Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LAGASTOFNUN Há-skóla Íslands efndi tilráðstefnu sl. föstudag áHótel Sögu um þjóð- lendur og úrskurði óbyggðanefnd- ar, sem nýlega komst að niður- stöðu um hvar þjóðlendumörk ættu að liggja í uppsveitum Ár- nessýslu. Ráðstefnan var mjög vel sótt, einkum af lögfræðingum og laganemum, en þarna voru einnig fulltrúar bænda, þingmanna, sveitarstjórnarmanna og dómara úr lögmannastétt. Umræður voru líflegar og fram komu mismun- andi sjónarmið fræðimanna um þjóðlendur og úrskurði óbyggða- nefndar. Dr. Páll Sigurðsson, deildarfor- seti lagadeildar, setti ráðstefnuna og sagði hana marka upphaf kynningarstarfs Lagastofnunar, þar sem boðið yrði upp á mál- efnalega og faglega umræðu milli fræðimanna og almennings um álitaefni í þjóðfélaginu hverju sinni. Hann sagði úrskurði óbyggðanefndar hafa kynt undir umræðu um verndun auðlinda Ís- lendinga. Ekki aðeins hagsmuna- aðilar og þingmenn létu sig þau mál varða heldur einnig almenn- ingur. Reiknaði Páll með að um- fjöllunarefni ráðstefnunnar vekti fleiri spurningar en ræðumenn gætu svarað. Næst tók Björg Thorarensen, prófessor við laga- deild Háskólans, við fundarstjórn og bauð hún Eiríki Tómassyni, starfsbróður sínum við lagadeild- ina, að stíga fyrstum í pontu. Eyða þurfti óvissu og samræma löggjöf um eignarhald auðlinda Erindi Eiríks fjallaði um tillögu auðlindanefndar ríkisstjórnarinn- ar, sem hann átti sæti í, um eign- arrétt þjóðarinnar að náttúruauð- lindum og landsréttinum. Meðal þess sem hann sagði var að það væri óeðlilegt að mismunandi lög giltu í landinu um þessar auðlindir og réttindi. „Enda verður ekki séð að neitt réttlæti það í sjálfu sér að gerður sé greinarmunur í lögum á aðkomu ríkisins að þjóðlendum, auðlindum í jörðu, hafsbotninum og nytjastofnum í sjó. Ennfremur er mjög brýnt að bundinn verði endi á þá réttaróvissu sem ríkt hefur um rétt þeirra sem fengið hafa leyfi til veiða á grundvelli laga um stjórn fiskveiða,“ sagði Eiríkur og bætti við að það hefði einmitt verið markmið auðlinda- nefndar að eyða þessari óvissu og samræma reglur um eignarhald á þeim auðlindum sem ekki væru háðar einkaeignarrétti. Því næst fór Eiríkur yfir tillögu nefndarinnar um nýtt ákvæði í VII. kafla stjórnarskrárinnar í þremur málsgreinum þar sem náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekki væru háðar einkaeign- arrétti, væru lýstar þjóðareign. Eíríkur sagði það vera sitt mat að þetta yrði að vera komið inn í stjórnarskrá áður en sú staða kæmi upp í framtíðinni að Ísland færi inn í Evrópusambandið. Ef eignarhald á fiskistofnum eða öðr- um náttúruauðlindum og lands- réttinum væri í lausu lofti væri voðinn vís. Þjóðlendur í einkaeign með stofnun hlutafélaga Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands, tók næst til máls og fjallaði um þjóðlendur út frá sjón- armiðum hagfræðinnar. Hann sagði m.a. að gild hagfræðileg rök væru fyrir því að séreignarréttur væri forsenda verulegrar fram- leiðslu og hagvaxtar. Hagvöxtur byggðist á uppsöfnun fjármagns annars vegar og sérhæfingu hins vegar, hvort tveggja krefðist sterks séreignarréttar. Ragnar sagði að án séreignarréttar væru samfélög fátæk og velferð lítil. Næst lagði hann mat á reynslu af ríkisrekstri og ríkiseign. „Yfir- gripsmiklar tilraunir“ hefðu verið gerðar á 20. öldinni í sósíalísku ríkjunum og velferðarríkjum