Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 47
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
Þá er hann hættur
að troða stígana í
Reykjavík, hann Har-
aldur Jóhannsson
hagfræðingur. Og
vantar ekki, að hann
hafi markað þá spor-
um sínum. Áratugum saman var
hann einn þeirra manna, sem
mestan svip settu á bæinn. Þó var
hann fyrirferðarlítill maður í allri
framkomu og tróð ekki nokkrum
manni um tær. Hann var vel með-
almaður á hæð, grannholda og bar
hratt fram götuna. Hann var jafn-
an snoðklipptur til hliðanna og aft-
ur á hnakka, en hafði búsk á koll-
inum. Og var mjóhöfða. Þetta mjóa
höfuð var nánast eins og á sjálf-
stæðri göngu, eilítið á undan lík-
amanum.
Haraldur Jóhannsson var einn
þeirra manna, sem ekki bundu
bagga sína sömu hnútum og sam-
ferðamennirnir. Hann var sérlynt-
ur og tolldi því ekki á þeirri
framabraut, sem menntun hans og
starfsframi framan af ævi benti til,
að yrði hlutskipti hans að arka. En
hugur hans var sívökull og með
réttu taldi hann hugsanir sínar
eiga erindi við aðra. Þær munu
fylla hátt í þriðja tuginn, bæk-
urnar og bæklingarnir, sem Har-
aldur ritaði um dagana, bæði um
hagfræði og ýmislegt annað, þ.á m.
samtöl við áhugaverða menn, eins
og t.d. Ólaf Friðriksson verkalýðs-
leiðtoga. Síðustu áratugina gaf
hann rit þessi út sjálfur, enda ekki
til siðs í vel skipulögðum smæl-
ingjasamfélögum, eins og Íslandi,
að halda fram verkum þeirra, sem
fara ótroðnar slóðir.
Af ástæðum, sem ekki verða
raktar hér, náðu kynni okkar Har-
aldar allt aftur til bernsku minnar.
Og leitar nú gömul minning á hug-
ann. Við amma mín áttum um tíma
heima við Rauðarárstíg. Gamla
konan var Reykjavíkuríhald af
gamla skólanum og vissi því fátt
skuggalegra en heimskommúnis-
mann. Og eins og títt var ruglaði
hún þeirri stefnu saman við bar-
HARALDUR
JÓHANNSSON
✝ Haraldur Jó-hannsson fæddist
í Reykjavík 7. júlí
1926. Hann lést 18.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram í
kyrrþey frá Foss-
vogskapellu 25.
mars.
áttuna gegn veru
bandaríska hersins á
Íslandi. Svo er það
eitt sinn, að hernáms-
andstæðingar efna til
Keflavíkurgöngu og
arka á þeirri leið
framhjá heimili okkar
ömmu. Við stóðum út
við glugga og horfðum
á göngumenn. Það var
slagviðri. Allt í einu
sé ég hvar amma mín
beygir af. Það var
vegna þess, að hún sá
Harald í hópi göngu-
manna. Gömlu kon-
unni þótti illt til þess að vita, að
svo góður drengur léti rigna á sig
fyrir heimskommúnismann og það
í beljandi stormi.
Löngu síðar kom þar, að ég tók
upp þann sið, að yrkja ljóð. Þá var
það eitt sinn, að ég hitti frænda
minn Jakob Hafstein en hann var
þá prentsmiðjueigandi. Er ekki að
orðlengja það, að hann bauðst til
að prenta fyrir mig bók, mér að
kostnaðarlausu. Þáði ég þetta
höfðinglega boð með þökkum. En
þá var eftir að fá einhvern til að
fara yfir „pródúktið“. Ég sneri
mér til Haraldar, enda vissi ég, að
hann var bókmenntamaður, og
hjálpaði hann mér við efnisval í
bókina. Þetta varð ekki ýkja
merkilegt rit að gæðum. En þeim
Haraldi og Jakobi var báðum ljóst,
að þegar ungir menn ýta úr vör og
halda út á ólgusjó skáldskaparins
er ráðlegast, að stýra þeim mildi-
lega. Það gerist hvort sem er ekki
nema annað af tvennu; kænan
sekkur eða hún nær landi.
Nokkrum árum síðar leigði ég
herbergi af Haraldi vestur á Rán-
argötu. Þar kynntist ég nokkuð
undarlegri útfærslu hans á hag-
fræði. Leigan var fremur há og
það mátti ekki bregðast, að ég
greiddi hana fyrsta dag hvers
mánaðar. En þegar ég hafði afhent
Haraldi peningana og hann talið
þá rétti hann mér þá jafnharðan
aftur.
Haraldur var einlægur marxisti.
En þar sem annars staðar fór
hann sínar eigin leiðir. Í hópi
vinstrisinnaðra menntamanna var
það lenska, að hatast út í Krist-
mann Guðmundsson. Hann hafði á
sínum tíma sent frá sér heims-
bókmenntasögu, sem olli þvílíku
sálarójafnvægi í ofannefndum
hópi, að dómstólarnir lentu að lok-
um í sálgæsluhlutverki í því máli.
Þessi „ógnþrungna“ bókmennta-
saga er í tveimur bindum og er
ekki annað um hana að segja í
þessu samhengi en það, að Har-
aldur gaf mér verkið í jólagjöf
þegar hann herbergjaði mig þarna
vestur á Ránargötunni. Og bað
mig lesa vel, því þetta væri gott
verk.
Svo liðu árin. Fundum okkar
Haraldar bar gjarnan saman á
götum miðbæjarins. Bauð hann
mér þá oft á kaffihús, en slíkir
staðir voru sem hans annað heim-
ili. Ekki er langt síðan hann bauð
mér á austurlenskt kaffihús rétt
við Hlemm. Þar áttum við ánægju-
lega stund saman og ákváðum að
hittast fljótt aftur. Af því varð þó
ekki.
Ég kveð Harald Jóhannsson
með virktum og þykist vita, að
hann arki nú þær slóðir, þar sem
sérviska telst til mannkosta. Guð
blessi góðan dreng.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Í fáum orðum vil ég
votta virðingu mína
og þakka mætum
manni hátt í tveggja
áratuga hlýja og
hnökralausa viðkynn-
ingu: Jónas Guðbjörn
Guðbjörnsson hóf störf hjá
SKÝRR (Skýrsluvélum ríkisins og
Reykjavíkurborgar) árið 1980 og
þar starfaði hann í rétt sautján ár.
Samstarfsmenn Jónasar frá þess-
um árum geyma með sér minn-
ingar um ærlegan og góðan dreng
þar sem hann var.
Jónas var Vestfirðingur, fæddur
á Ísafirði, og ólst upp á Hafrafelli í
Skutulsfirði í hópi fjögurra yngri
systkina. Á unglingsárum veiktist
hann alvarlega af heilahimnubólgu.
Löng sjúkralega leiddi til líkam-
legrar fötlunar sem hann bar
menjar æ síðan. Jónas nam vél-
stjórn í Vélskólanum á Ísafirði og
starfaði síðan sem slíkur á fiskibát-
um. Síðar lagði hann fyrir sig akst-
ur vörubíla og fleiri störf. Jónas
var tvígiftur og eignaðist fjórar
dætur í fyrra hjónabandi.
Jónas réðst sem fyrr segir til
SKÝRR árið 1980 og starfaði þar
til að byrja með við útkeyrslu en
gerðist brátt umsjónarmaður hús-
eignar SKÝRR og húsvörður. Það
starf átti vel við hann hygg ég, því
hann var þúsundþjalasmiður.
Hann lagfærði hvers kyns hluti
sem húseignina varðaði og fjöl-
breytilegustu tæki og tól gat hann
átt til að lima sundur í frumparta,
setja saman aftur og gera sem
nýja. Jónas var dagfarsprúður svo
af bar. Hæglæti, samfara notalegri
kímni, einkenndi framgöngu hans
JÓNAS GUÐBJÖRN
GUÐBJÖRNSSON
✝ Jónas GuðbjörnGuðbjörnsson
fæddist á Ísafirði 20.
mars 1932. Hann lést
á heimili sínu 16.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram í
kyrrþey að ósk hins
látna.
alla. Engan lét hann
þó valta yfir sig í orð-
um. Sum beinskeytt
svör hans eða hnyttn-
ar athugasemdir lifa
enn meðal samstarfs-
manna hans. Mér þyk-
ir vænt um litla sögu
af Jónasi sem gerðist
þegar hann annaðist
útkeyrsluna fyrstu
starfsárin hjá
SKÝRR: Svo bar til að
af óviðráðanlegum
ástæðum tafðist áríð-
andi vinnsla hjá
SKÝRR – slíkt gerist
raunar afar sjaldan. Það féll í hlut
Jónasar að færa viðskiptamannin-
um hin síðbúnu vinnslugögn. Er á
staðinn kom setti hann gögnin á
litla trillu, sem hann hafði ætíð í
bílnum, ók þeim inn í lyftu í húsinu
og upp með henni á tiltekna hæð.
Þar við lyftudyrnar kemur hann í
flasið á frakkaklæddum manni.
Það var reyndar sá sem beðið hafði
gagnanna drjúgan hluta dags. En
nú var þolinmæði hans þrotin og
hann á leið út úr húsi. Þar sem
hann nú mætir Jónasi færandi hin
síðbúnu gögn verður honum það
fyrst fyrir að hella yfir sendilinn
ávítum vegna alls þessa seina-
gangs og þar með að nú væri mæl-
irinn fullur og hann á leið út úr
húsi – vinnudagurinn á enda. Jón-
as hlýddi á ræðuna með venju-
bundinni ró. Er hlé var á, sneri
hann trillunni aftur í átt að lyftu-
dyrunum um leið og hann sagði:
„Jæja, ég kem þá bara aftur á
morgun.“ Þetta svar batt snöggan
endi á öll ræðuhöld, því auðvitað
var ekki um annað að ræða en að
veita gögnunum viðtöku, þrátt fyr-
ir seinkunina.
Starfsmenn SKÝRR votta eft-
irlifandi eiginkonu Jónasar, dætr-
um og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð. Bjart er yfir minningu
Jónasar Guðbjörns Guðbjörnsson-
ar.
Óttar Kjartansson.
Fallinn er í valinn
Árni Stefánsson,
kennari í Kópavogi,
mjög um aldur fram.
Kynni mín af Árna
voru fyrst og fremst á yngri árum
þegar ég sem óharðnaður unglingur
á sautjánda ári byrjaði að venja
komur mínar á Melaheiði 1 í Kópa-
vogi. Ég kynntist eldri syni hans,
Snorra, á unglingsárum og varð vin-
skapur okkar þá sem nú svo mikill
að ég varð eiginlega fastagestur á
heimilinu og kynntist ég því Árna
vel á þeim árum. Ekki er ofmælt
þegar sagt er að kynni mín af ís-
lenskukennaranum hafi verið sér-
staklega minnisstæð. Fyrir utan
það að við ræddum ótæpilega hin
ýmsu þjóðfélagsmál og pólitík jafnt
utanlands sem innan stendur það
fyrst og fremst uppúr í mínum huga
hversu Árni átti auðvelt með og
hversu ljúft það virtist honum að
ræða við ungan manninn um lands-
ins gagn og nauðsynjar á fullkomn-
um jafningjagrundvelli. Slíkt var
þá, og er, afar mikilvægt fyrir ungt
fólk, að finna athygli og óskoraðan
áhuga hinna eldri á útleggingum
hinna ungu og óreyndu. Þetta var
ÁRNI
STEFÁNSSON
✝ Árni Stefánssonfæddist í Hjarð-
arholti í Dölum 17.
júní 1938. Hann lést
á heimili sínu sunnu-
daginn 24. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Digraneskirkju 6.
mars.
Árna Stefánssyni gefið,
að ég held, betur en
flestum öðrum. Fyrir
þær sakir hefur hann
og mun alltaf skipa
ákveðinn sess í huga
mínum. Betur færi að
fleiri okkar sem fullorð-
in teljumst tækjum
okkur Árna heitinn til
fyrirmyndar að þessu
leyti. Skoðun mín á
þessu hefur bara
styrkst við að heyra að
Árni hafi notið hylli
nemenda sinna sem
grunnskólakennari –
það kemur mér engan veginn á
óvart, enda aldarfjórðungur síðan
ég varð þessara eiginleika hans
áskynja.
Eitt var það sem mér lengi vel
var ekki fullljóst um Árna, en það
var rithæfni hans og hvernig
raunsæ lífssýn hans birtist þar.
