, f. 8.11. 1935, bjuggu í Tungu í Fróðár- hreppi, þau skildu; 4) Skarphéðinn Magnússon, f. 15.11. 1930, d. 3.6. 1946. Hinn 7.11. 1943 giftist Ragna eftirlifandi eiginmanni sínum, Alf- onsi Sigurðssyni frá Eskifirði, f. 17.12. 1916. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jóhannsson, f. 23.12. 1891, d. 5.11. 1946 og Jó- hanna Borghildur Einarsdóttir, f. 28.4. 1898, d. 26.1. 1981. Börn Rögnu og Alf- ons eru 1) Jón Sævar, f. 8.1. 1944, kvæntur Lilju Ingibjörgu Jó- hannsdóttur, f. 30.4. 1943. Börn þeirra: a) Arnar Freyr, f. 9.1. 1969, b) Elvar Snær, f. 11.5. 1973, c) Guð- björg, f. 30.4. 1974, d. 30.4. 1974, d) Andri Örn, f. 25.9. 1976; 2) Sigurður, f. 3.6. 1947, kvæntur Vig- dísi Magneu Bjarnadóttur, f. 29.2. 1944. Börn þeirra: a) Jóhann, f. 9.5. 1975, b) Guðrún, f. 20.6. 1977, sam- býlismaður hennar er Vignir Þór Sverrisson, f. 27.9. 1976; 3) Ragn- heiður, f. 25.2. 1950, gift Friðriki Benónýssyni, f. 14.11. 1941. Börn þeirra: a) Ragna Jenný, f. 8.11. 1973, d. 3.6. 1975, b) Ragna Jenný, f. 26.11. 1975, sambýlismaður hennar er Garðar Sigþórsson, f. 22.3. 1969. Barn þeirra er Friðrik Benóný, f. 16.5.1999, c) Oddný, f. 24.1. 1978, sambýlismaður hennar er Guðmundur Björnsson, f. 28.6. 1976. Barn þeirra er Sigurvin Freyr, f. 20.9. 1998, d) Benóný, f. 25.4. 1992; 4) Magnús, f. 22.3. 1959, kvæntur Hauði Kristinsdóttur, f. 25.11. 1956. Börn þeirra: a) Krist- inn, f. 18.1. 1977, b) Árni, f. 25.4. 1984, c) Ari, f. 13.3. 1992. Ragna og Alfons stofnuðu heim- ili á Eskifirði en fluttust síðan til Reykjavíkur og þaðan í Kópavog árið 1953 og bjuggu þar síðan. Útför Rögnu fer fram í dag frá Kópavogskirkju og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku mamma. Þú, sem unnir lífinu svo heitt og áttir þér drauma um svo margt sem þú áttir ógert, kvaddir svo óvænt. Þrátt fyrir langvarandi erfiða heilsu átti enginn von á að andlát þitt bæri svo brátt að. Eftir stendur minningin um hlýja og ástríka móður og öll árin sem við áttum með þér. Þú varst svo mild og blíð og aldrei féllu þér skammaryrði af vörum. Þú unnir átthögum þínum heitt og naust þess að fara með okkur börnin þín að Tröð í Fróðárhreppi, þar sem þú fæddist og dvaldist æskuárin með foreldrum þínum og systkinum. Þar áttum við saman margar ánægju- stundir við heyskap og í berjamó. Þangað sendirðu okkur börnin þín í sveit til afa og ömmu. Allt frá árinu 1953 hefur heimili ykkar pabba staðið við Digranesveg- inn. Þar munum við fyrst litla húsið gegnt Kópavogsskólanum, skólanum þar sem þú áttir eftir að vinna í yfir þrjátíu ár. Byggðin í Kópavoginum var ekki þétt á þessum árum og við höfðum víðáttur til leikja og lóur verptu í hlaðvarpanum. Síðan þéttist byggðin og við flutt- um í íbúðina á Digranesvegi 34. Þangað berst ómurinn frá börnum að leik við Kópavogsskólann. Við vitum að þú naust þess að geta fylgst með börnunum í skólanum því þú varst svo barngóð og hafðir svo mikið yndi af börnum. Þess nutum við börnin þín, börn okkar, langömmubörnin og mörg önnur. Þú hafðir lag á að halda barna- hópnum þínum saman. Flest jól og við mörg önnur tækifæri komum við með fjölskyldur okkar á Digranes- veginn og áttum ánægjustundir sam- an með ykkur pabba. Heimili ykkar pabba bar vel merki