Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 33
d skip-
með til-
eignar-
ðlenda
rinnar
fundur
verið
yrrver-
ktor.
n fyrir
ðlendu
stjórn-
inga í
ðlendu.
yn ekki
nda að
di, það
gjafans
hverju
kjun
gefið
fyrir-
ða al-
Meðal
gjald-
r land
Tóm-
k máli
nvöld-
t þjóð-
ald af
leggja
éttindi
væri
ákveða
ma lag-
a skoð-
ð taka
ð taka
yrir að
lands-
gapró-
óðs og
md við
æri að
kiseign
gerði
r hug-
inn í
ur, líkt
gt til.
fyrir-
helst á
órnar-
erið að
gi eitt-
sagði
Sigurður og uppskar mikinn hlát-
ur fundargesta.
Eiríkur svaraði á móti og sagð-
ist að hluta geta tekið undir með
Sigurði, að lítill munur væri á rík-
iseign og þjóðareign. Vegna um-
mæla Sigurðar um ráðstjórnar-
ríkin rifjaði Eiríkur upp að þeir
Ragnar Árnason hefðu deilt nokk-
uð innan auðlindanefndarinnar
þrátt fyrir að hafa verið tilnefndir
til starfans af sama flokknum.
Ragnar væri gamall marxisti sem
talaði samt fyrir einkalendum í
stað þjóðlendna og hann sjálfur
jafnan verið á móti sósíalismanum
en talaði nú fyrir „ráðstjórnar-
rétti“.
Már Pétursson hrl., sem starfar
nú sem lögfræðilegur ráðgjafi
Bændasamtakanna, þakkaði
ræðumönnum fyrir þeirra erindi,
sagði þá bæði hugsa skýrt og tala
skýrt. Már sagði kjarna málsins
liggja í þeim orðum Eiríks annars
vegar, að hann hefði nú gerst tals-
maður sósíalismans, og orðum
Þorgeirs hins vegar, að það væri
pólitískt mat löggjafans hverju
sinni sem réði því hversu langt
væri gengið í kröfum á eignar-
land. Minnti Már fundarmenn á
að verið væri að fjalla um mál sem
ekki væri búið að taka ákvörðun
um á hæstu stigum, þ.e. að breyta
stjórnarskránni í anda þess sem
auðlindanefnd hefði lagt til.
Ríkið ekki að ásælast lönd
Eftir kaffihlé var komið að er-
indum þeirra hæstaréttarlög-
manna sem tókust á fyrir
óbyggðanefnd vegna uppsveita
Árnessýslu, Ólafs Sigurgeirsson-
ar, sem flutti mál ríkisins fyrir
hönd fjármálaráðherra, og Ólafs
Björnssonar, sem flutti mál nokk-
urra landeigenda, m.a. föður síns,
Björns Sigurðssonar í Úthlíð.
Ólafur Sigurgeirsson reið á
vaðið og rakti þann lögfræðilega
grundvöll sem var fyrir kröfum
ríkisins. Hann sagði kröfunefnd
fjármálaráðherra hafa staðið
frammi fyrir miklum lögfræðileg-
um vanda við sitt verk. Litið hefði
verið til allra helstu og elstu heim-
ilda og dómar Hæstaréttar brotn-
ir til mergjar sem fjallað hefðu
um sambærileg mál.
„Ríkið er ekki með kröfugerð
sinni að ásælast lönd, enda þarf til
þess eignarnám. Það má heldur
aldrei gefa eftir ríkisland, þar sem
það er einungis hægt með lögum,
samanber 40. grein stjórnarskrár.
Vanlýsing getur svo ennfremur
varðað við 139. grein almennu
hegningarlaganna. Ennfremur er
til þess að líta að fyrir óbyggða-
nefnd gildir ekki málsforræðis-
reglan, eins og í einkamálum,
þannig að aðilar geta ekki ráðið
niðurstöðu á þann veg að hún
verði önnur, en þegar ýtrustu
kröfur eru gerðar. Þetta allt ber
að hafa í huga þegar litið er til af-
stöðu fjármálaráðuneytis við
kröfugerð um þjóðlendumörk,“
sagði Ólafur Sigurgeirsson meðal
annars.
