Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fasteignir Akureyrarbæjar og Byggðastofnun auglýsa eftir tilboðum í fasteignir á lóðunum við Þórsstíg 2 og 4, Akureyri. Um er að ræða iðnaðar- og skrifstofuhús, talið vera um 3.773 m² við Þórsstíg 4 og iðnaðarhús við Þórsstíg 2, talið vera um 414 m². Á lóðinni við Þórsstíg 2 stendur einnig skemma/braggi sem verður fjarlægður fyrir 15. júlí 2002, en grunn- plata verður skilin eftir á staðnum. Flatarmál lóðanna er 6.231 m² við Þórsstíg 2 og 7.341 m² við númer 4. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum ber að skila eigi síðar en 2. maí 2002 á skrifstofu. Fasteignir Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð, sími 460 1000, 460 1128. Þórsstígur 2 og 4, Akureyri OF LÍTIÐ hlutafé og uppbygging sem varð mun dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir olli því að rekstur Ís- landsfugls í Dalvíkurbyggð varð æ erfiðari og var svo komið að hann stefndi í þrot yrði ekkert að gert. Skuldir fyrirtækisins nema um 450 milljónum króna, en kröfuhafar, Norðlenska, Kaldbakur, Sparisjóður Svarfdæla og Sparisjóður Norðlend- inga keyptu nú fyrir skömmu allt hlutafé fyrirtækisins og eru um þessar mundir að ræða við aðra kröfuhafa og lánardrottna um end- urskipulagningu þess. Ljóst er að rekstur Íslandsfugls verður afar erfiður næstu mánuði. Skortur er á varphænum og fram- leiðslan verður því í algjöru lágmarki næstu fimm mánuði. Nýir eigendur kanna nú stöðu starfsfólks en um 40 manns starfa hjá félaginu og er Ís- landsfugl einn stærsti atvinnurek- andi í Dalvíkurbyggð. Íslandsfugl hóf starfsemi sína í byggðarlaginu í febrúar á síðasta ári, en þá komu fyrstu fuglarnir í varp- stöð fyrirtækisins sem er á Árskógs- stönd. Starfsemi þess er á þremur stöðum, varphúsið á Árskógsströnd, eldishús í landi Ytra-Holts sunnan Dalvíkur og sláturhús og kjöt- vinnslustöð er á Dalvík. Á öllum stigum framleiðsluferils- ins er sérstaklega tekið á áhættu- þáttum hvað smithættu varðar og hefur verið eftir því tekið hversu vel hefur tekist til. Áherslan hefur þann- ig frá upphafi verið á hreinleika af- urðanna, tæknivæðingu og sóttvarn- ir auk þess sem mikil áhersla var lögð á fullvinnslu vörunnar. Áætlanir voru uppi um það í upp- hafi að framleiða um 600–700 tonn á ári til að byrja með en þegar fram í sækti stóð til að auka við framleiðsl- una og bæta við starfsfólki. Eigendur Íslandsfugls voru Auð- björn Kristinsson, sem átti 41% hlut, Dalvíkurbyggð, Samherji, Heimir Guðlaugsson, Jóhannes Torfi Sum- arliðason, Guðlaugur Arason, Árni Bergmann Pétursson og Eiríkur Sigfússon sem var stjórnarformaður þess. Þrír þeirra, Jóhannes, Heimir og Guðlaugur drógu sig út úr félag- inu síðla síðasta árs eftir að upp kom ágreiningur á milli eigenda. Hlutafé var 80 milljónir króna, en hlutafé Dalvíkurbyggðar og Sam- herja fólst einkum í því að leggja fram húsnæði undir starfsemina á Dalvík. Áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu Íslands- fugls yrðu um 250 til 300 milljónir króna. Allt síðasta ár var mikill vöxtur í fyrirtækinu og uppbyggingin hröð, en verið var að reisa hús eða byggja við á öllum starfsstöðvum. Fyrstu kjúklingarnir komu á markað undir síðasta haust og hefur salan gengið vonum framar og eft- irspurn hefur verið mikil. Í október var samþykkt heimild til stjórnar Íslandsfugls um að auka hlutafé í fyrirtækinu um allt að 100 milljónir króna. Þá þegar voru hafn- ar framkvæmdir við byggingu ann- ars varphúss á Árskógsströnd. Þetta nýja hlutafé skilaði sér hins vegar ekki inn í fyrirtækið af ýmsum ástæðum og fór því mjög að halla undan fæti þegar á leið haustið. Þá var einnig orðið ljóst að upp- bygging fyrirtækisins myndi kosta mun meira fé en áætlanir gerðu ráð fyrir. Erfitt að útvega fjármagn til fyrirtækja á landsbyggðinni Eiríkur Sigfússon, sem gegndi stjórnarformennsku í Íslandsfugli, sagði mikla erfiðleika hafa mætt for- svarsmönnum félagsins þegar þeir reyndu að útvega aukið fjármagn. Leitað var til Lánasjóðs landbúnað- arins og farið fram á 140 milljóna króna lán, en þar fékkst lán upp á 60 milljónir króna. Einnig var leitað til Byggðastofnunar um 50 milljónir króna, en nú í febrúar síðastliðnum fengust 30 milljónir króna frá stofn- uninni. Þá nefndi hann að leitað hefði verið til nokkurra sjóða og fjárfesta, án árangurs. „Það komu margir og skoðuðu fyr- irtækið og leist vel á, en allt kom fyr- ir ekki, við fengum ekki lánafyrir- greiðslu,“ sagði Eiríkur. Hann sagði það sína reynslu að nánast ómögulegt væri að útvega fjármagn til fyrirtækja á lands- byggðinni en öðru máli gegndi væru þau fyrir sunnan. „Miðað við þessa reynslu virðist helst sem menn eigi ekki að láta sér detta í hug að setja peninga í fyrirtæki fyrir norðan,“ sagði Eiríkur. Uppbyggingin kostnaðar- samari en áætlað var Kaup hinna nýju eigenda, Norð- lenska, Kaldbaks og sparisjóðanna tveggja, eru gerð með fyrirvara um könnun á fjárhag félagsins en henni á að vera lokið í vikunni. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norð- lenska, hefur síðustu daga farið yfir rekstur Íslandsfugls í tengslum við breytingu á eignarhaldi. Hann sagði að stofnað hefði verið til fyrirtæk- isins af miklum metnaði, en hins veg- ar hefðu áætlanir um kostnað vegna uppbyggingar þess verið alltof lágar. „Við teljumað uppbyggingin hafi kostaði mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og einnig að eigið fé fyr- irtækisins hafi verið alltof lítið í upp- hafi. Það er líka komið á daginn að kostnaður við uppbygginguna var nær 500 milljónum króna, í stað 250– 300 milljóna sem menn gerðu ráð fyrir. Að baki félaginu stóðu tveir menn og það gefur aðra ímynd gagn- vart lánastofnunum heldur en þegar breið fylking fyrirtækja stendur þar að baki. Rekstur þess frá degi til dags hefur því verið mjög erfiður,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að félagið hefði orðið fyrir áfalli þegar upp kom sýking í stofnrækt í kjúklingum í Svíþjóð en það varð til þess að skortur varð á varphænum hér á landi. Það geri hlutina mun erfiðari. Framleiðslan er í algjöru lágmarki og svo verður áfram næstu fimm mánuði að sögn Sigmundar. „Það er því ekki nóg með að fyrirtækið hafi staðið illa heldur verða næstu mánuðir mjög erfiðir,“ sagði hann. Sigmundur sagði ljóst að grípa þyrfti til einhverra aðgerða gagnvart starfsfólki fyrirtækisins og leita leiða til að draga úr kostnaði. Hann sagði ekki ljóst hvort Atvinnuleys- istryggingasjóður tæki þátt í slíkum málum líkt og hann gerir varðandi fiskvinnsluna, en það yrði skoðað. Starfsmannafjöldinn nú, um 40 manns, væri þó eðlilegur miðað við fulla framleiðslu. Sigmundur sagði að sú vara sem Íslandsfugl framleiðir félli mjög vel að sölu- og dreifikerfi Norðlenska og því hefði félagið haft áhuga á að koma að rekstrinum. Íslandsfugl verður rekinn sem sjálfstætt fyrir- tæki með eigin kennitölu, en að sögn Sigmundar munar engu fyrir Norð- lenska að dreifa vörum þess í gegn- um dreifikerfi fyrirtækisins og selja vöruna um sölukerfið. Ef sú áreiðanleikakönnun sem nú er unnið að fer eins og vonir standa til munu þau fyrirtæki sem að kaup- unum standa fara í að leysa vanda Ís- landsfugls, m.a. með því að breyta skuldum í hlutafé, leggja fram nýtt hlutafé og koma framleiðslunni í full- an gang á ný. „Við höfðum áhuga á að vera með í fyrirtækinu frá upp- hafi, en það gekk ekki eftir. Ég tel það jákvætt að við komum nú inn í fyrirtækið og að það muni styrkja at- vinnulífið á svæðinu.“ Ekki ögrun við einn eða neinn Kaup Kaldbaks á hlut í Íslands- fugli hafa verið nokkuð til umræðu meðal bænda sem stunda fram- leiðslu á nauta- og kindakjöti, en KEA á meirihluta í Kaldbak. Telja bændur að með þátttöku í kjötfram- leiðslufyrirtæki sé um grundvallar- breytingu að ræða hjá KEA, sem nú sé með þessum hætti komið í sam- keppni við aðra kjötframleiðendur. Eiríkur Jóhannsson, kaupfélags- stjóri KEA og framkvæmdastjóri Kaldbaks, kvaðst hafa heyrt þessa umræðu. Hann teldi hins vegar að það að Norðlenska ætti í Íslandsfugli kæmi báðum greinum til góða. Með þessum hætti yrði hægt að bjóða meira vöruúrval á síharðnandi mat- vörumarkaði. „Það þýðir ekkert fyr- ir menn að berja hausnum við stein- inn og hér er ekki um að ræða neina ögrun við einn eða neinn. Kjúklinga- kjöt er í sókn og ég hefði haldið að kjúklingaframleiðendur teldust til bænda. Fyrir hönd Kaldbaks er al- veg jafnmikilvægt að landið, Eyja- fjörður og Þingeyjarsýslur byggist upp á mjólkur-, sauðfjár- og kjúk- lingabændum,“ sagði Eiríkur. Uppbygging Íslandsfugls mun dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir og hlutafé of lítið Framleiðsla í lágmarki næstu fimm mánuði Næstu mánuðir verða erfiðir í rekstri Ís- landsfugls í Dalvíkurbyggð. Nýir eigendur keyptu fyrirtækið í síðustu viku og munu leita leiða til að snúa rekstri þess við. Talið er að of lítið hlutafé og dýr uppbygging skýri þá stöðu sem fyrirtækið var komið í. Óvissa ríkir um stöðu starfsfólks Íslandsfugls næstu mánuði og verður m.a. kannað hvort Atvinnuleysistryggingasjóður komi að málum. STAÐA öldrunarmála á Akureyri verður rædd á opnum fundi sem Framsóknarflokkurinn á Akureyri boðar til í kvöld. Fundurinn verður í Hólabraut 13 og hefst kl. 20. Frummælendur á fundinum verða Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra og Jóhannes Gunnar Bjarna- son sem skipar 3. sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á Akureyri Staða öldrunar- mála rædd HÓPUR nemenda úr Verkmennta- skólanum á Akureyri opnar ljós- myndasýningu í Ketilhúsinu á Akur- eyri í dag kl. 17. Myndefni sýningarinnar eru and- stæður, þar sem nemendur gátu val- ið úr viðfangsefnunum lítið–stórt, heitt–kalt, gamalt–nýtt. Sýningin stendur til föstudagsins 19. apríl en þann dag verður opið frá kl. 14 til 18. Sýna ljósmyndir í Ketilhúsinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.