Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍBÚAR í Rimahverfi í Grafarvogi af-
hentu í gær skipulagsyfirvöldum
borgarinnar undirskriftalista þar
sem ýmsum þáttum varðandi skipu-
lag íbúðabyggðar á Landssímareitn-
um svokallaða er mótmælt. Yfir 540
íbúar nálægra gatna við skipulags-
reitinn rituðu nöfn sín á listann.
„Sú þétta byggð sem áætlað er að
byggja er ekki í nokkru samræmi við
þá byggð sem fyrir er í hverfinu,“
sagði Emil Örn Kristjánsson, fulltrúi
íbúanna, er hann afhenti mótmælin.
„Þá er varla um að ræða nokkurt úti-
vistarsvæði í Rimahverfi og sóun að
taka svo mikið af því litla landsvæði
sem enn er óbyggt undir íbúðabygg-
ingar.“
Íbúarnir skrifuðu undir kröfu um
að hluti af svæðinu yrði tekinn undir
dvalar- eða leiksvæði og að lóða-
stærðir og nýtingarhlutfall lóða
verði í samræmi við aðliggjandi
byggð beggja vegna Landssímalóð-
arinnar. Frestur til að skila inn mót-
mælum vegna tillögu að skipulagi
lóðarinnar, sem nú er í kynningu,
rennur út í dag.
Stofnaður verði samráðshópur
Árni Þór Sigurðsson, formaður
skipulagsnefndar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að farið yrði vel
yfir allar athugasemdir sem berast
og samráðshópi landeiganda, skipu-
lagshöfunda og hverfafélagsins verði
komið á laggirnar. „Þessi andstaða
kemur mér ekki á óvart, á fundi með
íbúunum um daginn kom hún í ljós,“
segir Árni. „En það má segja að þeg-
ar sé búið að koma verulega til móts
við sjónarmið þeirra og búið er að
draga úr byggingarmagni.“
Árni segir marga eiga hagsmuna
að gæta í þessu máli og taka verði til-
lit til þeirra allra þegar endanleg nið-
urstaða verður tekin. „Það er stefna
borgarinnar að þétta byggðina eftir
því sem hægt er. Íbúarnir koma með
þau rök að þeir vilji búa dreift, en
það er ekki óeðlilegt að auka fjöl-
breytnina í hverfinu með því að hafa
þétta byggð á þessu svæði.“
Björn Bjarnason, sem skipar 1.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík í vor, sagðist í samtali við
Morgunblaðið fyrir helgi í sjálfu sér
ekkert hafa við það að athuga, að
heimiluð hafi verið íbúabyggð á lóð-
inni. Ólafur F. Magnússon, oddviti
lista frjálslyndra og óháðra í Reykja-
vík, sagði þéttingu byggðar í
Reykjavík nauðsynlega, en leggur
áherslu á að skipulagið sé unnið í
góðri sátt við íbúa.
Kynni að raska jafnvægi
innan hverfisins
Björn Bjarnason vekur athygli á
því að íbúar í nágrenni fyrirhugaðs
byggingarreits telji byggðina of
þétta miðað við almennar forsendur í
Grafarvogi og skipulagsmarkmið í
hverfinu. „Byggðin, eins og hún er
nú kynnt, myndi raska jafnvægi inn-
an hverfisins. Þetta finnst mér vera
málefnaleg sjónarmið sem ber að
virða ef menn vilja leita sátta í mál-
inu. Ég tel enn tíma til þess,“ segir
Björn. Hann segir þá deilu sem risin
er upp milli íbúanna og borgaryfir-
valda ekki einsdæmi miðað við fram-
göngu R-listans í skipulagsmálum.
„Það er ekki tekið nægilegt tillit til
íbúa. Nægir þar að nefna nýlegt
dæmi úr Suðurhlíðum og einnig úr
Laugarneshverfinu. Þetta stangast
alfarið á við þær hugmyndir sem ég
hef um lausn mála af þessu tagi, þ.e.
að það verði að ganga fram með því
hugarfari að leysa mál á sameigin-
legum forsendum sé þess nokkur
kostur,“ segir Björn.
Skipulag sé unnið í sátt
Um andstöðu íbúa í Rimahverfi
sagði Ólafur F. Magnússon, sem
skipar 1. sæti á lista Frjálslyndra og
óháðra, á föstudag.
„Reynslan sýnir að R-listinn hirðir
lítt um slík mótmæli, eins og íbúar í
Foldahverfi fengu að reyna nýlega
þegar heilsugæslustöð í Hverafold
var lokað,“ segir Ólafur. „Þá var
gengið þvert á mótmæli yfir eitt þús-
und Grafarvogsbúa og yfirlýsta
stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur
um að fleiri en ein heilsugæslustöð
skyldi þjóna Grafarvogsbúum. Að-
eins máttur atkvæða Grafarvogsbúa
í næstu borgarstjórnarkosningum
getur fengið R-listann til að hlusta á
þá.
Þétting byggðar í Reykjavík er
nauðsyn. Um það eru öll framboðin í
Reykjavík sammála, en mikilvægt er
að skipulag sé unnið í góðri sátt við
íbúana. Íbúum Rimahverfis finnst að
verið sé að koma í bakið á þeim,“ seg-
ir Ólafur.
Yfir 540 íbúar í Rimahverfi
lýsa andstöðu við skipulag
Morgunblaðið/Golli
Emil Örn Kristjánsson, fulltrúi íbúa í Rimahverfi, afhendir Helgu
Bragadóttur, skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, undirskriftir rúmlega 540
íbúa vegna skipulags Landssímareitsins.
Listi sjálf-
stæðis-
manna á Sel-
tjarnarnesi
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag-
anna á Seltjarnarnesi hefur sam-
þykkt framboðslista til bæjarstjórn-
arkosninga í vor. Listinn er í
samræmi við niðurstöður prófkjörs
sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í
nóvember sl.
Alls tóku 1.622 Seltirningar þátt í
í prófkjórinu og samþykkti fulltrúa-
ráðið tillögu kjörnefndar um að 12
efstu menn í prófkjörinu héldu sæt-
um sínum. Í heiðursæti listans
koma inn Erna Nielsen, fyrrv. for-
seti bæjarstjórnar og Sigurgeir Sig-
urðsson, bæjarstjóri.
Listan skipa: 1. Jónmundur Guð-
marsson stjórnmálafræðingur, 2.
Ásgerður Halldórsdóttir viðskipta-
fræðingur, 3. Inga Hersteinsdóttir
byggingaverkfræðingur, 4. Bjarni
Torfi Álfþórsson ráðgjafi, 5. Ingi-
mar Sigurðsson deildarstjóri, 6.
Sigrún Edda Jónsdóttir fjármála-
stjóri, 7. Sólveig Pálsdóttir bók-
menntafræðingur og leikari, 8. Lár-
us Lárusson flugmaður, 9. Gunnar
Lúðvíksson verslunarmaður, 10.
Magnús Örn Guðmundsson banka-
maður, 11. Guðmundur Helgi Þor-
steinsson framkvæmdastjóri, 12.
Jón Jónsson ellilífeyrisþegi, 13.
Erna Nielsen fyrrv. forseti bæjar-
stjórnar og 14. Sigurgeir Sigurðs-
son bæjarstjóri.
Rætt um ný-
skipan vísinda
ÁRSFUNDUR RANNÍS (Rann-
sóknarráðs Íslands) verður haldinn
á morgun, fimmtudag, og í tengsl-
um við fundinn verður haldið sér-
stakt málþing um rannsóknir á Ís-
landi undir yfirskriftinni Nýskipan
vísinda- og tæknimála. Reynsla og
væntingar. Fjöldi fyrirlesara tek-
urþátt í málþinginu og pallborðs-
umræður fara fram. Á ársfundin-
um mun Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra afhenda Hvatningarverð-
laun Rannsóknarráðs, 2002, fyrir
hönd ráðsins.
Meðal ræðumanna á ársþinginu
verður Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra. Þá mun dr. Erik
Arnold framkvæmdastjóri Techno-
polis flytja erindi á málþinginu og
á ársfundinum, þar sem hann
fjallar um skipulag vísinda og
tækni í smáum ríkjum.
Erindi um rannsóknir á Ís-
landi frá ýmsum sjónarhólum
Aðrir ræðumenn á ársfundinum
verða Hafliði P. Gíslason prófessor
og formaður Rannsóknarráðs og
Vilhjálmur Lúðvíksson fram-
kvæmdastjóri RANNÍS.
Á málþinginu munu eftirtaldir
flytja erindi fyrir hádegi um við-
horf vísindasamfélagsins til rann-
sókna á Íslandi: Guðmundur G.
Haraldsson mun fjalla um efnið frá
sjónarhóli grunnvísinda, Þorgerð-
ur Einarsdóttir frá sjónarhóli
fræða, Kristinn Andersen frá sjón-
arhóli fyrirtækja, Guðrún Mar-
teinsdóttir frá sjónarhóli atvinnu-
vega og Einar Mäntylä frá sjónar-
hóli ungra vísindamanna.
Eftir hádegi, að loknum ársfund-
inum, heldur málþingið áfram og
þar mun Ólafur Davíðsson ráðu-
neytisstjóri fjalla um væntingar
stjórnvalda, Ingvar Kristinsson
framkvæmdastjóri Landsteina Ís-
landi hf. fjalla um viðhorf tækni-
samfélagsins, Jón Ólafsson for-
stöðumaður Hugvísindastofnunar
fjallar um viðhorf fræðasamfélags-
ins og Bergljót Baldursdóttir út-
varpsmaður flytur skýrslu frá mál-
stofu.
Að lokum fara fram panelum-
ræður undir stjórn Elínar Hirst
varafréttastjóra.
Ársfundur RANNÍS
ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason, formað-
ur Íslandsdeildar Norðurlandaráðs,
segist mjög ánægður með þemaráð-
stefnu Norðurlandaráðs um framtíð
lýðræðis, sem lauk í Reykjavík í gær.
Alls sóttu um 350 manns ráðstefn-
una auk á þriðja tug blaðamanna og
hafa aldrei áður jafnmargir sótt ár-
lega þemaráðstefnu Norðurlanda-
ráðs.
„Ráðstefnan var fræðileg,
skemmtileg og varpaði ljósi á fram-
tíðarsýn lýðræðis. Öll þessi tækni-
legu atriði gengu ákaflega vel upp og
getum við verið stolt af því að geta
haldið ráðstefnu sem þessa,“ segir
Ísólfur Gylfi og bætir því að full
ástæða sé til að þakka starfsfólki Al-
þingis fyrir sitt framlag til þess að
allt gengi upp.
„Menn hafa á ráðstefnunni verið
að velta fyrir sér alþjóðasamstarfi og
á hvern hátt það hafi áhrif á lýðræði í
hverju landi fyrir sig. Um það eru
deildar meiningar. Lýðræðisþróun á
Norðurlöndunum er nánast til fyr-
irmyndar hvað önnur lönd varðar og
hafa skapast miklar hefðir í kringum
það. Menn velta mikið fyrir sér á
hvaða hátt þátttaka landa í ESB hafi
áhrif á lýðræðið,“ segir Ísólfur Gylfi.
Hann segir að skiptar skoðanir hafi
komið fram um það á ráðstefnunni
en fulltrúar þeirra landa sem eru í
ESB hafi talið að þátttakan hafi ekki
haft mikil áhrif á lýðræðið í þeim
löndum.
Erindin sem flutt voru á ráðstefn-
unni verða nú gefin út og segir Ísólf-
ur Gylfi að þau muni gagnast sem
gagnabanki um lýðræði og þróun
þess í framtíðinni.
Ráðstefnan varp-
aði ljósi á framtíð-
arsýn lýðræðis
Þemaráðstefnu Norðurlandaráðs
lauk í Reykjavík í gær
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
hafnað ósk Samtaka verslunar og
þjónustu, SVÞ og Neytendasamtak-
anna um að fella niður innflutnings-
tolla á fryst grænmeti og frystar
franskar kartöflur. Innflutningstoll-
arnir verða því áfram 30% af frystu
grænmeti og 76% af frystum frönsk-
um kartöflum.
SVÞ sendu fjármálaráðherra bréf
í janúar og óskuðu eftir því að hann
hlutaðist til um að fella niður tolla af
frystu grænmeti og frystum frönsk-
um kartöflum. Segir í bréfinu að eftir
því sem næst verði komist séu þess-
ar vörutegundir ekki framleiddar
hér á landi og því sé tollunum ekki
beitt til að vernda íslenska fram-
leiðslu. Þess er getið að ef um er að
ræða niðursoðið grænmeti í dósum
þá séu engir tollar lagðir á slíka vöru
við tollafgreiðslu. Neytendasamtök-
in sendu síðar svipað erindi til ráð-
herra.
Meiri „staðkvæmdaráhrif“
Í svari fjármálaráðuneytisins er
þessari ósk hafnað, að höfðu samráði
við landbúnaðarráðuneytið. Í
svarinu segir orðrétt: „Það er mat
ráðuneytisins að mun meiri stað-
kvæmdaráhrif og þar með sam-
keppni ríki á milli frysts grænmetis
og fersks heldur en á milli fersks
grænmetis og niðursoðins og getur
ráðuneytið þess vegna ekki fallist á
þær röksemdir sem samtökin nefna í
bréfi sínu til ráðuneytisins.“ Skv.
Tölvuorðabók vísar „staðkvæmdar-
áhrif“ til þess að fryst grænmeti geti
komið í stað fersks grænmetis.
Í fréttatilkynningu frá SVÞ er
þessi niðurstaða hörmuð þar sem
niðurfelling tollanna hefði stuðlað að
lægra vöruverði hér á landi til hags-
bóta fyrir neytendur.
Árið 2000 voru flutt inn á annað
þúsund tonn af frystu grænmeti í
neytendaumbúðum og til frekari
matvælagerðar. Fram kemur að
tollatekjur ríkisins af frystu græn-
meti nemi 26 milljónum króna á ári.
Þar eru frátaldar tekjur af 76% toll-
um á frystar franskar kartöflur.
Ekki lágu fyrir upplýsingar hjá fjár-
málaráðuneytinu um hversu miklar
tekjur renna til ríkissjóðs vegna tolla
á franskar kartöflur.
Áfram inn-
flutningstollar á
fryst grænmeti
HELMINGUR finnsku sendinefnd-
arinnar á þemaráðstefnu Norð-
urlandaráðs um framtíð lýðræðis
tóku baðferð „á framandi baðstað “
í nágrenni Reykjavíkur, vænt-
anlega Bláa lónið, fram yfir opn-
unarræðu forseta Íslands, Ólafs
Ragnars Grímssonar, á mánudag.
Frá þessu var greint í norrænum
netmiðlum í gær.
„Mjög vandræðalegt,“ er haft eft-
ir Outi Ojala, forseta Norður-
landaráðs, sem sjálf er finnsk. Í
skeyti frá finnsku fréttastofunni
FNB er sagt að góð ráð séu dýr fyr-
ir nefndarmennina sem megi búast
við alvarlegri áminningu frá
finnska þjóðþinginu. Ojala segir
nauðsynlegt að ræða framkvæmd
slíkra ferða og hver tilgangur
þeirra sé.
Það munu hafa verið 10 finnskir
þingmenn sem tóku þátt í skemmti-
ferðinni. Ojala segir að skýringin á
þessu gæti verið sú að dagskrá ráð-
stefnunnar var mjög þétt. Flestir
hafi næstum engan frítíma þegar
opinberri dagskrá lýkur.
Tóku baðferð fram
yfir ræðu forseta
♦ ♦ ♦
ÞRIÐJI maðurinn var í gær úr-
skurðaður í þriggja vikna
gæsluvarðhald vegna rann-
sóknar á smygli á 30 kílóum af
hassi til landsins. Fleiri hafi
verið handteknir vegna málsins
en sleppt að loknum yfir-
heyrslum og að sögn Ásgeirs
Karlssonar, yfirmanns fíkni-
efnadeildar lögreglunnar í
Reykjavík miðar rannsókn
málsins vel.
Hassið fannst í gámi með
húsgögnum sem kom með skipi
frá Skandinavíu og er þetta
mesta magn sem lögregla og
tollgæsla hafa lagt hald á hér á
landi. Gera má ráð fyrir að
verðmæti fíkniefnanna í götu-
sölu nemi yfir 60 milljónum.
Fyrsti maðurinn var hand-
tekinn um miðjan mars, annar í
lok mars og sá þriðji á mánu-
daginn.
Þrír í
gæsluvarð-
haldi fyrir
30 kíló