Allur vafi túlkaður
landeigendum í hag
Ólafur Björnsson rakti lög-
fræðilegan grundvöll fyrir kröfum
landeigenda. Hann minnti á að
samkvæmt 1. gr. þjóðlendulaga
væru þjóðlendur skilgreindar ut-
an eignarlanda. Landeigendur
hefðu haldið því fram að innan
þinglýstra landamerkja færu þeir
einir með öll venjuleg eignarráð.
Þá minnti Ólafur á 72. gr. stjórn-
arskrárinnar um að ekki mætti
hrófla við eignarrétti manna nema
með lögum og í þjóðlendulögunum
væri ekki að finna neina heimild
til eignarnáms.
Ólafur sagði að í málsmeðferð
óbyggðanefndar hefði allur vafi
um hvort land innan jarðar hefði
verið numið í öndverðu, verið
túlkaður landeiganda í hag ef
hann hefði þinglýsta eignarheim-
ild, athugasemdalausa, í hendi.
Ríkið hefði ennfremur alla sönn-
unarbyrði fyrir því að land, sem
samkvæmt venju tilheyrði jörð,
hefði ekki verið numið í öndverðu
og væri því eigendalaust. Ólafur
sagði það mikilvægt að hafa feng-
ið þetta fram. Óbyggðanefnd hefði
tekið visst ómak af Alþingi í þess-
um efnum og úrskurðirnir væru
vegvísar fyrir framhald þjóð-
lendumála.
Óbyggðanefnd
gagnrýnd
Í lokin fóru fram stuttar um-
ræður og fyrirspurnir. Þar kom
m.a. fram gagnrýni í máli Jörund-
ar Gaukssonar lögmanns á úr-
skurði óbyggðanefndar, up
pbyggingu þeirra og forsendur.
Taldi hann úrskurðina ekki upp-
fylla skilyrði stjórnsýslulaga.
Þannig skorti nokkuð á að full-
nægjandi grein væri gerð fyrir
sjónarmiðum landeigenda, s.s.
varðandi hefð og skilgreinda eign.
Þá kom Jörundur með tillögu um
að málskotsréttur í kjölfar úr-
skurða yrði lengdur.
Páll Lýðsson frá Litlu-Sandvík
í Árnessýslu kom með tvær fyr-
irspurnir. Hann fékk ekki svör við
þeirri fyrri um afdrif vikurnáms á
afréttum í kjölfar úrskurðanna,
en síðan beindi hann þeirri spurn-
ingu til lögmanns ríksins hvort
kröfur yrðu ekki dregnar til baka
í Rangárþingi og Skaftafells-
sýslum. Ólafur Sigurgeirsson
sagði svo ekki vera, búið væri að
auglýsa eftir kröfum en miðað við
fyrstu úrskurðina yrði um engar
þjóðlendur að ræða á þessum
svæðum nema í A-Skaftafells-
sýslu. Ólafur Björnsson sagði að
kröfugerð ríkisins hlyti að taka
breytingum miðað við fyrstu úr-
skurðina.
Þá spurði Gunnar Sæmundsson
frá Hrútatungu hvort allt landið
yrði tekið fyrir hjá óbyggðanefnd
og spurði sérstaklega í því sam-
bandi um Snæfellsnes og Vest-
firði. Ræðumenn gáfu þau svör að
samkvæmt þjóðlendulögum ætti
að taka allt landið fyrir og því ætti
að vera lokið árið 2007. Einnig var
minnt á að óbyggðanefnd hefði
frumkvæðið um hvaða svæði væru
tekin fyrir og í hvaða röð.
óla Íslands um úrskurði óbyggðanefndar
koðanir
endur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
sem almennum borgurum, en til hægri á
gnar Árnason og Eirík Tómasson. Við hlið
on frá Litlu-Sandvík.
TENGLAR
..................................................
www.hi.is/stofn/lagast/
www.obyggdanefnd.is
bjb@mbl.is
n HÍ stóð fyrir á föstudag
kurði óbyggðanefndar.
una og hlýddi m.a. á hug-
mennings um þjóðlendur.
CARL Bildt, fyrrverandi for-sætisráðherra Svíþjóðar,segir aðstæður Íslands sér-stakari en flestra annarra
þjóða þegar kemur að því að taka af-
stöðu til aðildar að Evrópusamband-
inu (ESB). Hann segir það hins vegar
rökrétta þróun fyrir Norðmenn að
ganga í sambandið. Hann vísar á bug
þeirri skoðun Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta Íslands, að alþjóðavæð-
ingin veiki undirstöður lýðræðisins.