vinnusemi þinn- ar. Þér féll aldrei verk úr hendi og heimilið mótaðist af hjartahlýju þinni, mildi og einlægri trú. Elsku pabbi, þinn er missirinn mestur. Megi guð styrkja þig og okk- ur öll á þessari stundu og ljós þeirra fögru minninga sem við geymum um elskulega móður fylgja okkur, afkom- endum og vinum á erfiðri kveðju- stund og í framtíðinni. Sævar, Sigurður, Ragnheiður og Magnús. Í fáeinum orðum langar mig að kveðja ömmu mína, Rögnu Jennýju. Amma var ótrúleg kona sem átti eng- an sinn líka. Góðmennska hennar var hrein og tær og kom beint frá hjart- anu. Hún dæmdi aldrei neina mann- eskju heldur tók fólki eins og það var og lagði áherslu á það góða í fari hvers og eins. Ég man svo vel þegar ég var lítil stúlka hve hissa ég var að sjá önnur börn óhlýðnast og brúka munn við ömmu sína og á móti ávíttu náttúrulega ömmurnar börnin. Það hvarflaði aldrei að mér að haga mér á þann hátt við þig þó að oft hafi nú ver- ið hamagangur í okkur systrum á Digranesveginum. Þú skammaðir okkur aldrei, hækkaðir ekki einu sinni róminn heldur talaðir við okkur í rólegheitunum og gafst ráð. Tjald- leikirnir voru mjög vinsælir hjá okk- ur barnabörnunum þegar við hitt- umst á Digranesveginum. Þá voru teppi og sængur breiddar yfir stóla og borð og úr því urðu þessi fínu tjöld. Svo tókum við okkur til og tæmdum eldhússkápana hjá þér og fluttum inn í tjöldin. Þú alltaf með bros á vör og þinn einstaka ljúfa svip sem ein- kenndist af hlýju, umburðarlyndi, væntumþykju og góðmennsku. Þegar ég fór í framhaldsskóla flutt- ist ég til Reykjavíkur úr vernduðu umhverfi mömmu og pabba. Á þess- um tímapunkti fékk ég tækifæri til að kynnast þér á nýjan hátt og sjá þig í öðru ljósi en ég gerði sem barn. Ég fann strax hve velkomin ég var alltaf á ykkar heimili og alltaf þegar ég kvaddi þá sögðuð þig afi: „Komdu fljótt aftur.“ Þú reyndist mér afskap- lega vel þennan tíma, allt til dauða- dags, ég gat alltaf leitað til þín og þú varst alltaf reiðubúin að hlusta og reyndir að aðstoða eftir megni. Ég minnist þess sérstaklega að ef eitt- hvað bjátaði á hjá mér varstu fljót að átta þig á því og oft leið mér strax betur bara við það að koma til þín og líta í augun þín. Það var eitthvað ótrú- legt við augun þín, þau voru allt í senn, blíð og ljúf, örugg en stundum mjög brothætt. Þau bjuggu yfir krafti til að hugga mig og vekja hjá mér ör- yggistilfinningu. Ég eltist og þroskaðist eins og aðr- ir í kringum mig og með hverjum deginum sem leið því nánari urðum við. Þú varst ekki lengur bara amma mín heldur varstu einnig orðin mín besta vinkona. Ég gat sagt þér nán- ast allt og þú leitaðir jafnframt til mín. 20. september 1998 fæddi ég mitt fyrsta barn og einnig þitt fyrsta lang- ömmubarn. Þetta var langþráð stund hjá ykkur afa og munu viðbrögð ykk- ar aldrei líða mér úr minni. Dreng- urinn var skírður Sigurvin Freyr í Kópavogskirkju, sömu kirkju og þú verður jarðsungin frá. Eftir að Sig- urvin Freyr fór sína fyrstu heimsókn til ykkar varð hann fastagestur á heimili ykkar. Hann varð strax augnayndið þitt og þú mikilvægur og fastur þáttur í tilveru hans. Hann er mjög ráðvilltur þessa dagana en skil- ur það að þú ert farin upp til himna. Nú er hann hræddur um afa því hann sagði við mig eitt kvöldið: „Afi gamli er gamall og bráðum verður hann dá- inn, þá fer hann til ömmu gömlu upp til himnanna. Hann má ekki vekja hana.