Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 40
MINNINGAR
40 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gunnar Magnús
Theódórsson innan-
hússarkitekt starfaði í
Oddfellowreglunni í
rúm 40 ár. Hann gekk
til liðs við regluna 1961, rúmu ári eftir
að faðir hans, Theódór Magnússon
bakarameistari, hafði verið einn að-
alhvatamanna að stofnun stúkunnar
nr. 9, Þormóðs goða. Á árinu 1961
stóðu þeir saman á þröskuldi heim-
kynna stúkunnar, Gunnar og bróðir
GUNNAR M.
THEÓDÓRSSON
✝ Gunnar MagnúsTheodórsson
fæddist í Reykjavík
17. júlí 1920. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
14. mars síðastliðinn.
Útför Gunnars fór
fram frá Grafarvogs-
kirkju 22. mars síð-
astliðinn.
hans Sigurður rafvéla-
virki sem lést langt fyrir
aldur fram í október
1986. Það var stoltur
faðir sem kynnti þá öðr-
um stúkubræðrum og í
janúar 1963 kom Pálmi,
þriðji bróðirinn, til liðs
við stúkuna. Allir hafa
þeir þar unnið lofsvert
starf en þar er þó hlutur
Gunnars einna mestur
og verðskuldar að hon-
um sé á lofti haldið.
Enginn vissi þá að
Gunnar Theódórsson
átti eftir að vinna fyrir
Oddfellowregluna og íslensku þjóðina
verk sem aldrei verður betur unnið en
hann skilaði því. Hann teiknaði Laug-
arnesspítalann svo að segja „upp á
nýtt“ og eftir þeirri teikningu gerði
Egill Strange módelsmiður ómetan-
legt líkan að Laugarnesspítalanum
sem Oddfellowstúkan Þormóður goði
gaf Stórstúku Oddfellowreglunnar
1985 og varðveitt er á öruggum stað í
Oddfellowhúsinu við Vonarstræti.
Laugarnesspítalinn var gefinn ís-
lensku þjóðinni fyrir tilstilli danskra
Oddfellowa. Ýmsir aðrir þar í landi
lögðu eitthvað til samskotanna en
hlutur Oddfellowa var langstærstur
og réð úrslitum. Spítali með 60 rúm-
um ásamt öllu tilheyrandi var gefinn
íslensku þjóðinni. Gjöfin varð til þess
að á næstu áratugum var holdsveiki,
sem um aldir hafði verið plága á land-
inu, útrýmt.
Gjöf spítalans hefur oft verið lýst
sem mestu vináttugjöf sem milli þjóða
hefur farið. Henni fylgdi að stofnuð
var Oddfellowregla á Íslandi 1897 og
þeirri félagsstofnun hefur fylgt meiri
blessun fyrir Ísland og íslenska þjóð
en nokkurn óraði fyrir.
Sjúkrahúsið glæsilega sem danskir
Oddfellowar gáfu Íslendingum um
aldamótin hvarf á einni kvöldstund af
völdum elds í apríl 1943, þá setið af
her Bandaríkjamanna á Íslandi.
Þetta hús var og verður einn af dýr-
gripum þjóðar okkar.
1984 ákváðu Þormóðsbræður að
freista þess að varðveita með gerð lík-
ans Laugarnesspítalann, þetta hús 60
sjúkrarúma sem stofnun Oddfeloow-
reglunnar á Íslandi tengdist órjúfandi
böndum.
Allar upplýsingar virtust í fyrstu
týndar en fyrir hreina tilviljun fund-
ust grunnteikningar spítalans þá er
Rafmagnsveita Reykjavíkur flutti úr
Hafnarhúsinu. Með farseðil frá stúk-
unni Þormóði goða, en að öllu öðru
leyti á eigin vegum, fór Gunnar til
Kaupmannahafnar og fann þar á háa-
loftum og nú týndum stöðum þær
upplýsingar sem hann leitaði að.
Samkvæmt þessum staðreyndum
tókst Gunnari að gera svo nákvæma
teikningu að Laugarnesspítala að
betur verður ekki gert. Gunnar Theó-
dórsson varðveitti með þessu verki
sínu rétta mynd og minningu um eitt
merkasta hús sem reist hefur verið á
Íslandi.
Svo var það á árinu 1987 sem fram
kom tillaga um það í stúkunni Þor-
móði goða að kosta innréttingu kap-
ellu í Borgarspítalanum í Fossvogi.
