Morgunblaðið - 17.04.2002, Page 42
MINNINGAR
42 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Árni Jón Jó-hannsson fædd-
ist í Reykjavík 20.
júlí 1919. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi hinn 12.
apríl síðastliðinn.
Hann var sonur Jón-
ínu Guðríðar Sigfús-
dóttur, f. 6. nóv.
1892 í Keflavík, d. 8.
ágúst 1970. Faðir
hans var Wilhelm Jo-
hannson, sænskur
sjómaður. Bræður
Árna eru Hlöðver
Kristjánsson, f. 11.
des. 1925, og Róbert Jónsson, f.
15. sept. 1927, d. 4. feb. 1932.
25. maí 1951 giftist Árni Jónu
D. Kristinsdóttur, f. 12. okt. 1924,
d. 15. maí 2001. Börn þeirra eru:
1) Kristín, f. 7.10. 1948, gift
Trausta Ingólfssyni, f. 8.8. 1947,
barn Kristínar með Sveinbirni E.
Björnssyni er Erla Björk, f. 6.3.
1972, maki Sveinn Ottó Sigurðs-
son, f. 21.1. 1971; 2) Sigfús Örn, f.
20.11. 1949, giftur Hildi J. Frið-
riksdóttur, f. 22.4. 1951. Þeirra
börn: Friðrik Fannar, f. 2.8.
1974, maki Auður Eik Magnús-
dóttir, f. 17.5. 1975, og Stefanía,
f. 26.3. 1979, unnusti Gísli Valur
Guðjónsson, f. 13.10. 1979; 3)
Hrafnhildur, f. 24.4. 1953, gift
Skúla Konráðssyni, f. 18.6. 1952.
Þeirra börn: Árni Davíð, f. 29.5.
1977, unnusta Selma Rut Þor-
steinsdóttir, f. 20.5. 1979, Konráð
Örn, f. 7.2. 1981, og Anna Marín,
f. 23.9. 1987; 4) Árni
Már, f. 2.12. 1959,
giftur Jórunni
Skúladóttur, f.
19.12. 1953. Þeirra
börn eru: Birkir
Már, f. 2.3. 1987, og
Jafet Már, f. 7.8.
1992. Stjúpsynir
Árna Más eru Skúli,
f. 9.7. 1975, unnusta
Harpa Pálsdóttir,
og Árni Freyr, f.
19.5. 1980, unnusta
Áslaug Björnsdótt-
ir. Stjúpdóttir Árna
er María Ríkarðs-
dóttir, f. 29.10. 1944, gift Hreini
Hrólfssyni, f. 17.3. 1942. Þeirra
börn eru: Jón Davíð, f. 22.8. 1969,
maki Sigrún Guðjónsdóttir, f. 6.5.
1967, Stefán Þór, f. 17.11. 1972,
maki Gerður Sif Gunnarsdóttir,
f. 13.3. 1971, Guðmundur Viðar,
f. 18.1. 1975, maki Dagmar Ýr
Ólafsdóttir, f. 12.10. 1975, og
Díana Dögg, f. 24.10. 1982.
Árni og Jóna bjuggu alla sína
búskapartíð í Reykjavík, lengst
af á Sogavegi 118, en síðustu árin
í Grófarseli í Breiðholti. Árni fór
13 ára gamall til sjós, sigldi með-
al annars á Fossum EÍ öll stríðs-
árin. Síðast var hann á Víkingi
AK 100. Árið 1964 kom hann í
land og fór að vinna í Áburð-
arverksmiðjunni í Gufunesi, þar
til hann lét af störfum árið 1989.
Útför Árna fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Faðir minn, Árni Jón Jóhannsson,
lést 12. apríl síðastliðinn, 82 ára. Lok-
ið er langri siglingu, frá Leningrad í
austri til LA í vestri, eins og hann
sjálfur orðaði það. En viðkomustað-
irnir voru fleiri á langri og litríkri ævi.
Fyrir einu ári sat hann við sjúkrabeð
konu sinnar, Jónu D. Kristinsdóttur,
en hún lést 15. maí 2001. Hún var
jörðuð á gullbrúðkaupsdegi þeirra.
Þau voru alla tíð samrýnd hjón og
missir hans mikill.
