Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Már IngólfurIngólfsson síma- verkstjóri fæddist í Reykjavík 30. maí 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 24. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingólfur Eyjólfsson, f. 3. 4. 1916, d. 30. 7. 1952, og Sigurjóna Anna Sófusdóttir, f. 26. 1. 1916, d. 16. 2. 1984. Þau skildu. Sigur- jóna Anna giftist síðar Alfred Nordgulen, f. 2. 12. 1916, d. 5. 6. 1980, stjúpföður Más. Systkini Más eru Kristín Ingveldur Ingólfsdóttir, f. 7. 2. 1938, eiginmaður hennar er Ás- geir Sigurðsson, f. 11. 11. 1933, og Magnús Nordgulen, f. 14. 11. 1949, eiginkona hans er Aldís Óskarsdóttir, f. 1. 2. 1946. Hinn 26. 12. 1965 kvæntist Már Bryndísi Tryggvadóttur, f. 13. 7. 1947. Bryndís er dóttir hjónanna Tryggva Þorsteinssonar, f. 24. 4. 1911, d. 16. 7. 1975, og Rakelar Þórarinsdóttur, f. 9. 2. 1910, d. 10. 2. 1977. Börn Más og Bryndísar eru: 1) Þorsteinn Tryggvi, f. 19. 4. 1966, eig- inkona hans er Svanhildur Gunn- laugsdóttir, f. 15. 6. 1970. Þau eiga dótturina Sunnevu, f. 5. 3. 2000. 2) Sveinbjörn, f. 16. 4. 1967, eiginkona hans er Hildur Júlía Lúðvíksdóttir, f. 22. 2. 1972. Fyrir á Sveinbjörn dótt- urina Bryndísi Jónu, f. 19. 3. 1985. Sveinbjörn og Hildur eiga saman Karel Fannar, f. 8. 6. 1993, Aron Frey, f. 5. 8. 1995 og Adam Örn, f. 13. 7. 1998. 3) Már Ingólfur, f. 7. 1. 1982. 4) Rakel Anna, f. 7. 1. 1982. Útför Más fór fram frá Sel- fosskirkju 3. apríl. Elsku pabbi. Með þessum orðum viljum við þakka þér alla umhyggj- una og samfylgdina undanfarin ár. Svo margt var gert, svo margt ógert. En þú munt lifa áfram í hjört- um okkar. Ljúfar voru stundir er við áttum saman Þakka ber drottni allt það gaman Skiljast nú leiðir og farinn ert þú. Við munum hittast aftur það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Ástar- og saknaðarkveðja. Rakel og Már. Nú ertu fallinn frá, elskulegur tengdafaðir minn. Þú ert sjálfsagt hvíldinni feginn því þetta er búið að vera þér erfiðari ganga en þú vildir láta aðra vita af, alltaf reist þú upp bjartsýnn og þrautseigur, sama hvað á dundi. Við kynntumst fyrir 14 árum en þegar ég fer yfir farinn veg finnst mér eins og ég hafi þekkt þig alla tíð. Minningarnar eru svo ótal marg- ar og ljúfar því við áttum mjög vel saman í svo mörgu, t.d. í góðum mat og matargerð. Það var alltaf gaman að koma með eitthvað gott að borða til þín þegar þú lást á sjúkrahúsinu, því þú kunnir svo vel að meta það. Elsku Bryndís, megi Guð veita þér og þínum styrk og kraft á þess- um erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú er kominn lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka ykkur þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning þín. Hildur. Elsku afi Már. Nú er barátta þín á enda og þú hefur hlotið hvíldina. Margar minningar leita á hugann þegar þú ert farinn. Minningar um hlýjan og góðan afa sem vildi allt fyrir okkur gera hvort sem það var heima eða uppi í sumarbústað. Alltaf var nóg pláss fyrir okkur enda ekki að ástæðulausu sem öll börn löðuð- ust að þér, því þú tókst öllum börn- um sem þínum og kölluðu þau þig afa Mása, eins og við gerðum. Alltaf áttirðu eitthvað gott í munninn. Það varð því að venju að labba út götuna til afa Mása og ömmu og athuga hvort afi ætti ekki sleikjó eða háls- brjóstsykur. Við eigum svo óteljandi minningar um þig og ömmu og er þá einna helst að minnast allra stund- anna á sumrin í Árdal sem voru afa og okkur svo kærar. En þar smíð- uðum við allt mögulegt og gróður- settum heilan helling af trjám. Oft höfðum við litlar brennur niðri í laut og þá var gaman. Nú þegar kemur að kveðjustund líða minningarnar gegnum huga okkar og þær eru ómetanlegar. Elsku amma, þú hefur alla tíð staðið eins og klettur við hlið afa. Hann hefur getað sótt styrk sinn til þín í veikindum sínum. Við dáumst að dugnaði þínum og elju við umönnun hans. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði. Við vitum að nú getur þú labbað hjá Guði og englunum. Við skulum passa ömmu fyrir þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu að þú farir aldrei frá mér, alltaf Jesús vertu hjá mér. (Ásmundur Eiríksson.) Þín barnabörn, Karel Fannar, Aron Freyr, Adam Örn og Sunneva. Elsku afi. Ég kveð þig með sökn- uði. Minningarnar um þig koma upp í hugann og verma hjartaræturnar. Elsku amma, ég veit að þú átt um sárt að binda núna á þessari miklu sorgarstund. Ég votta þér, amma mín, og öðr- um mína dýpstu samúð. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veiti yl í veröld kaldri vermir mig þó ætíð að hafa á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi viti á minni leið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi tárin straukst af kinn þér ég mínar þakkir sendi þú varst afi minn. (Hákon Aðalst.) Megi góður guð geyma þig, afi minn. Bryndís Jóna. Okkur langar í nokkrum orðum að kveðja og minnast bróður míns og mágs, Más Ingólfssonar. Við systkinin áttum saman glaða æsku í Hafnarfirðinum við leik og nám, eins og aðrir krakkar. Það var alltaf gaman að leika sér með hinum krökkunum í götunni heima. Öll í hóp og öll saman, bæði stórir og smáir. Æskan leið og við urðum full- orðin og eignuðust fjölskyldur. Árin liðu og þegar við eignuðumst sum- arbústað eftir móður okkar og stjúpföður dvöldum við þar saman allar helgar, Már og Bryndís kona hans, og tvíburarnir sem þá voru litlir. Við unnum saman að breyt- ingum á sumarbústaðnum og miklar gróðursetningar fóru í gang og stjórnaði Már öllu af miklum mynd- arskap. Már skipulagði fyrir mörg- um árum fjölskylduhelgi í sumarbú- staðnum sem varð að árvissum atburði. Þá var tjaldað um alla lóð- ina í kringum bústaðinn, með börn- um okkar, tengdabörnum og barna- börnum og Magnús bróðir kom með sína fjölskyldu. Þá komu allir saman og elduðu, borðuðu og gerðu sér glaðan dag saman. Bræðurnir Már og Magnús stjórnuðu grillunum, enda báðir úrvals kokkar. Þessi liðnu sumur eiga eftir að verma okk- ur í minningunni. Við Geiri mágur, eins og Már kallaði Geira alltaf, sendum fjölskyldunum á Skólavöll- um 11 og 2 samúðarkveðjur og geymum minningar um góðan bróð- ur og mág. Kristín og Ásgeir. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja þig, Már Ingólfsson, maður- inn hennar Bryndísar móðursystur, pabbi Steina, Sveinbjörns og tvíbur- anna Rakelar og Más. Þegar við hugsum til baka koma upp í hugann margar ánægjulegar minningar, Akureyri, Selfoss, Akur- eyri, Selfoss. Það er með söknuði sem við kveðjum þig, Már, en við hittumst á nýjan leik á nýjum stað. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtir þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson.) Elsku Bryndís, Steini, Svein- björn, Rakel, Már og fjölskyldur. Hugur okkar er með ykkur á þess- um erfiðu tímum. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja og vera með ykkur. Ketill, Ásdís, Sólveig, Anna Hildur og fjölskyldur. Minningabrotin verða ótrúlega lifandi þegar við hjónin rifjum upp nær 30 ára ánægjulega viðkynningu við vin okkar Má Ingólf Ingólfsson, sem nú er farinn til æðri heimkynna. Við kynntumst 1973 í starfi fyrir Knattspyrnudeild UMF Selfoss, ekki sem fræknar fótboltahetjur, heldur í stjórn deildarinnar þar sem Már starfaði sem gjaldkeri um ára- bil. Hann lagði mikla alúð í störf sín þar sem og í öðrum félagsstörfum. Már var einn af stofnfélögum JC Selfoss og gegndi hann meðal ann- ars embætti forseta félagsins við góðan orðstír. Við áttum ekki síðri stundir með þeim hjónum Bryndísi og Má utan félagsstarfa og standa ferðir út fyrir landsteinana þar upp úr. Við fórum saman til Mallorca 1977 ásamt börn- um okkar. Þetta var fyrsta utan- landsferð okkar og vorum við í góð- um höndum og öruggum með þau sem ferðafélaga. Við áttum eftir að fara saman til Danmerkur mjög skemmtilega og eftirminnilega ferð, sérstaklega minnumst við heim- sóknarinnar í Tívolíið á Bakkanum. Til Luxemburgar fórum við ásamt fleirum úr JC Selfoss. Þar eins og annarsstaðar áttum við ógleyman- legar stundir. Már var sérlega góður vinur, hlýr í viðmóti og áhugasamur viðmæl- andi. Hann hafði gaman af að ferðast, enda mikill heimsmaður. Hann naut sín ekki hvað síst við að leiðbeina okkur hinum á sviði matar- og víngerðar enda kunnáttumaður hvað það varðaði. Margt fleira væri hægt að nefna sem er vel geymt í sjóði minninga um góðan dreng. Þegar vinur okkar lést var hann búinn að berjast hetju- lega og af bjartsýni við erfið veikindi síðustu árin en nú eru þrautirnar að baki. Ástvinir hans háðu þessa bar- áttu með honum af sama æðruleysi. Kæra Bryndís, Steini, Sveinbjörn, Rakel, Már og aðrir fjölskyldumeð- limir, megi algóður Guð styrkja ykk- ur og hugga. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegrı́en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Blessuð sé minning Más Ingólfs Ingólfssonar. Haukur Arnarr og Kristín (Sissa). Það var að morgni dags hinn 25. sl. að mér var tjáð að Már Ing- ólfsson samstarfsmaður og félagi væri allur. Ég verð að viðurkenna að mér var ekki brugðið, hetjan var búin að berjast við illvígan sjúkdóm í nokkur ár. Það var með ólíkindum hvar forlögin lögðu á þennan mann. Kynni okkur Más hófust sumarið 1961 austur á fjörðum. Var verið að byggja nýtt símakerfi á Höfn í Hornafirði undir stjórn stjúpföður hans Alfreðs Nordgulen. Már verður mér minnisstæður maður, hann var ófeiminn við að láta í ljós sínar skoðanir, úrræða- góður, óragur við að fara ótroðnar slóðir og gat verið harður ef hann mætti mótspyrnu, sem hann brást við á sinn persónulega hátt. Gerði hann gjarnan góðlátlegt grín að mönnum og sannfærði menn um hið rétta á sinn hátt. Málinu lauk án ill- inda og allir gengu sáttir frá þeim fundum. Hann var ágætur verkstjóri sem birtist í því að hann kom því þannig fyrir að hver og einn gegndi sínu hlutverki, hver og einn bar ábyrgð á því sem hann gerði og var hann óspar á hrós. Dagsfarslega var hann gaman- samur og hjartahlýr maður sem var reiðubúinn að aðstoða menn í raun. Már gekk í Póst- og símaskólann, tók próf í símsmíði og lauk meist- araprófi í faginu. Starfaði Már um tíma hjá stjúp- föður sínum Alfreð Nordgulen eins og áður er getið og var starf þeirra m.a. fólgið í að leggja loftlínur í jörð undir háspennulínur. Var þetta oft erfitt starf þar sem vinnusvæði var utan vega og langt að fara með efni og verkfæri. Þetta var góður skóli sem nýttist Má vel þar sem komið var við flesta þætti símalagna sem þá voru að stórum hluta á staurum. Jarðsímalagnir og bygging á símakerfum urðu aðalvettvangur Más og lærði hann þá list að með- höndla það efni sem gerði miklar kröfur um vandvirkni og leikni. Mis- tök gátu orðið dýr og gerði Már sér vel grein fyrir því. Már settist að á Selfossi og gerð- ist þar verkstjóri yfir rekstri og ný- byggingum símakerfa í Árnessýslu og nágrenni. Már leiddi hóp manna sem hefur unnið gott verk, bilanir eru í lág- marki og naut hann virðingar undir og yfirmanna. Það þótti dauflegur fundur hjá tæknideildinni ef Már var ekki á staðnum. Ég minnist sérstaklega ferða okk- ar um svæðið hans. Vorum við oftast einir á ferð í þessum ferðum. Kynnt- ist ég Má þá best, og voru þau kynni á þann veg að ég kunni vel að meta hans skoðanir og metnað. Kom það greinilega í ljós hvað Má var annt um svæðið sitt og að hvergi væru veikir hlekkir. Samskiptum okkar lauk ætíð með orðunum: „Segjum það.“ Góður drengur er genginn. Sendi ég og fjölskyldan mín innilegar sam- úðarkveðjur til Bryndísar, fjöl- skyldu og annarra skyldmenna. Blessuð sé minning Más Ingólfs- sonar. Sveinbjörn Matthíasson. Sunnudaginn 24. mars síðastlið- inn kvaddi þennan heim vinur okkar og vinnufélagi Már Ingólfur Ingólfs- son. Minningar um góðar stundir og samskipti liðinna ára sækja að á kveðjustund. Okkur þykir það sjálf- sagt að vinir og félagar séu alltaf til staðar, en sem betur fer leiðum við ekki oft hugann að öðru í daglegu amstri. T.d. að hittast í morgunkaffi og ræða um viðburði líðandi stund- ar. Það var svo sjálfsagt að þar væri Már sem hafði ýmislegt til málanna að leggja, og oftast voru umræður á léttu nótunum og glatt á hjalla. Már hafði oft í mörg horn að líta sem símaverkstjóri og tók umkvört- unum og athugasemdum með jafn- aðargeði. Már var einn af stofnend- um starfsmannafélags okkar hjá Pósti og síma á Selfossi og var fyrsti formaður þess. Þar var hann virkur félagi og tók þátt í félagsstarfinu á meðan heilsa hans leyfði. Það er svo ótalmargt sem hægt er að rifja upp um liðinn tíma, en með þessum fáu orðum kveðjum við Má með söknuði og þökkum honum samskiptin í veraldarvafstrinu. Við sendum Bryndísi og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Vinnufélagar Íslandspósts, Selfossi. Í dag kveðjum við góðan og kær- an vin og nágranna, Má Ingólf Ing- ólfsson. Það var fyrir 23 árum sem við fluttum í næsta hús við Má og fjölskyldu. Kynni okkar urðu strax mikil og traust. Í gegnum tíðina hafa vinaböndin orðið sterk og góðu stundirnar fjölmargar. Nú þegar Már hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi rifjast allar þessar samverustundir upp. Stundir eins og grillveislurnar, ferðalögin til útlanda, heimsóknirnar og síðast en ekki síst öll samtölin um daginn og veginn við grindverkið. Allt minn- ingar sem við munum geyma um ókomna tíð. Með þessum fallegum erindum úr sálmi séra Valdimars Briem kveðj- um við Má með söknuði og þökkum honum fyrir trygga og góðan vináttu í gegnum árin; Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstu þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Bryndís, fjölskylda og aðrir ást- vinir. Við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum guð að veita ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Ólafur, Matthildur og fjölskylda. MÁR INGÓLFUR INGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.