Sjúkrahúsið lét í té gott herbergi á
jarðhæð spítalans og þegar að fram-
kvæmd loforðs Þormóðs goða kom
var að sjálfsögðu leitað til Gunnars
Theódórssonar. Hann setti fram hug-
mynd að kapellu í umræddu rými.
Þar var á einkar einfaldan og látlaus-
an hátt gert ráð fyrir altari þar sem
bæði prestar og sjúklingar fengju við-
eigandi aðstöðu auk sæta fyrir hálfan
þriðja tug gesta. Með þeim búnaði
sem Gunnar mælti fyrir um var inn-
réttingin gefin Borgarspítalanum 8.
október 1989 og vígð af biskupi Ís-
lands hr. Ólafi Skúlasyni. Kapellan
var eitt af sköpunarverkum Gunnars
sem hittu beint í mark.
Handbragð Gunnars var ávallt
vandað. Hann lærði bólstrun og arki-
tektúr í Danmörku. Það er til lofs að
segja að handbragð hans var danskt.
Þessara ógleymanlegu verka
Gunnars M. Theódórssonar var ekki
getið í minningargreinum um hann
hér í blaðinu, en þau voru innt af
hendi með þeim glæsileika að varð-
veita ber. Þessum orðum fylgja sam-
úðarkveðjur til eiginkonu Gunnars,
Jóhönnu Magnúsdóttur, og afkom-
enda þeirra Gunnars. Öll eiga þau,
eins og Oddfellowsystkini hans, minn-
inguna um góðan dreng.
Atli Steinarsson.
✝ Sigurlaug Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. febrúar 1919.
Hún lést 3. apríl sl.
Foreldrar hennar
voru Hólmfríður
Jónsdóttir, f. 8.11.
1888 á Ísafirði, d.
27.10. 1958 í Reykja-
vík, og Guðmundur
Vigfús Þorkelsson, f.
28.6. 1882 í Lamba-
dal í Dýrafirði, d.
3.11. 1921. Síðari
eiginmaður Hólm-
fríðar var Sigurgísli
Jónsson frá Skagnesi í Mýrdal en
hann fórst með togaranum Apríl
1. desember 1930.
Sigurlaug var sjöunda barn
Hólmfríðar en hún eignaðist alls
13 börn.
Systkini Sigurlaugar eru: Ragn-
ar Þorkell Guðmundsson, f. 7.12.
1908, d. 19.3. 1969; Jón Guð-
mundsson Sólnes, f. 30.9. 1910, d.
8.6. 1986; Áróra Guðmundsdóttir,
f. 4.7. 1912, d. 27.4. 1990; Jens
Guðfinnur Guðmundsson, f. 27.3.
1914, d. 1955; Garðar Guðmunds-
son, f. 9.1. 1916; Hulda Guðmunds-
dóttir, f. 16.5. 1917; Ásthildur Sig-
urgísladóttir, f. 30.7. 1923; Hrefna
Sigurgísladóttir, f. 17.3. 1925;
Guðný Sigurgísladóttir, f. 4.12.
dóttur og Egils Jónssonar, bónda í
Reykjahjáleigu í Ölfusi. Þau Sig-
urlaug og Hallgrímur bjuggu í
Hveragerði alla sína búskapartíð,
eða þar til Hallgrímur lést árið
1996.
Með fyrri manni sínum átti Sig-
urlaug einn son, Jón Hallgríms-
son, f. 12.1. 1944, bifreiðarstjóra í
Reykjavík, en Hallgrímur gekk
honum í föðurstað. Eiginkona
Jóns er Herdís Jónsdóttir síma-
vörður. Synir hans eru Garðar,
Arnfinnur og Reynir Þór. Með síð-
ari manni sínum átti Sigurlaug tvo
syni en þeir eru: Egill Hallgríms-
son, f. 11.6.1955, sóknarprestur í
Skálholtsprestakalli. Eiginkona
hans er Ólafía Sigurjónsdóttir
hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra
eru Sóley Linda og Hallgrímur
Davíð; og Páll Hallgrímsson, f.
15.6. 1958, býr í Hveragerði.
Sigurlaug var húsmóðir á gest-
kvæmu heimili þeirra Hallgríms
en auk þess vann hún ötullega
með honum að því að reka fyr-
irtæki þeirra, Garðyrkjustöðina
Grímsstaði í Hveragerði, allt til
ársins 1991.
