Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 57 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð viljasterk og vitið hvers þið eruð megnug. Þið hafið leiðtogahæfileika, eruð ábyrg og með báða fætur á jörðinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir hitt einhvern sem er óvenjulegur, líflegur og sér- lega skemmtilegur. Þetta er einstaklingur sem lætur sig álit annarra litlu skipta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag munt þú reyna að berj- ast gegn hvers konar tak- mörkunum. Þú vilt vera þinn eigin herra og ráða örlögum þínum sjálfur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Forvitni þín vaknar og ímyndunaraflið fer á flug. Þú átt auðvelt með að meðtaka hugmyndir og vilt þróa þær áfram. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir átt von á skyndilegri stöðuhækkun eða launa- hækkun í dag. Óvænt hlunn- indi gæti einnig rekið á fjörur þínar, einkum ef þú hefur áhrif og völd. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samskipti við vini munu leiða til nýrrar reynslu sem gefur þér betri innsýn í umheiminn. Umræður verða líflegar, skemmtilegar og áhugaverð- ar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Í dag kann loks að hilla undir að þú getir látið þann draum rætast að stofna eigin at- vinnurekstur eða eitthvað á eigin vegum. Þú færð skyndi- lega stuðninginn sem þú þarfnast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einhver daðrar við þig og þú kemst úr jafnvægi. Þótt þú vildir helst leiða viðkomandi hjá þér ert þú samt svolítið montinn af því að einhverjum finnist þú aðlaðandi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú færð góðar hugmyndir um hvernig hægt sé að endur- skipuleggja og bæta ýmsa hluti í tengslum við vinnuna með tækni og rafrænum sam- skiptum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gerir þér skyndilega grein fyrir því að það er mikilvæg- ara að þú haldir þínum per- sónueinkennum en að reyna stöðugt að miða þig við aðra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú öðlast kjark til að eyða peningum í eitthvað fyrir heimilið eða fjölskylduna og fyllist stolti yfir ákveðninni sem þú sýnir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er góður dagur til að breyta einhverju í kringum þig. Það er ekki ólíklegt að kominn sé tími til að hressa aðeins upp á tilveruna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð upplýsingar í dag sem gætu leitt til þess að þú skiptir um vinnu eða finnir nýjar leiðir til að afla fjár. Það er um að gera að prófa nýjar hugmyndir sem þú hrífst af. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SAGNVANDINN að neð- an kom upp á HM 1979. Settu þig í spor norðurs, sem hefur opnað létt á einu hjarta út á skiptinguna og verður svo að taka erfiða ákvörðun í næsta hring. Það er enginn á hættu: Norður ♠ 873 ♥ ÁG972 ♦ -- ♣ÁG1087 Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 4 hjörtu 4 spaðar ? Hvað á norður að segja? Bresku höfundarnir Reese og Bird gera spilið að umtalsefni í bók sinni Frægar sagnákvarðanir (Famous Bidding Dec- isions) og setja upp eftir- farandi möguleika – pass, dobl, fimm lauf og fimm hjörtu. Það er hugsanlegt að sá tími sé runninn upp að tölvur geti leyst sagn- vandamál af þessum toga, en við spilaborðið verða menn að treysta á eigin til- finningu og reynslu. Eitt blasir strax við: ef makker á hjartakóng er líklegt að hægt sé að hnekkja fjórum spöðum með því að spila undan ásnum í upphafi. En er það áhættunnar virði? Er kannski hugsanlegt að fimm hjörtu vinnist? Það veltur á spilum makkers, ef hann á gott tromp og stuttan spaða ætti að vera góður möguleiki á 11 slög- um. Þetta er greinilega erfið ákvörðun og höfund- ar mæla með því að ábyrgðinni sé velt yfir á makker með passi. Ekki lakari spilari en ítalski meistarinn Benito Garozzo gerði það með slæmum ár- angri í viðureign við Ástr- ala: Norður ♠ 873 ♥ ÁG972 ♦ -- ♣ÁG1087 Vestur Austur ♠ KD10964 ♠ Á ♥ 8 ♥ 1065 ♦ KD965 ♦ ÁG103 ♣5 ♣96432 Suður ♠ G52 ♥ KD43 ♦ 8742 ♣KD Vestur Norður Austur Suður Seres Garozzo Cummings Lauria -- 1 hjarta Pass 4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Garozzo spilaði út litlu hjarta (níunni) undan ásn- um, en Lauria gerði þau mistök að spila laufkóng áður en hann gaf makker tígulstungu. Þar með fór sú innkoma og vestur vann sitt spil. Eins og sjá má vinnast fimm hjörtu í NS vegna stíflunnar í spaða- litnum, en það verður að fallast á það með höfund- um og Garozzo að passið sé illskásta sögnin. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rb4 6. Bc4 Rd3+ 7. Ke2 Rf4+ 8. Kf1 Re6 9. Re5 Rc6 10. Rxc6 bxc6 11. Ra4 Dd6 12. d3 Rd4 13. Be3 e5 14. Hc1 Dg6 15. Dd2 Be7 16. Da5 Dh5 17. Bxd4 exd4 Staðan kom upp Amber mótinu í Monakó sem lauk fyrir skömmu. Tafl- mennskan á þessu móti er að jafnaði afar lífleg og svipt- ingar miklar enda etja þar kappi fremstu skákmenn heims í atskákum og blindskákum. Jeroen Piket (2659) hafði hvítt gegn Ljubomir Ljuboj- evic (2548). 