Faðir minn fæddist í Reykjavík ár-
ið 1919, á Laugaveginum beint upp af
Ljóninu. Móðir hans var verkakona í
Reykjavík, vann við fiskþvott á Bráð-
ræðisholtinu, en Jóhann faðir hans
var sænskur sjómaður sem kom hing-
að til lands með björgunarskipinu
Geir.
Faðir minn var stoltur af sænskum
uppruna sínum, sagði jafnan að það
væri sterkt í sænska stálinu, og
nefndi þá til sögunnar bæði Saabinn
og Scania Vabis, en Jóhann sænski
hvarf jafnsnögglega og hann birtist
og því standa enn yfir eftirgrennsl-
anir um afdrif hans og tilveru.
Amma mín, Jónína Sigfúsdóttir,
stóð ein uppi með föður minn á erf-
iðum tímum. Foreldrar hennar tóku
hann í fóstur og ólu upp á nokkrum
stöðum í vesturbænum. Árni faðir
minn var því Reykvíkingur í húð og
hár. Hann sleit barnsskónum í borg-
inni á miklum breytingatímum, þegar
oft var þröngt í búi og barátta stétt-
anna hörð. Samt voru þetta framfara-
tímar og mikil lífskjarabylting hand-
an við hornið.
Ungur var faðir minn sendur í sveit
í Fljótshlíðina. Þar ólst hann upp við
öll helstu sveitastörf auk þess sem
hann bruggaði landa í guðsmenn og
hlaut fyrir vikið blessun mikla sem
dugði honum til hinstu stundar eða
svo sagði hann sjálfur. Eða hlaut
hann kannski blessunina þegar hann
dró guðsmanninn upp úr kviksyndinu
og bjargaði þar með lífi hans? Hann
átti eftir að bjarga fleirum um ævina,
meðal annarra pólskum sjómanni
sem hoppaði fram af olíuskipi sem
faðir minn sagði að hefði verið jafn-
hátt og Hallgrímskirkja. Hætti Pól-
verjinn ekki að skjálfa fyrr en búið
var að hella í hann heilli flösku af kon-
íaki.
En það var einmitt sjórinn sem
varð hans annað heimili þó að sveitin
væri honum kær. Upp úr fermingu
réðst hann sem messadrengur á
strandferðaskipið Súðina og því næst
á björgunarskipið Sæbjörgu en frá
þeirri dvöl rifjaði hann oft upp
berklaleiðangur um Austurland og
sagði þá sögu í útvarpið, en frásagn-
argáfa föður míns var einstök. Hann
bjó yfir stílgáfu munnlegrar frásagn-
ar, spennti boga tungunnar og hitti í
mark svo eftir var tekið.
Þegar styrjaldarátökin voru að
hefjast í heiminum réð faðir minn sig
sem háseta á Goðafoss sem sigldi til
Ameríku. Oft lýsti hann skipalestun-
um yfir Atlantshafið þegar spegil-
sléttur sjórinn stóð í ljósum logum og
neyðarópin ómuðu um hafflötinn, en
svo vildi til er Goðafoss hélt í sína ör-
lagaríku för að þá hafði faðir minn
fengið frí og er erfitt að segja hvaða
blessun hélt verndarhendi yfir hon-
um í það skiptið.
Þessi augnablik fylgdu föður mín-
um hvert sem hann fór og mörkuðu
sín ör á sálina. En hann elskaði einnig
að segja glaðværar sögur úr stór-
borgum heimsins þar sem barist var
við allra þjóða kvikindi og horft á
stórstjörnur heimsins syngja. Þetta
voru viðburðaríkir tímar. Hann
mundi eftir söngleikjum á Broadway
og Leningrad í stríðslok.
Eftir stríð stundaði faðir minn sjó-
mennsku, meðal annars á togaranum
Víkingi frá Akranesi, en þar undi
hann hag sínum afar vel og fór mörg-
um orðum um snyrtimennskuna um
borð, en henni þakkaði hann ekki síst
góð aflabrögð. Vel spúlað dekk hafði
sitt að segja.
