Morgunblaðið - 17.04.2002, Page 55
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 55
Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu
Upplagt til kynningar
fyrir byrjendur
Innritun og
upplýsingar
í síma 553 8360
frá kl. 16-18
Fjögurra vikna
vornámskeið
hefst 22. apríl
Í biblíunni segir frá því þegar Jahve,
guð gyðinga, gerði sáttmála við Abra-
ham um fjölgun afkomenda hans og
’fyrirheitna landið’ (1. Mósebók
17:1-8):
Er Abram var níutíu og níu ára
gamall, birtist Drottinn honum og
sagði: „Ég er Almáttugur Guð. Gakk
þú fyrir mínu augliti og ver grandvar,
þá vil ég gjöra sáttmála milli mín og
þín, og margfalda þig mikillega.“ – Þá
féll Abram fram á ásjónu sína, og Guð
talaði við hann og sagði: „Sjá, það er
ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og
þú skalt verða faðir margra þjóða. Því
skalt þú eigi lengur nefnast Abram,
heldur skalt þú heita Abraham, því að
föður margra þjóða gjöri ég þig. Og
ég mun gjöra þig mjög frjósaman og
gjöra þig að þjóðum, og af þér skulu
konungar koma.
Og ég gjöri sáttmála milli mín og
þín og þinna niðja eftir þig, frá einum
ættlið til annars, ævinlegan sáttmála:
að vera þinn Guð og þinna niðja eftir
þig. Og ég mun gefa þér og niðjum
þínum eftir þig það land, sem þú nú
býrð í sem útlendingur, allt Kanaan-
land til ævinlegrar eignar, og ég skal
vera Guð þeirra.“
Þarna lofar Jahve Abraham og
niðjum hans frá einum ættlið til ann-
ars öllu Kanaanlandi (Palestínu) til
ævinlegrar eignar. Vandamálið er
hins vegar, þegar menn eiga í sam-
ræðum við guð, að einungis annar að-
ilinn er til frásagnar um hvað var rætt
og hverjar niðurstöður viðræðnanna
urðu.
Fyrir um það bil 3200 árum síðan
efndi Jahve loforð sitt við Abraham,
en áður en gyðingar náðu ’fyrirheitna
landinu’ urðu þeir að yfirbuga þjóð-
flokka þá sem fyrir voru. Í 5. Mósebók
má lesa hvernig ’guðs útvalda þjóð’
ógnaði borgríkjum Kanaanlands:
Fór Síhon þá í móti oss með öllu liði
sínu og átti orustu við oss hjá Jahas.
En Drottinn Guð vor gaf hann á vort
vald, svo að vér unnum sigur á hon-
um, sonum hans og öllu liði hans. – Þá
unnum vér og á sama tíma allar borg-
ir hans og gjöreyddum hverja borg að
karlmönnum, konum og börnum. Vér
létum engan undan komast. Fénaðinn
einn tókum vér að herfangi, svo og
ránsfenginn úr borgunum, er vér
höfðum unnið. - Frá Aróer, sem ligg-
ur á bakka Arnonár, og frá borginni
sem liggur í dalnum, alla leið til Gíleað
var engin sú borg er oss væri ókleift
að vinna. Drottinn Guð vor gaf þær
allar á vort vald. -
...Snerum vér nú á leið og héldum
veginn sem liggur til Basan. En Óg
konungur í Basan fór í móti oss með
öllu liði sínu til þess að heyja bardaga
hjá Edrei. - Þá sagði Drottinn við mig:
"Eigi skalt þú óttast hann, því að ég
gef hann og lið hans allt og land hans í
þínar hendur og skalt þú svo fara með
hann eins og þú fórst með Síhon, Am-
orítakonung er bjó í Hesbon." -
Drottinn Guð vor gaf oss þannig og
í hendur Óg konung í Basan og lið
hans allt og vér felldum hann svo að
enginn var eftir skilinn er undan
kæmist. –
Þá unnu vér allar borgir hans. Var
engin sú borg að vér eigi næðum henni
frá þeim: sextíu borgir, allt Arg-
óbhérað, konungsríki Ógs í Basan.
Allt voru þetta borgir víggirtar
háum múrveggjum, hliðum og slag-
bröndum, auk mikils fjölda af óumg-
irtum þorpum. – Og vér gjöreyddum
þær, eins og vér höfðum áður gjört
við Síhon, konung í Hesbon, með því
að gjöreyða hverja borg að karlmönn-
um, konum og börnum, en fénaðinn
allan og ránsfenginn úr borgunum
tókum vér að herfangi.
Þessar frásagnir lýsa mun fremur
fjöldamorðum en bardögum, þar sem
hver karlmaður, hver kona og hvert
barn eru drepin.
Gyðingar töpuðu síðan ’fyrirheitna
landinu’ um einni öld e. Kr. og það er
ekki fyrr en nú nær því 2000 árum síð-
ar að þeir snúa aftur og herma upp á
Jahve það loforð sem hann gaf Abra-
ham á sínum tíma.
Þær aðferðir sem þeir beita við að
ná landinu af Palestínumönnum nú
eru kannske ekki eins harkalegar og
fyrrum þegar hver karlmaður, hver
kona og hvert barn voru drepin, en
þeim svipar þó óhugnanlega mikið til
þeirra.
En hvað eru aðrir að skipta sér af
þessu? Er ekki Palestína eign gyð-
inga? Hafa þeir ekki allan rétt til þess
að nýta sér þessa gjöf Jahve? Þetta
stendur í biblíunni og það sem þar
stendur er sannleikur, innblásinn af
guði – eða var það kannske ekki svo?
GRÉTAR H. ÓSKARSSON,
Montréal, Kanada.
Það var þetta með „guðsgjöfina“
Frá Grétari H. Óskarssyni:
RAGNHILDUR Kolka skrifaði
grein í Morgunblaðið föstudaginn 5.
apríl sem vakti mig til umhugsunar.
Ég veit ekki af hvaða hvötum hún
skrifaði þessa grein. Hvort hún var
að koma að skoðunum sínum varð-
andi Bandaríkin eða til að niðurlægja
þátttakendur í þættinum „Í vikulok-
in“ laugardaginn 16. mars.
Það er kannski álitamál hvort það
eigi að svara svona grein, en þar sem
hún segir sjálf í grein sinni að maður
eigi að láta í sér
heyra þegar
sleggjudómum og
kaffistofugaspri
sé hellt yfir þjóð-
ina, þá læt ég til
leiðast
Ragnhildur
segist engin deili
vita á þátttakend-
um og hún hlust-
aði á tæplega hálf-
an þátt en samt sá
hún ástæðu til að hella úr skálum
reiði sinnar yfir þá. Ég þekki aftur á
móti þetta fólk og veit að það er vel að
sér og alls ekki einangrað frá um-
heiminum. Skoðanir „karlsins“ eru
hans og honum er frjálst að hafa þær
og ég veit ekki betur en að úti í hinum
stóra heimi séu allnokkrir sömu skoð-
unar og hann. Ástæðan fyrir því að
hvorug konan andmælti hefur líklega
verið sú að þær hafa virt skoðanir
hans. Þetta umrædda, „eitthvert
mannréttindaþing“ sem „önnur kon-
an“ hafði setið var Mannréttindaþing
Sameinuðu þjóðanna haldið í Suður-
Afríku síðastliðið haust. Sameinuðu
þjóðirnar eru bandalag þjóða heims-
ins, stofnað eftir seinni heimsstyrj-
öldina og hafa staðið fyrir margvís-
legri starfsemi síðastliðin fimmtíu ár
eða svo, Ragnhildi til fróðleiks, hafi
það farið framhjá henni.
Hefði ekki verið heiðarlegra af
Ragnhildi að skrifa grein þar sem
hún kom sjónarmiði sínu á framfæri
varðandi Bandaríkin og ástandið fyr-
ir botni Miðjarðarhafs, eða reynt að
koma sér sjáfri í umræddan útvarps-
þátt.
Það er ekki nóg að hún telji fólkið í
þættinum illa upplýst og fordóma-
fullt, heldur dregur hún Ísafjörð,
Vestfirði og alla landsbyggðina með í
súpuna. Hvers á blásaklaus sjálf-
stæðismaður á Seyðisfirði að gjalda?
Ég hef ekki vitað til þess að fólk þurfi
að slá upp fundi til að fá samþykki
sem flestra áður en það tjáir sig op-
inberlega. Það er ég viss um að Ragn-
hildur hélt ekki borgarafund í
Reykjavík áður en hún sendi greinina
frá sér.
Hvaða álit Ragnhildur hefur á Ísa-
firði varðar mig ekkert um en
Reykjavík hefur ekki sett niður í mín-
um huga þótt Ragnhildur sé vænt-
anlega frá Reykjavík og hafi látið
þessa grein frá sér. Reykjavík er höf-
uðborg Íslands og fólk hefur taugar
til hennar. Það er alltaf gaman að
koma þangað og maður vill að þar
blómstri mannlíf og menning og að
þar eigi mismunandi skoðanir rétt á
sér alveg eins og á landsbyggðinni.
Það boðar ekki gott, ef við, þessi
smáa og fámenna þjóð, norður á
hjara veraldar, ætlum okkur að fara
að stunda aulalegan hrepparíg og
gefa okkur það að fólki sé skipt í tvo
hópa hér á landi. Annars vegar þeir
sem búa á höfuðborgarsvæðinu og
ganga um græna lundi og marmara-
hallir og ræði heimsmálin á háleitan,
heimspekilegan og fordómalausan
hátt og hins vegar þeir sem búa á
landsbyggðinni og sitja við grútart-
írur og lesa gamla Fálka sem þeir fá
senda með vor- og haustskipum. Það
er slæmt ef svo verður.
BERGLJÓT
HALLDÓRSDÓTTIR,
kennari, Ísafirði.
„Hér fljótum vér
eplin,“ sögðu hrossa-
taðskögglarnir
Frá Bergljótu Halldórsdóttur:
Bergljót
Halldórsdóttir
Í BRÉFUM til blaðsins í Morgun-
blaðinu í gær er Árni Matthíasson
sakaður um málfarsklám í útvarps-
þætti; að hafa notað orðið „traffikk-
um“. Þar sem í Þjóðskrá finnst ekki
annar Árni sem er Matthíasson en
ég hygg ég að að mér sé vegið. Hefði
sá sem bréfið ritar, Hjörtur Þórar-
insson á Selfossi, gert sér ferð inn á
Ríkisútvarp og hlustað á upptöku af
þeim útvarpsþætti sem hann vísar til
hefði hann komist á snoðir um að ég
tók viðkomandi orð ekki mér í munn.
Ég geri ráð fyrir að afsökunarbeiðni
hans muni birtast á þessum vett-
vangi innan tíðar.
ÁRNI MATTHÍASSON,
Hafnarfirði.
Málfarsklám
Frá Árna Matthíassyni:
FRÉTTIR
mbl.is
GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS
mbl.is