Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STRÁKARNIR lágu makindalega í
grasinu í Öskjuhlíðinni við austur-
enda Reykjavíkurflugvallar og
tveir þeirra fylgdust með flug-
vélum og fuglum sveima yfir höfði
sér. Vorið hefur á ný gert vart við
sig og hitastig hækkað.
Morgunblaðið/RAX
Horft til
himins …
SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn
hefur ákveðið að hækka
áskrift um að meðaltali 400
krónur hjá hluta áskrifenda
sinna frá og með 1. maí næst-
komandi. Um er að ræða um
3 þúsund manns sem ein-
göngu eru áskrifendur að Sýn
eða með Sýn og Fjölvarpið
saman í pakka. Áskrift ann-
arra stöðva og rása hjá Norð-
urljósum hf. hækkar ekki, en
alls eru ríflega 20 þúsund
áskrifendur að Sýn.
Hækkunin er mismunandi
eftir áskriftarflokkum, sem
eru fjölmargir hjá Norður-
ljósum. Sé tekið dæmi af
þeim sem aðeins eru með Sýn
þá hækkar áskrift þeirra
mest, eða um 500 krónur á
mánuði, og fer gjaldið í 3.990
krónur. Hlutfallslega nemur
sú hækkun rúmum 14%.
Áskriftin hjá þeim sem eru
með Sýn og Fjölvarpið hækk-
ar einnig um 500 krónur og
fer gjaldið í 4.880 kr. á mán-
uði. Hækkunin er hlutfalls-
lega minni hjá þeim áskrif-
endum Sýnar sem eru í hópi
M12-áskrifenda.
Hækkun á erlendu íþrótta-
efni og aukin þjónusta
Pálmi Guðmundsson, mark-
aðsstjóri Sýnar, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að
ástæðu hækkunarinnar megi
fyrst og fremst rekja til
hækkunar innkaupsverðs á
erlendu íþróttaefni og auk-
innar þjónustu stöðvarinnar.
Hann segir að ekki verði
um frekari hækkanir að ræða
á áskriftinni og ekki verði
sett á sérstakt álag vegna
HM í knattspyrnu, líkt og
sumar sjónvarpsstöðvar í
Evrópu hafi gert, en Sýn
tryggði sér sem kunnugt er
sýningarrétt hér á landi á
HM-keppninni í sumar. Pálmi
bendir á að t.d. Premier-sjón-
varpsstöðin í Þýskalandi
rukki sína áskrifendur um 4
þúsund kr. á mánuði en ætli
að bæta öðrum 4 þúsundum
við á meðan sýnt verði frá
HM í Japan og Kóreu.
„Þeir áskrifendur okkar,
sem hækkunin snertir, hafa
nú þegar fengið bréf eða sím-
tal frá okkur,“ segir Pálmi og
minnir á að langflestir áskrif-
endur Sýnar séu einnig með
áskrift að Stöð 2. Ekki standi
til að hækka þá áskrift og
þannig vilji Sýn leggja sitt af
mörkum til að vernda „rauða
strikið“ svonefnda.
Sýn breytir
áskrift frá 1. maí
Hækkar
mest um
14% hjá
hluta
áskrifenda
DRÖG að reglugerð sem eru nú til
meðferðar hjá Evrópusambandinu
varðandi kröfur um flugvernd í álf-
unni gera strangari kröfur um eft-
irlit og öryggi á flugvöllum en nú eru
í gildi. Stofnkostnaður við að upp-
fylla kröfurnar hérlendis er áætlað-
ur 96 milljónir króna en í þeirri upp-
hæð er miðað við að undanskilja
megi nokkra flugvelli.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra kynnti drögin á fundi ríkis-
stjórnarinnar í gær en þau eru til
komin vegna hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum 11. september.
Komist þau í framkvæmd yrði að
auka eftirlit á nokkrum flugvöllum á
Íslandi. „Þau munu hafa í för með
sér afdrifaríkar, íþyngjandi og mjög
kostnaðarsamar afleiðingar fyrir Ís-
lendinga nái þeir ekki að undan-
þiggja ákveðna flugvelli lágmarks-
kröfum reglugerðanna,“ segir m.a. í
minnisblaði sem samgönguráðherra
kynnti í ríkisstjórn.
Ná til millilandaflugvalla
Reglugerðardrögin gera ráð fyrir
að ríki geti undanskilið einstaka
flugvelli að því tilskildu að fyllsta ör-
yggis sé gætt þar sem tekið sé mið af
raunverulegri ógn af hryðjuverkum.