Vesturlanda og niðurstaðan væri í fullu samræmi við kenningar: rík- isrekstur hefði ætíð reynst óhag- kvæmur og leitt til sóunar. Því væri alls staðar verið að hverfa frá ríkiseign og -rekstri þar sem unnt væri. Einkavæðing færi fram á öllum sviðum og verið væri að selja ríkislönd, jafnvel hér á landi. Tók hann einnig dæmi um Bandaríkin, þar væri verið að reyna sölu á landi í ríkiseign. Reynslan hefði sýnt að þetta land væri mjög illa notað. Ragnar sagði umræðuna fyrst um fremst snúast um hvernig þetta yrði gert – ekki hvort. Ragnar sagði að það væri ekki vænlegur kostur að gera hálendi Íslands að þjóðlendum. Þjóðlend- ur hefðu alla ókosti sameignar, s.s. eins og lágt eignarréttargildi, ranga hvata og takmarkað aðhald og ósamhverfan kostnað og ábata. Ragnar sagði að breyta þyrfti sem fyrst núverandi þjóðlendum í einkalendur. Kom hann fram með þá hugmynd að stofna hlutafélög um þjóðlendur, jafnvel lands- hlutatengd. Hlutafélögin ætti að skrá á markaði og allir landsmenn ættu að fá jafnan hlut í þessum fé- lögum. Ragnar sagði kosti þessa fyrirkomulags ótvíræða. Ókostir sameignar og ríkisrekstrar hyrfu að verulegu leyti, notendur yrðu að kaupa rétt af hlutafélögunum, umhverfissamtök og aðrir hags- munahópar gætu safnað hlutum og nýting hálendisins yrði í betra samræmi við þjóðarhag. Endi vonandi bundinn á aldagamlar þrætur Að loknu erindi Ragnars fjallaði Þorgeir Örlygsson, ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu og varamaður í óbyggðanefnd, um aðdragandann að setningu laga um þjóðlendur og markmið lagasetningarinnar. Markmiðið hefði fyrst og fremst verið að binda enda á aldagamlar þrætur og málaferli um eignar- hald á landi. Hann sagði grundvöll að þjóðlendulögum hafa verið dóm Hæstaréttar hinn síðari um Landmannaafrétt, frá árinu 1981. Þar var eignatilkalli ríkisins hafn- að, þar sem það hafði ekki fært fram heimildir fyrir því. Ríkið við- urkenndi hins vegar upprekstrar- rétt. Þorgeir sagði að í framhaldi þessa dóms hefðu stjórnvöld að nefnd sem síðar kom m lögur að lagasetningu um e hald á landi. Hugtakið þjóð varð til í meðförum nefndar en Þorgeir upplýsti að höf þess hefði á sínum tíma Magnús Már Lárusson, fy andi prófessor og háskólarek Þorgeir gerði einnig grein eignarréttarlegri stöðu þjóð og fjallaði um heimildir s valda og réttindi einstakli tengslum við nýtingu þjóð Hann sagði lagalega nauðsy vera fyrir því að hafa eigan öllum landssvæðum á Ísland væri pólitískt mat lögg hversu langt ætti að ganga h sinni. Gjaldtaka af Landsvirk Nú var fundargestum tækifæri á að koma með spurnir til ræðumanna eð mennar athugasemdir. þess sem spurt var um var taka af þeim sem nýttu sér innan þjóðlendna. Eiríkur asson var til svara og vék sínu að Landsvirkjun. Stjór um væri heimilt samkvæmt lendulögum að taka gja Landsvirkjun fyrir að henni til lands- og vatnsré innan þjóðlendna. Alþingi einnig í sjálfsvald sett að á enga gjaldtöku, innan ramm anna. Eiríkur sagði það sína un að auðlindagjald ætti að af Landsvirkjun, líkt og að ætti gjald af útgerðinni fy veiða úr sameiginlegri eign manna. Sigurður Líndal, fv. lag fessor, kvaddi sér einnig hljó sagðist vilja gera athugasem hugtakið þjóðlendur. Um væ ræða hreina og beina rík með ákveðnum kvöðum og hann athugasemdir við þær myndir að setja ákvæði stjórnarskrá um þjóðlendu og auðlindanefnd hefði lag Sagði Sigurður að þetta komulag minnti sig einna h stjórnarskrá gömlu ráðstjó ríkjanna í austri. „Það er ve láta þjóðina halda að hún eig hvað sem hún á ekkert í,“ Fullt út að dyrum á ráðstefnu Lagastofnunar Háskó Skiptar sk um þjóðle Ráðstefna Lagastofnunar var fjölsótt, jafnt af lögspekingum s fremsta bekk má sjá tvo af framsögumönnum, prófessorana Rag þeirra er einn fyrirspyrjenda, Páll Lýðsso Á fjölsóttri ráðstefnu sem Lagastofnun fóru fram líflegar umræður um úrsk Björn Jóhann Björnsson sat ráðstefnu mynd um að stofna hlutafélög í eigu alm HVATNING FREMUR EN SKYLDA Meirihluti allsherjarnefndar Al-þingis hefur lagt fram frum-varp til laga um breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Þar er lagt til að útlendingar, sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt, hljóti hann ekki, nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti haldið uppi almenn- um samræðum á íslensku. Lagt er til að dómsmálaráðherra setji nánari reglur um prófun á íslenskukunnáttu umsækjenda og vottun um þá kunn- áttu. Röksemdirnar fyrir því að allsherj- arnefnd telur nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um íslenskan rík- isborgararétt í þessa veru eru þær að íslenskukunnátta sé forsenda þess að útlendingar geti tekið virkan þátt í ís- lensku samfélagi. Því telji nefndin eðli- legt og mikilvægt að þeir útlendingar sem veittur er íslenskur ríkisborgara- réttur, geti sýnt fram á lágmarkskunn- áttu á íslensku máli. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður og for- maður allsherjarnefndar, segir í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að aðal- atriðið sé að útlendingar aðlagist íslenzku samfélagi sem fyrst og þeim gefist tækifæri til þess. Bjarney Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir hins vegar að með frumvarpi í þessari mynd sé verið að nálgast málið frá öfugum enda. Hún telji réttara að auka fram- boð á íslenskukennslu og auðvelda út- lendingum að læra málið, frekar en að stilla fólki upp við vegg með þessum hætti. Morgunblaðið tekur undir þessa at- hugasemd. Það hlýtur að vera mögu- legt að hvetja fólk af erlendu bergi brotið, sem býr hér og hyggst sækja um íslenskan ríkisborgararétt, til þess að læra íslensku fremur en að skylda það til þess. Það hlýtur að vera í takt við lýðræðissamfélag að gefa fólki kosti og möguleika fremur en að koma á íþyngjandi lögum um skyldu. Ef marka má ummæli Jóns Thors lögfræðings í blaðinu í gær og fyrr- nefndrar Bjarneyjar Friðriksdóttur, er fremur óalgengt að útlendingar sem hafa búið hérlendis í nokkur ár, geti ekki bjargað sér á íslensku. Í ljósi þess er spurning hvort skylda og prófun á íslenskukunnáttu sé nauðsynleg? Hvort það sé ekki val flestra að læra tungumálið í búsetulandinu, svo fram- arlega sem þeir hafi tækifæri til þess? Hvort ekki væri skynsamlegra og ódýrara fyrir ríkið að gefa aðfluttum aukin tækifæri til þess að stunda ís- lenskunám, með því til dæmis að auka framboð og aðgengi að slíku námi, í stað þess að skylda þá til náms og láta þá þreyta próf til að sanna getu sína? Dæmi eru um íslenska ríkisborgara, sem við vildum ekki án vera, sem hefðu á sínum tíma ekki uppfyllt þau skil- yrði, sem meirihluti allsherjarnefndar vill nú setja. NÝSKÖPUNARVERKSTÖÐ LÝÐRÆÐISINS Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ís-lands flutti um margt athyglisverða ræðu á þemaráðstefnu