Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 22

Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ „STUNDUM finnst mér eins og ég sé frá öðrum hnetti. Hvað svo sem þessir stjórnmálamenn eru að tala um þá tala þeir ekki sama mál og ég,“ sagði Nils Hure, 31 árs arkitekt í París, um viðhorf sitt til baráttunnar vegna komandi for- setakosninga í Frakklandi. Fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn. Niðurstöður skoðanakannana benda til að kjósendur muni láta til leiðast og veita núverandi leiðtog- um landsins brautargengi til seinni umferðar. En kjósendur eru áhugalausir og óánægðir. Sitjandi forseti, íhaldsmaðurinn Jacques Chirac, og keppinautur hans, sós- íalistinn Lionel Jospin, sem nú er forsætisráðherra, munu að öllum líkindum fá um 20% atkvæða hvor um sig, og þannig vinna sér rétt til framboðs í seinni umferðinni, sem fram fer hálfum mánuði eftir fyrstu umferðina. Þau sextíu prósent atkvæða sem eftir eru munu falla hinum 14 frambjóðendunum í skaut – allt frá vinstrisinnuðum byltingarsinna til hægri þjóðernisöfgamanns – en kannanir sína að þessir frambjóð- endur eiga enga möguleika á að komast í seinni umferð kosning- anna. Uppreisn gegn stjórnmálastéttinni Áhugaleysi kjósenda á Chirac og Jospin, sem hafa setið við völd í Frakklandi undanfarin fimm ár, má, að því er álitsgjafar segja, rekja til uppreisnaranda gegn ráð- andi stjórnmálastéttum, og þess, að í kosningabaráttunni hafi lítið verið minnst á þau vandamál sem séu mest knýjandi í Frakklandi um þessar mundir. Chirac og Jospin öttu kappi í síðustu forsetakosningum 1995, og síðan þingkosningar fóru fram 1997 hafa þeir farið saman með völdin í Frakklandi, samkvæmt stjórnarskrárbundnu fyrirkomu- lagi er kallast „sambúð“. Báðir eru á sjötugsaldri og báðir hafa langa reynslu af stjórnmálastarfi. Og báðir eru afsprengi úrvalshóps stjórnunarstéttarinnar. Sem ráða- menn hafa þeir báðir leitað inn á miðjuna. Í augum margra kjós- enda eru þeir „bonnet blanc, blanc bonnet“ – hattur hvítur og hvítur hattur – með öðrum orðum, alveg nákvæmlega eins. Jospin nýtur virðingar fyrir hreinskilni sína og iðjusemi – sem margir segja mega rekja til þess, að hann ólst upp í mótmælendatrú – en þurrleg lyndiseinkunn hans og menntamannslegar aðferðir hans í stjórnmálum hafa gert hann að fremur daufum forsetafram- bjóðanda. Chirac er talinn hlýlegur og hafa hæfileika til að höfða til til- finninga áheyrenda sinna. En orð- spor hans hefur beðið hnekki vegna fjölda fjármála- og kosn- ingahneykslismála er hann var borgarstjóri í París. Hann nýtur sérstaklega lítils fylgis meðal ungs fólks. Samkvæmt skoðanakönnunum mun hvor um sig fá um fimmtíu af hundraði atkvæða í seinni umferð kosninganna, en þó virðist Chirac vera sjónarmun á undan. Verkefni beggja í fyrri umferðinni er fyrst og fremst það, að komast hjá því að hefja seinni umferðina með stórkostlegt tap í farteskinu. Slíkt myndi draga stórlega úr mögu- leika hvors heldur um sig til að stilla sér upp sem hinn mikli „ras- sembleur“ – sá sem sameinar. Trotskíistar og veiðimenn En skoðanakannanir sýna líka, að stuðningur við bæði Chirac og Jospin hefur minnkað síðan kosn- ingabaráttan hófst formlega. Regl- ur um sanngjarna fjölmiðlun hafa gert frambjóðendum er minna fylgis njóta kleift að vekja á sér at- hygli. Einn af þremur trotskíistum, er bjóða sig fram, Olivier Besancenot, 27 ára póstburðarmaður, hefur aukið fylgi sitt í um 2,5%, og greinilegt að hann þykir ekki síst eftirsóknarverður vegna þess hve hann er ungur að árum. Ennfrem- ur hefur Jean Saint-Josse, sem berst fyrir réttindum veiðimanna, aukið fylgi sitt í um fjögur prósent. Alls á Jospin í höggi við sjö frambjóðendur á vinstri vængnum – þar á meðal trotskíistann Arlette Laguiller, sem samkvæmt nýjustu könnunum fær um sjö prósent at- kvæða, kommúnistann Robert Hue, græningjann Noel Mamere og fyrrverandi innanríkisráðherra, Jean-Pierre Chevenement, sem líklega fær um 8,5% atkvæða í fyrri umferðinni. Á hægri vængnum etur Chirac kappi við sex frambjóðendur – og fer þar fremstur hægri öfgamað- urinn Jean-Marie Le Pen – sem fá líklega um 26% atkvæða á sunnu- daginn. Le Pen er spáð rúmum tíu prósentum, og hefur hann sjálfur spáð því að hann muni komast í seinni umferðina. Veiðimanninum Saint-Josse er erfitt að skipa í fylkingu. Það sem ræður svo úrslitum þegar kemur að seinni umferðinni er hvernig þessi 60 prósent áhuga- lítilla og óánægðra kjósenda ákveða að verja atkvæðum sínum. Kjósendur sýna lítinn áhuga Lokasprettur fyrri lotu kosninga- baráttunnar í Frakklandi hafinn AP Veggspjald með mynd af Chirac límt upp í Strassborg. Eitt fyrirtæki sér um öll kosningaveggspjöld í Frakklandi fyrir kosningarnar. París. AFP, AP. ’ Hvað svo semþessir stjórnmála- menn eru að tala um þá tala þeir ekki sama mál og ég ‘ SVEINN Rúnar Hauksson og Við- ar Þorsteinsson, í félaginu Ísland- Palestína, voru stöðvaðir af ísr- aelska hernum þegar þeir reyndu að komast inn í flóttamannabúð- irnar í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Þeir voru í samfloti með sendinefnd frá Ítalíu og segir Sveinn Rúnar að herdeild á fimm skriðdrekum hafi veitt þeim fyr- irsát. Sveinn Rúnar segir að ísraelskir hermenn hafi stöðvað hópinn um 20 km frá Jenín. Þegar Morgun- blaðið ræddi við hann var búið að sleppa fólkinu og var það að reyna að komast aftur til Jerúsalem. Markmiðið að koma nauðsynj- um inn í flóttamannabúðirnar Í skólabyggingu í þorpinu Tayb- ah, þar sem hópurinn kom við áður en herinn stöðvaði hann, dvaldi fjöldi karlmanna sem hafði flúið frá flóttamannabúðunum. Sveinn Rúnar, sem er læknir, segir að flestir hafi þeir verið vel á sig komnir líkamlega. Enginn læknir var í skólanum og var Sveinn beð- inn að skoða mann sem hafði meiðst illa á fæti þegar hann var á flótta undan hersveitum daginn áður. „Markmiðið með ferðinni í dag var að komast inn í flóttamanna- búðirnar með lyf, vatn og einhvern matarbita. Við höfum heyrt fréttir um að enn sé verið að hindra flutning á þessum nauðsynjum til fólksins í rústunum í flóttamanna- búðunum í Jenín,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að breska rík- issjónvarpið, BBC, hafi tekið viðtal við hann og bandaríska konu úr hópnum. „Herinn hefur hindrað að birgðirnar sem við vorum búin að koma til Jenín-borgar á laugardag færu inn í búðirnar. Við heyrðum frá fólki sem slapp þarna inn í gær [fyrradag] að fólk geti ekki sótt lík og sært fólk sem sé enn á lífi geti legið þarna enn þá. Nályktin sé orðin hreint ógurleg,“ segir Sveinn Rúnar. Á sunnudag og mánudag voru Sveinn Rúnar og Viðar í Ramallah. Þeir hjálpuðu til við að koma mat og nauðsynjum til fólks á sjúkra- bifreið á vegum palestínsku lækn- ishjálparsamtakanna og skoðaði Sveinn Rúnar m.a. aðstöðuna á sjúkrahúsinu og slysadeildinni á Ramallah. Hann segir það skipta miklu máli að útlenskir sjálfboðaliðar séu í sjúkrabílunum með palestínsku hjálparfólki. Hann tekur dæmi um þrjú palestínsk ungmenni sem voru í einum sjúkrabílnum og voru stöðvuð af hernum. Einum þeirra var skipað að fara úr fötunum hon- um til niðurlægingar. Þegar hann var kominn úr öllu nema nærbux- unum beindu hermennirnir byssu- hlaupinu að þeim og skipuðu hon- um að fara úr þeim líka. „Það sem er sláandi við að vera í Ramallah er eyðileggingin. Bóka- safnið, allt er eyðilagt sem snertir menningu og innviði samfélagsins. Malbikið er rifið upp, göturnar eru grafnar í sundur svo fólk komist ekki leiðar sinnar. Það er svo mikil villimennska sem einkennir þetta stríð,“ segir Sveinn Rúnar. „Eyðilegging- in í Ramallah er sláandi“ Félagar í Ísland-Palestína stöðvaðir þegar þeir reyndu að komast inn í flóttamannabúðirnar í Jenín Reuters Palestínsk kona rífst við einn ísraelsku hermannanna í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum í gær. SÖLUHÆSTA dagblað Bretlands, Sun, hvatti Karl krónprins til að kvænast ástkonu sinni, Camillu Parker Bowles, í forystugrein á for- síðu blaðsins í gær, viku eftir útför Elísabetar drottningarmóður. „Giftist!“ var fyrirsögn for- ystugreinarinnar og blaðið sagði að prinsinn fengi „fullkomið kvonfang“ ef hann bæri upp bónorð sitt við Parker Bowles þar sem þau hefðu verið „ástfangin í aldarfjórðung“. „Bretland hefur breyst eftir hörmulegan dauða Díönu prins- essu,“ bætti blaðið við og sagði að breyting hefði orðið á afstöðu al- mennings til þess hvort Karl ætti að kvænast aftur. Sun hefur verið í nánu sambandi við aðstoðarmenn prinsins og ólíklegt þykir að blaðið hefði birt áskorunina án þegjandi samkomulags við þá. Samkvæmt skoðanakönnun, sem breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti á mánudag, eru 40% Breta hlynnt því að Karl kvænist Parker Bowles að því tilskildu að hún verði ekki titluð drottning. Aðeins 34% voru þessarar skoðunar fyrir tveim- ur árum. „Ég tel að almenningsálitið hafi breyst talsvert á síðustu tveimur ár- um,“ sagði Geoffrey Marshall, fyrr- verandi prófessor við Oxford- háskóla og sérfræðingur í sögu bresku konungsfjölskyldunnar. „Ég tel að lítið sé því nú til fyrirstöðu að Karl kvænist Camillu og ég er nokk- uð viss um að það gerist í náinni framtíð.“ Karl prins hvattur til að kvænast London. AFP. Karl prins og Parker Bowles.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.