Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ARGENTÍNSKIR maurar, sem bár- ust til Evrópu fyrir um 80 árum, hafa komið sér upp mestu maura- nýlendu, sem nokkru sinni hefur fundist. Er hún 6.000 km löng, frá Norður-Ítalíu, um Suður-Frakkland og að Atlantshafsströnd Spánar. Í henni búa milljarðar maura í millj- ónum einstakra mauraþúfna. Maurar eru ekki vanir að gefa maurum úr öðrum þúfum nein grið en ljóst er, að maurarnir í þessari risanýlendu bera kennsl hver á ann- an og geta því starfað saman, jafnvel maurar úr sitt hvorum enda hennar. Talið er, að argentínsku maur- arnir hafi borist til Evrópu með inn- fluttum plöntum og ekki fer á milli mála, að hingað til hefur þeim vegn- að vel í baráttunni við þær 20 teg- undir, sem fyrir voru í álfunni. Sagði frá þessu á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Samvinnusinnaðir landnámsmaurar Vísindamenn vita ekki fyrir víst hvernig á þessari risanýlendu stend- ur en grunar, að skýringarinnar sé að leita í velgengni mauranna. Vegna hennar hafi frá upphafi verið mjög skammt á milli mauraþúfn- anna og það hafi aftur ýtt undir samvinnu fremur en átök. Þróunin hafi síðan styrkt þetta fyrirkomulag enda standi maurar, sem eru lausir við innbyrðisátök, vel að vígi í bar- áttunni við aðrar, fjarskyldar teg- undir. „Það er gaman að sjá hvernig nýtt landnám getur breytt félagslegri hegðan,“ segir Laurent Keller, pró- fessor við háskólann í Lausanne í Sviss. „Þetta er mesta samvinnu- félag, sem vitað er um.“ Spá sundurlyndi og átökum Keller og kollegar hans spá því samt, að fyrr eða síðar muni sam- vinnan fara út um þúfur vegna þess, að erfðafræðileg frávik muni valda átökum milli þeirra. Auk þess eigi risanýlendan sér óvini í annarri nokkuð stórri nýlendu herskárra, argentínskra maura í Katalóníu á Spáni. Í heiminum öllum eru rúmlega 4.500 maurategundir. Stendur sam- félag þeirra og fellur með ófrjóum kvendýrum, sem afla fæðunnar og annast afkvæmi vængjuðu og frjóu drottninganna. Hlutverk karlanna er að eiga mök við drottninguna og deyja síðan. 6.000 km löng maura- nýlenda í Evrópu ÞÚSUNDIR Indverja fylgdust með því í gær þegar gufuknúin járnbrautar- lest með ellefu vagna lagði af stað frá aðallestarstöðinni í Bombay í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fyrstu lestarferðinni á Indlandi. Lestin fór til bæjarins Thana, um 60 km frá Bombay, sömu leið og fyrsta lestin fór fyrir einni og hálfri öld þegar Indland var nýlenda Bretlands. Ferðin tók 75 mínútur eins og jómfrúrferðin 16. apríl 1853. Reuters 150 ár liðin frá jómfrúrferðinni LJÓST þykir, að Xanana Gusmao, fyrrverandi skæruliðaleiðtogi, hafi unnið yfirburðasigur í fyrstu for- setakosningunum á Austur-Tímor en þær fóru fram um síðustu helgi. Samkvæmt tölum, sem birtar voru um miðjan dag í gær, hafði Gusmao fengið 77,83% atkvæða en eini keppinautur hans, Francisco Xavier do Amaral, 18,6%. Þá hafði verið fulltalið í sjö af þrettán kjör- dæmum í landinu. Endanleg nið- urstaða á að liggja fyrir í dag. Do Amaral, sem segist hafa boð- ið sig fram til að kjósendur hefðu um eitthvað að velja, hafði ekki ját- að ósigur sinn í gær en stuðnings- menn hans viðurkenndu, að þeirra maður hefði beðið lægri hlut. Forsetakosningarnar voru loka- skrefið í blóðugri baráttu lands- manna gegn yfirráðum Indónesa en 20. maí næstkomandi verður Austur-Tímor formlega sjálfstætt ríki. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið með stjórn landsins síðan íbúarnir ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í ágúst 1999 að segja skilið við Indónesíu en viðbrögð Indónesíu- hers og stuðningsmanna hans voru að drepa hundruð manna og valda gífurlegri eyðileggingu í landinu. Linnti þeirri ógnaröld ekki fyrr en mánuði síðar er friðargæsluliðar SÞ komu á vettvang. Gusmao var leiðtogi skæruliða, sem börðust gegn yfirráðum Ind- ónesa en var handtekinn 1992 og sat í fangelsi í sjö ár. Do Amaral var forseti landsins í níu daga árið 1975 eða frá því að Portúgalar yf- irgáfu það eftir að hafa ráðið því í mörg hundruð ár og þar til Ind- ónesíuher lagði það undir sig 7. desember. Yfirburðasigur Gusmaos á Austur-Tímor Dili. AP. AP Xanana Gusmao ræðir við fréttamenn í Dili eftir að fyrstu kjörtölur í forsetakosningunum á Austur-Tímor voru birtar í gær. GÓÐUR meirihluti Dana vill taka upp evru í stað krónunnar en Bertel Haarder, Evrópumála- ráðherra í dönsku stjórninni, hef- ur ekki á prjónunum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það á næstunni. Yrði kosið nú um evruna myndu 56% kjósenda segja já við henni en 36% nei. Aðrir eru óákveðnir. Kom þetta fram í skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Jyllands-Posten. Danskir stjórnmálamenn segja að aukinn stuðningur við upp- töku evrunnar stafi einkum af því að hún er nú orðin gjaldmiðill flestra Evrópusambandsríkja og að auki gert jafn hátt undir höfði og dönsku krónunni í ýmsum verslunum í Danmörku. Stjórnarflokkarnir báðir, Venstre og Íhaldsflokkurinn, og kjósendur þeirra eru mjög hlynntir evrunni en sumir segja, að aðgerðaleysi stjórnarinnar í þessu máli stafi af stuðningi Danska þjóðarflokksins við hana. Hann er Evrópufjandsamlegur eins og er með flokka, sem eru yst til hægri eða vinstri í hinu pólitíska litrófi. Meirihluti Dana vill fá evruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.