Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 49 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Grunnskóli Akrahrepps Skagafirði, óskar eftir kennara í hálfa til heila stöðu. Kennslugreinar: Almennar kennslugreinar í 1.—7. bekk. Í skólanum er samkennsla árganga. Umsóknarfrestur er til 28. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Sara R. Valdimarsdóttir, í símum 453 8268 og 453 8247. Tæknimaður — frystihús Grandi hf. óskar eftir að ráða tæknimann í fisk- vinnslu Granda við Norðurgarð, Reykjavík. Starfið felur í sér eftirlit og viðhald frystivéla, fiskvinnsluvéla og annars vinnslubúnaðar. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf við ný- tísku vinnslukerfi sem er í stöðugri þróun. Við leitum að duglegum og samviskusömum einstaklingi sem hefur menntun og reynslu á sviði viðhalds í frystihúsi auk áhuga á að til- einka sér nýjungar í fiskvinnslutækni. Í frystihúsi Granda við Norðurgarð starfa um 100 manns í hátækni frystihúsi sem sérhæfir sig í framleiðslu lausfrystra flaka og flakabita úr karfa og ufsa. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 1. maí Svavari Svavarssyni framleiðslustjóra eða á netfangið svavar@grandi.is . Farið verður með allar um- sóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.                      !  "    Starfssvið: Viðkomandi mun starfa á þeim sviðum sem varða orku, ríkisstyrki, opinber innkaup og stál, sjá um samhæfingu þessara sviða og styðja við þjónustu við vinnuhópa EFTA og þátttöku EFTA ríkjanna í viðkomandi nefndum Evrópu- bandalagsins. Hæfniskröfur: Háskólagráða eða sambærileg menntun, reynsla af svipuðu starfi hjá ríkisstofnun, einkarekinni stofnun, stjórnsýslu- eða alþjóð- legri stofnun, og hafa mjög gott vald á skrif- aðri og talaðri ensku. Frönskukunnátta og kunnátta í öðrum tungumálum ríkja innan EFTA eða Evrópubandalagsins er kostur. Áhugasömum umsækjendum er bent á heimasíðu okkar, www.efta.int þar sem allan texta auglýsingarinnar er að finna og umsókn- areyðublað EFTA. Vinsamlegast takið fram starfsnúmer á umsókn. Umsóknarfrestur: 3. maí 2002. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Málfundafélagið Óðinn Opinn félagsfundur Málfundafélagið Óðinn heldur opinn fund í Valhöll fimmtudaginn 18. apríl nk. kl. 20.00 stundvíslega. Dagskrá fundarins: Borgarmálefnin og kosning- arnar framundan. Björn Bjarnason, efsti maður á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, verður gestur fundarins. Þá verða frjálsar umræður um kosningarnar framundan. Fundarstjóri verður Hannes H. Garðarsson. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hnýttu & bíttu kvöld hjá SVFR Opnu skemmti- og fræðslukvöldin, Hnýttu & bíttu, verður framhaldið í félagsheimili Stangveiðifélags Reykjavíkur, Háaleitisbraut, miðvikudaginn 17. apríl kl. 20.00. Í samstarfi við netverslunina frances.is koma fram nokkrir þekktir hnýtarar og veiðigarpar og sýna listir sínar. Þar á meðal verða þeir dr. Jónas Jónasson, Sigurður Héðinn Harðarson, Kristján Guðjónsson og Jimmy Sjöland. Að venju verður boðið upp á kaffi og brauð. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. SVFR. TIL LEIGU Sérbýli óskast til leigu Einbýli, rað- eða parhús óskast til leigu á Seltjarnarnesi eða í vesturbæ fyrir traust fyrirtæki fyrir 1. ágúst nk. Ársalir fasteignamiðlun, sími 533 4200. STYRKIR Samstarfssjóður Nuuk — Reykjavíkur — Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum Reykjavíkurborg er aðili að sjóði höfuðborga Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hef- ur að markmiði að efla skilning og samstarf milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um til verkefna sem tengjast samskiptum milli bæjanna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Skriflegri umsókn skal beint til: Samstarfssjóður Nuuk — Reykjavíkur — Þórs- hafnar, b.t. Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. Umsóknir berist eigi síðar en 17. maí nk. og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu. Ekki er um sérstök umsóknar- eyðublöð að ræða. Æskilegt er að umsókn fylgi þýðing á dönsku. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, s. (354) 563 2000. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í júní nk. Reykjavík, 15. apríl 2002. Borgarstjórinn í Reykjavík. TILKYNNINGAR Hafnarfjarðarkaupstaður Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi „Áslands 2. áfanga“ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl 2002 að auglýsa til kynn- ingar breytingu á deiliskipulagi „Áslands 2. áfanga“ vegna legu Ásbrautar frá Goðatorgi að Kaldárselsvegi ásamt breytingu á skipulags- mörkum og að farið verði með tillöguna í sam- ræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997, m.s.br. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi „Lækjargata — Hringbraut — Öldugata“ vegna Rafhareits. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl 2002 að auglýsa til kynn- ingar breytingu á deiliskipulagi „Lækjargata — Hringbraut — Öldugata“ vegna Rafhareits og að farið verði með tillöguna í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br. Tillögurnar verða til sýnis í afgreiðslu umhverf- is- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 17. apríl— 16. maí 2002. Nánari upp- lýsingar eru veittar á bæjarskipulagi. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og skal þeim skilað skriflega til bæj- arskipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 31. maí 2002. Þeir, sem ekki gera athugasemd við til- lögurnar, teljast samþykkir þeim. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar.  Kaupi bækur — bókasöfn. Einnig ýmsa gamla muni. Gvendur dúllari ehf. Upplýsingar í síma 898 9475. Hafnarfjarðarkaupstaður Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi „Miðbær — Hraun“ vegna bílskúra við Álfaskeið 35—53 Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl 2002 að auglýsa til kynn- ingar tillögu að deiliskipulagi fyrir „Miðbæ — Hraun“ vegna bílskúra við Álfaskeið 35—53, Hafnarfirði, í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 17. apríl—16. maí 2002. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og skal þeim skilað skriflega til bæjar- skipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 31. maí 2002. Þeir, sem ekki gera athugasemd við til- löguna, teljast samþykkir henni. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.