Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HJÖRLEIFI Guttormssyni, líf- fræðingi og fyrrverandi alþingis- manni og ráðherra, var í gær á Degi umhverfisins veitt viðurkenn- ing ellefu umhverfis- og náttúru- verndarsamtaka fyrir störf að verndun umhverfis og náttúru. Við- urkenningin er veitt einstaklingi og er þetta í fjórða skipti sem ein- staklingur er heiðraður með þess- um hætti. Í máli Þrastar Ólafssonar, for- manns úthlutunarnefndar, kom fram að Hjörleifur væri löngu þjóð- kunnur fyrir störf sín, ekki hvað síst fyrir störf að umhverfis- og náttúruverndarmálum, en hann hefði unnið mjög merk störf á öllum sviðum þess málaflokks. Kom fram að þar á meðal megi nefna rann- sóknir á náttúrufari á Austurlandi og uppbyggingu náttúrugripasafns í Neskaupstað, auk fjölmargra greina, skýrslna og bóka um nátt- úru- og umhverfismál. Hann hefði einnig lagt sig fram um að kynna náttúru landsins og umhverfi þess og væri þekktur baráttumaður fyr- ir umhverfis- og náttúruvernd. Hann hefði haft frumkvæði að stofnun Náttúruverndarsamtaka Austurlands og verið formaður samtakanna um árabil, auk þess að eiga sæti í Náttúruverndarráði og verið virkur í alþjóðlegu samstarfi að náttúruvernd. Hjörleifur þakkaði fyrir viður- kenninguna og sagði meðal annars í ávarpi sínu að þau sem um 1970 hefðu full bjartsýni lagt upp í ferð með ný og fersk umhverfis- og náttúruverndarsamtök hefðu vissu- lega haft erindi þótt ekki hafi nema brot af stefnumiðunum komist í höfn. „Við megum hvorki ofmetnast né láta hugfallast, því að nú er nauðsyn á einbeittri sókn. Náttúru- verndarsamtökin eru fjölradda kór og hljómbotninn meðal almennings er að styrkjast. Enn rennur Lag- arfljót fram að mestu ótruflað og Fljótsdalshérað angar ljúft sem forðum. Þjórsárver undir Hofsjökli þar sem Íslendingar fyrri tíðar riðu vötnin við Sóleyjarhöfða halda enn skikku sinni og lífi. Okkar er að tryggja að svo verði um ókomin ár. Þessar táknmyndir skipta miklu eins og aðrar gersemar í náttúru Íslands. En umhverfismálin snúast ekki aðeins um verndun helgi- mynda heldur æ meir um sjálfa til- vist mannkyns og framtíð á þessari jörð. Með allt þetta í huga höldum við ótrauð áfram baráttunni, hvert og eitt sameiginlega og treystum á öfluga samfylgd,“ sagði Hjörleifur. Það besta og það versta í umhverfismálum á árinu Náttúruverndarsamtökin ellefu sem standa að veitingu viðurkenn- ingarinnar eru: Landvernd, Sól í Hvalfirði, Fuglaverndarfélag Ís- lands, Hið íslenska náttúrfræði- félag, Náttúruverndarsamtök Ís- lands, Umhverfisverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands, Náttúruverndarfélag Suðvesturlands. Félag um verndun hálendis Austurlands, Náttúru- verndarsamtök Austurlands og Samtök um náttúruvernd á Norð- urlandi. Þá var einnig greint frá því besta og versta í umhverfismálum liðins árs að mati dómnefndar sem valdi úr mörgum tilnefningum fimm at- riði um hvort um sig. Meðal þess besta í umhverfismál- um liðins árs er í fyrsta lagi úr- skurður Skipulagsstofnunar þar sem stofnunin hafnaði byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru lagi umhverfisstarf leikskólans Mána- brekku á Seltjarnarnesi. Í þriðja lagi samþykkt Alþingis á Kyoto- samningnum, en hann sé einn mik- ilvægasti alþjóðasamningur um um- hverfismál sem gerður hafi verið. Í fjórða lagi starf sportkafara í Keflavík sem hafi hreinsað 16 tonn af rusli úr höfnum á Reykjanesi og í fimmta lagi sé um að ræða vinnu við staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ. Það versta í umhverfismálum lið- ins árs að mati dómnefndarinnar er í fyrsta lagi úrskurður