Þetta varð morgunljóst fyrir nokkr-
um árum síðan er hann ritaði mjög
minnisstæða minningargrein um
móðurbróður sinn, Magnús Böðv-
arsson bónda í Dölum. Árni lýsti
þar á afar raunsæjan hátt frænda
sínum, kostum hans og göllum á
ógleymanlegan og vandaðan hátt – í
anda þess raunsæis sem Árna var
tamt að mínu viti. Mun ég því ekki
reyna að komast með tærnar þar
sem Árni Stefánsson hafði hælana í
slíkum skrifum og láta þessi fátæk-
legu orð nægja. Höllu, Snorra og
Sverri og fjölskyldum þeirra
bræðra sendi ég hugheilar kveðjur
mínar.
Grétar Þór Eyþórsson.
✝ Elín Guðmunds-dóttir fæddist í
Sjólist á Fáskrúðs-
firði 27. maí 1916.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu á Fá-
skrúðsfirði 28. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristín Indriða-
dóttir frá Vattarnesi
og Guðmundur Jóns-
son frá Gestsstöðum.
Börn þeirra Kristín-
ar og Guðmundar
urðu átta. Einungis
tvær systur lifa El-
ínu, þær Jóna Björg og Sigur-
björg.
Fyrsta barn Elín-
ar er Rafn. Elín gift-
ist 11. nóvember
1946 Hans Ole Eide
Eyjólfssyni. Þau Elín
og Eide hófu sambúð
og börnin komu
hvert af öðru, Inge-
borg, Kristín, Agn-
ar, Hafþór og lítil
dóttir, sem lést á
fyrsta ári, óskírð
1960. Barnabörnin
eru á annan tug og
barnabarnabörnin
hátt í tvo tugi.
Útför Elínar fór
fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju
laugardaginn 9. mars.
Ég vil í þessum fáeinu línum
minnast Elínar Guðmundsdóttur frá
Fáskrúðsfirði. Ég kynntist Elínu
persónulega seint á ævi hennar en
það sem vakti athygli mína var að þó
að þar færi hógvær alþýðukona var
hún eins og prinsessa í framkomu
og háttum og umgengust ættingjar
og vinir hana þannig og með mikilli
virðingu. Maður fann að þar fór
stolt en hógvær kona sem mikil virð-
ing og væntumþykja var borin fyrir.
Eftirtektarvert var hvað börnum og
barnabörnum þótti óumræðilega
vænt um Ellu og naut hún þess í rík-
um mæli.
Að öðrum ólöstuðum má segja að
Kristín Eide hafi lagt sig í líma fyrir
móður sína þegar ellin færðist yfir,
en þær Ella og Stína deildu saman
heimili í hálfa öld. Ella var Stínu
mikil stoð á árum áður eins og for-
eldrar eru oft börnum sínum. En
þegar aldur fór að færast yfir Ellu
fylgdi hún Stínu eftir á öll hennar
heimili og bjó hjá henni og tel ég að
það hafi verið ómetanlegt fyrir Ellu
að finna að hún átti heima heima hjá
sér og gæti tekið á móti sínu fólki og
gestum þar. Það er ekki sjálfsagt og
raunar sjaldgæft að börn eldra fólks
taki hlutverk sitt eins alvarlega og
Stína Eida gerði gagnvart móður
sinni, hjúkri, hlúi að og nánast fórni
stórum hluta af lífi sínu og frelsi fyr-
ir foreldra sína, en það gerði Stína
fyrir móður sína. Mér varð oft hugs-
að til þeirra forréttinda sem Ella
naut vegna fórnfýsi Stínu og fyrir
það ber að þakka. Ég er líka alveg
viss um að systkini Stínu voru henni
mjög þakklát fyrir að annast móður
þeirra svo vel.
Ella Eida var mjög lánsöm móðir
vegna þess að öll börnin hennar
voru afar vandaðar og góðar mann-
eskjur og það kristallast í öllum
barnabörnum Ellu, sem eru fyrir-
myndarfólk hvar sem þau eru. Ella
Eida var á allan hátt mjög vönduð
og einstaklega góð manneskja og
öllum var vel við hana og hún hafði
þann góða kost að geta hlustað á
fólk ræða málin en skaut svo allt í
einu ýmsu gullkorni inn í umræður
og þá vissi maður að hún var að
fylgjast með. Ég votta öllum hennar
nánustu samúð mína því þótt aldur
Ellu væri hár og við öllu að búast
var svo mikil samstaða og væntum-
þykja innan þessarar fjölskyldu og
missir þeirra er mikill.
Eiríkur Stefánsson.
ELÍN
GUÐMUNDSDÓTTIR