Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 35 giftu sig 7. nóvember 1943 og hófu búskap á æskustöðvum afa á Eski- firði. Síðar fluttust þau til Reykjavík- ur, en lengst af bjuggu þau í Kópa- vogi eða frá árinu 1953. Amma var prýdd óteljandi mann- kostum. Hún vildi öllum vel, hún hall- mælti aldrei neinum, hún var hjálp- leg, samgladdist fólki af öllu hjarta þegar vel gekk, var ráðagóð í raun- um, dugleg og vinnusöm en fyrst og fremst var hún elskuleg og hlý og góðmennskan stafaði af henni. Amma var mjög listræn í sér. Hún prjónaði og saumaði og eftir hana liggur margt fallegt handverk. Einnig hafði hún mjög gaman af tónlist, söng og dansi. Ég fór með ömmu fyrir stuttu á danssýningu hjá Íslenska dans- flokknum og það var svo gaman að fylgjast með því hversu mikið yndi hún hafði af henni. Ég á óteljandi minningar um ömmu og allstaðar ber að sama brunni. Minningarnar eru allar góðar og gleðiríkar. Þegar ég var að alast upp bjó ég í Vestmannaeyjum. Fjar- lægðin frá ömmu og afa var oft mikil en gleðin þegar þau komu í heimsókn var þeim mun meiri. Öll jólin sem þau voru hjá okkur eru mér eftirminnileg og kærust í minningunni. Öll afmælin sem þau voru viðstödd voru viðburða- rík því ömmu datt alltaf eitthvað snið- ugt í hug að gera í afmælunum. Einu sinni saumaði hún grímur á alla af- mælisgestina og það sló eftirminni- lega í gegn. Fermingin mín er mér samt kærust í minningunni. Amma var svo stolt af litlu nöfnu sinni og ég gleymi því aldrei þegar ég opnaði fermingargjöfina frá ömmu og afa. Ég fékk það sem ég þráði mest af öllu, tjald, og ég var svo hamingjusöm og amma var svo glöð yfir því hve gjöfin heppnaðist vel. Ég og amma fórum síðan saman í myndatöku til ljósmyndara og við skemmtum okkur svo vel og myndirnar voru frábærar. Þessi dagur er einn sá hamingjurík- asti í mínu lífi. Þegar ég hafði útskrif- ast sem stúdent lá leið mín til höf- uðborgarsvæðisins. Dyr ömmu og afa stóðu mér ætíð opnar og ég fór oft til þeirra í mat eða til þess að hvíla mig. Mér leið hvergi betur því nálægt ömmu var svo mikill friður, ró og kærleikur. Það var gott að kynnast ömmu upp á nýtt þegar ég var orðin fullorðin og finna hvernig samband okkar þróaðist upp í vináttu og gagn- kvæma virðingu. Til ömmu var gott að leita, hvort sem var í sorg eða gleði. Hún var fljót að skynja ef mér leið ekki vel og mér leið alltaf betur þegar ég fór frá henni því hún hafði einstakt lag á að sjá hlutina í réttu ljósi og benda manni á réttar leiðir. Einnig var svo gaman að segja henni gleðifréttir því hún samgladdist manni alltaf svo innilega. Það er ólýs- anlega erfitt að hugsa til þess að ég geti ekki leitað til hennar lengur. Að ég geti ekki talað við hana og snert hana. Ég sakna hennar svo mikið. Þessi fasti punktur í tilveru minni sem heimili ömmu og afa var verður aldrei sá sami. Missir okkar sem eftir stöndum er mikill en ég ætla að reyna að vera sterk því að ég veit að það er í hennar anda. Elsku amma mín, ég elska þig og sakna þín. Hvíl í friði, engillinn minn. Þín Ragna Jenný. Amma var alltaf góð við mig. Þegar ég var að koma úr skólanum gaf hún mér alltaf að borða og spurði hvort ég ætlaði að æfa mig á harmonikkuna. Hún var alltaf að gefa manni eitt- hvað. Hún prjónaði á mig ullarvett- linga, ullarsokka og ullarpeysur. Hún hlustaði alltaf á mig þegar ég æfði mig á nikkuna. Við fórum eiginlega alltaf í mat til hennar á sunnudögum og fengum okkur hrygg eða læri. Ég fór oft niður í búð fyrir hana og keypti garn eða ull í sokka og peysur. Á laugardögum fór ég oft með þeim afa, ömmu og Sigga frænda í Bónus, síðan tók Siggi mig í nikkutíma á Digranes- veginum. Einu sinni lék ég mér við vin minn á hverjum degi, við fórum út í fótbolta allan daginn og komum síð- an til hennar og fengum að drekka. Hún labbaði stundum til okkar í Bræðratunguna, fékk sér kaffi og tal- aði við okkur. Þetta var mjög skrýtið, hún dó bara allt í einu og ég sé hana aldrei aftur og hinir ekki heldur. Mér þótti mjög vænt um þig, elsku amma mín, og er mjög leiður að þú skulir vera farin frá okkur. Ég gleymi þér aldrei. Þinn Ari. Hún amma var alltaf glöð þegar ég kom í heimsókn á Digranesveginn og maður fékk alltaf kökur og gos eða mjólk að drekka. Svo fórum ég og Ari frændi minn oft í boltaleik. Amma mín, þú skammaðir aldrei og varst alltaf góð við alla. Ég sakna þín mikið og mun aldrei gleyma þér. Þinn Benóný. Elsku Ragna Jenný. Ósköp fórstu skyndilega frá okkur. Við sem vorum að vonast eftir alveg heilmiklum tíma til viðbótar með þér. Við feðgarnir áttum okkur ekki alveg á þessu, en einu máttu trúa að við komum aldrei til með að gleyma þeim stundum sem við áttum með þér. Við höfum verið að reyna að útskýra fyrir honum Sig- urvin Frey hvað hafi nú orðið um þig. Hann stendur fast á því að þú komir aftur og að englarnir og Guð komi til með að skutla þér heim aftur á bíln- um sínum, en þó ekki alveg strax. Einnig er hann orðinn hræddur um afa gamla. Hann segir að hann sé orð- inn gamall líka og spurði hvort hann færi að deyja líka. Við svöruðum hon- um þannig að það kæmi nú örugglega að því, einhverntímann, en þó von- andi ekki nærri því strax. Hann sagði þá að afi sinn mætti alls ekki vekja hana ömmu gömlu þegar hann kæmi upp til Guðs og englanna. En hann er búinn að vera ósköp góður og hlýr við hann afa sinn, eins og hann skynji að honum líði illa. Annars er hann Sig- urvin Freyr skynsamari en maður getur gert sér grein fyrir. Það var ekki liðinn langur tími frá mínum fyrstu kynnum við Oddnýju þegar hún minntist á ömmu sína á Digranesvegi en þá vissi ég strax að þú hlaust að vera mjög sérstök amma. Ég fékk fljótt að kynnast þér og eftir það skipaðirðu alltaf sérstak- an sess hjá mér. Ég var mjög stoltur af því að geta fært þér fyrsta lang- ömmubarnið og ánægjan og stoltið sem skein úr augum þínum leyndi sér ekki þegar þú leist á hann í fyrsta skiptið. Sigurvin var alltaf alveg rosa- lega hrifinn af þér og alveg finnst mér frábært að hann skuli alltaf hafa kall- að þig ömmu gömlu. Ég og þú spjöll- uðum mikið og það var margt sem þú fékkst að vita fyrst af öllum varðandi mörg mín mál. Það var alltaf eins og ég hefði fengið nýjar rafhlöður settar í mig eftir að hafa eytt einhverjum tíma hjá ykkur niðri á Digranesvegi. Allt birti upp og allar áhyggjur heimsins virtust hverfa um leið og ég gekk inn til ykkar. Hlýtt og blítt við- mót þitt gladdi alltaf hjarta mitt, og sennilega hjörtu allra sem kynntust þér. Við feðgarnir fengum því miður ekki mikinn tíma með þér en þessi tími var alveg ómetanlegur og ég skal sjá til þess að Sigurvin Freyr komi til með að stækka og lifa með þig í sínu hjarta. Elsku Ragna mín, við söknum þín alveg ógurlega en þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég er viss um að Sigurvin mun geyma hluta af þér í hjarta sínu líka. Við gleymum þér aldrei. Feðgarnir Guðmundur og Sigurvin Freyr. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem.) Mér finnst þessi orð eiga vel við þegar ég minnist Rögnu frænku minnar í örfáum orðum. Það var fastur liður í öllum Reykja- víkurferðum fjölskyldu minnar að heimsækja Rögnu og Alfons á Digra- nesveginn ef tök voru á. Alltaf voru þau jafnglöð að sjá okkur og tóku okkur opnum örmum. Töfraðar voru fram ljúfar veitingar og á meðan þær voru snæddar spurði hún okkur syst- urnar spjörunum úr, hvernig gengi í skólanum, tónlistinni, íþróttunum og öðru því sem við höfðum tekið okkur fyrir hendur. Hún Ragna fylgdist með og var alltaf með á hreinu hvað barnabörnin voru að sýsla. Mér fannst ég einmitt oft vera eitt af þeim, því hún var okk- ur systkinunum sem amma. Á hverj- um jólum fengum við rausnarlega sendingu frá þeim hjónum, oftar en ekki eitthvað sem Ragna hafði búið til sjálf. Það lýsir henni svo vel því hún var einstaklega umhyggjusöm. Það var ánægjulegt að fá Rögnu vestur í Stykkishólm þegar ég fermdist og aftur síðastliðið vor við fermingu Önnu. Ég minnist síðustu heimsóknar minnar til þeirra. Ég var þá komin til Reykjavíkur til vetrardvalar til að sækja framhaldsskóla. Ragna ítrek- aði þá að ég væri ávallt velkomin í heimsókn. Nú hefur Ragna fengið hvíldina, ég kveð hana með innilegu þakklæti fyr- ir allt sem hún var mér og systkinum mínum. Minningin um góða frænku lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Lára María Harðardóttir. Það skiptir um við húsfreyjunnar hvarf, hið hálfa líf er burt og ekki minna. Það gekkstu sjálf í hússins heimastarf er heilsa þín og kraftar leyfðu að vinna. Og gestur hver að garði þar sem bar hann geymir bjarta mynd í huga sínum, hann minnist þess hve milt og hlýtt það var að mæta þér í opnum dyrum þínum. (Guðmundur Ingi Kristjánsson.) Þessar ljóðlínur segja meira en mörg orð um þá konu sem við kveðjum í dag. Við sviplegt fráfall Rögnu hafa minningarnar um okkar fyrstu kynni verið mér ofarlega í huga. Ég var tví- tug stúlka þegar ég kom fyrst á heim- ili Rögnu og Alfonsar með Herði, til- vonandi eiginmanni mínum. Hann bjó hjá frænku sinni og Alfons þennan vetur eftir að hann hóf nám í fram- haldsskóla. Hefur hann stundum haft á orði að það hafi verið Rögnu frænku sinni að þakka að hann skuli hafa drif- ið sig í skóla því hún hvatti hann óspart til þess og hjá henni átti hann sitt heimili í tvo vetur. Ekki hafði ég þekkt Rögnu lengi þegar ég var orðin eins og ein af börn- unum hennar og látin vita það að á þeirra heimili væri ég alltaf velkomin. Gestrisni og glaðværð var það sem einkenndi þessa góðu konu. Hún vildi hafa líf í kring um sig. Á þessum árum vann Ragna við skúringar í Kópavogsskóla sem er ekki létt starf, en hún naut þess að vera innan um börnin. Ragna sat aldrei auðum höndum, ef hún var ekki að sinna venjulegum heimilisstörfum sat hún með prjón- ana sína. Það voru ekki einungis hennar afkomendur sem verið var að prjóna á heldur frændur og frænkur. Hafa margir notið þess að fá sokka og vettlinga frá Rögnu frænku. Það var ekki í anda hennar að safna að sér veraldlegum gæðum. Fjölskyldan var henni allt. Með glampa í augum sagði hún manni frá börnum og barnabörnum sínum. Það var henni mikils virði að þau mennt- uðu sig og kæmust vel áfram í lífinu. Oftar en einu sinni sagði Ragna mér stolt frá því þegar hún hafði safn- að fyrir harmonikku til þess að gefa Sigurði syni sínum. Fjölskyldan öll hefur fengið að njóta þess ríkulega síðan. Hún hafði mikla ánægju af því að gefa öðrum. Umhyggja