Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 41
✝ Guðmundur Pét-ursson fæddist á
Dvergasteini á Hell-
issandi 17. ágúst
1917. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 2. apríl
síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Ingveldar
Sigurðardóttur, f. í
Öndverðarnesi 4.12.
1891, d. 31.8. 1987 í
Keflavík, og Péturs
Magnússonar, f. á
Hellissandi 3.5. 1892,
d. 23.02. 1937 í
Reykjavík. Þau áttu átta börn; Sig-
urð Annel, f. 23.10. 1912, d. 23.10.
1987. Maki Vigdís Jónsdóttir, f.
13.10. 1917, d. 28.12. 2001; Huldu
Dagmar, f. 8.7. 1914, d. 13.7. 1985,
maki Guðbrandur Magnússon, f.
17.6. 1908, d. 5.9. 1972; Unni, f. 18.8.
1915, d. 28.6. 1980. Maki Páll Sig-
urðsson, f. 9.9. 1911, d. 3.1. 1992; þá
Guðmund; Guðfinnu, f. 24.5. 1920,
maki Ólafur Guðmundsson, f. 4.11.
1923, þau eru búsett á Englandi;
Vigfús, f. 26.10. 1921, maki Guðrún
Guðlaugsdóttir, f. 5.11. 1935, þau
eru búsett á Hellissandi; Cýrus, f.
10.9. 1924, d. 7.12. 1924; Herbert
Pétur, f. 21.8. 1927, d. 9.12. 1935.
Guðmundur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Gunnhildi Sesselju
Jakobsson, f. 26.6. 1952. Þau eru
búsett í Garði. Auk þeirra á Guð-
mundur Ingibjörgu Steinu, f. 17.5.
1936, búsett í Reykjavík; Sigrúnu
Guðnýju, f. 19.10. 1942, búsett í
Þorlákshöfn; og Ragnar, f. 14.1.
1944, búsettur í Vestmannaeyjum.
Afkomendur Guðmundar eru um
100.
Fyrstu árin ólst Guðmundur upp
í foreldrahúsum á Hellissandi og
gekk þar í barnaskóla. Fyrir ferm-
ingu fór hann að Görðum í Stað-
arsveit og var þar öll sumur þar til
hann varð 16 ára, þá fór hann til
Borgarfjarðar og vann þar sem
kaupamaður á nokkrum bæjum.
Gunnhildur og Guðmundur hófu
búskap á Kirkjubrú á Álftanesi. Ár-
in 1943–1950 bjuggu þau á Arnar-
bæli í Grímsnesi. Þau fluttu til
Njarðvíkur 1951 og byggðu sér hús
á Hólagötu 33 í Njarðvík. Lengst
bjuggu þau í Ásgarði í Miðnes-
hreppi eða þar til þau fluttu til
Sandgerðis árið 1997. Síðan 1998
bjuggu þau í íbúð fyrir aldraða í
Miðhúsum í Sandgerði.
Guðmundur og Gunnhildur voru
með búskap í Arnarbæli en eftir að
þau fluttu til Suðurnesja vann hann
m.a. hjá Esso við að aka olíubíl og í
nokkur ár vann hann við smíðar hjá
Húsi og innréttingum. Árið 1974
hóf hann störf hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli við pípulagnir.
Hann tók sveinspróf í pípulögnum
og vann við þær þar til hann hætti
störfum árið 1993.
Útför Guðmundar fer fram frá
Safnaðarheimilinu í Sandgerði í
dag og hefst athöfnin kl. 14.
Jónsdóttur, f. 2.2.
1918, hinn 22. júlí
1940. Þau eiga saman
níu börn. Þau eru 1)
Sæunn Hulda Björg, f.
24.3. 1940, maki Sig-
urður Hilmar Guð-
jónsson, f. 2.8. 1939.
Þau eru búsett í Sand-
gerði; 2) Kolbrún
Inga, f. 2.2. 1942, maki
Anton Eyþór Hjör-
leifsson, f. 1.7. 1942.
Þau eru búsett í Garði;
3) Svanhvít, f. 14.9.
