Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 21

Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 21 Þetta veglega veski fylgir kaupum á 5.500 kr. og yfir. vor- og sumarlitirnir 2002 Snyrtifræðingur frá LANCÔME gefur góð ráð varðandi val og notkun snyrtivara: Lyf og heilsa Austurveri 17. apríl. Lyf og heilsa Kringlan 18. apríl. Lyf og heilsa Mjódd 18. og 19. apríl. Lyf og heilsa Selfossi 19. apríl. WWW.LANCOME.COM Velkomin í töfraheim litanna Vinstrihreyfingin - grænt framboð Föstudagur 19. apríl kl. 13:00-17:15 Ráðstefnan sett Steingrímur J. Sigfússon formaður VG Sveitarfélögin Gunnar Helgi Kristinsson prófessor Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi Atvinnumálin Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður Rannsóknarst. Háskólans á Akureyri Lilja Rafney Magnúsdóttir varaforseti Alþýðussambands Vestfjarða Reinhard Reynisson bæjarstjóri Húsavík Sigurbergur Árnason arkitekt Hafnarfirði Umhverfismálin Jóhanna B. Magnúsdóttir umhverfisfræðingur Mosfellsbæ Kristín Sigfúsdóttir menntaskólakennari Akureyri Sigurður Magnússon myndlistarmaður Bessastaðahreppi Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir kennari Akranesi Laugardagur 20. apríl kl. 9:30-15:3 Borgin og landið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Valgerður H. Bjarnadóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu Akureyri Aldraðir í sviðsljósinu Benedikt Davíðsson formaður Landssambands eldri borgara Ólafur Þór Gunnarsson læknir Kópavogi Ólafur Gunnarsson formaður félagsmálaráðs Mosfellsbæjar Katrín Jakobsdóttir háskólanemi Reykjavík Frambjóðendasmiðja Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafi Sigursteinn Másson fréttamaður Guðni Kolbeinsson íslenskufræðingur og Hilmir Snær Guðnason leikari Ráðstefnan er sérstaklega ætluð frambjóðendum VG í komandi sveitarstjórnarkosningum og öðru áhugafólki um sveitarstjórnarmál efnir til ráðstefnu um sveitarstjórnarmál 19.-20. apríl í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík www.vg.is orðið sjálfstætt fyrirtæki á ný, þar sem sú tækni og þær vörur sem við þróum eru okkar eign og okkur er frjálst að selja og hefja samstarf við hvern sem er. Árangurinn af því mun strax koma í ljós í tilkynningu um uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2002, sem birt verður undir lok mánaðar- ins.“ Tekjuaukning milli ára 26,2% Bókfærðar heildartekjur OZ á árinu 2001 námu 13,7 milljónum Bandaríkjadala, jafngildi um 1.340 milljónum íslenskra króna. Af bók- færðum heildartekjum er tekjufærslu 5,25 milljóna dala, sem fyrirtækið hef- ur fengið greiddar, frestað í samræmi við reikningsskilareglur bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC. Í rekstr- arreikningi eru þar af leiðandi tekju- færðar 8,4 milljónir dala, um 820 milljónir íslenskra króna. Tekjuaukn- ing á milli ára, að meðtöldum frest- uðum tekjum, er 26,2%. Í tilkynningu OZ segir að tekju- aukningu ársins 2001, í samanburði við fyrra ár, megi fyrst og fremst rekja til aukinna verkefna á sviði hug- búnaðarþróunar. Tap af reglulegri starfsemi, EBITDA, árið 2001 var 2,5 milljónir Bandaríkjadala, miðað við bókfærðar TAP hugbúnaðarfyrirtækisins OZ Communication Inc. á árinu 2001 nam 24,6 milljónum Bandaríkjadala, jafn- gildi um 2,4 milljörðum íslenskra króna. Þá eru meðtaldar afskriftir og endurmat á viðskiptavild vegna kaupa á fyrirtæki í Kanada að fjár- hæð 12,2 milljónir dala, gjaldfærsla vegna kaupréttarsamninga að fjár- hæð 1,7 milljónir dala, tap vegna dótt- urfélaga að fjárhæð 1,0 milljón dala og endurmat eigna, einkum vegna áhrifa gengisbreytinga, að fjárhæð 0,6 milljónir dala. Frá þessu var greint í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær. Skúli Mogensen, forstjóri Oz, segir að árið 2001 hafi verið erfitt ár hjá tæknifyrirtækjum um allan heim og OZ hafi þar ekki verið undantekning. „Við lítum hins vegar svo á að með hagstæðum lokauppgjörum við bæði Ericsson og Microcell höfum við tryggt næstu skref fyrir félagið og rekstur þess,“ segir Skúli. „Í ljósi þessara breytinga erum við að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins til Mont- real sem hefur í för með sér enn frek- ari hagræðingu sem skilar sér strax á öðrum ársfjórðungi og eykur jafn- framt getu okkar til að sinna okkar viðskiptavinum í Norður-Ameríku. Það skiptir okkur öllu máli að OZ er heildartekjur, en að frátöldum áhrif- um dótturfélaga, afskriftum og fjár- magnskostnaði. Þetta er 57,4% minna tap en árið 2000, en samsvarandi tap af reglulegri starfsemi á því ári var 5,8 milljónir dala. Í lok fjórða ársfjórðungs var eig- infjárstaða félagsins neikvæð um 4,9 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi um 480 milljóna króna. Heildareignir námu 10,7 milljónum dala, um 1.040 milljónum króna, heildarskuldir að meðtöldum frestuðum tekjum námu 11,1 milljón dala og endurkræft eigið fé nam 4,5 milljónum dala. Félagið átti 3,7 milljónir dala í handbæru fé og viðskiptakröfum, en skammtíma- skuldir að frátöldum frestuðum tekjum námu 1,6 milljónum dala. Áhrif samstarfssamninga í fyrsta uppgjöri þessa árs Í tilkynningunni segir að ársupp- gjör OZ-samstæðunnar fyrir árið 2001 beri með sér að félagið hafi ný- verið lokið samstarfssamningum við Ericsson og Microcell. Áhrif þessa komi ekki að fullu fram fyrr en í upp- gjöri fyrsta ársfjórðungs 2002, er fé- lagið býst við að færa til tekna greiðslur vegna þessara samninga. Þessar greiðslur hafi fram að þessu verið færðar sem frestaðar tekjur samkvæmt reikningsskilareglum bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC. Áhrifa tekjufærslunnar gæti ekki í ársuppgjörinu, en hins vegar gjaldfæri félagið endurmat á við- skiptavild, alls að fjárhæð 8,8 millj- ónir dala. Endurmat viðskiptavildar sé gert samkvæmt nýjum reglum bandaríska reikningsskilaráðsins (Financial Accounting Standards Board), sem tóku gildi um síðustu áramót. Í árslok 2001 var eigið fé samstæð- unnar neikvætt um 4,9 milljónir Bandaríkjadala, en endurkræft eigið fé nemur 4,5 milljónum dala. Vegna áhrifa samningslykta við Microcell í febrúar 2002 mun endurkræft eigið fé færast til hækkunar á eigin fé félags- ins í árshlutauppgjöri 31. mars 2002, segir í tilkynningunni. Tap OZ í fyrra um 2,4 milljarðar króna HUMAN Genome Sciences hefur, að því er fram kom í frétt í dagblaðinu The New York Times í gær, gefið sig út fyrir að vera framsækið gena- rannsóknafyrirtæki, sem nýti sér áð- ur óþekkt gen til að uppgötva ný lyf. En nú, segir dagblaðið, finnst ýms- um sem starfa við að greina fyrir- tæki, að það sé farið að líkjast hverju öðru lyfjafyrirtæki. Vandinn mun vera sá, að fyrstu lyf fyrirtækisins hafi valdið vonbrigðum þegar þau voru prófuð á fólki. Afleið- ingin af því sé sú, að fyrirtækið sé nú orðið háðara því að framleiða bættar útgáfur af þekktum og reyndum lyfj- um. Slík lyf séu nærri helmingur þeirra lyfja sem Human Genome sé nú að rannsaka á fólki. The New York Times segir frá því að í fyrradag hafi fyrirtækið tilkynnt að það hyggist hætta með lyfið mir- ostipen, sem sé eitt af þróuðustu lyfj- um þess sem byggist á genatækni. Ástæðan sé sú að lyfið hafi ekki sýnt næga virkni í rannsóknum á fólki, en ætlunin hafi verið að það fjölgaði hvítum blóðkornum hjá krabba- meinssjúklingum í lyfjameðferð. Í stað þess hyggst fyrirtækið þróa, til sömu nota, langlífari útgáfu af tilteknu próteini sem fyrirtækið Amgen framleiðir. Í fréttinni segir að erfiðleikar Human Genome, sem hafi haft for- skot í að hefja rannsóknir á fólki á tiltekinni gerð lyfja sem þróuð hafi verið með aðstoð genafræði, sýni að erfðavísindi muni ekki endilega leiða til þess að fleiri lyf verði uppgötvuð hraðar, að minnsta kosti ekki nema með mun meiri vinnu. Ekki eru þó allir á því að þetta séu slæmar fréttir fyrir fyrirtækið. Sér- fræðingur hjá Lehman Brothers mælir til að mynda með fyrirtækinu og telur þessa þróun í lagi þó það hljómi ekki eins spennandi að fara troðnar slóðir. Svipuð sjónarmið koma fram hjá framkvæmdastjóra Human Genome, sem segir að mark- mið fyrirtækisins hafi verið að ná ár- angri í lyfjagerð, ekki að skara fram úr í tiltekinni tækni. Lyfjafyrirtækið Human Genome Hefðbundin lyfja- þróun vinnur á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.