Hún söng með Kirkjukór
Hveragerðis- og Kotstrandar-
sókna í meira en 30 ár, var einn af
stofnendum Kvenfélags Hvera-
gerðis og gegndi trúnaðarstörfum
fyrir það félag. Hún var virkur fé-
lagi í Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi
og var meðal stofnenda Sjálfstæð-
iskvennafélags Árnessýslu.
Útför Sigurlaugar fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
1926; Hrafnkell Sig-
urgíslason, f. 15.12.
1927, d. 12.9. 1929;
Sigríður K. Sigur-
gísladóttir, f. 6.6.
1929, d. 18.3. 1997; og
Hrafnhildur G. Sigur-
gísladóttir, f. 8.7.
1930.
Sigurlaug ólst upp í
Reykjavík. Fyrstu ár-
in var hún hjá gamalli
konu, Sigurlaugu
Guðmundsdóttur, sem
tók hana í fóstur þeg-
ar hún var lítið barn
og reyndist henni vel.
Síðar flutti hún til móður sinnar.
Eftir fermingu fór hún í vist til
Guðrúnar Árnadóttur og Sigurð-
ar Ólafssonar kolakaupmanns og
starfaði eftir það í Bakaríi Jóns
Símonarsonar við Bræðraborgar-
stíg. Á þeim árum kynntist hún
fyrri eiginmanni sínum, Paul Ivar
Philip, og fluttist með honum til
Englands árið 1943. Þau slitu
samvistir. Í framhaldi af því flutti
hún aftur heim til Íslands og starf-
aði m.a. á barnaheimilinu á Sil-
ungapolli, Ritfangaversluninni
Pennanum og á Hótel Hveragerði.
Árið 1950 giftist hún Hallgrími
Hafsteini Egilssyni, garðyrkju-
bónda í Hveragerði. Hann var son-
ur hjónanna Svanborgar Eyjólfs-
Ég kynntist Sigurlaugu fyrir
rúmum tuttugu árum er ég varð til-
vonandi tengdadóttir hennar. Hún
var þá húsmóðir á heimili þeirra
Hallgríms H. Egilssonar, garð-
yrkjubónda í Hveragerði. Þar átti
ég með þeim dýrmætar samveru-
stundir.
Ásamt annasömu húsmóðurstarfi
vann hún með manni sínum að því
að reka garðyrkjustöðina Gríms-
staði.
Eitt af aðalsmerkjum Sigurlaugar
var samviskusemi og vandvirkni.
Þeir eiginleikar nýttust henni vel í
vinnunni við garðyrkjustöðina, enda
var henni einkar lagið að hlúa að
öllu lífi með kærleika og hlýju.
Einkum því lífi sem minna mátti sín
á einhvern hátt, hvort sem það voru
plöntur, dýr eða börn. Enda var hún
þeim hæfileikum gædd að laða fólk
að sér með glaðværð og hlýju. Öll-
um leið vel í návist hennar.
Hún var óþvinguð í framkomu og
hafði mjög gaman af því að koma
fólki til að hlæja með ýmiss konar
glensi og gríni. Hún var mjög fé-
lagslynd og yfirleitt hrókur alls
fagnaðar á mannamótum. Hún var
áhugasöm um menn og málefni og
hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmál-
um. Hún var einkar orðheppin og
hafði góða leikræna hæfileika.
En hún kunni einnig að hlusta og
hafði djúpan skilning á raunum ann-
arra, enda hafði hún oft átt erfitt.
Einkum tel ég að hún hafi átt erfitt í
æsku og á stríðsárunum í Englandi.
Sú reynsla hafði þroskað hana, en
hún hafði tamið sér jákvætt lífs-
viðhorf og hefur það vafalaust oft
hjálpað henni til þess að taka því
sem að höndum bar með æðruleysi.
Lauga, eins og hún var oft kölluð
af vinum sínum og fjölskyldu, hafði
mikla unun af söng. Hún naut þess
að syngja, hvort sem það var við
eldhúsborðið heima hjá sér eða í
kirkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandarsóknar. Hún kunni ógrynn-
in öll af sönglögum og sálmum. Hún
átti erfitt með að sætta sig við það
þegar söngrödd hennar veiklaðist
eftir slæm veikindi. Hafði hún þá á
orði, bæði í gamni og alvöru, að hún
vonaðist til að fá að syngja í öðrum
kór að þessari jarðvist lokinni.
Lauga var trúuð kona og hafði
það fyrir sið að signa sig þegar hún
skipti um flík. Hún las bænir með
börnunum sínum og síðar barna-
börnunum. Þannig miðlaði hún
áfram þeim kristna trúararfi sem
mæður þessa lands hafa gert á
hljóðlátan hátt í meira en þúsund
ár. Það er eitt það mikilvægasta
veganesti sem móðir gefur barni
sínu á vegferð lífsins. Vöggusöngva
og bæna mildra mæðra við rúm
barna sinna má fólk síst vera án í
hraða og spennu nútímaþjóðfélags.
Lauga var einstaklega myndarleg
húsmóðir. Hún naut þess að taka á
móti gestum, enda var alla tíð mjög
gestkvæmt á heimilinu. Alltaf þegar
von var á gestum í heimsókn beið
þeirra borð sem fallega hafði verið
lagt á og það hlaðið ýmsu heima-
tilbúnu góðgæti.
Lauga ræktaði alla tíð einstak-
lega vel vináttu við samferðafólk
sitt. Hún gætti þess að hlúa að
tengslum sínum við systur sínar,
vinkonur og skyldfólk. Hún fylgdist
af áhuga með sonum sínum og fjöl-
skyldum þeirra. Þegar hún var með
barnabörnunum sínum ljómaði hún
af gleði og naut þess að syngja fyrir
þau, spila við þau og kenna þeim
vísur.
Vegna lífsgleði sinnar og þess
hversu vel hún varðveitti barnið
innra með sér fannst okkur sem nú
söknum hennar hún vera miklu
yngri en hún í raun var.
Að leiðarlokum þakka ég Guði
fyrir þann kærleika, hlýju og gleði
sem Lauga miðlaði ávallt til mín og
fjölskyldu minnar og bið Guð að
varðveita allar dýrmætu minning-
arnar í hjarta okkar.
Ólafía Sigurjónsdóttir,
Skálholti.
Mæt kona er gengin. Sigurlaug
Guðmundsdóttir er í huga mínum
aldrei annað en Silla Hallgríms.
Hún er ein þeirra kvenna sem
markað hafa spor sem fyrirmynd í
lífi mínu. Ég kynntist henni fyrst
kring um 1970 sem unglingur. Þá
vann ég við sölu garðplantna og
ræktun á sumrin hjá henni og
manni hennar Hallgrími Egilssyni á
Gróðrarstöðinni Grímsstöðum í
Hveragerði. Vinnudagurinn var oft
langur en allir unnu af kappi og það
var hlaupið við fót. Á vinnustaðnum
var sérstakur andi sem gerði vinnu
unglingsins létta. Silla sá um bók-
hald og pantanir á þeim tíma og
þrátt fyrir annir gaf hún sér endr-
um og eins tíma til að skella í nokkr-
ar pönnukökur eða hræra í jólaköku
og færa okkur í kaffitímanum. Þeg-
ar Silla bættist í hópinn varð allt svo
líflegt, hún kunni býsn af ljóðum og
fór vel með þau. Sagði sögur frá
bernsku sinni, stríðsárunum og
ferðum sínum um landið. Allt færði
hún í búning á leikrænan og hljóm-
fagran hátt.
Það voru þessir kostir hennar,
húmorinn og glaðværðin, sem ég
tók mér til fyrirmyndar. Silla kunni
að gleðjast og skemmta sér og öðr-
um.
Er ég kom aftur til Hveragerðis
um 1990 kom ég aftur til vinnu til
þeirra hjóna á Grímsstöðum. Þá
kynntist ég Sillu enn betur og
reyndi hversu góð hún var vinum
sínum. Hún og sonur minn Hálfdán
Mörður sem þá var að byrja í skóla
urðu sérstakir vinir. Eitt sinn læddi
hún 500 krónum í lófa hans og sagð-
ist vera að borga fyrir ömmuréttinn.
Þegar Mörður kom úr skóla bauð
hún honum yfir í kaffi og sæti við
ömmubekkinn. Þar beið hans mjólk-
urglas, brauðsneið og iðulega sendi
hún Hallgrím út í bakarí eftir ein-
hverju girnilegu með súkkulaði. Oft
dró Mörður með sér skólatöskuna
og þau sátu saman yfir verkefnum
hans.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja fyrirmynd mína og vinkonu
með þakklæti og virðingu. Ég sendi
Jóni, Agli og Páli, tengdadætrum,
barnabörnum og langömmubörnum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Auður I. Ottesen.
Kvödd er mæt kona, Sigurlaug
Guðmundsdóttir. Hún var ein þeirra
fyrstu sem ég kynntist þegar ég og
fjölskylda mín fluttumst til Hvera-
gerðis vorið 1958.
