Morgunblaðið - 10.04.2002, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
UNDANFARNA mánuði hafa verka-
lýðshreyfingin og samtök atvinnulífs-
ins barist ötullega við að koma vitinu
fyrir stjórnvöld þessa lands í barátt-
unni við verðbólguna. Það er eitt út af
fyrir sig umdeilanlegt að það eigi að
þurfa fólk utan úr bæ til að segja ráð-
herrum landsins hvernig þeir eigi að
stjórna, þegar þessir sömu ráðherrar
eru á launum okkar skattborgara við
að „stjórna“ þessu landi. Segir kannski
meira en mörg orð um frammistöðu
ríkisstjórnarinnar. Látum það liggja
milli hluta. Stundum er sagt að sama
hvaðan gott komi og á það vel við hér.
Einn þáttur í þessari fyrrnefndu
baráttu við verðbólgudrauginn hefur
þó gleymst alveg í umræðunni, það er
hin gífurlega háa álagning ríkisins á
bensínið. Ef ég man rétt leggur ríkið
70% á hvern seldan lítra af bensíni. Ef
lítrinn kostar 100 krónur, er ríkið að
hirða 70 krónur! Er þetta ekki tals-
verð álagning? Hvað finnst fólki um
svona hluti? Er þetta kannski bara
allt í lagi? Það er í lögum að fjármun-
um sem ríkið innheimtir með bens-
ínverði skuli verja til vegagerðar, mér
er stórlega til efs að það sé gert.
Ef sú verður raunin að margnefnd
rauð strik haldi ekki 1. maí nk. verður
sökin að stærstum hluta hjá ríkinu.
Ofsaleg skattpíning á mat, bensíni,
eignum og öllum mögulegum hlutum
er að sliga venjulegt launafólk og fyr-
irtæki. Þegar forsætisráðherrann
kemur í „viðtöl“ og nöldrar yfir álagn-
ingu olíufélaganna, væri ráð að minna
hann á hvernig bensínverðið er sam-
ansett. Ríkið gengur á undan með
bensínokrinu og það er kominn tími til
að við bíleigendur setjum með ein-
hverjum hætti pressu á stjórnvöld og
þvingum þá háu herra til að lækka
þessa álagningu og lækka þannig
verðbólguna um leið. Sá alþingismað-
ur sem tæki þetta mál upp á Alþingi og
krefði ráðherrana svara um jafnsjálf-
sagðan hlut og að lækka álagningu rík-
isins á bensín, hann væri að gera þarft
verk. En málið er að koma umræðu
um þetta af stað og láta ráðherrana
ekki sleppa við að svara þessu. Skora
ég á bíleigendur og hagsmunasamtök
þeirra að grípa til beinna og róttækra
aðgerða til að knýja á um þetta. Hags-
munir okkar allra eru í húfi.
DANÍEL SIGURBJÖRNSSON,
Kársnesbraut 135, Kópavogi.
Bensínokur
stjórnvalda
Frá Daníel Sigurbjörnssyni:
ÉG reikna ekki með að ég sé ein-
asta manneskjan sem sofnar á
kvöldin, vaknar á morgnana, þessa
löngu morgna, með sömu hugs-
unina: Hvað hafa þeir drepið mörg í
nótt, í dag, í kvöld …
Skrítið að hugsa alltaf um dráps-
menn sem karlkyn, einsog Golda
Meir hafi ekki verið til, einsog
Thatcher hafi ekki verið til, einsog
sú sæta Jessebel hafi ekki verið til
…
En í dag er það ekki málið, held-
ur hve lengi ætlum við að láta við-
gangast linnulaust ofbeldi ríkis-
stjórnar Ísraels gegn Palestínu-
mönnum? Hve lengi?
Það er vegna þessa sem hugsanir
mínar flögra um miðnætur og
morgunskeið: Hve mörg er verið að
drepa núna, núna …
Fyrir augum mér renna mynd-
skeið frá útrýmingarbúðum nasista,
helförin öll blasir við og endurtekn-
ingin núna, öfugsnúin, viðsnúin, í
raun á okkar ábyrgð, okkar í merk-
ingunni hinna heiðvirðu og hjarta-
hreinu íbúa Vestur-Evrópu og
Bandaríkjanna. Hve lengi ætlum
við að láta viðgangast að þau sem
beitt voru slíku ofbeldi skuli í skjóli
okkar afskiptaleysis beita Palest-
ínumenn sams konar ofbeldi?
Eini samanburður sem hægt er
að finna í seinni tíma sögu við að-
gerðir ríkisstjórnar Ísraels nú
gagnvart Palestínu er Þriðja ríkið –
útrýmingarherferðin gegn, ekki
bara Gyðingum, heldur einnig öllu
hugsandi fólki, öllum sem hægt var
að skilgreina sem öðruvísi, hvort
heldur voru hommar eða kommar
þess vegna. En því miður, þetta er
það sem viðgengst í dag í Ísrael.
Ísraelsríki var stofnað sem aðskiln-
aðarríki, ríki Gyðinga, þar sem
Gyðingar hafa forréttindi og for-
gang, með frumburðarréttinn. Aðr-
ir hafa ekki sama rétt og geta ekki
öðlast, aldrei, ekki rétt bornir.
Palestínumenn, upphaflegir íbú-
ar landsins, hafa verið látnir ganga
um með sérmerki, sambærilegt
gyðingastjörnunni hjá nasistum,
ekki fengið vinnu, samanber hjá
nasistum, verslanir eyðilagðar,
samanber hjá nasistum, hús jöfnuð
við jörðu, samanber hjá nasistum,
börnum neitað um skólagöngu,
samanber hjá nasistum, hverfi og
borgir lokuð af, skrúfað fyrir vatn,
rafmagn, alla aðflutninga, saman-
ber hjá nasistum ... Gettóið í Varsjá
…
Útlagar eigin heimkynna, og því
miður í nafni vestrænnar réttlæt-
iskenndar, eða öllu heldur aum-
ingjaskapar, sem ekki þorði að
horfast í augu við sjálfan sig eftir
seinni heimsstyrjöldina, flutti glæp-
inn úr landi og bjó til ný fórnar-
lömb, og leyfir þess vegna endur-
tekningu andstyggðarinnar – og
græðir óspart.
Og hvað nú?
Hversu lengi skal bíða?
Eigum við einungis að hrista höf-
uðið yfir illskunni, eigum við að
bíða fleiri „slysaskota í Palestínu“
þar sem barnamorð er ekki lengur
samvisku virði, eða eigum við að
rísa upp og beita okkur?
Upprisan og uppreisnin hugnast
mér betur.
Á föstudaginn langa 2002.
BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Óðinsgötu 11, Reykjavík.
Ó … Palestína
Frá Birnu Þórðardóttur: