Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 53 ALÞJÓÐLEG ungmennaráðstefna sem Jafningjafræðslan stendur fyrir í samvinnu við ECAD (European Ci- ties Against Drugs) verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 24. apríl. Yf- irskrift ráðstefnunnar er Human Rights – An Issue for Europe og fer ráðstefnan fram á ensku. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki í Evrópu á aldrinum 18 til 24 ára sem er leiðandi í forvörnum og/eða æsku- lýðsstarfi. Markmið ráðstefnunnar er að ungt fólk víðs vegar að úr Evr- ópu hittist og greini hvaða áhrif fíkniefnamisnotkun hefur á daglegt líf og vinni saman að mögulegum lausnum á fíkniefnavandanum. Verndari ráðstefnunnar er frú Vig- dís Finnbogadóttir. Erindi halda m.a.: Þórólfur Þórl- indsso, Wima Farzan, franskur fé- lagsfræðingur, Guðrún Jónsdóttur frá Stígamótum, einnig verður ungt fólk með framsögu á fundinum. Nemendur úr Borgarholtsskóla kynna vinnu sína um áhrif staðal- mynda á ungt fólk. Á ráðstefnunni verður einnig unnið í hópavinnu. Niðurstöður ungmennaráðstefnunn- ar verða síðan kynntar á borgar- stjóraráðstefnu ECAD sem haldin er í Reykjavík um sama málefni dag- ana 25. og 26. apríl. Nánari upplýsingar um ráðstefn- una er að finna á www.hitthusid.is. Skráning fer fram á www.congress- .is, segir í fréttatilkynningu. Alþjóðleg ung- mennaráðstefna BINDINDISFÉLAG ökumanna (BFÖ) hefur hleypt af stokkunum átaksverkefni undir yfirskriftinni „Akstur krefst athygli“ með það að markmiði að efla umferðaröryggi og draga úr slysum. Í verkefninu er athygli beint að ýmsu hátterni öku- manna sem eykur líkur á slysum. BFÖ vekur athygli á því að skort- ur á einbeitingu og truflun við akst- ur á þátt í þriðja hverju umferð- arslysi á Íslandi, sem jafngildir 1.500 slysum árlega. Meðal algeng- ustu truflana við akstur er þegar ökumenn stilla útvarpið eða geisla- spilarann, sinna farþegum í bílnum, hagræða hlutum, hringja eða tala í síma, matast undir stýri, spegla sig og snyrta, stilla miðstöðina, reykja eða fylgjast með einhverju sem er að gerast utan við bílinn, s.s. slys- um, óhöppum eða vinum í öðrum bílum. BFÖ mun hjálpa ökumönnum að koma í veg fyrir að truflanir sem þessar valdi þeim vandræðum. BFÖ ráðleggur ökumönnum því m.a. að leggja bílnum áður en farið er að nota símann eða leyfa honum að hringja. Þá er svöngum ökumönn- um ráðlagt að gefa sér tíma til að stoppa og fá sér bita í stað þess að matast undir stýri. Þá er ökumönn- um ráðlagt að biðja farþega um að stilla útvarp eða miðstöð eða stöðva bílinn til stilla tækin. Til að koma í veg fyrir truflun sem fylgir því að sinna öðrum far- þegum, börnum eða gæludýrum í bílnum er ökumönnum ráðlagt að ganga úr skugga um að börn séu ávallt tryggilega fest í við- urkenndum öryggisbúnaði og gott er að láta þau fá bækur eða leik- föng til að stytta þeim stundir. Gæludýr skulu höfð í búrum en ekki laus í bílnum. Ökumönnum er einnig ráðlagt að forðast rifrildi eða samræður sem krefjast mik- illar einbeitingar. Einnig er bent á að stórhættulegt getur verið að fylgjast með slysum eða óhöppum eða afskiptum lögreglu af vegfar- endum á meðan ekið er. Fallegt út- sýni, byggingaframkvæmdir, aug- lýsingaskilti eða vinir í öðrum bílum trufla sömuleiðis. Ökumenn eru einnig hvattir til að spenna beltin og sjá til þess að aðrir farþegar geri það líka. Þá eru þeir hvattir til að aka aldrei syfj- aðir og gefa sé nægan tíma til að komast á ákvörðunarstað. Ungir ökumenn eru sérstaklega hvattir til að vera ekki með heyrn- artól við akstur og sleppa öllum „stælum“, s.s að taka krappar beygjur eða fara fram úr á gatna- mótum til þess að „sýna sig“. Bindindisfélag ökumanna með heilræði til ökumanna Akstur krefst athygli Morgunblaðið/Árni Sæberg Nokkrir þeirra sem standa að átaksverkefni Bindindisfélags ökumanna, f.v.: Svavar Ottósson, framkvæmda- stjóri Flytjanda, Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár/Almennra, og Halldór Árnason, formaður Bindindisfélags ökumanna. NÁMSKEIÐ um samningatækni fyrir fólk í kjarasamningum verður haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í dag, miðvikudaginn 17. apríl kl. 13 – 16 og þriðjudaginn 18. apríl kl. 9 – 16. Meðal viðfangsefna eru skipulag og undirbúningur samninga: að setja markmið í viðræðum, skoða viðsemjandann og leita árangurs- ríkra leiða, samningaferillinn; formsatriði, hegðun, valdið við samningaborðið, tilboð, gagntilboð, nart, gervigjaldmiðlar og tilslakan- ir og minnisatriði fyrir frágang samninga, segir í fréttatilkynn- ingu. Kennarar verða Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur og Júl- íus Kr. Björnsson sálfræðingur. Verð: 18.700 kr. Nánari upplýsing- ar og skráning: http://www.endur- menntun.hi.is. Námskeið um samningatækni HÓLASKÓLI heldur námskeið þar sem fjallað verður um efni og aðferðir við lagningu göngustíga þannig að náttúra og umhverfi beri sem minnst- an skaða af, laugardaginn 27. apríl kl. 9–18 í Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal. Rætt verður um tilgang og fram- kvæmd merkinga, lagningu á nýjum gönguleiðum og viðhald á eldri leið- um. Námskeiðið fer hugsanlega að hluta fram á ensku en umsjónarmað- ur þýðir þegar á þarf að halda. Um- sjón með námskeiðinu hefur Bjarni Kristófer Kristjánsson. Nánari upp- lýsingar má fá hjá Hólaskóla http:// www.holar.is (undir símenntun), eða í síma. Umsóknarfrestur rennur út 19. apríl, segir í fréttatilkynningu. Merking, stikun og viðhald gönguleiða HALDINN verður hádegisverðar- fundur á vegum Lyfjahóps Sam- taka verslunarinnar – FÍS undir yfirskriftinni: ,,Mútur eða miðlun upplýsinga?“, í dag, miðvikudaginn 17. apríl kl. 12, í Skálanum, Hótel Sögu. verður fjallað um markaðssetn- ingu lyfja á Íslandi og rætt hvort lyfjafyrirtæki gangi svo langt í þeim efnum að takmarka beri enn frekar svigrúm þeirra á þessu sviði. Þá munu framsögumenn ræða hvar siðferðisleg mörk upp- lýsingamiðlunar til lækna og al- mennings liggja. Frummælendur eru: Hjörleifur Þórarinsson, formaður lyfjahóps Samtaka verslunarinnar – FÍS, Magnús Jóhannsson, yfirlæknir hjá Lyfjastofnun og Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. Fundarstjóri er Sigur- steinn Másson og mun hann að stuttum framsöguerindum loknum stjórna umræðum, segir í frétta- tilkynningu. Fundur um mark- aðssetningu lyfja GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas fer á Njáluslóðir, laugardag- inn 20. apríl. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12. Sögusetrið á Hvolsvelli verður skoðað. Síðan verður farið á sögu- staði Njálu með leiðsögumanni. Kl. 19 verður á boðstólum þríréttuð mál- tíð. Leikþáttur verður sýndur og söngur. Verð er kr. 5.900 á mann, farið með rútunni er kr. 2.000 á mann. Þátttaka tilkynnist til Kristjáns Árnasonar, eða Þórs Jakobssonar í síma, eða á netföngin, kristjar@hi.is eða thor@vedur.is, segir í fréttatil- kynningu. Á Njáluslóðir með Grikklandsvina- félaginu TÍSKA, tónlist, hreyfing og hönnun verða áberandi á göngum Kringl- unnar í dag, miðvikudaginn 17. apr- íl, til sunnudagsins 21. apríl. „Upp- lifun“ kallast þessi fimm daga hátíð, þar sem verslanir í Kringlunni draga fram það nýjasta sem þær hafa á boðstólum auk þess sem gestum verður skemmt með ýmsu öðru móti. Eitt hundrað gínur verða á göng- um Kringlunnar, klæddar nýjustu vor- og sumartískunni. Ennfremur verður kynnt samkeppni 10 ís- lenskra fatahönnuða og taka gestir Kringlunnar þátt í valinu. Lifandi málverkasýning verður á ferð, en hún lýsir sér í því að gengið verður með málverkin um Kringluna. Einnig ætlar listmálarinn, Steinn Sigurðsson, að sitja daglangt við trönurnar. Þrjú ný Harley Dav- idson mótorhjól verða til sýnis. M.a. skemmta djass-fönkdúettinn Des- men og Birgitta í Írafári, segir í fréttatilkynningu. Tíska, hönnun og lífsstíll í Kringlunni JAY H. Jasanoff, prófessor við mál- vísindadeild Harvardháskóla, flytur opinberan fyrirlestur á ensku í boði Heimspekideildar og Málvísinda- stofnunar Háskóla Íslands, föstu- daginn 19. apríl. kl. 12.05, í Norræna húsinu. Heiti fyrirlestrarins er „The nominative singular of Germanic n- stems“ og fjallar um uppruna nefni- fallsendingar í veikri beygingu fall- orða. Uppruni nefni- fallsendingar MÁLSTOFA stjórnmálafræðiskor- ar um sveitarstjórnarmál verður haldin fimmtudaginn 18. apríl kl. 12.05–12.55 í Odda, stofu 201, Há- skóla Íslands. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor og deildarforseti félagsvísindadeildar, heldur erindi um sveitarstjórnar- kosningar. Hann mun m.a. leita svara við spurningunum um hvort hlutur kvenna í sveitarstjórnum hafi verið lakari en á þingi og hvort rík- isstjórnarþátttaka Sjálfstæðisflokks hafi haft áhrif á gengi flokksins í sveitarstjórnarkosningum. Þá mun Ólafur fjalla stuttlega um kosning- arnar í Reykjavík. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Málstofa um sveit- arstjórnarmál MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hermanni Guðmundssyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar – grænu framboði á Akranesi: „Vegna fullyrðinga tveggja þing- manna Framsóknarflokksins í fjöl- miðlum undanfarið um stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Akranesi vill undirritað- ur koma eftirfarandi á framfæri. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð á Akranesi hefur ekki aðra stefnu í málefnum stóriðju og virkj- ana en stefnu flokksins. Núverandi starfsleyfi Norðuráls er upp á 180 þúsund tonn og hyggst fyrirtækið auka framleiðsluna upp í þá tölu fyrir árslok 2004. Það væri ábyrgðarlaust af framboði á Akranesi að taka ekki tillit til ákvarðana sem þegar hafa verið teknar um stækkun Norðuráls og stjórnvöld hafa veitt heimild fyrir. Afstaða til einstakra virkjunarkosta er sjálfstætt mál og allar virkjanir verða að uppfylla skilyrði um að um- hverfisáhrif séu í lágmarki án tillits til þess hvernig orkunni er ráðstafað. Nú þegar feluleikur Framsóknar í málefnum Norsk Hydro hefur verið afhjúpaður væri iðnaðarráðherra og formanni iðnaðarnefndar nær að svara Austfirðingum því hvaða úr- ræði þeir hafa í atvinnumálum fjórð- ungsins, annað en að sitja og bíða eftir álveri, í stað þess að reyna að snúa út úr stefnu vinstri grænna á Akranesi til að fela eigið úrræða- leysi." Yfirlýsing frá VG á Akranesi VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð efnir til ráðstefnu um sveit- arstjórnarmál í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11 í Reykjavík, dagana 19. og 20. apríl kl. 13–16. Steingrím- ur J. Sigfússon setur ráðstefnuna. Dagskráin er fyrst og fremst snið- in að þörfum frambjóðenda til kom- andi sveitarstjórnarkosninga. Til ráðstefnunnar eru boðaðir efstu menn á framboðslistum sem VG stendur að, þ.e. U-listum og blönd- uðum listum með þátttöku VG fjallað um nýjar rannsóknir á ís- lenskum sveitarfélögum og rætt um hlutverk sveitarfélaga í atvinnumál- um, umhverfismálum og velferðar- málum með sérstakri áherslu á mál- efni aldraðra. Þá verða í boði ýmsar hagnýtar upplýsingar og þjálfun fyrir frambjóðendur, segir í frétta- tilkynningu. Ráðstefna VG um sveitar- stjórnarmál MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Stúdentaráði Háskóla Íslands: „Mörg hagsmunamál stúdenta við Háskóla Íslands snúa beint að Reykjavíkurborg. Stúdentaráð Há- skóla Íslands skorar á þá lista er boð- ið hafa fram til borgarstjórnarkosn- inga að gera grein fyrir stefnu sinni í þessum málum. Meðal þeirra mála er hvað mest brenna á stúdentum eru málefni stúd- entagarða. Félagsstofnun stúdenta hefur nýtt allar lóðir sínar við Háskól- ann. Brýnt er að úthlutað verði fleiri lóðum til uppbyggingar garða, ann- aðhvort á Háskólasvæðinu eða í næsta nágrenni. Ekki er útlit fyrir að uppbygging garða verði nægileg næstu árin til að anna eftirspurn. Leiga húsnæðis á al- mennum markaði er í mörgum tilfell- um of há til að stúdentar ráði við hana. Biðlistar á stúdentagarða eru of langir og lítið framboð eykur á fjár- hagsvandræði stúdenta og hrekur þá jafnvel frá námi. Því er mikilvægt að Reykjavíkurborg endurskoði fjár- hagslegan stuðning sinn við uppbygg- inguna. En bæði ríkisvaldið og Reykjavíkurborg hafa dregið úr þess- um stuðningi undanfarin ár. Stuðningur við stúdenta og há- skólamenntun í Reykjavík er einn af helstu möguleikum borgaryfirvalda til að gæða borgarflóruna meira lífi. Stúdentar eru framtíðarútsvarsgreið- endur og er því kappsmál að vel sé að þeim búið meðan á námi stendur.“ Vilja upplýsingar um afstöðu til stúdentagarða LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á gatnamótum Njarðargötu/Hring- brautar/Vatnsmýrarvegi, miðviku- daginn 10. apríl 2002 um kl. 17.10. Þarna rákust saman tvær fólksbif- reiðar, lítil ljósgrá Volkswagen Polo og eldri Mazda 626, grá að lit. Ágrein- ingur er um stöðu umferðarljósanna er óhappið varð. Ökumaður á sendi- bifreið, merktri Kodak, er beðinn um að hafa samband vegna máls þessa. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða bif- reið við Tækniskóla Íslands á Höfða- bakka, þann 12. apríl sl. Ekið var á græna Volvo fólksbifreið með núm- erinu PT-834, þar sem hún stóð mannlaus á bifreiðastæði skólans. Mun þetta hafa gerst um kl.16.45. Tjónvaldur yfirgaf vettvang án þess að tilkynna tjónið til hlutaðeigandi eða lögreglu. Því er hann eða aðrir sem geta gefið upplýsingar um atvik- ið, beðnir um að snúa sér til umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.