Þetta kom fram á blaðamannafundi
sem Bildt hélt í gær að loknum um-
ræðum á þemaráðstefnu Norður-
landaráðs, en ráðstefnan ber yfir-
skriftina „Norrænt lýðræði 2020“. Í
ræðu Bildts á ráðstefnunni og á blaða-
mannafundinum kom fram sú skoðun
hans að mikilvægi norræns samstarfs
fari dvínandi og evrópsk samvinna
hafi tekið við.
Róttækar breytingar árangurs-
ríkari í Austur-Evrópu
Í ræðu sinni reyndi Bildt að svara
því hversu mikilvægt fordæmi norræn
samvinna væri í þeim miklu þjóð-
félagslegu breytingum sem átt hefðu
sér stað í Evrópu á síðasta áratug lið-
innar aldar. Sagði hann að þegar
kommúnisminn féll í Austur-Evrópu
hafi það leitt af sér miklar umræður
um hvaða leið væri best að fara við
uppbyggingu fyrrum kommúnista-
ríkja, hvort grípa ætti til róttækra að-
gerða eða koma á breytingum smám
saman. „Það var í þessu samhengi sem
andstæðingar róttækrar frelsunar-
stefnu hömpuðu norræna velferðarlík-
aninu sem hinu rétta.“
Það er ekki fyrr en nú, áratug síðar,
sem okkur gefst möguleiki á að meta
hvor leiðin hafi verið betri, að sögn
Bildts. Nýlega hafi Alþjóðabankinn og
Þróunarbanki Evrópu gefið út niður-
stöður sínar um þróunina í átt frá sós-
íalismanum í austurhluta álfunnar síð-
asta áratuginn. Báðar séu þessar
stofnanir sammála um að meiri árang-
ur hafi náðst þar sem róttæk umbóta-
stefna réði ríkjum en í þeim löndum
þar sem stefnt var að því að breyta
þjóðfélaginu smám saman.
Í ræðu sinni rifjaði Bildt upp annað
dæmi um það hvernig norræna líkan-
inu var hampað, en það var um miðjan
tíunda áratug síðustu aldar þegar
hann vann að því að koma á friði á
stríðshrjáðum svæðum í Suðaustur-
Evrópu. Franjo Tudjman, þáverandi
forseti Króatíu, hafi á þeim tíma bent
á hvernig friður komst fyrst á meðal
norrænna þjóða eftir að Kalmarsam-
bandið var leyst upp og Skandinavíu
var skipt upp í aðskilin þjóðríki. Þá
fyrst hafi myndast grunnur fyrir sam-
vinnu milli Norðurlandanna. Þetta
hafi Tudjman fundist vera rétta leiðin
fyrir Balkanskagann; skipta bæri hon-
um upp í þjóðríki og hrekja Serba frá
Krajina-héraðinu í Króatíu á sama
hátt og Danir voru hraktir frá Skáni.
Sagði Bildt að þetta hafi Tudjman tal-
ið vera norræna lausn á vandamálum
Balkanskaga.
Bildt taldi þó að eftir að þjóðirnar
þrjár á Balkanskaga höfðu verið frels-
aðar hafi norræn samvinna verið já-
kvæð hvatning fyrir þá samvinnu sem
smám saman komst á milli ríkjanna
þar.
Breiðara samstarf en
það norræna nauðsynlegt
Niðurstaða Bildts er engu að síður
sú að ekki megi ofmeta mikilvægi nor-
ræna samstarfslíkansins fyrir Evrópu
eða veröldina í heild sinni. Norræn
samvinna sem fyrirmynd fyrir þjóðir
heims tilheyri tímabili sem nú sé liðið.
Til samvinnunnar hafi verið stofnað,
m.a. til að tryggja frið í Norður-Evr-
ópu á tímum kalda stríðsins. Sagði
hann að ennþá væri mikilvægt að
stuðla að því að Norðurlandabúar geti
farið frjálsir ferða sinna milli Norður-
landanna. Eins muni sameiginlegur
menningarlegur arfur, sem ekki síst
liggur í tungumálinu, ávallt sameina
þessar þjóðir. En að því slepptu hafi
nánast allt breyst eftir fall Sovétríkj-
anna.