18. Rxc5! Bxc5 18...Dxc5 var slæmt vegna 19. Bxf7+ og hvítur vinnur drottninguna. Í framhaldinu verður hvít- ur sælu peði yfir. 19. Bb3 O-O 20. Dxc5 Dh6 21. h4 Hb8 22. Hc2 Ba6 23. Hh3 Bc8 24. Hg3 Dxh4 25. Kg1 Hb6 26. Dxd4 g6 27. Hf3 De7 28. Df6 Db7 29. Hc5 a5 30. He5 a4 31. He7 axb3 32. Hxb7 Bxb7 33. a3 Bc8 34. d4 Be6 35. d5 Bg4 36. Hf4 h5 37. f3 Bc8 38. e5 Bf5 39. g4 hxg4 40. fxg4 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT UMKVÖRTUN Eftir fimmtíu ára dvöl í Akrahrepp eg má nú deyja úr sulti, nakleika, kröm og kvöl, kvein mitt ei heyrist, skal því þegja. Félagsbræður ei finnast þar, af frjálsum manngæðum lítið eiga, eru því flestir aumingjar, en illgjarnir þeir, sem betur mega. Guð veit eg hef þar árin öll erfiðiskröftum veikum slitið, öreiga vildi forðast föll, fældist því hvergi mæðustritið. Líkaminn sýnir leifarnar og lúamerkin á veiku holdi, að eg sérhlífinn varla var við hann, á meðan fjörið þoldi. Hataði eg leti og óhóf allt, einfalda lífið hentast þótti, barmaði lítt, þó blési kalt, brauð til nágranna skjaldan sótti. Áttræðum mér nú enginn sést ávöxtur meiri en letingjanna, atvinnu þoli allan brest, upp á svo kominn björgun manna. - - - Bólu-Hjálmar KIRKJUSTARF Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13- 16.30. Föndur, spil og helgistund. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17.30. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 1.-3. bekk. Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Heilsuhópurinn kemur saman kl. 11-12 í Litla sal. Spjallað yfir kaffibolla. Heilsupistill, létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 12-12.30. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests og djákna í síma 520-1300. Kærleiksmáltíð kl. 12.30. Mat- armikil súpa, brauð og álegg kr. 500. Sam- vera eldri borgara kl. 13-16. Kaffi og smá- kökur. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Tekið í spil, málað á dúka og keramik í stóra sal. Upplestur sr. Tómasar Guð- mundssonar og Jóhönnu G. Erlingsson (kl. 13.30-15.15) í Guðbrandsstofu í anddyri kirkjunnar. Boðið er upp á akstur heiman og heim fyrir þá sem komast ekki að öðru kosti til kirkju. Allir hjartanlega velkomnir. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10- 15.30 ætlaður börnum í 1.-4. bekk. Æfing kl. 18 fyrir fermingarbörn sumardagsins fyrsta 25. apríl. kl. 20 lokapartý ferming- arstarfsins og unglingakvöldanna. Pizza og gos kr. 400. Mætum öll. Neskirkja. 7 ára starf kl. 14. Opið hús kl. 16. Lestur úr ævisögu séra Jóns Stein- grímssonar eldprests, þar sem frá var horf- ið. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Bæna- messa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður eftir stundina. Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- spil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmál- tíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldraða frá kl. 13-16. Kirkjuprakkarar kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Unglingastarf KFUM&K Digraneskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Op- ið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Litlir lærisveinar í Lindaskóla kl. 17. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7-9 ára kl. 17.30-18.30. KFUK Unglingadeild kl. 19.30-21. Æskulýðsfélag Engjaskóla fyrir börn 8.-9. bekk kl. 20-22. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf með 10-12 ára börnum (TTT) á sama stað kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Tekið á móti fyr- irbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13- 16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15- 14.30. Foreldramorgnar í safnaðarheimili frá kl. 10-12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ásta Sigurðar- dóttir, cand. theol. Æfing kórs Keflavíkur- kirkju frá kl. 19.30-22.30. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbænasamvera á morgun, fimmtudag kl. 19. Fyrirbænaefn- um er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl. 10-12 í síma 421- 5013. Sóknarprestur. Spilakvöld aldraðra fimmtudag kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum, allir velkomnir. Kl. 17 sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur. Kl. 20 opið hús í KFUM&K húsinu fyrir ung- linga í 8.-10. bekk. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Uppl. í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Fíladelfía. Létt máltíð á vægu verði kl. 18. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbbur fyrir krakka 3- 12 ára, unglingafræðsla fyrir 13-15 ára, fræðsla fyrir ungt fólk á aldrinum 16-20 ára. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestrar, bænastundir og vitn- isburðarstundir. Allir velkomnir. SÍK, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20.30. Hjónin Guðlaugur Gíslason og Birna G. Jónssdóttir tala. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og spjall. TTT-starf kl. 17. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Mannakorn fyrir 11-12 ára kl. 17.30. Safnaðarstarf MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Hef ég ekki margoft bannað þér að leika með matinn þinn. Nei, stopp strákar! Ekki lyfta með bakinu, lyfta með fótunum. Með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.