Sigurlaug, eða Silla eins og hún
var alltaf nefnd hér í Hveragerði af
samferðamönnum, var gift Hall-
grími Egilssyni garðyrkjumanni, en
hann lést í maí 1996. Þau ráku
Garðyrkjustöðina Grímsstaði í
Hveragerði lengi, við góðan orðstír.
Þar voru ræktuð garðblóm, skraut-
runnar, tré og matjurtaplöntur.
Frumkvöðlar voru þau hjón með
úrvali garðplantna þess tíma og m.a.
úr garði Kristmanns Guðmundsson-
ar rithöfundar, en hann safnaði
skrautjurtum erlendis frá.
Safn til sögu Hveragerðis er hver
genginn granni sem kveður lífið eft-
ir farsælan feril.
Það voru ekki malbikaðar götur
hér þegar ég kom hingað. Garð-
yrkjumennirnir voru mótvægið við
rykugar göturnar og settu svip á
garðagróður. „Margur grasagarður
vænn á gerðið ljóma slær,“ segir í
kvæðinu Sjá Hveragerði hlýtt og
bjart er heimsins besti staður eftir
sr. Helga Sveinsson um Hveragerði
á þeim gömlu gengnu dögum. Ég
réð mig í gróðurhúsvist hjá þeim
Grímsstaðahjónum til að „rækta
garðinn“ og auka þekkingu á fleiri
blómum en stjúpum og morgun-
frúm.
Vistin var góð, þetta var eins og
vertíð en þar á ég við þann stutta
tíma sem vorsala garðblóma var.
Þá voru aðrir tímar en nú hvað
varðaði það að nálgast markaði.
Senda þurfti pantanir út um allt
land. Farnar voru söluferðir með
strandferðaskipunum Heklu eða
Esju og fór ég í eina slíka söluferð
hringinn umhverfis landið. Selt var í
hverri höfn þar sem stansað var. Á
öðrum vettvangi áttum við Silla
samleið. Það var haustið 1959 sem
Emilía í Fagrahvammi tók mig með
á æfingu kirkjukórsins okkar í
Hveragerði þar sem Jón Hjörleifur
Jónsson og Sólveig kona hans voru
að æfa og stjórna kórnum fyrir sam-
söng kirkjukóra í Árnesprófasts-
dæmi. Silla var í kórnum og hafði
starfað þar lengi. Louise Ólafsdóttir
var organisti í Kotstrandar-, Hjalla-
og Selvogskirkjum sem tilheyrðu
prestakallinu en síðar breyttist það
er kirkja var reist í Hveragerði.
Fyrst var safnaðarheimilið vígt og
kirkjan í maí 1972. Silla söng í kórn-
um við þessar vígsluathafnir báðar
og lengur, en meinsemd í hálsi batt
enda á söng hennar síðar. Hún var
félagi með okkur eftir það í leik og
ferðalögum innanlands og í Noregs-
ferð kórsins. Í vor á 30 ára vígsluaf-
mæli kirkjunnar 12. maí syngja kór-
félagar, ásamt organista og presti
sínum, kirkjunni og söfnuði lof á
þeim tímamótum. En hver var þessi
kona sem kom til Hveragerðis árið
1948 í vinnu á Hótel Hveragerði og
kvödd verður frá Hveragerðiskirkju
17. apríl 2002? Hún var glæsileg
Reykjavíkurmær, bjó um tíma í
Englandi og svo í Hveragerði. Þar
varð framtíðarheimilið til með eig-
inmanni og strákunum þeirra,
Nonna, Agli og Palla, hún húsmóð-
irin og ljósmóðir lífsins. Hún setti
svip á mannlífið í Hveragerði með
sinni einstöku kímni og frásagnar-
hæfileikum, hún var fróð um menn
og málefni, umtalsgóð og baktal var
ekki henni að skapi. Hún sá spaugi-
legu hliðar lífsins sem er góður
kostur til að takast á við skin og
skúrir tilverunnar, hlúði að og var
til taks fyrir vini og vandamenn.
Silla átti skaphita en gat stýrt hon-
um. Hún var heit kona og lýsandi
gleðigjafi þeirra sem þekktu hana.
Ég er afar þakklát að hafa átt hana
að vini og samferðamanni á lífsleið-
inni. Táknrænt að hún hverfi inn í
birtu vorsins og sofni inní sólskinið,
en þannig vil ég minnast hennar og
SIGURLAUG
GUÐMUNDSDÓTTIR