Sagði hann í ræðu sinni að í fram-
haldi af því hafi verið eðlilegt að opna
evrópskt samstarf fyrir þeim þjóðum
sem stóðu utan við það. Það hafi verið
eðlilegt fyrir Norðurlandaþjóðirnar að
leita eftir virkri þátttöku í samstarfi
Evrópuþjóðanna eftir að það hafði
breikkað og dýpkað. Þau frelsandi öfl,
sem var að finna í breyttri mynd
stjórnmálanna og örri tækniþróun,
hafi brotið niður hindranir, skapað
nýja möguleika og krafist samstarfs
sem var breiðara og dýpra en það sem
hafði verið byggt upp á Norðurlönd-
um á tímum kalda stríðsins.
Í framhaldinu sagði Bildt að mik-
ilvægi Norðurlandaráðs hefði minnk-
að. Verkefni dagsins í dag væri að
byggja upp þjóðabandalag sem gæti
tryggt frið og frelsi í álfunni allri fyrir
kynslóðir framtíðarinnar og sömuleið-
is yrðu þjóðir álfunnar að taka alþjóð-
lega ábyrgð. Vísaði hann þar til heims-
styrjaldanna tveggja á liðinni öld sem
áttu rót sína að rekja til ófriðar í Evr-
ópu.
Farvegur norrænnar samvinnu
innan Evrópusambandsins
Hann sagði alþjóðavæðinguna hafa
stöðugt meiri áhrif á líf fólks um allan
heim. Hún hefði í för með sér að ólíkir
menningarheimar mættust og í því
fælist ákveðin áskorun, því samfara
þessu gæti einstaklingum og þjóðum
þótt sem þeirra menningu væri ógnað.
Það gæti svo aftur haft hættulega
árekstra í för með sér.
Bildt sagði það trú sína að lausnin á
þessu væri falin í að byggja upp sam-
vinnu og sameiginlegar stofnanir
þjóða heims, sem stuðluðu að því að
mót ólíkra menningarheima leiddu af
sér nýsköpun í stað árekstra. Í því
sambandi þyrfti mun metnaðarfyllri
samvinnulíkön en Norðurlandasam-
starfið, sem fyrst og fremst hafi haft
þýðingu þegar ekki var mögulegt að
koma á samvinnu milli stærri eininga í
heiminum. Því væri mikilvægt að
finna norrænni samvinnu nýjan far-
veg.
Að mati Bildts er þann farveg að
finna innan Evrópusambandsins eða í
því sem kalla mætti norðlæga hluta
hins evrópska samstarfs. Þannig væri
mikilvægt að vinna að því innan Evr-
ópusambandsins að samvinnan næði
einnig til þeirra Norðurlanda sem
ekki væru enn, eða mundu ekki verða,
fullgildir aðilar að sambandinu.
Sagði hann Norðurlandaþjóðir vera
skrefinu á undan á mörgum þeim svið-
um sem mikilvæg eru í alþjóðlegu
samstarfi. Engu að síður væri mikil-
vægt að þessar þjóðir horfðu fram á
við og sæktust eftir því að taka þátt í
mótun þess sem verða mun í stað þess
að horfa um öxl og lofa hið liðna.
Ísland og sjávar-
útvegsstefna ESB
Á blaðamannafundinum í gær var
Bildt spurður að því hvort hann teldi
að Ísland og Noregur myndu neyðast
til að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu í ljósi þeirrar skoðunar hans
að mikilvægi norrænnar samvinnu
færi dvínandi. Sagði hann að enginn
væri neyddur til að ganga í Evrópu-
sambandið og að hver þjóð yrði að
velja sér framtíð innan eða utan þess.
Sagði hann Ísland augljóslega í mjög
ólíkri aðstöðu en aðrar þjóðir hvað
varðar landafræði og efnahagsmál og
því treysti hann sér ekki til að taka af-
stöðu til þess hvort Íslendingar ættu
að sækja um aðild. „Hins vegar hef ég
aldrei verið hikandi hvað varðar Norð-
mennina vegna þess að þeirra aðstæð-
ur eru öðruvísi,“ sagði hann. „Ég held
að það sé rökrétt þróun fyrir Norð-
menn að verða meðlimir í Evrópusam-
bandinu og sem stendur virðist það
vera skoðun meirihluta norsku þjóð-
arinnar.“
Sagði hann hið sama gilda um nokk-
ur önnur ríki og tók hann Sviss sem
dæmi. Þó taldi hann rök hníga að því
að það muni taka lengri tíma fyrir
Sviss að ganga í sambandið. „Flestir
svissneskir stjórnmálamenn sem ég
þekki hafa tilhneigingu til að ræða um
aðild sem möguleika í framtíðinni og
það er fyrst og fremst vegna þess að
þeir vilja ekki verða skildir út undan í
ákvarðanatöku.“
Sagði hann augljóst að Evrópubúar
muni verða háðir þeim ákvörðunum
sem teknar eru innan Evrópusam-
bandsins. „Grundvallarspurningin er
hvort þeir vilji taka þátt í mótun
ákvarðana sem munu hafa áhrif á þá
og það er sú spurning sem hver þjóð
verður að taka afstöðu til – Ísland líka.
Samt sem áður eru aðstæður Íslands
sérstakari en flestra annarra.“
Aðspurður um það hvaða áhrif það
muni hafa fyrir Ísland að standa utan
við sambandið sagði Bildt: „Ef landið
er fyrir utan sambandið þá hefur það
engin áhrif, punktur basta. Ef þjóðin
er innan sambandsins mun það hafa
einhver áhrif. Ísland er í þeirri sér-
stöku aðstöðu að einn ákveðinn hluti
sameiginlegrar stefnu sambandsins
hefur úrslitaáhrif fyrir það, þ.e. sjáv-
arútvegsstefnan. Það er ekkert annað
evrópskt land sem er jafnháð aðeins
einum þætti þeirrar sameiginlegu
stefnu sem mótuð hefur verið á flest-
um sviðum Evrópusambandsins.
Samt sem áður er aðild að samband-
inu vissulega eitthvað sem nauðsyn-
legt er að ræða á Íslandi því niður-
staða þeirrar umræðu er gríðarlega
mikilvæg fyrir landið, hver sem hún
nú verður.“
Höfðum það ekki
betra áður fyrr
Í ræðu sinni á mánudag sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
að alþjóðavæðingin veikti undirstöður
lýðræðisins og innti Morgunblaðið
Bildt eftir skoðun hans á þessu að
blaðamannafundi loknum. „Ég held að
hann hafi rangt fyrir sér,“ sagði hann.
„Hlutirnir voru ekki betri áður fyrr.
Þá höfðum við Evrópu sem var klofin í
þjóðríki og helmingur álfunnar laut
valdi Sovétríkjanna. Nú reynum við að
byggja upp evrópskt lýðræði innan
Evrópusambandsins sem er langt
sögulegt ferli. Við reynum að byggja
upp lýðræði innan landanna og sömu-
leiðis innan álfunnar og seinna,
kannski einni kynslóð á eftir okkar,
verður komið á alþjóðlegt lýðræði.
Vissulega er unnt að segja að það sé
afsprengi lýðræðisins. En auðvitað er
það miklu betra fyrir heiminn allan,
líka fyrir Íslendinga og Svía, ef okkur
tekst að byggja upp evrópskt eða al-
þjóðlegt lýðræði, því við höfðum það
ekki betra áður fyrr.“
Hann sagði að í framtíðinni muni
lýðræðið virka á mismunandi stigum.
„Við komum til með að hafa staðbund-
ið lýðræði á mismunandi stöðum í mis-
munandi löndum, við munum hafa
þjóðlýðræði, við munum byggja upp
evrópskt lýðræði og einn fagran dag
byggjum við kannski upp alþjóðlegt
lýðræði, þótt um einskonar afsprengi
verði að ræða. Ég tel að ekki sé hægt
að stilla þjóðlýðræðinu upp gegn evr-
ópsku lýðræði því þá erum við að líta
um öxl sem ég held að gefi okkur
ranga mynd.“
Mikilvægi norræns
samstarfs fer dvínandi
Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar,
á þemaráðstefnu Norðurlandaráðs
Carl Bildt segir mikilvægt að
finna norrænni samvinnu nýjan
farveg og hann sé að finna innan
Evrópusambandsins.