1946. Maki Einar Sör-
ing. Hann lést 24.11.
2001. Búsett í Njarðvík. 4) Herbert
Pétur, f. 26.10. 1947. Sambýliskona
Ingibjörg Ransý Ingólfsdóttir, f.
25.7. 1966. Þau búa í Ásgarði; 5)
Jóna, f. 24.3. 1949. Maki Ronnie Lee
Turnbull, f. 26.1. 1961. Þau eru bú-
sett í Bandaríkjunum; 6) Guðmund-
ur Bjarni, f. 27.6. 1950. Hann var
ættleiddur af Guðfinnu, systur Guð-
mundar, og Ólafi, manni hennar.
Sambýliskona Catherine Anne
Stormont. Þau eru búsett á Eng-
landi; 7) Óskar, f. 6.10. 1951. Maki
Guðfinna Reimarsdóttir, f. 7.11.
1951; 8) Ingigerður, f. 16.2. 1954.
Maki Friðrik Már Valgeirsson, f.
14.11. 1953. Þau eru búsett í Kefla-
vík; 9) Dagbjört Anna, f. 27.9. 1956.
Sambýlismaður Guðmundur M.
Þín söknum við en síst má kvíða
því svona tímar alltaf líða.
Að kveðja vini kæra hér
Kristur Jesús hjálpi mér.
En ég má eigi um það kvarta
angrið þó að særi hjarta.
Því ég veit minn ástvin er
ó, minn Guð í faðmi þér.
Sofðu væran síðsta blundinn
við signum þig, því nú er stundin.
Og biðjum Drottinn beðinn þinn
blómum skreyta, pabbi minn.
(Sigríður Cýrusdóttir.)
Við kveðjum ástkæran föður.
Hvíl í friði.
Börnin.
Mágur minn Guðmundur Péturs-
son lést 2. apríl sl. í Keflavík, eftir
skamma sjúkrahúslegu. Hann fædd-
ist á Hellissandi, sonur hjónanna
Ingveldar Sigurðardóttur og Péturs
Magnússonar á Staðarhóli. Það var
þá algengt í sjávarþorpum landsins
að hlutskipti unglinga væri að hefja
störf svo fljótt sem kraftar leyfðu og
var Guðmundur einn í þeirra hópi,
fyrst sem léttadrengur í sveitum
Snæfellsness og Borgarfjarðar, síðar
fullgildur kaupamaður. Þá tók hann
þátt í síldarævintýrum Norðurlands
og var á bátum frænda síns Karvels
Ögmundssonar í Ytri-Njarðvík. Það
var almælt að Pétur faðir hans hefði
verið einstaklega handlaginn maður,
hvort heldur var við allar vélar og
smíðar eða rafmagns- og útvarps-
tækni frumbýlingsára þeirra, og
erfðu synir hans mikið af þessum eig-
inleikum föður síns, ekki síst Guð-
mundur. Má sjá merki þess í vel
gerðum gripum eftir hann.
Ungur að árum kvongaðist Guð-
mundur borgfirskri stúlku, Gunnhildi
S. Jónsdóttur, og bjuggu þau um
tíma í Reykjavík, en um 1945 gerðust
þau bændafólk í Arnarbæli í Gríms-
nesi, nutu þar sveitasælu í fögru um-
hverfi í um áratug. Um miðja öldina
var það ævintýri fyrir okkur borgar-
búa að geta skotist til þeirra í sveitina
til þess að eyða með þeim frídögum
við veiðiskap, berjatínslu eða á hest-
baki, að því ógleymdu að fara á fjall
og taka þátt í fjallskilum Grímsnes-
bænda. Í sveitinni vegnaði fjölskyld-
unni vel og börnunum fjölgaði ár frá
ári.
Til þess að auðvelda menntun og
framtíð nýrrar kynslóðar virtist hag-
stæðara að flytjast um set, og urðu
Suðurnes fyrir valinu sem framtíðar-
staður fjölskyldunnar, Ytri-Njarðvík
og Ásgarður hjá Garði. Jafnframt
gerðist Guðmundur pípu-
lagningamaður og starfaði við þá iðn
sína á Keflavíkurflugvelli þar til hann
hætti störfum fyrir aldurs sakir.
Barnahópurinn þeirra stóri var þá
floginn úr hreiðrinu og hafði myndað
eigin fjölskyldur, aðallega á Suður-
nesjum, en afkomendur Guðmundar
munu vera orðnir yfir 100 að tölu. Að
starfsævinni lokinni fluttu þau Gunn-
hildur og Guðmundur í húsnæði aldr-
aðra í Sandgerði, þar hafa þau búið
og unað hag sínum vel síðustu árin.
Guðmundur var þeim góða eigin-
leika gæddur að geðprýði hans lýsti
gleði og ánægju og möguleikum til að
færa flest til betri vegar, og þetta
góða skapferli breyttist sjaldan þótt
gera verði ráð fyrir því að ekki hafi
alltaf verið leikur einn að sjá fyrir af-
komumöguleika fyrir stóra fjölskyldu
þeirra hjónanna. Það var ætíð gott að
vera í návist Guðmundar. Ungur
hafði hann öðlast kunnáttu til þess að
leika létta tónlist á orgel harmoníum
og var skemmtun að því að sjá hve vel
hann naut þess, jafnvel eftir þreyt-
andi vinnudag, að setjast að hljóðfæri
og leika gömlu lögin af innlifun.
Við Guðfinna systir hans munum
GUÐMUNDUR
PÉTURSSON
sakna þess að hann fagni ekki lengur
heimkomu okkar með hlýju handtaki
og „takk fyrir síðast“, en minningin
um góðan vin mun ætíð lifa með okk-
ur. Jafnframt þökkum við fyrir sam-
veruna og fögnum því að hafa átt með
honum svo margar góðar stundir.
Gunnhildi og allri fjölskyldu þeirra
Guðmundar sendum við hjónin og
Guðmundur sonur okkar innilegar
samúðarkveðjur.
Ólafur Guðmundsson,
Epsom, Bretlandi.
Elskulegur afi er horfinn heimi frá,
hjartkær minning skín, sem geisli fagur.
Dýrmæt var hver stund, er við áttum afa hjá,
okkar ljúfa samleið, líkt og bjartur
sólskinsdagur.
Hans glaða og hlýja hjarta, það átti auðinn
þann,
sem ungum sálum gaf hið besta í heimi.
Við elskuðum og virtum þennan yndislega
mann,
og afann okkar kæra nú ljóssins englar
geymi.
Við hörmum það, hve fjarlægðir okkur
skildu að,
en árin „heima“ blessum öll af hjarta.
Drottinn styrki ömmu, nú lífs er brotið blað,
um besta afa í heimi við geymum minning
bjarta.
(Ingibjörg Sig.)
Elsku amma, við vottum þér og
öðrum aðstandendum dýpstu samúð
okkar.
Davíð, Róbert og Stella Rós.
&
8.+: 9
%BC
=
+
%
)
9
)
* *+44
- "8 $
/ > %%
&+8 $
/ %7 %%
$ * +
&
.:1..(0,,.
* =
"-D#
# &A
=7
,)
)- -
9!
+
:
9! )
* *''4
% &# 5 $
1=% &#$
5 % &#$
*) % %%
% &#$
5 %%
##* $ ##* +
6 2
(.,01-9
"= #B
%)
(% )
* *+
5
%
"
"
% )
0
;
! ) % 0
,!
0
0
&%#
0 $
% & - %%
%%
6 >. $
$
& %%
&#$ $
%%
% &#$ $
- %%
7&#$ $ $ )=7
# %%+
6 2 0$
,,.1.-,9
*ECF
7=) &=
%
'
% )
602) )
** *''4
$ %%
7, % $
& & %%
, % %%
8 $
3 >, % $
%%
1*%, % $
> => %%
* * $ * * * +
&
0,-189
3 *E
=
")
% )
7 )
*' */44
%%
*
% * $ * * +
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina