Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Krist-jánsdóttir Blön- dal var fædd í Bol- ungavík 8. september 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudag- inn 29. mars síðastlið- inn. Guðrún var dótt- ir Kristjáns Bárðar Sigurðssonar, f. 1893, d. 1961, sjó- manns, og konu hans, Þórunnar Bjargar Jensdóttur, f. 1895. Þórunn Björg fórst í snjóflóði í Óshlíðinni 12. febrúar 1928. Guðrún var næstelst fjögurra systkina. Elst var Margrét Ingunn, f. 1918, d. 1992, en yngri þau Jakob Elías, f. 1923, d. 1982, og Ingibjörg Krist- ín, f. 1927. Eftir fráfall móðurinn- ar tvístraðist systkinahópurinn. Guðrún ólst upp hjá móðurfor- eldrum sínum í Bolungavík, þeim Guðrúnu Þórðardóttur (f. 1868, d. 1947) og Jens Jónssyni (f. 1858, d. 1932) en fluttist ung til Reykjavík- ur og stofnaði þar sitt heimili. Guðrún giftist 24. júní 1944 Halldóri J. Blöndal frá Siglufirði (f. 29. mars 1917, d. 28. júní 1993). Alla sína búskapartíð bjuggu þau á Baugsvegi 25 í Skerjafirði. Þau Halldór og Guðrún eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Þórunn Blöndal, f. 1945. Hennar mað- ur er Pálmar Ög- mundsson, f. 1943. Þau eiga þrjár dæt- ur, þær eru: a) Bryn- dís, f. 1964, maki Hannu von Herzen. Sonur Bryndísar og Jóhanns Vilhjálms- sonar er Grímur, f. 1988. b) Hjördís, f. 1966, maki Þórður Jónasson. Börn þeirra eru Egill, f. 1991, og Þórunn, f. 1997. c) Halldóra, f. 1971, maki Stefán Þór Sigurjónsson. 2)Aðalsteinn Blöndal, f. 1947. Hans kona er Petrína Pétursdóttir, f. 1947, og eiga þau þrjár dætur. Þær eru: a) Guðrún, f. 1970. Hennar maður er Gunnar Leifur Jónasson og sonur þeirra er Kristófer Örn, f. 1998. b) Dagmar, f. 1974, maki hennar er Arnar Þór Guðmundsson og sonur þeirra er Atli Steinar, f. 2001. c) Ásdís, f. 1982. 3) Kristján Bárður Blöndal, f. 1956. Hann er kvæntur Höllu Svavarsdóttur, f. 1964, og þau eiga einn son, Halldór Inga, f. 1993. Síðustu níu árin eftir fráfall Halldórs bjó Guðrún á Sólvangs- vegi 1 í Hafnarfirði. Guðrún Blöndal var jörðuð í kyrrþey föstudaginn 5. apríl. Tengdamóður minni, Guðrúnu Blöndal, á ég margt að þakka frá þeim 42 árum sem við áttum saman. Síðustu níu árin, eftir að Halldór tengdafaðir minn kvaddi, hefur hún búið í nágrenni við okkur í Hafnar- firði og við Þórunn og dætur okkar notið þess að hafa hana í túnfætin- um. Guðrún var fædd í Bolungavík, dóttir hjónanna Kristjáns B. Sig- urðssonar, sjómanns, og konu hans Þórunnar Bjargar Jensdóttur. Hún var næstelst fjögurra systkina, eldri var Margrét Ingunn en yngri þau Jakob Elías og Ingibjörg Kristín. Ingibjörg er sú eina sem eftir lifir þeirra systkina. Systkinahópurinn ungi varð fyrir miklu áfalli þegar Þórunn móðir þeirra fórst í snjóflóði í Óshlíðinni árið 1928. Magga var þá níu ára, Rúna sjö, Kobbi fjögurra ára og Inga kornabarn, nokkurra mánaða gömul. Kristján faðir þeirra var sjómaður og hafði enga mögu- leika á því að halda utan um hópinn sinn og börnunum var því komið fyr- ir. Rúna var heppin, hún ólst upp við gott atlæti hjá móðurforeldrum sín- um í Bolungavík og átti góða æsku. Þessi atburður setti mark sitt á þau systkinin og Rúna átti alltaf erfitt með að rifja daginn upp án þess að klökkna. Rúna var mikill Bolvíkingur í sér alla tíð en bjó þar þó aðeins fram á unglingsár. Hún fór ung til Reykja- víkur og réð sig þar í vist. Á svip- uðum tíma hafði hleypt heimdrag- anum ungur og örlyndur Siglfirðingur og örlögin höguðu því svo að þau kynntust hér syðra, stúlk- an að vestan og strákurinn að norð- an, sem síðar urðu tengdaforeldrar mínir. Ljósmyndir af þeim í tilhuga- lífinu sýna svipfallegt fólk og afar sælt, hún sviphrein stúlka, rauðhærð og dökkeyg en hann dökkur á brún og brá og heitur í augum. Þau giftu sig á Jónsmessunni sumarið 1944 og lifðu í farsælu hjónabandi í tæpa hálfa öld eða þar til Dóri lést sum- arið 1993. Alla þeirra búskapartíð bjuggu þau á sama stað á Baugsveg- inum (sem síðar hét Bauganes). Þar eignuðust þau heilt hús áður en þau giftu sig og enginn skilur alveg hvernig þau fóru að því. Það fór vel um þau á Baugsveginum þótt ekki væru salarkynnin mikil, fyrstu 15 ár- in bjuggu þau í þremur herbergjum og leigðu alltaf út frá sér. Samt var alltaf nóg rými til að hýsa ættingjana að vestan og norðan þegar þeir áttu erindi í bæinn. Nóg húsrými og nóg af öllu en fyrirvinnan aðeins ein og ekki á neinum bankastjóralaunum. Heimilið hlýtur að hafa haft einkar hæfan og útsjónarsaman fjármála- stjóra, annað er útilokað. Og það var hún Rúna sem sá um fjármálin, greiddi reikninga, annaðist að- drætti, saumaði upp úr gömlu föt sem litu út fyrir að vera keypt í fín- um búðum, venti slitnum flíkum, stagaði og bætti. Börnin þeirra Dóra skorti aldrei neitt og þau fóru í mús- íkskóla, dansskóla og hvað annað sem vakti áhuga þeirra. Lífi tengdamóður minnar má í raun skipta í tvö tímabil eftir að hún kom til Reykjavíkur, árin með Dóra og árin eftir Dóra. Árin með Dóra, Skerjafjarðarárin, voru að jafnaði góð ár. Rúna var kraftmikil, dugleg og kát, söng mikið, sagði sögur og hló svo tárin streymdu niður kinn- arnar. Dóri var örgeðja og skemmti- legur og alltaf skotinn í sinni konu, þeim virtist líða afar vel í návist hvort annars. Dóri kvaddi skyndi- lega og óvænt sumarið 1993 og það sumar breyttist öll tilvera tengda- móður minnar. Ekkert varð eins og áður. Viku eftir jarðarför Dóra veiktist Rúna alvarlega en hafði fram að því verið heilsuhraust. Haustið 1993 var erfitt fyrir fjöl- skylduna því þegar sjúkrahúsdvöl lauk og Rúna kom heim í tómar stof- ur í Skerjafirði var henni einhvern veginn allri lokið. Þetta er eina tíma- bilið sem ég man eftir tengdamóður minni vonlausri og dapurri. Hún sem alltaf var komin með kaffi og kökur á borðið um leið og bíll renndi í hlað á Baugsveginum, sat nú bara og hafði allt í einu ekkert að bjóða. Þetta tímabil stóð ekki lengi. Börnum hennar þótti ófært að vita af henni einni í þessu ástandi og lögðu mjög að henni að kaupa þjónustuíbúð í Höfn í Hafnarfirði. Hún féll fyrir nýrri og fallegri íbúðinni og kannski ekki síst því að vera með börnin sín nánast í kallfæri. Á Sólvangsvegin- um bjó Rúna svo í níu ár og undi hag sínum vel þrátt fyrir heilsuleysi síð- ustu árin. Hún hafði félagsskap af mörgu afbragðsfólki í húsinu og eignaðist góða vini. Að leiðarlokum er margs að minn- ast. Efst í huga mér er þó þakklæti fyrir allt, gamalt og nýtt. Ég naut þess að vera eini tengdasonurinn og það voru áveðin forréttindi. Ein fyrsta minning mín er sú sem ég rifj- aði upp í áttræðisafmæli Rúnu í veislu sem hún skipulagði og bauð til sjálf á veitingahúsinu Nauthól. Hún er frá þeim tíma þegar ég var til- tölulega nýbyrjaður að heimsækja heimasætuna á bænum og átti alltaf jafn erfitt með að segja bless og fara. Eitt kvöldið missti ég af síðasta strætó og þá voru góð ráð dýr og vandamálið borið undir Rúnu og Dóra. Þeim fannst þetta lítilfjörlegt vandamál og buðu mér einfaldlega að gista, ég gæti bara fengið náttföt af Dóra. Þá var það sem ég missti það út úr mér að ég væri með náttföt í poka, fyrir því voru auðvitað ákveðnar ástæður en þær urðu ein- hvern veginn hjákátlegar í þessu samhengi. Og ég er ævinlega þakk- látur þeim báðum fyrir að hlæja ekki að mér eða benda mér vinsamlegast á að það væri ekki nema 15 mínútna gangur heim til mín. Frá seinni árum er mér efst í huga hversu gaman var að kíkja til Rúnu og hitta hana glaða og alltaf jafn vel til hafða, oftast með nýlagt hár, eyrnalokka og fallega klædda. Hún hugsaði vel um sig og sýndi sjálfri sér þá virðingu sem henni bar. Rúna var sátt við það líf sem hún hafði lifað. Hún vissi að hún hefði getað lært hvað sem var ef aðstæður hefðu boðið upp á það, hún var skarpgreind, glögg og með afbrigð- um minnug. Barnabörnin voru hænd að henni alla tíð og síðar langömmu- börnin sem kölluðu hana alltaf ömmu Rúnu eins og mæður þeirra. Hún lék við þau og var svo skemmti- leg að þau sóttust eftir því að eyða hjá henni dagstund. Nú kveðjum við öll afbragðs konu og þau yngstu eiga svolítið erfitt með að átta sig á hvað hefur breyst og vita kannski ekki að ekkert verður alveg eins og áður. Pálmar Ögmundsson. Mig langar til að minnast tengda- móður minnar Guðrúnar Blöndal sem lést 29. mars sl. Kynni okkar hófust fyrir 15 árum þegar við Kristján sonur hennar hóf- um okkar samband. Á þeim tíma bjuggu þau hjónin Rúna og Dóri í Skerjafirðinum. Ég skynjaði strax að þar fóru samhent hjón sem gott var heim að sækja. Glaðværð og gestrisni voru þeim í blóð borin og kynslóðabil þekktu þau ekki. Dóri féll frá í júní 1993. Þótt miss- irinn væri mikill tókst Rúna á við hann af miklum dugnaði. Það sama átti við þegar heilsu hennar hrakaði. Hún tók öllum áföllum eins og hetja. Sennilega hefur sú reynsla sem hún upplifði sem barn þegar móðir henn- ar fórst í snjóflóði gert henni betur kleift að takast á við þau áföll sem lífinu fylgja. Þessi atburður var henni alltaf ofarlega í huga og hún sagði oft frá honum. Hún hafði afar góða frásagnargáfu og var mjög minnug og til hennar var leitað þeg- ar upplýsinga um ættfræði var þörf. Hún fylgdist vel með öllum fréttum og hafði áhuga á öllu sem gerðist í kringum hana. Eftir að sonur okkar Halldór Ingi fæddist reyndist Rúna okkur ætíð vel. Alltaf var hún tilbúin að bjóða fram aðstoð sína og gott var að leita til hennar þegar á þurfti að halda. Hún naut þess að líta eftir Halldóri Inga og kenndi honum margt sem hann mun búa að um aldur og ævi. Það var gaman að sjá hversu náin þau voru og ánægjulegt að þau skyldu fá að kynnast svona vel á þessum fáu árum sem þau áttu sam- leið. Samband okkar Rúnu var einnig náið og aldrei bar þar skugga á. Við umgengumst hana mikið og hún var stór hluti af okkar daglega lífi. Það skarð sem myndaðist við fráfall Rúnu verður ekki fyllt en minningar um góða konu lifa. Halla Svavarsdóttir. Alla okkar tíð og alveg fram á síð- asta dag nutum við systurnar og börnin okkar þess að heimsækja ömmu Rúnu. Hlýlegt andrúmsloftið í eldhúskróknum hjá henni, bæði í Skerjafirðinum og á Sólvangsvegi, heillaði okkur bæði sem börn og eftir að við urðum fullorðnar. Hún bauð alltaf upp á brúna köku, sem hún kallaði tvíburabróður, herragarðs- köku og auðvitað jólaköku með mjólkurglasinu eða kaffibollanum. Gestrisni var eitt af aðalsmerkjum ömmu og afa í Skerjó og hennar nut- um við í ríkum mæli. Börnin okkar sátu líka löngum stundum í eldhús- inu hjá ömmu Rúnu (langömmu sinni) eftir að hún flutti í Hafnar- fjörðinn, hámuðu í sig kökur og GUÐRÚN BLÖNDAL ✝ Bjørn Rosen-krantz de Neer- gaard fæddist í Silke- borg í Danmörku 19. mars 1968. Hann lést á sjúkrahúsinu í Silkeborg 20. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Anne de Neergaard, f. 16.5. 1941, og Ditlev de Neergaard, f. 16.8. 1939, búsett í Ry á Jótlandi. Bjørn átti eina systur, Iben de Neergaard, f. 13.10. 1970. Sambýlismað- ur hennar er Nicola Cvetkovski, þau eru búsett í Kaupmannahöfn. Bjørn kvæntist 29.7. 1995 Guð- rúnu Júlíu Jóhannsdóttur, f. 23.8. 1970 í Neskaupstað. Foreldrar hennar eru María Guðjónsdóttir, f. 2.1. 1952, og Karl Jóhann Birg- isson, f. 27.9. 1950, búsett í Nes- kaupstað. Börn þeirra eru Emma Sif, f. 31.1. 1997, og Maria Liv, f. 18.7. 2000. Útför Bjørns fór fram frá Ry kirke á Jótlandi 27. mars. Með Birni Rosenkrantz de Neergaard er genginn kær vinur og hversdagshetja, sem með fasi sínu stráði geislum glaðværðar og kær- leika hvarvetna sem hann fór, en barðist jafnframt af æðruleysi og elju gegn þeim illvíga sjúkdómi, sem dró hann til dauða, 34 ára að aldri. Við sem eftir stöndum, drúpum höfði í þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng. Að- alsmerki hans voru hæfileiki til að sjá björtu hliðarnar í lífinu, leiftrandi gáfur, víðsýni, jafnaðargeð, hlýja, mildi og samúð með öllu sem lífsanda dregur. Það voru for- réttindi að njóta vin- áttu Bjørns og gott er að geta leitað í fjársjóð minninganna. Hvernig hefði Bjørn brugðist við? Hvað hefði Bjørn sagt eða gert? Þannig lifir framganga hans öll áfram í hugum okk- ar hinna. Að loknu stúdents- prófi heima í Danmörku rak ævin- týraþráin þennan glæsilega pilt til Íslands árið 1988. Æ síðan notaði hann hvert tækifæri til að lofsyngja land og þjóð. Hingað kom hann til að vinna í fiski í nokkra mánuði, safna sér fyrir mótorhjóli og ferðast að því búnu um Ástralíu þvera og endi- langa. Áfangastaðurinn var Nes- kaupstaður, þar sem hann hóf störf, en fljótlega gripu örlögin í taumana, því að þar hitti hann stóru ástina sína, elskulega frænku mína, Guð- rúnu Júlíu Jóhannsdóttur. Hjörtu þeirra fundu umsvifalaust samhljóm og fjölskylda hennar og vinir tóku honum opnum örmum. Á æskuheim- ili hennar naut hann einstakrar gest- risni og velvilja. Alla tíð hefur sam- band þeirra Guðrúnar og Bjørns einkennst af ástúð og gagnkvæmu trausti. Þau fluttu til Danmerkur og Bjørn hóf nám í læknisfræði. Sóttist honum námið vel, enda góður náms- maður. Kandidatsárið tók hann svo á Íslandi og starfaði á Landspítalan- um. Guðrún Júlía og Bjørn gengu í hjónaband í Neskaupstað fyrir sjö árum. Ættingjar og vinir brúð- hjónanna lögðust á eitt um að gera daginn sem eftirminnilegastan. Dan- irnir urðu furðu lostnir, er þeir sáu okkur, fyrrum nýlendubúa sína, henda lambalærunum í þar til gerð- an skurð í næsta hól til að grilla og varð af því mikið glens og gaman. Þrátt fyrir hátíðleikann og glæsileik- ann, var líf og fjör í veislunni og það voru ekki síst Danirnir, sem virkjuðu prúðbúna gestina í sprelli, söng, samkvæmisleikjum og gerðu grín að brúðhjónunum á vingjarnlegan og góðlátlegan máta eins og Dönum einum er lagið. Að skemmtidagskrá lokinni var svo stiginn dans í bjartri sumarnóttinni. Brúðkaupið hafði yfir sér ævintýrablæ, enda minntu brúð- hjónin helst á prins og prinsessu úr ævintýri, svo glæsileg og yndisleg bæði tvö. Bjørn útskrifaðist úr læknisfræð- inni og þeim fæddist frumburðurinn, Emma Sif, sem varð strax auga- steinn foreldra sinna. Það var bjart yfir þessu ástfangna og hamingju- sama unga pari, sem lífið brosti svo glaðlega við með alls kyns draumum og spennandi möguleikum. En skjótt skipast veður í lofti. Fljótlega eftir fæðingu Emmu Sifjar, greindist Bjørn með æxli við heilann. Hann gekkst umsvifalaust undir uppskurð og gleði allra var mikil, þegar svo virtist sem komist hefði verið fyrir meinið. Bjørn hóf störf sem læknir og var hann vel liðinn af samstarfs- fólki sem og sjúklingum. Bjartsýnin réð ríkjum og lífið blasti á ný við með endalausum tæki- færum og fyrirheitum. Þau Guðrún sneru aftur til Íslands í hitteðfyrra, skömmu eftir fæðingu yngri dóttur- innar, Maríu Livar. Nú gáfust okkur á ný fleiri tækifæri til að eiga stundir saman. Við fórum saman á jeppa í nokkrar fjallaferðir og það var ekki síst upp- lifun fyrir mig að verða vitni að undr- un og fölskvalausri gleði Bjørns yfir fegurð landsins. Hann var mikill úti- vistarmaður og hefði getað náð langt í flestum íþróttagreinum. Hann stundaði skíði þegar hægt var, hjól- aði, gekk, stundaði golf og skvass svo eitthvað sé nefnt. Bjørn lagði sig allan fram um að læra íslensku og var síspyrjandi um hvernig ætti að segja hitt eða þetta. Þótt sumir skemmtu sér vel yfir mis- skilningi hans á okkar ástkæra yl- hýra máli, gerði hann sjálfur mest grín að sér og hló dátt. Á sama hátt gerði hann góðlátlegt grín að Íslend- ingum. Lengi vel fannst honum við segja í tíma og ótíma „fú fe fa“ og við nánari athugun kom í ljós að það þýddi „þú segir það“. Bjørn kunni þá list að gefa sér tíma til að njóta þess að vera til. Hann gat glaðst yfir litlu og notið lífsins án mikils tilefnis, hvort sem það var skreppitúr í Bláa lónið, tjald- ferð í Atlavík, eða einfaldlega að sitja úti í garði í næði og spjalla. Lífssýnin og skoðanir á hlutunum voru svip- aðar og alltaf var gaman að sitja með þeim daglangt að ræða um lífið og tilveruna. Þrátt fyrir að stundum liði langt á milli funda við þau Guðrúnu og Bjørn, stóð vinskapur okkar alltaf óhaggaður. Það var bjart yfir honum Birni. Hvarvetna laðaði hann fólk að sér með ljúfmennsku sinni og greiðvikni. Hann átti auðvelt með að setja sig í spor annarra og kom eins fram við háa sem lága, var fordómalaus, grandvar, samviskusamur og hug- prúður. Hann uppskar eins og hann sáði og hlaut að verðleikum lof og traust samferðamanna sinna. Fyrir ári síðan dundi reiðarslagið yfir. Illvígur sjúkdómurinn knúði enn dyra og nú með fullum þunga. Bjørn háði hetjulega baráttu af ótrú- legu æðruleysi við hinn hræðilega vágest, en að lokum varð hann að lúta í lægra haldi, daginn eftir 34 ára afmælið sitt. Þungur harmur er kveðinn að fjölskyldu hans og vinum. Ég bið Guð að vernda og styrkja Guðrúnu Júlíu og dæturnar tvær og lýsa þeim fram á veginn. Blessuð sé minning hans. Albert Eiríksson. BJØRN ROSENKRANTZ DE NEERGAARD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.