Eftir að faðir minn kom í land vann
hann lengst af hjá Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi. Hann þurfti oft
að tala máli starfsmanna, enda var
faðir minn verkalýðssinni í húð og
hár. Hjarta hans sló með réttlátri
baráttu alþýðunnar og hann kunni að
koma orðum að óréttlætinu í þjóð-
félaginu. Hann hafði mikla réttlætis-
kennd og þoldi aldrei að horfa upp á
að gert væri á hlut þeirra sem voru
minni máttar.
Ég man eftir Dagsbrúnarfundi í
Iðnó þar sem verið var að ræða kjara-
mál. Þá hnippir í mig gamall maður
og segir: „Taktu eftir næsta ræðu-
manni. Hann talar íslensku.“ Mér
varð hverft við þegar þessi næsti
ræðumaður reyndist vera faðir minn.
Þetta var þrumuræða í bókstaflegri
merkingu, enda sprakk hátalarakerf-
ið og eftir það heyrðist betur í honum.
Það hressilega tungutak sem faðir
minn notaði féll greinilega í kramið.
Faðir minn var samt ekkert að
þröngva sínum skoðunum upp á mig,
en við feðgar vorum alla tíð afar nán-
ir. Hann byggði á sínum tíma hús inn
við Sogaveginn. Á bak við það var lít-
ill skúr og þar gat ég dundað við smíð-
ar og fleira. Síðar byggðum við saman
framtíðarheimili þeirra hjóna við
Grófarsel í Breiðholti. Faðir minn
kom oft í viku og dvaldi á heimili okk-
ar hjóna og naut nærveru barna-
barnanna. Hann tók sér oft verkfæri í
hönd, málaði palla, lagaði hjólbörur,
fékk sér göngutúr um götuna og
spjallaði við nágrannana. Eitt var það
sem hann lét aldrei framhjá sér fara,
en það var enski boltinn á laugardög-
um.
Ég kveð nú kæran föður með sökn-
uði og minnist góðra daga.
Árni Már Árnason.
Elskulegur afi minn er sofnaður
svefninum langa. Hann var búinn að
eiga tvo erfiða mánuði á spítala þar
sem hann lá mestan tíma á gjör-
gæsludeild. Þessar aðstæður áttu nú
ekki við hann þar sem hann var vanur
að stunda mikla hreyfingu og fór
næstum daglega í sund eða langar
göngur, en afi þakkaði alltaf góða
heilsu nægri hreyfingu og heilbrigðu
líferni. Síðastliðin tvö ár voru afa ansi
erfið. Amma veiktist sumarið 2000 og
var hann henni mikil stoð í hennar
veikindum þar sem hann varði drjúg-
um tíma daglega hjá henni á spítalan-
um.
Afi átti mjög erfitt með að láta í ljós
tilfinningar sínar og eftir að amma
féll frá síðastliðið vor fjarlægðist
hann fjölskylduna. Hann var bitur og
einangraðist að mestu frá þeim sem
þótti svo vænt um hann og kveðja
hann með söknuði í dag.
Minningarnar um afa eru ansi fjöl-
breyttar. Ég minnist hans sem skap-
mikils manns sem ávallt hafði skoð-
anir á öllu sem bar á góma og það var
þrautin þyngri að rökræða við hann
og koma sínum sjónarmiðum á fram-
færi. Við fengum að heyra margar
sögurnar frá stríðsárunum og þeim
erfiðleikum sem þeim tímum fylgdu
en einkanlega var pólitíkin vinsæl-
asta umræðuefnið. Þá minnist ég
hans einnig sem mikils fjölskyldu-
manns. Börnin hans fengu kannski
ekki að njóta svo vel þeirrar hliðar,
þar sem hann var lítið heima við þeg-
ar þau voru ung. Hann tók okkur
barnabörnin oft með í réttir, í sund
eða að gefa rollunum eins og við sögð-
um alltaf. Afi var lengi með nokkrar
ær hér innan borgarmarkanna. Það
var mikill fögnuður þegar við fórum
með honum að huga að fénaðinum.
Við gáfum þeim lýsi og vel var hugsað
um skepnurnar. Þær fengu að sjálf-
sögðu allar nafn og ég varð þess heið-
urs aðnjótandi að ein þeirra var nefnd
í höfuðið á mér og önnur í höfuðið á
ömmu. Síðan fékk ég einhver jólin
gjöf frá þessum „fjölskyldumeðlim-
um“.
Afi og amma fóru reglulega á vorin
í utanlandsferðir suður á bóginn. Það
var mjög mikilvægt fyrir þann gamla
að komast til útlanda og voru ófáar
sögurnar sem fylgdu í kjölfarið þegar
heim kom. Hann var fóðrandi villi-
ketti á götum úti, naut sólarinnar til
hins ýtrasta og kom þar af leiðandi
dekkri en nokkur maður heim. Þó var
ekkert verið að lifa um efni fram en
afi mundi tímana tvenna og var mjög
sparsamur. Hann var mjög stoltur yf-
ir reglu- og vinnusemi barna-
barnanna því það að eyða peningum í
skemmtanir var eins og að fleygja
þeim í sjóinn. Mesta áhugamál afa
var fótboltinn. Hann fylgdist með
hverjum leik í ensku knattspyrnunni
og það fór ekki á milli mála hvert var
hans uppáhaldslið. Hann var alltaf lít-
ið fyrir gjafir en þegar sú snjalla hug-
mynd skaut upp kollinum hjá okkur
fjölskyldunni að gefa honum hluti
tengda knattspyrnunni var hann
aldrei ánægðari.
Eftir að amma dó talaði afi um að
hann fyndi fyrir nærveru hennar
heima í Grófarselinu. Það er mér
huggun að hugsa til þess að nú séu
þau saman á ný.
Drottinn blessi minningu þína, afi
minn.
Þín
Erla.
Það varð auðvitað ekki hlutskipti
baráttujaxlsins Árna frænda að verða
elliær og upp á aðra kominn. Slíkt
hefði ekki verið hans stíll. Erfið veik-
indi höfðu herjað á um hríð og þótt
hann tæki fast á í þeirri glímu eins og
öðrum um ævina mætti hann þar
ofjarli sínum Elli kerlingu. Lokið er
litríku lífsskeiði sérstæðs manns sem
átti hlýtt og stórt hjarta innan við
harðan skráp erfiðismannsins.
Árni Jón Jóhannsson, föðurbróðir
minn, var greindur og langminnugur,
harðduglegur til allra verka á sjó og
landi, ósérhlífinn og atorkusamur
hugsjónamaður. Sannur baráttumað-
ur fyrir bættum kjörum þeirra sem
minna mega sín og alla tíð minnugur
hlutskiptis þess fátæka fólks sem ól
hann, fæddi og klæddi. Hann trúði á
mátt og megin þeirra sem standa
saman í lífsbaráttunni og var þess
fullviss að allt væri betra en íhaldið.
Hann hafði lag á að sjá hlutina í ein-
földu og skýru samhengi; kunni að
greina hafrana frá sauðunum. Var
hvass og kröfuharður í málflutningi
enda skynjuðu menn skjótt að betra
var að hafa Árna með sér en á móti
þegar tekist var á um hlutina. Gilti þá
einu hvort um var að ræða háa herra
hjá ónefndu skipafélagi eða fé-
lagsmenn í Dagsbrún. Hann sté fast
til jarðar og hafði ekki skap til að tipla
á tánum þegar mikið lá við í orrahríð-
inni. Hefði sennilega ekki orðið góður
sendiherra en þeim mun betri verka-
lýðsforingi. Sannarlega karl í krap-
inu.
Ég minnist margra ánægjulegra
stunda þegar frændi kom í heimsókn
á rauða Skódanum í Álfatúnið eða sló
á þráðinn til að ræða stjórnmála-
ástandið. Og þar var ekki verið að
skafa utan af hlutunum eða fara með
veggjum. Oft lét hann líka dæluna
ganga um árin sín sem stríðshetja á
sjónum og enn oftar sagði hann
skemmtisögur af samferðamönnum.
Leikrænir tilburðir gátu verið býsna
stórfenglegir og furðusögur runnu
honum af munni fram svo unun var á
að hlýða. Hann gerði óspart grín að
mér ókunnugu fólki sem aldrei var
nefnt sínum réttu nöfnum heldur
fékk hin sérkennilegustu viðurnefni,
allt gert í góðlátlegu gríni.
