Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ 19.995 Brúsi eða taska fylgir frítt með á meðan birgðir endast 1150W, 185mm sagarblað Tilboð kr. taska og tvær rafhlöður fylgja Tilboð 24.795 kr. Sími 525 3000 • www.husa.is Hitachitilboð HJÓLSÖG C7U HLEÐSLUBORVÉL DS13DV2 Þú veist nú lítið um það, Guddan mín, hvað það getur verið sárt að fá þetta á hann beran, ef það er ekki vel brennt og malað. Ráðstefna um lýðheilsu Samræming er forgangsmál RÁÐSTEFNA umlýðheilsu verðurhaldin á morgun, m.a. munu þekktir erlendir sérfræðingar í greininni halda fyrirlestra. Sigrún Gunnarsdóttir situr í stjórn Félags um lýðheilsu og hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Segðu okkur eitthvað um ráðstefnuna... „Námskeiðið er haldið á vegum Endurmenntunar HÍ í samvinnu við Félag um lýðheilsu, fimmtudag- inn 18. apríl og föstudaginn 19. apríl. Segja má að nám- skeiðið sé framhald af námskeiði í fyrravor þar sem prófessor Don Nut- beam, yfirmaður lýðheilsu- mála hjá breska heilbrigðisráðu- neytinu, fjallaði um stefnumótun lýðheilsu. Aðalkennarinn á þessu námskeiði er fyrrum samstarfs- maður Nutbeam, dr. Alexander MacDonald og fjallar hann um strauma og stefnur í lýðheilsu og skipulag verkefna. Með dr. MacDonald er samstarfskona hans, dr. Diana Watkins sem fjallar m.a. um hlutverk heilsu- gæslunnar. Á námskeiðinu verður sérstaklega litið til lýðheilsu barna og þar mun formaður Fé- lags um lýðheilsu, dr. Geir Gunn- laugsson ræða um heilsufar barna á Íslandi og í öðrum löndum.“ – Tilurð og tilgangur? „Tilgangur námskeiðsins er að varpa ljósi á lýðheilsu á Íslandi miðað við þróunina á alþjóðlegum vettvangi. Þannig getum við feng- ið betri mynd af styrkleikunum og hugsanlegum veikleikum og feng- ið nýjar hugmyndir um verkefni og leiðir til samstarfs. Margir þátttakenda voru á námskeiði pró- fessors Nutbeam í fyrra og hafa sýnt lýðheilsu sérstakan áhuga sem meðal annars kom fram í áhuga þeirra á að stofna sérstakt félag sem varð að veruleika í des- ember sl. Áhugi og samstarf fag- fólks og áhugafólks er grundvöllur árangurs í lýðheilsu. Námskeið af þessu tagi er kjörinn vettvangur fyrir sköpun hugmynda og tæki- færi til að skiptast á skoðunum og stilla saman strengi.“ – Hvert hefur lýðheilsa stefnt hér á landi síðustu ár? „Lýðheilsa hér á landi hefur fylgt almennum straumum og stefnum undanfarna áratugi. Líta má á þróunina út frá þremur meg- inhugtökum; hreinlæti, hegðun og hugarfari. Þannig var áherslan á hreinlæti og varnir gegn smitsjúk- dómum allt fram yfir seinni heimsstyrjöldina. Með aukinni þekkingu og nýjungum í meðferð beindist athyglin að öðrum áhrifa- þáttum heilbrigðis, svo sem hegð- un og tengslum hennar við lang- vinna sjúkdóma, til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma. Lífsstílstímabil- ið með áherslu á hegðun má kalla annað skeið lýðheilsu. Þriðja skeið lýðheilsu einkenndist síðan af félagslegum áhrifaþáttum lýðheils- unnar, áhrifum hugar- fars, gildismats og samskipta á heilsu og velferð. Allir þessir þættir eru enn sem fyrr mikilvægir, hreinlæti, hegðun og hugarfar. Mikilvægt er að öllum þessum þáttum sé gefinn gaumur og umræðan einkennist nú af heildrænni nálgun og þver- faglegri samvinnu þar sem tekið er mið af aðstæðum fólks og tæki- færum til að hafa áhrif á eigin heilsu og velferð.“ Er lýðheilsa á réttri leið...hvað þarf að gerast á næstu misserum og árum? „Efst á baugi í umræðunni hér á landi er án efa frumvarp til laga um lýðheilsustöð sem liggur nú frammi hjá Alþingi. Hlutverk stöðvarinnar er að samræma og styrkja starf stofnana og félaga- samtaka. Jafnframt er henni ætl- að að eiga samstarf við ýmis ráðu- neyti enda hafa allar samfélagslegar aðgerðir og flestar ákvarðanir stjórnvalda bein eða óbein áhrif á heilsu og velferð þegnanna. Mat á afleiðingum ým- issa aðgerða og framkvæmda á heilbrigði almennings, svokallað heilbrigðismat er eitt af baráttu- málum Félags um lýðheilsu. Skilningur almennings og stjórn- valda á gildi heilbrigðismats er grundvallaratriði og heilbrigðis- mat þyrfti að vera jafnsjálfsagt í huga fólks og umhverfismat er nú orðið.“ – Er ekki Ísland góður vett- vangur til að innleiða góða siði í lýðheilsumálum sökum fámennis? „Á Íslandi eru allgóðir siðir í lýðheilsumálum en þeir eru kannski nokkuð margir og mis- jafnir. Víða eru unnin afbragðs- verkefni en það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að samræm- ing sé forgangsverkefni. Styrk- leikar okkar eru án efa menntun og góður efnahagur en við getum ekki gengið að því sem vísu að það tryggi okkur velferð og gott heilsufar, sérstaklega í ljósi vaxandi fjölbreyti- leika í samfélaginu og aukins munar á fé- lagslegri og fjárhags- legri stöðu. Félagsleg samstaða og traust í samskiptum eru uppsprettur lífsgæða. Þegar rætt er um vinnustaði er talað um mikilvægi mannauðsins. Í lýð- heilsu skiptir félagsauðurinn ekki síður miklu máli. Verkefni okkar er að standa vörð um félagsauðinn og mannleg gildi og ekki síst að axla hvert fyrir sig þá ábyrgð sem að okkur snýr. Áhugi og ábyrgð eru lykilhugtök í lýðheilsu.“ Sigrún Gunnarsdóttir  Sigrún Gunnarsdóttir er deild- arstjóri á skrifstofu starfs- mannamála á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Í leyfi sem stendur v/doktorsnáms við London School of Hygiene and Tropical Medicine á sviði lýð- heilsu og starfsmannamála. Lauk BS námi í hjúkrunarfræði 1986 og MS árið 2000. Áður m.a. gæðastjóri á Landspítala, verk- efnisstjóri heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneytinu, deild- arstjóri Heilsugæslunnar á Sel- tjarnarnesi o.fl. Er gift Agnari H. Johnson rekstrarverkfræð- ingi og eiga þau þrjú börn. Frumvarp um lýðheilsustöð efst á baugi STJÓRN Lyfjaþróunar hf. hefur sent fjármálaráðherra og við- skipta- og efnahagsnefnd bréf þar sem farið er fram á að félaginu verði veitt hliðstæð ríkisábyrgð og Íslenskri erfðagreiningu enda starfi félagið að uppgötvunum á nýjum lyfjum. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segir að erindi Lyfjaþróunar hafi ekki enn verið svarað og því taki hann ekki afstöðu til þess. Geir segir að á vettvangi EES sé annaðhvort um það að ræða að byggð sé upp sérstök áætlun al- menns eðlis um ríkisstuðning. Þá verði menn að fá þá áætlun sam- þykkta fyrirfram af hálfu eftirlits- stofnunar. „Það er heilmikið mál. Síðan er hægt að vera með aðferðir eða fyrirgreiðslu á grunni ein- stakra mála eins og við erum að ræða um í þessu tilviki. Við ætlum að láta á það reyna hvort þetta mál, í þeim búningi sem það er fram sett, uppfylli þessi skilyrði eins og við teljum að það geri.“ Geir segir að þegar þetta mál sé komið í höfn verði menn að taka af- stöðu til annarra mála. „Það má vel vera að menn geti búið sér til eitt- hvert almennara kerfi um hluti sem þó verða að vera það stórir í sniðum og það mikilvægir að þeir séu réttlætanlegir með sama hætti og mál ÍE. Við erum með Nýsköp- unarsjóð, Byggðasjóð o.s.frv. fyrir minni aðila sem veita opinbera að- stoð,“ segir fjármálaráðherra. Erindi stjórnar Lyfjaþróunar um ríkisábyrgð Of snemmt að taka afstöðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.