Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 41
kveðja með öðru og fjórða erindi
Jónsmessuljóða 1961 eftir sr. Sigurð
Einarsson í Holti.
Teyga þar glaður úr guðs eigin skál
glitrandi veigar af daganna ljósi,
finna hve jökulsins bláhvíta bál
og blikin af flæðum og ósi
loga og verða í sál mér og sinni
syngjandi tónlist,
sem ljómar þar inni
og kveður mér vetur úr minni.
Komdu út í birtuna, bróðir minn kær,
bláhiminn guðs sé þar tjaldið vort fríða.
Systir mín góða, sittu mér nær.
Sjáum hve vordægrin líða.
Svo leysum vér huga vorn
tjóðurtaman
og taktu þá eftir,
hve ljúft er og gaman
að fagna sólinni saman.
Aðstandendum vottum við Jón
Helgi samúð okkar og þökkum góð-
ar minningar um mæta konu.
Jóna Einarsdóttir.
Í dag kveðjum við Hvergerðingar
með söknuði eina af okkar mætustu
konum. Sigurlaug Guðmundsdóttir
lést á Landspítalanum miðvikudag-
inn 3. apríl.
Við kynntumst þegar ég, 16 ára
unglingurinn, byrjaði að syngja í
kirkjukórnum. Þá tengdumst við
strax vináttuböndum, sem styrktust
með hverju árinu.
Sigurlaug var glæsileg kona og
bjó yfir þeim hæfileika að draga
fram það skemmtilega í öllum mál-
um. Hún átti líka stórt hjarta sem
fann til með þeim sem áttu bágt. Til
hennar var alltaf hægt að leita ráða
og huggunar við hverjum vanda.
Mér eru minnisstæðar stundirnar
við söng og starf við kirkjurnar okk-
ar. Alltaf kom hún, þótt mikið væri
að gera, og ég man hana best á
kirkjuloftinu á Kotströnd, með
drengina sína litlu með sér.
Silla tók virkan þátt í félagslífi
þessa byggðarlags. Árið 1951 var
stofnað kvenfélag í plássinu og þar
varð hún strax driffjöður og kraft-
mikill þátttakandi. Eitt af verkefn-
um félagsins var að vinna að velferð
barna. Var þá ákveðið að setja á
stofn leikskóla. Silla var kosin for-
maður byggingarnefndar og undir
hennar stjórn var byggt hús og þar
rekinn leikskóli um árabil. Og ennþá
er leikskóli í Kvenfélagshúsinu þótt
nú sé það bæjarfélagið sem rekur
hann.
Það lá mikil vinna að baki þessu
átaki, bæði við fjáröflun og fram-
kvæmdir. Alltaf var hún tilbúin og
fremst í flokki með sitt létta skap og
glettni. Margir voru fundirnir og
ferðirnar sem hún létti okkur lund
með skemmtilegum sögum eða dill-
andi söng. Síðustu árin var hún
heiðursfélagi Kvenfélags Hvera-
gerðis. Ég vil í nafni félagsins þakka
henni allt hennar óeigingjarna starf
í þágu þess fyrr og síðar.
Eitt sinn þegar ég, orðin búsett í
Hveragerði, frétti af einhverju
áhugaverðu sem kvenfélagið ætlaði
að gangast fyrir, þá spurði ég Sillu
hvort ég mætti ekki vera með. Ég
man svarið enn, því mér fannst það
svo heiðarlegt og satt. Það var á þá
leið að sumt fólk vildi bara njóta
þess sem aðrir gerðu. Þar með var
ég komin í kvenfélagið.
Oft var skroppið til Sillu til að
rifja upp kvæði eða fá vísuhluta sem
gleymdir voru og mikið hlegið og
skrafað.
Silla var trúuð kona, það kom
glöggt fram í öllu sem hún gerði.
Hún unni landi sínu og hafði glöggt
auga og tilfinningu fyrir náttúru
þess og fegurð. Hversu oft var það
ekki hún sem benti mér á lítið blóm
eða lítinn stein þar sem við fórum til
að vekja athygli mína á meistara-
verki skapara okkar? Við fórum í
margar ferðir saman um nágrennið
og reyndum gjarnan að veiða silung
í Ölfusá og víðar. Þessar ferðir eru
ógleymanlegar. Þar ríkti gleði og
gáski, hvort sem við veiddum eða
ekki.
Um leið og ég kveð þig, elsku vin-
kona, bið ég góðan guð að blessa og
styrkja drengina þína og fjölskyldur
þeirra. Hafðu þökk fyrir samfylgd-
ina.
Helga Baldursdóttir.
✝ Baldur Árnasonfæddist í Reykja-
vík 8. maí 1926. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 4. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Svein-
laug Þorsteinsdóttir,
f. 1. jan. 1899, d. 3.
feb. 1968, og Árni
Sigurjónsson, f. 19.
des. 1896, d. 15. des.
1971. Systkini Bald-
urs eru Þorsteinn
Karlsson, f. 26. sept.
1918, d. 10. mars
1941, Guðlaug Karls-
dóttir, f. 23. júní 1919, Hulda
Karlsdóttir, f. 18. júlí 1923, d. 22.
mars 1967, Unnur, f. 18. júní 1927,
Anna, f. 22. okt. 1928, og Margrét,
f. 25. feb. 1932.
Hinn 27. júlí 1963 kvæntist
Baldur eftirlifandi eiginkonu
sinni, Láru Guðmundsdóttur, f.
13. sept. 1929. Börn þeirra eru
Baldur, f. 3. des. 1957, maki
Hrefna Sigurðardóttir, f. 16. júní
1959. Börn þeirra eru Elísabet Ýr,
Daníel, Rut og Sandra. Árni, f. 9.
ágúst 1960, maki Lilja María
Finnbogadóttir. Börn þeirra eru
Elva og Finnbogi. Dagbjört, f. 11.
sept. 1965, maki Gísli Ósvaldur
Valdimarsson, f. 12. des. 1961.
Börn þeirra eru Lára Guðbjörg og
Árný Anna. Dóttir Baldurs frá
fyrri sambúð er Sigríður Berg-
lind, f. 6. júní 1946, maki Ingvi Þór
Guðjónsson, f. 28. nóv. 1939. Börn
þeirra eru Harpa, Helga, Þröstur
og Magnús Valur. Börn Baldurs
frá fyrra hjónabandi eru Magnús,
f. 11. apríl 1949, maki Kristín Sif
Sigurðardóttir, f. 3. mars 1961.
Barn þeirra Hekla Sif. Börn
Magnúsar frá fyrra hjónabandi
eru Ellert Baldur, Ragna Rut og
Berglind. Jarþrúður, f. 6. nóv.
1952, maki Hólmar
Víðir Gunnarsson, f.
31. maí 1951. Börn
þeirra eru Guð-
mundur, Svava Júl-
ía, Sóley Hulda og
Gilbert. Þorbjörg
Heiða, f. 20. feb.
1957, maki Óli Sæv-
ar Jóhannesson, f. 6.
des. 1951. Börn Rún-
ar Þór, Kolbrún
Björk, Guðmundur
Torfi og Jarþrúður
Ósk. Börn Láru frá
fyrra hjónabandi eru
Hilmar Ragnarsson,
f. 14. sept. 1948, börn Hildur
Björk, Ágústa Erna, Birgir og
Vera. Jón Guðmundur Ragnars-
son, f. 5. maí 1950, maki Guðrún
Ágústsdóttir, f. 31. maí 1956. Börn
þeirra Lára Rós og Ágúst Ívar.
Ágúst Ragnarsson, f. 17. des.
1952, maki Bergljót Benónýsdótt-
ir, f. 26. okt. 1958. Börn þeirra
Hlín og Ágúst Elí. Börn Ágústs frá
fyrri sambúðum eru Eva Lind,
Heiða og Vaka. Barnabörn og
barnabarnabörn Baldurs og Láru
eru 59 talsins.
Baldur var skipa- og húsa-
smíðameistari að mennt og starf-
aði í iðngreinum sínum fram á
seinni helming níunda áratugar-
ins er hann lét af störfum vegna
veikinda. Þeir vinnustaðir sem
Baldur starfaði lengst hjá voru
Bátanaust, Landssmiðjan, bygg-
ingaverktakarnir Knútur og
Steingrímur og í Skipasmíðastöð-
inni Dröfn, sem faðir Baldurs
stofnaði ásamt fleirum. Baldur
var kjörinn heiðursfélagi í Félagi
byggingariðnaðarmanna í Hafna-
firði 1992.
Útför Baldurs fór fram í kyrr-
þey þriðjudaginn 16. apríl.
Elsku afi, við söknum þín óskap-
lega mikið, en við vitum að þér líður
örugglega miklu betur þar sem þú
ert núna. Þú varst búinn að vera svo
mikið veikur. Við erum ekki al-
mennilega búnar að átta okkur á því
að við getum ekki komið og heimsótt
þig, spilað við þig Ólsen Ólsen og
hjálpað þér úti í bílskúr, sérstaklega
við að sópa. Þú hlóst alltaf að því
hvað Rut gat dundað sér við að sópa
bílskúrinn tímunum saman þegar
hún var yngri og hvað þú varst þol-
inmóður þegar Sandra var að laga til
á þér hárið. Margar af okkar bestu
minningum úr lífinu upplifðum við
heima hjá þér og ömmu í Smyrla-
hrauninu, enda getum við ekki fund-
ið okkur betri stað í heiminum en
heima hjá ykkur. Ég er ákaflega
þakklát fyrir það að hafa getað kvatt
þig vel og fundið þig kreista hönd
mína þegar ég sagði: Ég elska þig,
afi (Rut). Takk, elsku afi, fyrir að
hafa verið mér svona góður. Þú lifir í
minningunni (Sandra). Við vitum að
þú ert að fylgjast með okkur og við
lofum að passa ömmu vel.
Þínar afastelpur,
Rut og Sandra Baldursdætur.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Kæri bróðir, ég kveð þig með
söknuð í hjarta en um leið þökk fyrir
lausn þjáninga þinna, sem hafa verið
miklar.
Minningarnar streyma fram í
hugann þegar ég hugsa til baka. Þú
varst fastur punktur í lífi mínu og
brást mér aldrei. Þú komst alltaf í
heimsókn á aðfangadag á meðan
heilsan leyfði og fékkst þér kaffi og
smákökur í eldhúsinu hjá mér. Ég
veit að ég á eftir að sakna þess mikið.
Þú varst þúsundþjalasmiður og öll
verk þín svo vel unnin að þau urðu að
list. Svo gott orð fór af þér að Þórður
frændi þinn kallaði á þig til Lúxem-
borgar til að aðstoða við byggingu
húss síns þar.
Elsku bróðir, þú misstir svo mikið
þegar heilsan fór langt um aldur
fram. Þú fannst þér þó ýmislegt til
að dunda við, svo sem að hnýta flug-
ur og gera barmnælur, sem margir
bera í barmi sér.
Ég bið Guð að blessa og hugga
Láru og börnin þín öll.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín systir,
Guðlaug.
BALDUR
ÁRNASON
Margt er það fólk
sem ég hef hitt á lífs-
leiðinni og hitti sífellt
fleiri, og sumir skilja
eftir sig minningar og
gjörðir sem vert er að taka eftir. Þó
verð ég að segja frá mínu hjarta að
ákaflega fáir einstaklingar hafa náð
að fanga hjarta mitt á þann hátt sem
hún Erna mín gerði. Kynni okkar ná
aftur til þeirra ára er við vorum ung-
lingar og tískan var erfið eins og hún
er í dag. Erna var svo heppin, fannst
mér, að hafa lært að skerða hár á
höfði fólks svo hún gat alltaf breytt
sér og aðlagast aðstæðum. Ég sá
seinna að það var henni meðfæddur
hæfileiki að aðlagast aðstæðum og
hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama.
Ekki bara í formi þess að elta tísku
og strauma heldur einnig að snúa
hugsun okkar inn á réttar brautir
með rökum sem ekki voru flókin en
voru frá hjartanu og þessi hæfileiki
að sjá ekki nein vandamál á nokkrum
stað.
Á þessum tíma voru allir að spá í
alla og æskuástin hjá þér var fundin
fljótt, með ykkur Ingó urðu ástir
snöggar og ákafar eins og einkennir
fólk á þessum aldri en böndum var
illa komið á svo leiðir skildu. Tilfinn-
ingastarfsemi líkamans var ekki al-
veg í jafnvægi hjá okkur öllum á
þessum árum, ástir komu og fóru.
Átti ég margar ævintýraferðirnar til
að nálgast Ingó vítt og breitt um
landið á nokkrum af þínum (frá-
bæru) bílum eins og þér fannst þeir
allir vera. Þær ferðir voru oft á tíðum
samband hláturs og gráts og gekk
illa fyrir ykkur að ná saman aftur.
En í þínu hjarta var bara einn.
Þú fórst til Þýskalands til að finna
Ingó eins og ég hef alltaf sagt, fannst
mann, gekkst að því að eiga hann en í
mínum huga var sá maður aldrei
maðurinn þinn. En þú eignaðist líka
á þeim tíma frumburðinn Óttar sem
innilega er þinn. Frá fæðingu hans
varðstu honum sú móðir sem hann
þurfti og leiðbeindir honum alla tíð,
öllum stundum. Eftir ákafar bréfa-
skriftir og hvatningarsímtöl snerir
þú aftur heim til Íslands ásamt Ótt-
ari og þá hófst nýr kafli og sá besti í
lífi þínu.
Eftir vandlega skipulagða fyrirsát
féll Ingó í gildruna heima hjá mér og
Ingu í Engjaselinu eitt febrúarkvöld.
Svo mikil voru áhrifin að það gerði
eitthvert versta veður morguninn
eftir sem við upplifðum nokkurn
tíma þau ár sem við bjuggum þar. Er
ég sannfærður um að þar hafi nátt-
úruöflin verið hlaðin sömu orku og
ást ykkar. Sem staðfestist nú síðast-
liðinn desember þegar við rifjuðum
þetta upp og þið munduð hvert ein-
asta smáatriði eins og gerst hefði í
gær.
Síðan kom veiðitúrinn í Hrauns-
vötn og á Búðir þar sem við tókum
smásund. Alltaf efldist samband
ykkar og dafnaði og Óttar og Ingó
náðu alltaf betur og betur saman.
Síðan opnaðirðu stofuna í Hafnar-
firði, þar var virkilega gaman að sjá
þennan eiginleika þinn að vera aldrei
hrædd við nokkurn skapaðan hlut
því á þessum tíma voru efnahags-
horfur í þjóðfélaginu þannig að flest-
ir töldu þetta mikla áhættu, en þú
hugsaðir ekki eins og hinir, þú trúðir
og vildir ykkur Óttari og Ingó allt
það besta.
Eftir nokkra dvöl í Firðinum var
stefnan tekin norður, aftur heyrðust
efasemdaraddir, en Erna, nei ekki að
ræða það, þetta var sko ekkert mál.
Þau fluttust að Hofi í Hjaltadal og
fljótlega var Erna með annað barn
sitt undir belti, hann Örn Óskar. Við
þennan flutning fjarlægðumst við
ERNA RÓS
HAFSTEINSDÓTTIR
✝ Erna Rós Haf-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. október 1966.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 24. mars síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 3. apríl.
öllsömul, en símtöl
héldu áfram að virka og
ein og ein heimsókn
ræktaði tengslin. Svo
kom Halldór og ég hélt
áfram að heimsækja
ykkur eins og mögu-
leiki var á, oftar en ekki
vegna vinnu. Ég man
sérstaklega í eitt skipti
þar sem dekkjabúnað-
ur bifreiðar minnar var
nokkuð slakur og ég
átti fyrir höndum ferð
til Siglufjarðar í slæmri
færð. Það var nú ekki
mikið mál hjá Ernu og
ég skyldi gjöra svo vel að taka þeirra
einkabíl til afnota í vinnuna mína,
þótt um nokkra daga væri að ræða.
Þetta er bara eitt af mörgum dæm-
um um fórnfýsi hennar, vináttu og
hversu gersamlega gersneydd eigin-
hagsmunasemi hún var. Þessir eig-
inleikar sem einkenndu Ernu og
hennar alltof stutta líf verða æ fá-
gætari í okkar hraða þjóðfélagi.
Svo kom giftingin sem er einhver
sú fallegasta og skemmtilegasta at-
höfn sem ég hef tekið þátt í, frjáls-
legt og skemmtilegt umhverfi, ein-
mitt eins og hjónaband ykkar varð.
Svo flutningurinn að Ásvöllum þar
sem draumahúsið var reist og aftur
blés Erna mín á einhverjar rök-
færslur og mótbárur, þetta var nú
ekki mikið mál.
Hlýhugur hennar og væntum-
þykja til sona sinna og Ingó var mjög
mikil, aldrei svo ég muni heyrði ég
Ernu segja eitt einasta blótsyrði til
þeirra nokkurn tíma. Ef hún þurfti
að vera ákveðin við drengina sagði
hún: „Viltu gjöra svo vel að hlýða,“
fastar að orði var ekki kveðið en slík-
ur var undirtónninn og rökfestan að
hver sem vildi skilja, skildi það sem
þurfti.
Kannski, Erna mín, hefur trúin
haft meira að segja í þínu lífi en ég
áttaði mig á og þess vegna orðaval
þitt verið vandaðra og hugsun
hreinni en ég átti að venjast, en við
erum bara misvel að okkur um okkar
eigin umhverfi. En eins og trúaðri
konu sæmir var hús ykkar Ingó allt-
af opið öllum meðan húsrúm leyfði
og oft meira en það.
Hvort sem reisa ætti hús og eða
setja á stofn fyrirtæki var orðið
vandamál ekki á dagskrá og senni-
lega ekki til í orðabók Ernu.
Elsku Erna, ég vildi bara þakka
þér fyrir að hafa leyft mér að vera
svo heppinn að vera þátttakandi í lífi
þínu. Allar stundirnar á Hverfisgöt-
unni, klippingarnar, hláturinn þinn,
grípandi sem hann var, alla góðu
kaffibollana fyrir norðan þar sem við
tókum þjóðfélagið á teppið, ræddum
náttúruna og fegurð Íslands, en allt
þetta var þér kært.
Elsku Ingó, þú hefur upplifað að
mér finnst nóg af sorg fram að þessu,
við missi móður þinnar og bróður.
Erna sagði mér að hún teldi sig vera
heppnustu manneskju í þessum
heimi, að elska og vera gift mann-
inum sem hún varð hrifin af fimmtán
ára gömul og eiga með honum þrjá
yndislega drengi. Missir ykkar er
mikill en andi hennar lifir með ykkur
öllum.
Elsku Óttar, Örn Óskar og Hall-
dór, Guð geymi ykkur, gæti og fylgi.
Elsku Þrúða, Hafsteinn, Soffía,
Kristín, Haddý og Eva, Linda,
Danni og Sigga, megi Guð leiða ykk-
ur í gegnum þessa erfiðu tíma og
blessa ykkur.
Að eilífu þinn vinur,
Valgeir.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Birting afmælis- og
minningargreina
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.