Árni frændi lagði mér margt gott
til þegar ég var í bæjarpólitíkinni í
Kópavogi. Og engu breytti þótt þar
væri um aðra sókn að ræða en hans
eigin. Hann fylgdist vel með vafstri
frænda síns, las greinar og hlustaði á
umræður í bæjarstjórn og sagði svo
auðvitað sínar skoðanir umbúðalaust
eins og við var að búast. Fann að ef ég
átti það skilið en hrósaði með sínum
hætti ef tilefni gafst og sagði þá
gjarnan: „Það er ekki að spyrja að
Vatnsnesættinni, frændi!“
Ég minnist frænda míns, Árna
Jóns Jóhannssonar, með hlýju og
virðingu. Við Guðrún sendum börn-
um hans og öðrum afkomendum sam-
úðarkveðjur. Megi moldin á leiði hans
verða honum létt sem fiður.
Valþór Hlöðversson.
Einnig hatrið á svívirðunni
afskræmir andlitið.
Einnig heiftin vegna óréttlætisins
gerir röddina hása. Ó, við,
sem vildum búa jarðveginn undir vináttu,
gátum sjálf ekki verið vingjarnleg.
En þegar svo langt verður komið
að maður réttir manni hjálparhönd,
minnizt okkar þá
með umburðarlyndi.
(Bertolt Brecht, þýð. Sigfús Daðason.)
Nú er hún þögnuð, hin kraftmikla
rödd stríðshetjunnar, einsog við fé-
lagarnir kölluðum Árna Jón, mann-
inn sem sigldi um höfin, kom víða við
og sá margar borgir, einsog Ódysseif-
ur forðum. Þegar hann svo um síðir
kom í land helgaði hann starfskrafta
sína að mestu Áburðarverksmiðjunni
í Gufunesi.
Nei, nú heyrir maður ekki lengur
stórkarlalegar yfirlýsingar um
Natoskrílinn og pitsubangsana, um
Karphúsið sem hann kallaði Kleinu-
kot og þannig mætti lengi telja. Um
áttrætt var hann sterkur sem naut,
handtakið fast og augun leiftrandi.
Hann ók lengi um á rauðum Skoda
sem kvaddi stuttu fyrr en hann sjálf-
ur.
Ég mundi eftir Árna Jóni frá póli-
tískum fundum og samkomum fyrr á
árum þegar enn þótti ástæða til að
æpa sig hásan vegna óréttlætisins, en
kynntist honum svo betur á síðari ár-
um vegna kynna af Árna Má syni
hans og fjölskyldu hans.
Það var alltaf viðburður á fundum
þegar Árni Jón steig í ræðustól. Mál-
flutningurinn var kraftmikill og
kjarnyrtur; samtvinnaðar lýsingar og
mergjaðar setningar. Hann gaf fræg-
um ræðumönnum og jafnvel rokk-
söngvurum lítið eftir. Væri Árni ung-
ur maður í dag væru honum margir
vegir færir í tjáningu og sköpun.
Á síðari árum heimsótti Árni mig
stundum og þótt honum lægi mikið á
hjarta um málefni líðandi stundar
ræddum við oft liðna tíð og hann
sagði mér margar sögur, sögur af
sjónum, sögur úr baráttunni, ævin-
týralegar sögur úr framandi borgum,
svo og skemmtisögur af hinu og
þessu. Þá stóðu ýmsir atburðir úr
samtímasögu okkar honum ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum: baráttan á
kreppuárunum, hernám Breta og
inngangan í NATO, svo eitthvað sé
nefnt.
Ég hitti þá feðga Árna Jón og Árna
Má eitt sinn í París. Ég var þar stadd-
ur í hópi rithöfunda af norðurslóðum.
Þar var öllum ljóst hvílíkur heims-
borgari Árni Jón var þegar hann
sagði sínar kraftmiklu sögur á skand-
inavísku og sletti færeysku þegar
hann vantaði orð. Þarna sat maður
sem komið hafði víða og séð margar
borgir og þeir eru fleiri en einn og
fleiri en tveir úr hópi hinna útlendu
sem rifjað hafa upp þetta kvöld við
mig síðar.
Í mörgum frásögnum Árna fann
maður hvað honum sveið óréttlætið
ÁRNI JÓN
JÓHANNSSON
! "
#! ! $$%
&! &% $ ! "
"' ! $$%
" ( ! "
) % ) *
!
+,-.
.+/
%
0" !
$
" $%
" $%*