Drögin myndu að óbreyttu ná til
flugvallanna við Keflavík, í Reykja-
vík, á Akureyri, Egilsstöðum, Ísa-
firði, Höfn og í Vestmannaeyjum. Ís-
lensk stjórnvöld ætla að leggja
áhættumat fyrir ESB og er þar gert
ráð fyrir að þrír síðast töldu flugvell-
irnir verði undanskildir. Samgöngu-
ráðuneytið fól Flugmálastjórn að
setja fram kostnaðaráætlun vegna
flugvallanna þar sem millilandaflug
fer um, þ.e. við Keflavík, Reykjavík,
Akureyri og Egilsstaði. Auk 96 millj-
óna króna stofnkostnaðar er gert ráð
fyrir að rekstrarkostnaður verði um
83 milljónir króna á ári.
„Á því leikur ekki vafi að herða
þarf undirbúning fyrir komandi við-
ræður svo Íslendingar nái þeim
markmiðum sínum að halda kostnaði
vegna þessarar reglugerðar í lág-
marki og geti sýnt fram á að ekki
stafi ógn af hryðjuverkum héðan,“
segir í lok minnisblaðs samgöngu-
ráðherra.
Evrópusambandið undirbýr hert eftirlit á flugvöllum
Áætluð fjárfesting á
Íslandi 96 milljónir
JIANG Zemin,
forseti Kína, mun
að öllum líkindum
koma í opinbera
heimsókn til Ís-
lands í sumar í
boði Ólafs Ragn-
ars Grímssonar,
forseta Íslands.
Undirbúningur
að heimsókn for-
setans stendur yfir en ekki fæst þó
formlega staðfest innan stjórnkerf-
isins að af heimsókninni verði á
þessu stigi. Morgunblaðið fékk þær
upplýsingar í utanríkisráðuneytinu í
gær að þessi mál væru í athugun.
Ekki liggja heldur fyrir upplýs-
ingar um dagsetningu heimsóknar-
innar. Búast má við miklum fjölda í
fylgdarliði kínverska forsetans.
Jiang Zemin hefur gegnt æðstu
embættum í kínverska stjórnkerfinu
og kínverska kommúnistaflokknum
undanfarinn áratug og verið valda-
mesti maður landsins eftir tímabil
Deng Xiaoping. Jiang Zemin hefur
verið aðalritari kommúnistaflokks-
ins frá 1989 og hann tók við embætti
forseta kínverska alþýðulýðveldisins
árið 1993.
Forseti Kína
líklega til Ís-
lands í sumar
Jiang Zemin
ÁÆTLANIR um starfsemi og
rekstur á legudeildum Landspítala –
háskólasjúkrahúss (LSH) í sumar
liggja nú fyrir í aðalatriðum. Skv.
upplýsingum sem fengust hjá Önnu
Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra
LSH, verður um 15% samdráttur á
mögulegum legudögum við spítal-
ann á þrettán vikna tímabili í sumar.
Þetta er svipaður samdráttur og
verið hefur undanfarin ár en þó
heldur minni en á síðasta ári að
sögn hennar en legurýmum á
sjúkrahúsinu hefur fækkað frá því í
fyrra vegna sameiningar og tilflutn-
ings á starfsemi milli bygginga.
Sumarráðningar í lágmarki
Þannig hafi m.a. verið fluttar
tvær heilar deildir frá Vífilsstöðum
og geðdeild verið flutt úr Fossvogi á
Hringbraut.
Að sögn Önnu verður sumarráðn-
ingum haldið í algjöru lágmarki í
sumar. Ráðningarbann er hjá stofn-
uninni en framkvæmdastjórn spít-
alans hefur þó ákveðið að heimila
lágmarksráðningar í sumar til að
halda nauðsynlegri starfsemi gang-
andi.
Samdráttur á LSH í sumar svipaður og undanfarin ár
15% fækkun legudaga
♦ ♦ ♦
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isDagur framlengir við Wakunaga
til tveggja ára / C1
Njarðvíkingar Íslands-
meistarar í tólfta sinn / C1
4 SÍÐUR
Morgunblaðinu
fylgir fjögurra
síðna aukablað
í tilefni aldar-
afmælis Halldórs
Laxness
Hugvísindastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir ráð-
stefnu um Halldór Laxness í tilefni af því að 100 ár
verða liðin frá fæðingu hans 23. apríl næstkomandi.
Ráðstefnan verður sett í Háskólabíói föstudaginn
19. apríl kl. 16.30 en setningarerindið flytur Magnús
Magnússon rithöfundur og sjónvarpsmaður í Skot-
landi. Bókmenntafræðistofnun, Edda – miðlun og út-
gáfa, Stofnun Sigurðar Nordals og Morgunblaðið
standa að ráðstefnunni ásamt Hugvísindastofnun.
