Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 57
Bandaríkjunum, ekki síst Disney-
fyrirtækinu. Þar á bæ voru teikni-
myndir álitnar vera fyrir börn ein-
göngu, og ekki talið fýsilegt að reyna
að höfða til fullorðinna. Þessu vildu
Grimault og samstarfsfólk hans
breyta, og tóku því þá stefnu að ein-
beita sér að dekkri hliðum mannlífs-
ins og áleitnari umfjöllunarefnum en
áður höfðu þekkst í teiknimynda-
gerð. Þannig má segja að Grimault
og félagar hafi verið á undan sinni
samtíð, þar sem teiknimyndir, sem
höfða jafnt til barna og fullorðinna,
eru alþekkt fyrirbrigði í dag, nægir
að nefna kvikmyndir á borð við
Shrek sem hafa náð geysilegum vin-
sældum hjá öllum aldurshópum.
Konungurinn og fuglinn er einnig af-
ar vel unnin tæknilega og listrænt
séð og minnir að vissu leyti á Manga-
teiknimyndirnar japönsku.
Konungurinn og fuglinn verður
sýnd í Háskólabíói miðvikudaginn
10. apríl kl. 20, fimmtudaginn 11.
apríl. kl. 22.30, laugardaginn 13. apr-
íl. kl. 15 og 17, sunnudaginn 14. apríl
kl. 15 og 17 og mánudaginn 15. apríl
kl. 22.30.
Atriði úr Konunginum og fuglinum.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 57
Því er svo farið með flesta
glæpasagnahöfunda að sú stund
rennur upp að lesandinn fær nóg af
höfundinum eða höfundinn þrýtur
hugkvæmni. Dæmi eru um höfunda
sem sent hafa frá sér fyrirtaks
spennubækur ár eftir ár, nefni til
að mynda Eric Ambler sáluga, en
Anne Perry er ekki einn af þeim
eins og hefur komið æ betur í ljós
eftir því sem sögunum fjölgar. Í
hverri bók er glímt við morð sem
eru mis-ævintýraleg en ástæð-
urnar fyrir morðunum verða aftur
á móti æ sérkennilegri og ótrú-
verðugri, tengjast alltof oft ömur-
legri stöðu kvenna á nítjándu öld,
kynferðislegum afbrigðilegheitum,
sem eru Perry hugleikin, og svo
má telja.
Anne Perry skrifar í miklum
langlokustíl, allar bækur hennar
eru troðnar af smáatriðum og at-
vikum sem koma söguþræðinum
ekki við en eru sjálfsagt til þess að
skapa stemmningu og treysta
sögulegan grunn bókanna. Smám
saman verða öll þessi smáatriði
einmitt það sem menn ekki þola í
bókunum, sífellt sífur um sjálf-
sagða hluti, allskyns skraut sem
gerir textann að torfi. Í Funeral in
Blue er það frásögn af uppreisn-
inni í Vínarborg í október 1848 sem
þvælist fyrir, síða eftir síðu af
blaðri um hve uppreisnarmennirnir
voru göfugir og uppfullt af sögu-
legri ónákvæmni. Perry liggur
mikið á hjarta, það fer ekki á milli
mála, og hleður því inn í bækurnar
bulli sem felur og flækir söguþráð-
inn; efniviðurinn í Funeral in Blue
hefði hugsanlega dugað í smásögu
ef óþarfinn væri klipptur út.
Það verður svo að segjast eins og
er að allar djúpsálarlegu greining-
arnar sem hinar ótrúlega göfugu,
hugrökku söguhetjur lesa út úr
hverju augnatilliti eða smáhreyf-
ingu eru hreint út sagt hlægilegar.
Árni Matthíasson
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga
Gjafabrjóstahöld
Stuðningsbelti og nærfatnaður
Þumalína
Pósthússtræti og Skólavörðustíg alltaf á föstudögum
Hin léttleikandi Britney Spears í sinni fyrstu
bíómynd sem kemur öllum í gott skap. Hin
frábæru lög „I’m Not A Girl, Not Yet A Woman“,
„Over protected“ ofl. eru m.a. í myndinni.
Sýnd kl.4. Ísl tal. Vit 338
„Splunkunýtt framhald af
ævintýri Péturs Pan!“
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 357.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i.12. Vit 353.
Samuel L.Jackson og Ro-
bert Carlyle eru frábærir í
mynd þar sem hasar ogkol-
svartur húmor í anda
Snatch ræður ríkjum.
Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit nr. 358.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
B.i.16. Vit 366.
Flottir bílar,
stórar byssur
og harður nagli
í skotapilsi.
HL. MBL
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Vit . 351
kvikmyndir.is
kvikmyndir.com
HJ Mbl
ÓHT Rás 2
DV
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Vit 335.
Sýnd kl. 6 og 9.
B.i.12. Vit nr. 353
Hverfisgötu 551 9000
SG DV
½ RadíóX
EIN AF BESTU MYNDUM ÁRSINS!
Til eru þeir sem er ætlað að deyja, þeir sem er
ætlað að hata og þeir sem kjósa að lifa.
Margverðlaunuð gæðamynd þar sem Billy Bob
Thornton og Halle Berry sýna stórleik.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i 16.
HK. DV
SV. MBL
2 Óskarsverðlaun
Halle Berry fékk Óskarinn
sem besta leikkona í aðalhlutverki.
1/2Kvikmyndir.com
1/2HJ. MBL
RadioX
Yfir 25.000 áhorfendur
Missið ekki af fyndnustu mynd ársins
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
MBL
Sýnd kl. 5.30 B.i 16. Sýnd kl. 8 og 10.
Les 400 Coups - Æskubrek
Sýnd kl. 6.
Le Dernier Métro - Síðasta lestin
Sýnd kl. 8.
L´homme qui aimait les - Maðurinn sem
elskaði konur
Sýnd kl. 10.15
www.regnboginn.is