Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 17
TILBOÐI Heklu hf. og Járnbend-
ingar ehf. í byggingu nýrrar mót-
töku- og sorpbrennslustöðvar Sorp-
eyðingarstöðvar Suðurnesja ehf. í
Helguvík hefur verið tekið. Fyr-
irtækin buðu tæpar 6 milljónir
Bandaríkjadala í verkið eða sem
svarar til 584 milljóna króna á nú-
verandi gengi.
Sorpeyðingarstöðin fékk fimm-
tán tilboð í byggingu nýrrar sorp-
eyðingarstöðvar sem boðin var út á
Evrópska efnahagssvæðinu og síð-
ustu mánuði hafa fulltrúar fyrir-
tækisins og ráðgjafar unnið að mati
á boðunum. Guðjón Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Sambands sveit-
arfélaga á Suðurnesjum sem reka
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, seg-
ir að metinn hafi verið stofnkostn-
aður þeirra lausna sem fólust í til-
boðunum, tækni og rekstrar-
kostnaður. Tilboð Heklu og
Járnabendingar hafi reynst hag-
kvæmast.
Ríkiskaup tóku tilboðinu fyrir
hönd Sorpeyðingarstöðvarinnar í
fyrradag. Enn er ákveðin tæknileg
vinna eftir en henni þarf að ljúka
áður en skrifað verður undir samn-
inga sem bornir verða undir sveit-
arfélögin..
12 þúsund tonna stöð
Hægt verður að brenna um 12
þúsund tonnum af sorpi í stöðinni á
ári en það er lítið eitt meira en
brennt var á síðasta ári. Árlega
falla til um 18 - 19 þúsund tonn af
úrgangi á Suðurnesjum. Í stöðinni
verður svokallaður þrepabrennslu-
ofn, þurr og vothreinsibúnaður á
útblæstri þannig að búnaðurinn
fullnægir öllum heilbrigðiskröfum
sem nú eru gerðar til slíkrar starf-
semi og einnig væntanlegum kröf-
um sem gerðar verða í nýrri reglu-
gerð Evrópusambandsins þótt hún
hafi enn ekki tekið gildi á Evr-
ópska efnahagssvæðinu.
Áætlað er að sorpeyðingarstöðin
komist í gagnið fyrir lok næsta árs
og segir Guðjón að þær áætlanir
muni standist. Unnið er að gerð
umhverfismatsskýrslu en frágang-
ur hennar hefur beðið niðurstöðu
útboðsins þar sem taka þarf tillit til
þess búnaðar sem keyptur verður.
Hekla og Járnbending
byggja upp nýja sorpeyðingu
Helguvík
MIKIL stemning ríkir nú hjá nemendum Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja enda kosningar í stjórn
nemendafélagsins í nánd. Frambjóðendur hafa
vakið á sér athygli með ýmsum hætti en kosið
verður í fimm embætti í dag og á morgun.
Það er siður að kjósa í embætti nemenda-
félagsins rétt fyrir lok vorannar svo ný stjórn
geti tekið við strax í byrjun haustannar. Próf
hefjast í skólanum í byrjun maí og því kjörið að
rífa upp stemningu í skólanum áður en nem-
endur leggjast yfir bækurnar.
Tólf nemendur eru í framboði í fimm emb-
ætti. Formannskandídatar eru Arne K. Arneson
og Atli Már Gylfason. Atli Annelsson, Arnar
Már Halldórsson, Hildur Helgadóttir og Run-
ólfur Sanders bjóða sig fram í stöðu varafor-
manns og ritarakandídatar eru Ólafur Viggó
Thordersen og Sif Aradóttir. Í stöðu formanns
skemmtinefndar bjóða sig fram Jón Marinó Sig-
urðsson og Pétur Örn Helgason og kandídatar í
stöðu íþróttameistara eru Árni Jóhannsson og
Skúli Steinn Vilbergsson. Ekki fékkst framboð í
stöðu gjaldkera að þessu sinni.
Tvennir tónleikar
Í fyrradag buðu átta frambjóðendur til
skemmtidagskrár í tilefni kostninganna og
fylktu stuðningsmenn liði til að styðja við bakið
á sínum mönnum. Fjórir frambjóðendur heyja
sína baráttu undir kjörorðinu X-Forystuflokk-
urinn en það eru Atli Már, Runólfur, Pétur Örn
og Sif. Þau buðu stuðningsmönnum sínum á
tónleika með Bubba Morthens í húsnæði Mat-
arlystar. „Við ætlum að vinna þessar kosn-
ingar,“ sagði Atli Már, formannskandídat þegar
Morgunblaðið leit við á tónleikunum.
Aðspurður hvort slík skemmtisamkoma kost-
aði ekki helling, svaraði Atli játandi. „En við
höfum fengið styrki frá 30 fyrirtækjum.“
Hinir frambjóðendurnir fjórir buðu upp á rokk-
tónleika í Frumleikhúsinu um kvöldið, þar sem
hljómsveitirnar Gismó, Rými og Tvíburarnir
stigu á svið, ásamt Munda, Hjalta og Gumma
sem spiluðu á skeiðar. Í þessum hópi er Arne,
Jón Marinó, Ólafur Viggó og Arnar Már. „Við
stöndum ekki saman sem flokkur eða hópur,“
sagði Jón Marinó, formannskandídat í skemmti-
nefnd, í samtali við blaðamann. „Við ákváðum
bara fyrr um daginn að bjóða upp á þessa tón-
leika sem mótframlag við skemmtidagskrá
hinna og ákváðum að gera það saman, þó sem
einstaklingar. Við viljum sýna fram á að það
þarf ekki alltaf mikinn tíma til að undirbúa slík-
ar uppákomur og það þarf heldur ekki að kosta
mikinn pening,“ sagði Jón Marinó að lokum.
Það verður svo spennandi að fylgjast með
hvor stefnan á upp á pallborðið hjá nemendum
Fjölbrautaskólans.
Kosning í stjórn nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Þeir standa saman að kynningu en bjóða sig fram í kosningunum sem
einstaklingar, f.v. Arne, Jón Marinó, Ólafur Viggó og Arnar Már.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Frambjóðendur Forystuflokksins á kynningu sinni, f.v. Pétur Örn, Atli
Már, Runólfur og Sif. Bubbi Morthens lék á kosningahátíðinni.
Stuðningsmönnum boðið á tónleika
Keflavík
HÖRÐUR Guðbrandsson
bæjarfulltrúi skipar efsta sæt-
ið á lista Samfylkingarfélags
Grindavíkurlistans fyrir kom-
andi sveit-
arstjórnar-
kosningar í
Grindavík.
Hann leiddi
listann
einnig við
síðustu
kosningar.
Fram-
boðslisti
Samfylking-
arfélags
Grindavík-
urlistans
var samþykktur á félagsfundi
í fyrrakvöld. Listinn er með
þrjá fulltrúa í bæjarstjórn,
Hörð Guðbrandsson, Pálma
Ingólfsson og Garðar Pál
Vignisson sem tók sæti í bæj-
arstjórn á kjörtímabilinu þeg-
ar Þórunn Jóhannsdóttir
flutti úr bæjarfélaginu. Pálmi
gefur ekki kost á sér til end-
urkjörs en skipar heiðurssæti
listans. Ingibjörg Reynisdótt-
ir varabæjarfulltrúi færist
upp í þriðja sætið. Fulltrúar
listans eru í minnihluta í bæj-
arstjórn Grindavíkur.
Bæjarfulltrúarnir
skipa tvö efstu sætin
Listinn er þannig skipaður í
heild: 1. Hörður Guðbrands-
son bæjarfulltrúi, 2. Garðar
Páll Vignisson bæjarfulltrúi,
3. Ingibjörg Reynisdóttir hús-
móðir, 4. Magnús Andri
Hjaltason verslunarmaður, 5.
Ásta Björg Einarsdóttir hús-
móðir, 6. Sigurður Enoksson
bakarameistari, 7. Lovísa
Hilmarsdóttir þjónn, 8. Ólafur
Sigurpálsson fiskverkandi, 9.
Harpa Guðmundsdóttir hús-
móðir, 10. Finnbogi Jón Þor-
steinsson vélfræðingur, 11.
Kristjana Jónsdóttir kennari,
12. Andrea Hauksdóttir
sjúkraliði, 13. Pétur Vilbergs-
son vélstjóri og 14. Pálmi
Hafþór Ingólfsson kennari.
Hörður
Guð-
brands-
son í
forystu
Hörður
Guðbrandsson
Grindavík
SORPEYÐINGARSTÖÐ
Suðurnesja mun kaupa tæp-
lega 5.000 sorptunnur af Ís-
lenskri umhverfistækni ehf.
fyrir 13,3 milljónir kr. sem er
tæplega 91% af kostnaðar-
áætlun.
Sorpeyðingarstöðin bauð út
kaup á 4.900 sorptunnum og
fékk 21 tilboð. Fimm tilboð-
anna voru undir kostnaðar-
áætlun sem hljóðaði upp á 14,7
milljónir.
Lægsta tilboðið var frá Ís-
lenskri umhverfistækni, lið-
lega 13,3 milljónir kr., og var
því tekið.
Tunnunum á að skila fyrir
20. júní og er áformað að tunn-
ur verði komnar við öll hús
fyrir mitt sumar.
Kaupa
sorptunn-
ur fyrir 13
milljónir
Suðurnes