Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 48
MINNINGAR
48 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Rúbý Grey
Enski miðillinn Rúbý Grey
verður stödd hér á landi
frá 19. apríl til 1. maí.
Upplýsingar í síma 588 8530.
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir,
Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla
Alexandersdóttir, Margrét
Hafsteinsdóttir og Garðar
Björgvinsson michael-miðill
starfa hjá félaginu og bjóða fé-
lagsmönnum og öðrum uppá
einkatíma.
Upplýsingar um félagið, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13—18.
Utan þess tíma er einnig hægt
að skilja eftir skilaboð á sím-
svara félagsins.
Netfang: mhs@vortex.is .
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1824178
Njörður 6002041719 Lf.
I.O.O.F. 7 1824177½ 8.0.*
I.O.O.F. 9 1824178½ K
Hamar 6002041719 III
GLITNIR 6002041719 I
Vorfundur
EDDA 6002041720 III
Fræðslufundur
HELGAFELL 6002041719 IV/V
Lf.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Samkoma í Kristniboðssaln-
um í kvöld kl. 20.30.
Guðlaugur Gíslason og Birna
Gerður Jónsdóttir tala en þau
eru nýkomin heim frá Eþíópíu.
Allir hjartanlega velkomnir.
sik.is
17. apríl — Geldinganes
(Útivistarræktin). Góð kvöld-
ganga í skemmtilegum félags-
skap. Brottför á eigin bílum kl.
18.30 frá skrifstofu Útivistar. Ekk-
ert þátttökugjald.
19.—21. apríl
Hveravellir — akstur á jökul
(Jeppadeild). Ferð í samvinnu
við Arctic Trucks. Lagt af stað úr
bænum klukkan 19.00 frá skrif-
stofu Útivistar, Laugavegi 178.
Þessi ferð er ætluð bílum sem
eru sérútbúnir til aksturs í snjó.
Verð kr. 5.500 fyrir félaga, 6.400
fyrir aðra. Fararstjóri Ragnar Ein-
arsson.
21. apríl — Reykjavegur —
Stóra Sandvík — Þorbjarnar-
fell (R1). Fyrsti hluti Reykjaveg-
arins. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ.
Verð kr. 1.500 fyrir félaga, 1.700
fyrir aðra.
21. apríl — Árnastígur. Brott-
för kl. 10.30 frá BSÍ. Verð kr.
1.500 fyrir félaga, 1.700 fyrir
aðra.
23. apríl — Deildarfundur
jeppadeildar.
Fundurinn er haldinn á skrifstofu
Útivistar, Laugavegi 178. Dag-
skrá auglýst síðar. Kaffi og með-
læti í boði Merrild. Allir vel-
komnir.
25.—28. apríl. Drangajökull.
Ekið frá Steingrímsfjarðarheiði
og yfir Drangajökul. Takmarkað
pláss. Fararstjóri: Reimar Vil-
mundarson. Verð kr. 11.300 fyrir
félaga, 13.400 fyrir aðra.
Er lát Sigurðar Arn-
ar Þorbjarnarsonar
barst mér til eyrna er
ekki laust við að hug-
urinn hafi leitað til
bernskuára okkar bræðra á Geita-
skarði.
Ég held að óhætt sé að fullyrða að
fáir menn hafi haft jafn sterk áhrif á
okkur bræður sem föðurbróðir okk-
ar, Sigurður.
Þessi maður sem minnti á enskan
aðalsmann, bæði hvað andlegt og lík-
amlegt atgervi snertir, virðist hafa
fengið þessa einstöku eiginleika í
vöggugjöf. Án nokkurrar fyrirhafn-
ar af hans hálfu, fór ekki milli mála
að þar fór maður með karakter og
sterka sjálfsímynd. Hvar sem Sig-
urður fór, vakti hann sjálfkrafa at-
hygli.
Sigurður var meðalmaður á hæð,
grannur og spengilegur með sitt
dökka liðaða hár og yfirvararskegg
með glettin brún augu, sem gátu
verið svo skörp að þau stungu sem
hnífar eða svo blíð að þau bræddu
hvers manns hjarta.
Hann var oftast léttur í lund,
glettin í svörum og sennilega hefur
SIGURÐUR ÖRN
ÞORBJARNARSON
✝ Sigurður ÖrnÞorbjarnarson
fæddist að Heiði í
Gönguskörðum 27.
október 1916. Hann
andaðist á Blönduósi
að morgni 15. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Blönduóskirkju 23.
mars.
hann verið mest glað-
sinna af bræðrum sín-
um. Snöggur var hann
til svara í viðræðum og
gat verið fastur á mein-
ingunni enda átti hann
kyn til þess.
Þessum manni urð-
um við sex bræður allir
samferða flestöll sum-
ur frá unga aldri til
fermingar, – sumir
lengur en aðrir eins og
gengur.
Það fer ekki milli
mála að Sigurður
stendur okkur nærri í
minningunni fyrir margra hluta sak-
ir. Flestar eru minningarnar góðar
enda þótt eitt og annað hafi komið
upp á löngu tímabili. Á Geitaskarði,
sem var annálað stórbýli, tók Sig-
urður frændi við búi afa míns, Þor-
björns Björnssonar, sem hafði búið
þar af myndarskap í mörg ár. Sig-
urður hélt merkinu hátt á loft og
gerði gott betur, hann stóð m.a. fyrir
vélvæðingu með föður okkar bræðra
frá 1946 en áður höfðu þeir bræður
keypt jörðina og áttu hana til helm-
inga. Í höndum þeirra bræðra varð
Geitaskarð eitt af höfuðbólum lands-
ins og var viðbrugðið hversu mikill
myndarbragur var á öllu, sem þeir
bræður komu að. Nú eru þeir báðir
látnir. Með þeim var einhver ósýni-
legur strengur vináttu, sem ekkert
skyggði á hvort sem mótbyrinn var
stór eða lítill. Við drengirnir vorum
næmir á umhverfi okkar og sáum
eitt og annað misjafnt í fari heim-
ilsmanna, en aldrei sáum við annað
en að þeir bræður umgengust hvor
annan af nærgætni, virðingu og vin-
semd.
Sigurður var í raun mikill heims-
maður. Hann varð ungur að hverfa
frá miðju menntaskólanámi til að
taka við jörðinni eftir fráfall bróður
síns, Stefáns Heiðars. Þá þegar hafði
hann sýnt fram á að hann hafði góða
námshæfileika.
Auðvelt hefði verið að hugsa sér
Sigurð sem kennara í náttúrufræði
eða ensku þar sem hann hafði gott
vald á enskum bókmenntum og
flestu, sem snerti náttúruvísindi.
Hann var óhemju glöggur á grös og
jurtir og virtist hafa meðfæddan og
brennandi áhuga á slíku efni. Hann
tók snemma þá afstöðu sem bóndi að
njóta menningar og lista, þrátt fyrir
öll búverkin, sem virtust einhæf og
slítandi. Sigurður var ákaflega bók-
hneigður eins og hann orðaði svo
skemmtilega sjálfur er hann sagði í
blaðaviðtali 1988 „ að sér hefði alltaf
komið vel saman við bækur“. Fyrir
okkur drengina var ekki lítill fengur
að komast í bókaherbergið hans,
sem var troðið af þjóðlegum og ekki
síst útlendum fróðleik. Sigurður átti
áratuga árganga af National Geog-
raphic, sem voru nú ekki til á hverju
heimili á þessum tíma.
Ekki verður fjölyrt um opinber
störf Sigurðar, sem aðrir hafa þegar
gert skil, heldur brugðið upp mynd,
er sýnir frænda í ljósi bernsku okkar
bræðra.
Þar af leiðir vil ég leyfa mér að
fara með lesendum í smáferðalag
aftur í tímann og skyggnast í það
sveitasamfélag, sem var fyrir um 35–
40 árum.
Það er eins og það hafi gerst í gær,
er ég og annar drengur til komum að
frænda, sem var að gera að tveimur
kálfum sem höfðu verið aflífaðir.
Sigurður vann verk sitt svo fumlaust
og ákveðið að við drengirnir beind-
um fyrst og fremst sjónum okkar að
honum, handtökum, andlitsdráttum
og rósemi hans en ekki að skepn-
unum. Það var þetta hispursleysi að
ganga að þessu verki sem sjálfsögð-
um hlut, sem varð að vinna af sam-
vizkusemi og lagni. Ekkert pat, ekk-
ert fát, aðeins skipulögð og úthugsuð
handtök. Og ekki var að sjá að verkið
væri unnið af ánægju heldur fyrst og
fremst skyldurækni en þetta er eitt
mikilvægustu verka bóndans, það að
kunna að aflífa skepnur og gera það
skammlaust og af virðingu fyrir líf-
inu.
Sigurður hafði gaman af því að
tala við okkur drengina og heyra
skoðanir okkar. Hann var góður
áheyrandi og hló oft dátt að skondn-
um tilsvörum okkar en ekki var hann
predikari. Þá sjaldan hann ræddi
pólitík við föður minn o.fl. var hann
að vísu fastur fyrir en ekki var að sjá
að hún væri honum eitthvert trúar-
atriði. Oftar en ekki vék hann góðum
orðum og tók iðulega upp hanzkann
fyrir þá, sem urðu undir í lífinu, –
hann mat menn að verðleikum eftir
mannkostum en lét ekki ytri aðstæð-
ur eða almannaróm trufla sig. Lítil
saga segir svolítið um skaphöfn hans
og viðbrögð. Sem kúasmali hafði ég
10 ára þá stöðu að fóðra alikálfa fram
eftir sumri til slátrunar. Var þessu
erindi sinnt í fjárhúsunum á meðan
mjaltir stóðu yfir í fjósinu. Um 20
kálfar voru hafðir í stíum og þurfti
að reka þá í happ meðan fóðrið var
blandað í stampa. Skyndilega og í
einni svipan hrundu grindurnar und-
an kálfunum með miklum hávaða.
Eftir skrekkinn tókst að draga kálf-
ana óbrotna upp og síðan var frænda
greint frá atvikinu. Honum brá illa
við, ávítaði fyrir klaufaskapinn, en
áttaði sig fljótt á stöðu mála og var
snöggur að gera gott úr öllu saman.
Og ekki var viðgerðinni frestað, –
daginn eftir var efni komið neðan að
og strax hafizt handa. Annað atvik er
mér minnisstætt. Sá siður var á
Geitaskarði að drengirnir sváfu á
sumrin í sama herbergi á efstu hæð-
inni, fjórir saman. Við vorum á ýms-
um aldri, allt frá 9–15 ára og ég
þeirra yngstur. Þá var nú ekki sal-
erni á hverri hæð eins og gengur og
gerist í dag, heldur var venjan að
hafa fötu til að ganga örna sinna í að
nóttu og að morgni. Skipst var á að
tæma fötuna en undirritaður átti
umrædda viku en þá urðu atvik sem
seint gleymast. Reglan var að tæma
hlandfötuna hvern morgun og sem
ég gekk með fötuna út dimman
ganginn fram hjá tveimur 50 kg
hveiti- og sykursekkjum varð mér á
að hrasa með hálffulla fötuna og
helltist innihaldið á gólfið, undir og á
pokana. Voru nú góð ráð dýr, en þar
sem þetta var á miðju sumri og pok-
arnir nýkomnir í hús, vonaðist ég til
að vera farinn úr sveitinni áður en
húsfreyjan kæmist að gulu kögglun-
um um haustið. Ekki gekk það nú
eftir því matarlyst heimilismanna
var góð. Þegar dró fram í lok sept-
ember varð mér ljóst einn seinni
partinn að stóru strákarnir voru
óvenju daufir. Ástæðan var spurn-
ingar húsfreyjunnar en ekkert varð
togað upp úr þeim sem vonlegt var.
Sigurður frændi, sem ekki var
vanur að skipta sér af málum innan
húss, var nú kallaður til. Og nú byrj-
uðu aðrar og alvarlegri yfirheyrslur.
Ekki ætlaði frændi að vera lengi að
toga út sannleikann enda voru
hveiti- og sykurpokarnir nær tómir
og ekki annað en gulir kögglar eftir
með tilheyrandi þef. Um það var
ekki að villast – einhver hafði unnið
skemmdarverk og það ósvífið, en
hver hafði leyft slíkan hrekk? – að
því varð að komast. Sýndist mér
eldri drengirnir vera nálægt því að
bugast en aldrei kom þó almennileg
játning og var nú komið að þeim
yngsta að svara. Satt best að segja
var ég feginn að Sigurður frændi
skyldi leiða málið því ég vissi hann
skilningsríkan á eðli málsins og
spaugilegu hlið þess, enda gekk það
eftir. Málið var upplýst og ekki rætt
frekar enda engum meint af bakk-
elsinu það sumarið.
Sigurður var einstakur náttúru-
unnandi. Allt líf var honum heilagt
hvort sem í hlut átti lóa eða uppá-
haldshesturinn, Skjöldur, sem varð
42 ára. Einn haustdag gerðu gæsir
sig heimakomnar á nýræktum
Geitaskarðs. Sigurður tók sér byssu
og sjónauka í hönd og lá fyrir gæs-
unum í skurði frá hádegi til kvölds
án þess að hleypa af skoti. Heim-
ilisfólkið undraðist hverju það sætti
og ekki stóð á skýringunni. Sigurður
notaði allan tímann til að skoða at-
ferli og hegðun gæsanna án þess að
unna sér matar. Gæsavargurinn
eyðilagði nýræktina fyrir bóndan-
um, en í staðinn fékk hann eitt það
stórfenglegasta sjónarspil, sem
hann hafði séð og seint gleymist
hversu kátur og málreifur hann var
eftir þessa nýju lífsreynslu. Þetta
sögubrot sýnir hversu stutt var í
náttúrufræðinginn og oft gerðist það
að hann kom með sjaldséð grös og
blóm og spurði okkur drengina um
uppruna þeirra, ætterni og helstu
einkenni. Síðan kom fyrirlestur á
eftir. Þannig var þessi maður okkur
fræðari og góð fyrirmynd á öllum
sviðum mannlegrar breytni. Hann
var með afbrigðum vinnusamur, og í
verkum hans gætti ætíð snyrti-
mennsku og smekkvísi enda ekki
langt að sækja þá fyrirmynd til föður
síns, sem leið engum sóðaskap í sinni
návist. Sem dæmi má nefna að sér-
stök verkfæragrind var á hlaðinu á
Geitaskarði, þar sem öll jarðvinnu-
amboð voru flokkuð og þeim raðað
skipulega eftir hvert dagsverk. Með
þessum fátæklegu línum hefur verið
dregið lítið brot af þessum ágæta
föðurbróður, sem var okkur bræðr-
um kær. Og þrátt fyrir að ýmislegt
hefði getað farið á betri veg í seinni
tíð féll aldrei skuggi á samskipti okk-
ar Sigurðar með nokkrum hætti.
Handtak hans var alveg jafn þétt og
vingjarnlegt í sumar sem leið og áð-
ur fyrr.
Um leið og ég bið honum bless-
unar vil ég þakka honum samfylgd
æskuáranna sem var í sjálfu sér ein-
stök og ógleymanleg.
Magnús Björn Brynjólfsson.
Dröfn og Ásgeir unnu
paratvímenninginn
Íslandsmótið í paratvímenningi var
haldið á Siglufirði um síðustu helgi. 40
pör tóku þátt í mótinu, sem fór vel
fram undir styrkri stjórn Björgvins
Más Kristinssonar, keppnisstjóra og
Boga Sigurbjörnssonar, formanns Bf.
Siglufjarðar. Nýir Íslandsmeistarar
eru Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir
Ásbjörnsson en fast á hæla þeim
komu María Haraldsdóttir og Gísli
Þórarinsson.
Lokastaðan:
Dröfn Guðmundsd. – Ásgeir Ásbjörnss. 252
María Haraldsdóttir – Gísli Þórarinss. 239
Björk Jónsdóttir – Jón Sigurbjörnsson 176
Guðlaug Márusdóttir – Birkir Jónsson 148
Ljósbrá Baldursd. – Matthías Þorvaldss. 143
Hrafnhildur Skúla. – Jörundur Þórðars. 137
Una Sveinsd. – Pétur Örn Guðjónsson 136
Hjördís Sigurjónsd. – Kristján Blöndal 130
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
brids, tvímenning í Hraunseli Flata-
hrauni 3 tvisvar í viku á þriðjudögum
og föstudögum. Mæting kl. 13.30.
Spilað var 9. apríl. Þá urðu úrslit
þessi:
Hans Linnet – Einar Ólafsson 130
Sævar Magnússon – Árni Bjarnason 130
Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 125
12. apríl
Sigurlína Ágústsd. – Guðm. Guðmundss. 146
Sævar Magnússon – Árni Bjarnason 146
Jón Ó. Bjarnason – Jón R. Guðmudsson 133
Félag eldri borgara í Kópavogi
Þriðjudaginn 9. apríl mættu 25 pöt
til keppni í Michell-tvímenninginn.
Úrslit í N/S riðlinum urðu þessi:
Ólafur Ingvarsson – Þórarinn Árnason 411
Ingibj. Halldórsd. – Kristín Karlsd. 384
Bragi Salomonss. – Magnús Jósefss. 355
Hæsta skor í A/V riðlinum:
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddss. 383
Guðm. Magnúss. – Magnús Guðmundss. 376
Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 357
Sl. föstudag mætti 21 par og þá
urðu úrslitin þessi í N/S:
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 253
Lárus Hermannss. – Sigurður Karlss. 242
Magnús Oddss. – Guðjón Kristjánss. 242
Hæsta skor í A/V:
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 265
Albert Þorsteinss. – Alfreð Kristjánss. 250
Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 244
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði í Glæsibæ mánudaginn 8. apríl.
24 pör. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 257
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 56
Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 252
Árangur A-V:
Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 274
Haukur Guðmundss. – Gunnar Hersir 249
Halldór Magnúss. – Þórður Björnss. 241
Tvímenningskeppni spiluð fimm-
tud. 11. apríl. 16 pör. Meðalskor 168
stig.
Árangur N-S:
Hilmar Valdimarss. – Magnús Jósefss. 211
Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 172
Jón Lárusson – Halla Ólafsdóttir 172
Árangur A-V:
Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafsson 194
Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 183
Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóferss.175
Bridsfélag Reykjavíkur
Spilaður var einskvöldstvímenn-
ingur föstudaginn 12. apríl og í efstu
sætum lentu:
Inga Lára Guðm. – Unnur Sveinsd. +39
Jón Viðar Jónmundss. – Torfi Ásgeirss. +23
Einar L. Péturss. – Sæmundur Knútss. +18
Friðrik Jónsson – Eggert Bergsson +16
Sveinn R. Þorvaldss. – Gísli Steingr. +13
Spilaðir eru einskvöldstvímenn-
ingar öll föstudagskvöld hjá BR.
Spilamennska hefst kl. 19. Allir eru
velkomnir. Aðstoðað er við myndun
para.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ
Síðasta spilakvöld vetrarins var
mánudaginn 15. apríl.
Úrslit urðu þessi:
Eiríkur Eiðsson – Þórir Jóhannsson 52
Hildur Eysteinsd. – Margrét Þórisdóttir 48
Anna Dýrfjörð – Þórhildur Stefánsdóttir 46
Eggert Stefánsson – Þórhildur Jónsd. 40
Anna Björnsd. – Bergsteinn Sigurðsson 40