Reykjavík – Menningarborg, menntamálaráðuneytið
og Sænska akademían styrktu ráðstefnuna.
HALLDÓR Laxness er án nokkurs
vafa einn af merkustu skáldsagnahöf-
undum 20. aldar hvernig sem á það er
litið. En þó að þetta sé almennt við-
urkennt og þekktir fræðimenn og rit-
höfundar hérlendis og erlendis láti það í
ljósi, ekki síst um þessar mundir á 100
ára afmælisári skáldsins, er ekki hægt
að segja að séu stundaðar víða Lax-
nessrannsóknir. Þó að til sé ein ítarleg
heildarúttekt á verkum Halldórs og ís-
lenskir fræðimenn hafi gert mörgum
einstökum þáttum í höfundarferli Hall-
dórs skil í fræðiritum og greinum, þá vantar enn mikið upp
á heilsteyptar og ítarlegar rannsóknir á ævi og verkum
hans. Ævisaga Halldórs hefur ekki verið skrifuð ennþá og
raunar ekki vitað til að hún sé í smíðum, fræðilegar útgáfur
verka hans eru ekki til og svo má áfram telja. Þetta merkir
auðvitað ekki að þögn sé um Halldór. Á undanförnum árum
hafa aftur og aftur skapast líflegar umræður og deilur um
hann í samfélaginu. Það sýnir hve miklu hann skiptir í ís-
lenskri samtímamenningu. Íslenskir bókmenntafræðingar
fjalla að sjálfsögðu um Halldór með margvíslegum hætti í
skrifum sínum og verk hans skipta þvílíku máli í íslenskri
bókmenntasögu að um hana verður tæplega fjallað án þess
að greinilega finnist fyrir nærveru nóbelsskáldsins.
Nú á 100 ára afmæli Halldórs er rétti tíminn til að gera
verkum hans skil með þeim hætti sem aðeins er hægt á fjöl-
mennri fræðilegri ráðstefnu. Það er von þeirra sem að ráð-
stefnunni standa að það sem þar fer fram muni verða Lax-
nessfræðum ferskur andblær. Slíkur andblær ætti einmitt
að geta haft áhrif um þessar mundir. Upp á síðkastið hafa
komið út nýjar þýðingar á verkum Halldórs í Evrópu og í
Bandaríkjunum hafa uppseldar þýðingar verið gefnar út á
nýjan leik við merkjanlegan fögnuð þarlendra fjölmiðla. Þá
hafa komið út yfirlitsrit um líf Halldórs og verk hans, nú
síðast bók eftir Halldór Guðmundsson í Þýskalandi.
Hinar miklu og síendurteknu umræður um Halldór Lax-
ness koma ekki í stað raunverulegra fræðilegra rannsókna.
Hvort Halldór Laxness var stalínisti eða fórnalamb stalín-
ismans breytir engu um það hvernig verk hans verða metin
þegar fram líða stundir. Það sem skiptir máli í mati og end-
urmati samtíðarinnar á Halldóri eru fyrst og fremst skrif og
rannsóknir fræðimanna sem hafa lagt sig eftir verkum hans
að hluta eða í heild sinni og fjalla um þau af skilningi og
lærdómi.
Tilgangurinn með Laxnessþingi er að halda áfram, efla og
auka fræðilega umræðu um ævi og verk Halldórs Laxness.
Á ráðstefnunni koma saman fræðimenn af ólíkum sviðum
hugvísinda til að skiptast á skoðunum og rökræða ævi hans
og verk einarðlega og spyrjast fyrir um erindi þeirra við
okkar tíma. Hvernig á túlkun á verkum Halldórs eftir að
breytast, hvernig munu verkin lifa án nálægðar höfundarins
sjálfs?
Þinginu er skipt í átta þematískar málstofur þar sem leit-
ast er við að vekja umræður um tiltekinn þátt í ferli Hall-
dórs. Fyrirlestrar eru allir jafnlangir eða 15 mínútur í flutn-
ingi og gert er ráð fyrir að tækifæri gefist til umræðna í lok
hverrar málstofu. Ætlunin er að skoða sem flestar hliðar
höfundarverks Halldórs á þinginu: Glímt verður við leikrit
hans og leikgerðir á verkum hans, greinaskrif, ljóð, skáld-
sögurnar, stjórnmálaskrifin, goðsöguna Halldór Laxness og
bækur hans skoðaðar í ljósi verka annarra höfunda.
Túlkanir á Laxness hafa verið mjög bundnar við persónu
Laxnessþing
Ráðstefna um
ævi og verk
Halldórs
Laxness
Háskólabíó 19.–21. apríl 2002
Sérblöð í dag