Rögnu fyrir frændfólki sínu var einstök, hennar heimili hefur staðið opið fyrir þeim sem þangað hafa leitað. Við Hörður getum seint fullþakkað fyrir allt það sem Ragna var okkur og börnunum okkar. Alfons og börnum þeirra sendum við Hörður innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Rögnu Magn- úsdóttur. Sigurborg Leifsdóttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Rögnu Jennýju Magnús- dóttur, ömmu unnustu minnar. Ég fann strax við fyrstu kynni mín af Rögnu að ég var velkominn í fjöl- skylduna. Hún tók mér opnum örm- um og fljótlega fór ég að fá ullarsokka og nesti með mér heim. Hún var alltaf að hugsa um velferð annarra og ég var þar ekki undanskilinn. Það er mér minnisstætt hvernig hún hvíslaði í eyra mér að næst þegar ég kæmi í heimsókn þá myndi hún elda handa mér eitthvað sem mér fyndist sér- staklega gott. Þetta gerði hún oft þegar við vorum að kveðja eftir heim- sókn á Digranesveginum. Ég gleymi því heldur aldrei þegar sonur okkar nöfnu hennar fæddist. Stoltið sem skein úr augum hennar og gleðin yfir langömmubarninu var mikil. Það var gaman að fylgjast með hversu barn- góð hún var og hversu vænt henni þótti um son okkar. Það sem er mér þó minnisstæðast er ferð okkar vest- ur til Ólafsvíkur síðastliðinn septem- ber. Ragna var svo spennt yfir þessu ferðalagi og það lá alveg sérstaklega vel á henni. Mér fannst hún verða eins og lítil stelpa þegar við vorum komin vestur. Hún benti á hvert kennileitið á fætur öðru og sagði okk- ur hinum hvað það héti. Það var greinilegt að hún var á heimaslóðum og það gleður mig að hafa haft þetta tækifæri til þess að gleðja hana. Ragna var einstaklega hlý mann- eskja og góð og það var alltaf gott að koma á Digranesveginn í heimsókn því þar var maður svo sannarlega vel- kominn. Ég er glaður að hafa kynnst Rögnu og ég vil senda mínar dýpstu samúðarkveðjur til Alfonsar og fjöl- skyldunnar. Garðar Sigþórsson. ✝ Þuríður Árna-dóttir fæddist í Borgarfirði eystra 3. júní 1913. Hún lést á Landspítalanum 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Katrín Lára Stefánsdóttir, f. 14. júní 1883, d. 18. maí 1976, frá Setbergi og Árni Sigurðsson, f. 14. ágúst 1888, d. 25. apríl 1937, frá Ey- vindará í Borgarfirði eystra. Systkini Þur- íðar eru: Stefán, lát- inn; Svavar, látinn; Ólafía, látin; Margrét sem búsett er í Reykjavík. Þuríður giftist Víglundi Krist- jánssyni, f. 8. nóvember 1908, d. 28. janúar 1981. Þuríður og Víglundur eignuðust einn son, Árna Lárus, f. 28. desember 1938, d. 15. ágúst 1998. Árni kvæntist Salgerði Ólafs- dóttur, f. 24. apríl 1940, og eign- uðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Víðir, f. 27. nóvem- ber 1961. 2) Björk, f. 26. febrúar 1966. 3) Hlynur, f. 24. janúar 1968. 4) Reynir, f. 19. febrúar 1970. Barna- barnabörnin eru tíu. Þuríður ólst upp fyrstu ár ævi sinnar í Borgarfirði eystra og fluttist þaðan ásamt foreldrum sín- um til Seyðisfjarðar um tíu ára aldur. Síð- ar flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún bjó til æviloka. Um ævina vann Þuríður ýmis störf, m.a. við fiskvinnslu, sem kokkur á síldarbátum, í Nóa- Síríusi og einnig sem þerna á Heklu nokkur sumur. Útför Þuríðar fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú kveðjum við Þuru ömmu og þökkum henni samfylgdina. Hún var orðin 88 ára þegar hún lést en þó ald- urinn væri hár og líkaminn lúinn var andleg heilsa hennar góð. Hennar helsta áhugamál voru hannyrðir, hún prjónaði mikið og heklaði og var af- kastamikil á því sviði. Barnabörn og langömmubörn nutu oft góðs af því í hlýjum fatagjöfum frá henni sem voru lýsandi fyrir þá umhyggju og hlýju sem hún bar fyrir þeim. Prjónaskapn- um hélt hún áfram þrátt fyrir að sjón- in væri orðin döpur hin síðari ár. Hjá Þuru var ávallt mikill gestagangur í gegnum tíðina en hún þótti einstak- lega gestrisin og hjartahlý kona. Til hennar var gott að koma, fá sér kaffi og heimabakaðar kökur meðan rædd voru málefni líðandi stundar og naut hún þess sérstaklega þegar meðlimir yngstu kynslóðarinnar voru með í för. Þura og Árni sonur hennar voru alltaf mjög samrýnd og var það henni þung- bært þegar hann greindist með sjúk- dóm sem síðar dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Að lokum viljum við þakka þér fyr- ir öll árin og stundirnar sem við áttum saman. Blessuð sé minning hennar. Reynir Árnason og fjölskylda. Þuríður Árnadóttir eða Þura frænka eins og ég kallaði hana var föðursystir mín. Hún var sjálfstæð kona, smávaxin með geislandi yfir- bragð, gefandi hlý og góð. Á yngri ár- um þegar Þura bjó á Seyðisfirði var hún kokkur á síldarbátum og þá veit ég að enginn hefur verið svangur, svo myndarleg var hún í allri matargerð, og var Þura alls staðar eftirsóttur starfskraftur. Þegar Þura hafði eign- ast Árna vann hún hjá Nóa Síríusi á veturna en var þerna á Heklunni á sumrin. Þura minntist oft á það hversu erfitt henni fannst að fara með Árna son sinn á leikskólann eld- snemma á morgnana og skilja hann þar eftir grátandi og leiðan. Árni var einkabarn Þuru. Áður hafði Þura misst unga dóttur, Láru, þegar hún bjó á Seyðisfirði. Á heimili Þuru og ömmu í Reykjavík var alla tíð mjög gestkvæmt og mikið bakað af lumm- um og kleinum. Þegar Þura var á miðjum aldri giftist hún Víglundi Kristjánsyni og áttu þau mörg góð ár saman þar til Víglundur lést. Amma lést í hárri elli og hafði hún alltaf búið hjá Þuru og notið umhyggju hennar og ástúðar. Eftir lát Víglundar flutti Þura á Aflagranda 40. Þar hafði hún útsýni til allra átta og þar leið henni vel á yndislegu heimili. Pabbi og Þura voru mjög samrýnd systkin alla tíð og þeg- ar bæði voru orðin ein og búsett í Vesturbænum fór pabbi til Þuru á morgnana og drukku þau saman morgunkaffið, pabbi naut alltaf þess- ara stunda. Þura var þá orðin mjög slæm í fótum og komst hún lítið út án aðstoðar, en var ávallt glöð og hafði gaman af að fá gesti. Pabbi fór með dætur mínar mjög ungar til Þuru og fóru þær að hafa gaman af að heim- sækja þessa góðu frænku, sem alltaf hugsaði um það að enginn færi svang- ur heim. Fyrir fimm árum varð Þura fyrir þeirri raun að missa einkason sinn Árna eftir erfið veikindi. Tengdadótt- ir Þuru, Salgerður Ólafsdóttir, hefur verið Þuru einstaklega góð og hefði Þura ekki getað verið svona lengi heima ef Gerður hefði ekki verið hennar stoð á öllum sviðum til margra ára. Þura var einstaklega þakklát Gerði og treysti á hjálp hennar og umhyggju fram á síðasta dag. Börn Gerðar og Árna eru fjögur og naut Þura þess að fylgjast með þeim stofna sín heimili og eignast börn. Kæra frænka, ég þakka þér alla umhyggju fyrir mér og mínu fólki, ég þakka alla fallegu hlutina sem þú keyptir handa mér þegar þú varst þerna á Heklunni, þá var gaman að vera lítil stelpa og eiga frænku sem sigldi til útlanda. Kæra frænka, hjartans þakkir. Megi ljósið umvefja þig. Svala Svavarsdóttir. ÞURÍÐUR ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.