“ Hann kallaði þig alltaf ömmu gömlu og afi er kallaður afi gamli. Í fyrstu varstu ekki nógu hrifin af þess- ari nafngift og ítrekaðir við hann að hann ætti að kalla þig ömmu Rögnu en afa fannst þetta aftur á móti bráð- sniðugt uppátæki og svaraði jafn- harðan: „Nei, segðu bara amma gamla.“ Þú varst einstök manneskja, amma mín, og öllum sem fengu þann heiður að kynnast þér þótti vænt um þig og þeir kunnu að meta þig að verðleik- um. Hjartagæska þín og umhyggja var ótakmörkuð og þú áttir alltaf nóg handa öllum. Ég trúi því að aðeins stöku sinnum fæðist fólk eins og þú, fólk með meðfædda hjartahlýju og endalausan kærleik. Þú komst alltaf hreint fram og gerðir allt af heilum hug. Ég get engan veginn sætt mig við að þú sért dáin og trúi því ekki. Ég vil ekki horfast í augu við þá staðreynd að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur, aldrei eftir að tala við þig, aldrei eftir að skjótast með þér niður í Mólý, aldrei eftir að halda utan um þig eða heyra í þér. Ég rígheld í þig og neita að sleppa, ég vil það ekki. Ég finn svo sterkt fyrir þér og bið á hverju kvöldi að sál þín hafi sest að hjá mér því ég þarfnast þess svo mjög. Amma mín, ég þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og minningarnar geymi ég í kistu í hjarta mínu sem ég ein hef lykilinn að. Vertu alltaf hjá mér, ég veit að ég er alltaf hjá þér. Ég heyri í þér og veit að þú munt halda áfram að leiðbeina mér og leiða mig í gegnum lífið. Ég elska þig, amma mín, og söknuður minn er að yfirbuga mig. Ég verð hjá afa, þú getur treyst því. Vertu sæl mín kæra. Þín Oddný. Elskuleg amma mín fæddist á ný- ársnótt árið 1924. Frá fæðingu henn- ar er sagt í bókinni Íslenskar ljós- mæður, 2. bindi. Ljósmóðurinni Guðbjörgu Hannesdóttur var fæðing- in eftirminnileg. Guðbjörg var vakin upp á nýársnóttu vegna þess að hús- freyjan í Tröð var komin að því að fæða. Leiðin að Tröð var aðeins um 4 km löng en vaða þurfti yfir þrjár ár og veður hafði verið vont á gamlárs- dag. Ferðin tók því þrjár klukku- stundir og var Guðbjörg borin yfir árnar. Klukkustund eftir að ljósmóð- irin kom inn að Tröð fæddist amma. Segir Guðbjörg svo frá: „Fæddi kon- an yndislega stúlku og ég held að mér hafi aldrei hlotnast meiri nýársgleði en þennan morgun.“ Amma ólst upp í Tröð í Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi. Amma sagði alltaf að hún yrði ætíð sveitastelpa þótt hún hefði lengst af búið í borg. Ömmu var mjög hlýtt til æskustöðv- anna. Sveitalífið var þó ekki eintóm sæla. Amma kynntist því snemma að vinna og hún var ekki nema níu ára þegar hún lauk við að prjóna sína fyrstu ullarsokka. Amma hafði mest gaman af heyskapnum í sveitinni. Þá var svo mikill galsagangur í fólkinu og allt iðaði af lífi og fjöri. Amma var nefnilega þannig gerð að hún vildi alltaf hafa sem mest um að vera í kringum sig. Amma og afi kynntust í Keflavík þegar amma var nítján ára. Amma var í vist hjá bróður sínum Árna og afi var sjómaður sem var í fæði hjá fólkinu í næsta húsi. Amma og afi RAGNA JENNÝ MAGNÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.