Norðurlandaráðs um lýðræði á Norðurlöndum, sem lauk í Reykjavík í gær. Forsetinn ræddi núver- andi stöðu lýðræðisins og vék m.a. að því að stjórnmálaflokkarnir myndu að lík- indum eiga sífellt erfiðara með að fá hæfileikaríkt fólk til að gefa kost á sér til setu í sveitarstjórnum og á þjóðþingum. „[V]irðist því að helztu stofnanir lýðræð- isins muni veikjast vegna þess að aðrir – fyrirtæki, hagsmunasamtök, fjölmiðlar, fjármálastofnanir og embættiskerfi – hafi betur í keppninni um þá sem hafa menntun, þjálfun og hæfileika til að skara fram úr og sýna frumkvæði á skap- andi hátt. Ungt fólk hefur nú mun fjöl- breyttari tækifæri til að svala metnaði sínum um frægð og frama, spennandi störf og góðar tekjur. Flokkarnir, þjóð- þingin og sveitarstjórnirnar – þessar lykilstofnanir lýðræðiskerfisins – munu eiga í vaxandi erfiðleikum með að halda sínu í samkeppni um fólk,“ sagði Ólafur Ragnar. Sú þróun, sem forseti Íslands nefnir, á sér vissulega stað bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Mörg dæmi eru um það frá undanförnum árum að fólk hafni því að gefa kost á sér til starfa í þágu almennings vegna þess mikla álags sem þeim fylgir, návígis í fjölmiðlum og oft óvægins umtals, en allt þetta hefur ekki sízt áhrif á fjölskyldu- og einkalíf viðkomandi. Jafnframt fer þeim fjölgandi sem hverfa af vettvangi stjórnmálanna af sömu ástæðum. Segja má að forystumenn í t.d. stórfyrirtækj- um og hagsmunasamtökum búi að mörgu leyti við svipað álag, en á móti kemur að þeim er alla jafna umbunað með mun betri launum en kjörnum fulltrúum. Ólafur Ragnar segir þennan vanda lýðræðisins hafa að vissu leyti verið feimnismál og lítið borið á tillögum um viðnám. Verði hins vegar ekkert að gert geti það orðið til að veikja stofnanir lýð- ræðisins. Forsetinn setti í ræðu sinni ekki fram beinar tillögur til úrlausnar, en hluti af lausn þessa vanda hlýtur þó að liggja í þeim sóknarfærum, sem forset- inn telur að þróun upplýsingatækninnar skapi. Hann segir þróun Netsins hafa knúið á um að gera stjórnsýslu opnari og gegnsærri og aðgang að upplýsingum greiðari en áður. „Nýir möguleikar hafa skapazt til að virkja almenning til lýð- ræðislegrar þátttöku og er mikilvægt að slík tækifæri verði skoðuð með opnum huga ef við viljum leitast við að efla lýð- ræðið og endurnýja á komandi árum,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Hann vísaði til þess að Norðurlöndin væru framar- lega í nýtingu upplýsingatækninnar og hefðu einstakt tækifæri til að verða „skapandi og spennandi nýsköpunarstöð lýðræðisins“. Gera má ráð fyrir að þróist mál þannig að æ erfiðara verði að fá afburðafólk í störf kjörinna fulltrúa á þingi og í sveit- arstjórnum, verði sú krafa háværari – og eðlilegri – að í stað þess að hinir kjörnu fulltrúar afgreiði öll mál fái almenningur beint ákvörðunarvald. Það verður æ minni munur á fulltrúunum og kjósend- um þeirra, bæði af fyrrgreindum ástæð- um og með stóraukinni menntun almenn- ings, aðgangi að upplýsingum og nú síðast að nýrri tækni. Í upplýsingatækninni felast mögu- leikar til endurnýjunar lýðræðisins sem full ástæða er til að skoða með opnum huga. Norðurlöndin hafa löngum verið í framvarðasveit lýðræðisríkja og eins og forseti Íslands bendir á er fullkomlega eðlilegt að þau verði í fararbroddi við þróun lýðræðis 21. aldarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.