Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ STARFSHÓPUR ríkissaksóknara kemst að þeirri niðurstöðu að með- ferð nauðgunarmála hjá lögreglu og ákæruvaldi sé almennt góð en gerir ýmsar tillögur til úrbóta. Þá sé ekki útilokað að í einstaka tilfellum hefði niðurstaða máls orðið önnur ef betur hefði verið haldið á málum við rann- sókn. Skráðar kærur til lögreglu vegna nauðgunar frá 1. júlí 1997 til ársloka 2001 voru 124. Lögreglustjórar hættu rannsókn 71 máls en 53 voru felld niður af ríkissaksóknara. Ákært var í 23 málum, sakfellt í 11 tilfellum og sýknað í 9. Sýknudómar eru flestir í upphafi tímabilsins en þeim virðist fara fækkandi, segir í niðurstöðum skýrslunnar. Starfshópurinn gerir athugasemd við að oft líði nokkur tími frá því kæra berst þar til skýrslutaka af kæranda fer fram. Af þessum sökum líður einnig oft nokkur tími frá því kæra berst uns hinn kærði er yfir- heyrður. „Í of mörgum málum þykir einnig vera óútskýrður og óþarfa dráttur frá því kæra berst og þar til lögreglurannsókn hefst. Þá þykir lögreglurannsókn í mörgum tilvik- um taka of langan tíma, óútskýrð hlé verða milli rannsóknaraðgerða og yfirheyrslur fara fram með vikna, jafnvel mánaða millibili, án skýringa. Of fá mál eru rannsökuð af krafti og samfellt. Ekki er útilokað að niður- staða hefði í einhverjum tilvikum getað orðið önnur ef fyrr hefði verið brugðist við, t.d. með vettvangsrann- sókn og tæknirannsókn í beinu fram- haldi af kæru eða þegar grunur vaknar um brot,“ segir í skýrslunni. Lítil eða engin vettvangsrannsókn Þá kemur fram að mikið sé um að mál séu ranglega skráð í málaskrá. Yfirleitt var um að ræða kærur vegna misneytingar en í einu tilfell- inu hafði tilkynning um týndan mann verið færð í málaskrá lögreglu sem nauðgunarmál. Ennfremur er gerð athugasemd við litla eftirfylgni mála þar sem lögregla hefur haft afskipti vegna gruns um kynferðisbrot, t.a.m. þegar meintum brotaþola hef- ur verið ekið á neyðarmóttöku. Mik- ilvægt sé að haft sé símasamband við viðkomandi og leitað eftir því hvort kæra verði lögð fram. Þó er tekið fram að lögreglan í Reykjavík hafi fylgt vel á eftir málum sem hún hef- ur komið að. Í einstaka málum var rannsókn hætt eftir að kæra var afturkölluð, þó svo vísbendingar hafi komið fram um að nauðgun hafi verið framin. Starfshópurinn gerir athugasemd við þetta og segir að skoða verði hvert mál fyrir sig, meta sönnunar- stöðuna og hugsanlegar ástæður fyr- ir því að kæran er afturkölluð. Þá séu dæmi þess að skýrsluform séu illa útfyllt og gerðar eru athuga- semdir við yfirheyrslutækni lög- reglumanna og gagnrýnt er að í mörgum málum hafi lítil eða engin vettvangsrannsókn farið fram. Starfshópurinn telur meiri líkur á að frásögn þeirra sem gefa skýrslur í nauðgunarmálum verði eðlileg og óhindruð ef hún sé tekin upp á hljóð- eða myndband en skýrslan síðan rit- uð upp eftir upptökunni. Þá geti myndbandsupptökur gefið góða hug- mynd um hugarástand viðkomandi og hafi ríkara sönnunargildi en rit- aðar skýrslur. Kærendur oftast 14–19 ára Á tímabilinu sem um ræðir voru 53 mál send frá lögreglu til ríkissak- sóknara sem fullrannsökuð en voru felld niður við embættið. Kærendur voru alltaf konur, oftast á aldrinum 14–19 ára eða 44%. Yngsti kærand- inn var 11 ára, elstar kærenda voru tvær 47 ára gamlar konur. Í þessum málum var 61 karlmaður kærður, flestir eldri en fórnarlömbin, oftast á tvítugs- og þrítugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að lög- regla hafði í allmörgum málum af- skipti af ungum konum sem voru undir áhrifum áfengis og höfðu orðið fyrir kynferðisreynslu sem þeim reyndist þungbær. Óskuðu þær að- stoðar Neyðarmóttöku en lögðu ekki fram kæru. Í fjölda tilvika var um að ræða atvik þar sem fólk, sem þekkist lítið eða ekkert, tók þátt í kynlífs- athöfnum sem annar aðilinn virðist upplifa, oft eftir á, sem niðurlægingu og jafnvel nauðgun. Þeim málum hafi fjölgað sem lögregla hefur af- skipti af sem kona hefur tekið þátt í kynlífsathöfnum með tveimur eða fleiri körlum. „Virðist þetta einkum algengt í samskiptum ungs fólks og unglinga, sumra varla af barns aldri,“ segir í skýrslunni. Virðingarleysi ungra karlmanna „Við lestur málanna virðist aug- ljóst að verulega skortir á að fólk sýni hvert öðru gagnkvæma virðingu á þessu sviði og á það ekki síst við um unga karlmenn. Í fjölmiðlum hefur nýlega verið bent á að bein tengsl séu á milli þessa virðingarleysis og kynlífs- og klámvæðingar sem geng- ið hefur yfir hér á landi, sbr. umfjöll- un Morgunblaðsins um þetta efni 10. febrúar og 8. mars. sl., einkum viðtöl við Eyrúnu Jónsdóttur, hjúkrunar- fræðing og deildarstjóra á Neyðar- móttöku. Starfshópurinn tekur und- ir þau sjónarmið sem þar eru reifuð.“ „Ekki verði komist hjá því að velta því fyrir sér hvort sjálfsvirðing og siðferðileg gildi séu á undanhaldi og kynlíf eða kynlífsathafnir að verða frekar en verið hefur, hluti af hegð- unarmynstri sem tengist öðru en nánu sambandi tveggja einstaklinga. Einnig, hvort færri temji sér það við- horf að bera ábyrgð á sjálfum sér.“ Oddviti starfshópsins var Ragn- heiður Harðardóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, en aðrir í starfs- hópnum voru Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, Gísli Pálsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. Of fá nauðgunarmál rannsökuð af krafti Ekki útilokað að lyktir hefðu orðið aðrar með betri rannsókn NORÐURLANDABÚAR lenda oft í erfiðleikum við búferlaflutninga milli Norðurlandanna vegna þess að hvorki yfirvöld né einstaklingar þekkja nægilega vel gildandi reglur. Þetta er helsta niðurstaða Ole Norr- backs, sendiherra Finna í Noregi, í skýrslu sem hann afhenti samstarfs- ráðherrum Norðurlandanna á Þema- ráðstefnu Norðurlandaráðs í Reykja- vík á mánudag. Norræna ráðherranefndin fól Norrback fyrir rúmu ári að fara ofan í saumana á því hvernig það er í raun að flytjast á milli Norðurlandanna og er skýrslan byggð á gögnum og upp- lýsingum frá stofnunum sem hafa með framkvæmd norrænna samn- inga að gera. Yfirvöld á Norðurlönd- um virtust almennt líta svo á að nor- rænir borgarar geti hindrunarlítið flust milli landanna. Norrback barst aftur á móti fjöldi bréfa og símtala meðan á athuguninni stóð sem bentu til hins gagnstæða. Norrback telur helstu ástæðu þeirra vandamála sem upp koma kunnáttuleysi embættis- manna og starfsmanna opinberra þjónustustofnana. Mismunandi skattakerfi stórt vandamál Í samtali við Morgunblaðið sagði Norrback að ýmis vandamál megi finna í flestum geirum samfélagsins, þó flest gangi ágætlega fyrir sig. Vandkvæðin séu þó mest hvað skattakerfi Norðurlandanna varðar. Í skýrslunni tekur hann dæmi um íbúa í Svíþjóð sem starfar í Dan- mörku. Samkvæmt dönskum lögum á hann að borga í landinu sem hann starfar í, en sænsk lög kveða á um að hann borgi skatt þar sem hann er bú- settur; þannig eigi hann í raun að borga skatt í löndunum tveimur. Einnig segir Norrback ýmis vandamál koma upp í tengslum við velferðarkerfið, öryggi íbúa, heilsu- gæslu og töku eftirlauna. Í þriðja lagi segir hann að samræma þurfi menntakerfi Norðurlandanna, þann- ig að menntun í einu landi verði tekin fullgild í öðru. Þá segir hann ýmis vandamál koma upp í einkageiranum. Engar norrænar reglur séu til um millifærslur milli banka og mun kostnaðarsamara sé að senda pen- inga milli Norðurlandanna en innan þeirra. Upplýsingagjöf verði bætt Í skýrslunni segir Norrback mik- ilvægt að upplýsingagjöf verði bætt og þá sérstaklega til stjórnsýslunnar þannig að starfsmenn hins opinbera þekki þær reglur sem gilda í norrænu samstarfi og geti leiðbeint almenn- ingi. „Í öðru lagi er þörf á mun meiri samvinnu milli norrænu landanna ef við viljum losna við vandamálin og af- nema landamærin. Helsta lausnin er að samhæfa löggjöf, vandamálin koma upp vegna mismunandi löggjaf- ar á Norðurlöndunum,“ segir Norr- back. Hann segir að oft sé þessi mun- ur ekki stórvægilegur og einungis til þess fallinn að valda borgurunum vandræðum og mikilli skriffinnsku. Í skýrslunni leggur hann til að hverri ákvörðun sem Norðurlanda- ráð tekur varðandi réttindi Norður- landabúa verði settur ákveðinn tíma- rammi til að koma ákvörðununum í framkvæmd. Þá leggur hann til að upplýsingaflæði, bæði til stjórnsýsl- unnar og almennings, verði aukið verulega, þannig að upplýsingar um sameiginlegar ákvarðanir Norður- landanna verði aðgengilegar á öllum Norðurlandamálunum á Netinu. Norrback segir kröfu Norður- landabúa um aðgerðir til að auðvelda flutninga milli landanna og annað samstarf undirstrika að stjórnmála- menn þurfi að taka pólítískt frum- kvæði í þá áttina og efla norræna samvinnu, ákvarðanataka verði að vera skýrari og eftirfylgni og upplýs- ingagjöf betri. Skýrsla Ole Norrbacks sendiherra Finna í Noregi um flutninga milli Norðurlanda Kunnáttuleysi rót margra vandamála beindi því til framboða flokksins að íbúalýðræði, sem undirstaða fjöl- skylduvæns samfélags, verði á meðal megináherlsna þeirra í kosningun- um í vor. Lögð verði áhersla á að þróa íbúalýðræði í sveitarfélögunum í samráði við íbúana sjálfa. „Flokks- tjórn Samfylkingarinnar ályktar að stíga nú þegar fyrstu skrefin frá full- trúalýðræði síðustu alda til beins lýðræðis 21. aldarinnar. Upplýsing og almenn velferð hef- ur gjörbreytt aðstöðu fólksins til að ráða sjálft málum sínum. Almenn og góð menntun, mikil tölvueign, meiri frítími en áður kallar á að fólk hafi meira um hagi sína að ráða en fyrr. Sá tími er liðinn að fulltrúar almenn- ings taki allar ákvarðanir og tíma- bært er að færa valdið sem mest til fólksins,“ segir í ályktuninni. FLOKKSSTJÓRN Samfylkingar- innar fordæmir harðlega framgöngu Ísraelsstjórnar gegn óbreyttum borgurum á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna. Láti Ísraelsmenn ekki af glæpaverkum sínum gagn- vart palestínsku þjóðinni verði stjórnmálasambandið við Ísrael taf- arlaust slitið. „Innrás Ísraelshers í flóttamanna- búðirnar í Jenin og árásir á borgir og bæi Palestínumanna ber vitni um yf- irvegaða grimmd og algjört virðing- arleysi fyrir alþjóðlegum sáttmálum um mannréttindi og stríðsrekstur. Sjálfsmorðsárásir Palestínumanna í Ísrael hella olíu á ófriðarbálið en þær bera vitni örvæntingu þjóðar sem hefur verið hersetin í 35 ár,“ segir í ályktun flokkstjórnarinnar sem sam- þykkt var á Akureyri á laugardag. Flokksstjórnin skorar á Alþingi að afgreiða án tafar tillögu Samfylking- arinnar um sjálfstæði Palestínu og árétta stefnumörkun Alþingis frá 1989 um sjálfsákvörðunarrétt Pal- estínumanna og tilverurétt Ísraels- ríkis. Það sæti furðu að fjórir mán- uðir hafi liðið frá framlagningu tillögunnar þar til hún var tekin á dagskrá þingsins. Alþingi beri sið- ferðileg skylda til þess að álykta í þessu máli og að sama skapi beri rík- isstjórn Íslands að leita allra leiða til að styðja sjálfstæðisbaráttu palest- ínsku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Sá tími er liðinn Þá lýsti flokksstjórnin því yfir að þátttökulýðræði eigi að vera lykilorð í lýðræðisþróun 21. aldarinnar og Flokksstjórn Samfylkingarinnar Fordæmir harð- lega framgöngu Ísraelsstjórnar Morgunblaðið/Kristján Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, í ræðu- stóli á flokksstjórnarfundi á Ak- ureyri á laugardag. RÍKISSTJÓRN Íslands, land- stjórnir Færeyja og Grænlands og Vestnorræna ráðið undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu á mánudag. Vonir eru bundnar við að yfirlýsingin muni leiða til skipulagðari viðbragða landanna við samþykktum Vestnorræna ráðsins. Í samstarfsyfirlýsingunni segir að samstarf ríkisstjórnar Íslands og landstjórnanna tveggja við Vestnorræna ráðið muni fara fram með gagnkvæmri upplýs- ingagjöf á árlegum fundi aðila í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs. Muni samstarfsráðherrarnir taka þátt í ársfundi Vestnorræna ráðsins þegar tök eru á og hlut- aðeigandi ráðherrar muni taka þátt í þemafundum. Einnig lýsa samstarfsráðherrarnir því yfir að þeir muni árlega gefa Vestnor- ræna ráðinu skýrslu um viðbrögð landanna við tilmælum þess um samstarf landanna. Í Vestnorræna ráðinu sitja 18 þingmenn, sex frá hverju land- anna þriggja. Ályktanir ráðsins eru lagðar fram á Alþingi í formi þingsályktunartillagna. Undirritun samnings Norðurlanda í vestri Morgunblaðið/Þorkell Hulda Zoberholm, fulltrúi grænlenska samstarfsráðherrans Lise Lenn- art, Høgni Hoydal, samstarfsráðherra Færeyja, Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra og Hjálmar Árnason, formaður Vestnorræna ráðsins, handsala samstarfsyfirlýsinguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.