umhverfis- ráðherra um Kárahnjúkavirkjun þar sem umhverfisráðherra leyfði virkjunina með skilyrðum. Í öðru lagi hið séríslenska ákvæði Kyoto- bókunarinnar. Í þriðja lagi nýjar umbúðir utan um Diet Coke sem skapi vandræði í endurvinnslu. Í fjórða lagi námugröftur í hlíðum Vífilfells, en þessi námagröftur hafi valdið tjóni á gróðurþekju auk þess sem sjónræn áhrif efnisnámsins séu veruleg, og í fimmta lagi er nefnd ásælni Landsvirkjunar í Þjórsár- ver. Loks var greint frá niðurstöðum í veggspjaldasamkeppni grunnskóla, en fjórir skólar sendu inn vegg- spjöld, Ingunnarskóli, Korpuskóli, Andakílsskóli og Fossvogsskóli og fengu þeir allir viðurkenningar. Til- laga Ingunnarskóla fer í samkeppni í Danmörku og tillaga Fossvogs- skóla fer á leiðtogafund um sjálf- bæra þróun sem haldinn verður í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Viðurkenning umhverfis- og náttúruverndarsamtaka fyrir störf að verndun umhverfis og náttúru Hjörleifur Guttormsson heiðraður Morgunblaðið/Sverrir Forseti Íslands afhenti Hjörleifi Guttormssyni viðurkenninguna á hátíðardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á Degi umhverfisins í gær. Verðlaunagripurinn er eftir Elísabetu Haraldsdóttur leirlistarkonu. „ÉG get auðvitað ekki skilið af hverju nafn mitt er nefnt í þessu samhengi,“ segir Mar- grét Ósk Steindórsdóttir, 25 ára íslensk stúlka, sem Fernando Tapias, yfirmaður kól- umbíska stjórnarhersins, nefndi sem eina af sjö meintum hryðjuverkamönnum Írska lýð- veldishersins (IRA) er veitt hefðu FARC- skæruliðahreyfingunni aðstoð í fyrra. „Það er auðvitað ekki um það að ræða að ég teng- ist þessum samtökum. Eiginlega er ekki ann- að hægt en hlæja að þessu,“ sagði Margrét Ósk í samtali við Morgunblaðið. Margrét Ósk tekur hins vegar undir að það sé ekkert gamanmál að nafn hennar skuli fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings hafa verið bendlað við hryðjuverk, sérstaklega ekki þegar atburðirnir 11. september sl. eru hafð- ir í huga. „Skjöl um mig hljóta að hafa lent í vitlausum bunka, eða eitthvað svoleiðis,“ seg- ir hún. Fjallað var um vitnisburð Tapias hershöfð- ingja fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í öll- um helstu fjölmiðlum á Bretlandi á fimmtu- dag enda tengist málið ásökunum á hendur IRA um að herinn hafi átt samstarf við FARC-skæruliðahreyfinguna í Kólumbíu á sama tíma og svo á að heita að hann sé í vopnahléi. Þá tengjast vitnaleiðslurnar fyrir Bandaríkjaþingi baráttu Bandaríkjamanna gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Bæði The Guardian og The Independent nafngreindu þá sjö aðila, sem Tapias hers- höfðingi taldi upp sem hættulega hryðju- verkamenn, og var Margrét þeirra á meðal. Aðrir báru allir bresk eða írsk nöfn. Hélt Tapias því fram fyrir nefndinni að sjömenn- ingarnir hefðu kennt FARC-mönnum að búa til háþróaðar sprengjur. Þrír mannanna voru handteknir í fyrra og bíða dóms í Kólumbíu en Tapias sagði að fjór- um til viðbótar hefði verið sleppt vegna skorts á sönnunargögnum, þ.á m. Margréti. Sluppu naumlega Margrét kom af fjöllum þegar Morgun- blaðið náði sambandi við hana í gær en hún er stödd í Sydney í Ástralíu. Hún segist ekki hafa verið í slagtogi með neinum Írum er hún var á ferðalagi um Kólumbíu í fyrrasumar, samferðamenn hennar hafi verið frá Frakk- landi og Danmörku. Margrét lagði upp í mikla og langa heim- reisu í desember 2000 ásamt dönskum unn- usta sínum. Um mánaðamótin ágúst- september í fyrra voru þau, ásamt tveimur Frökkum, stödd nálægt borginni Popayan í suðurhluta Kólumbíu, skammt frá landamær- unum að Ecuador. Héldu þau inn á ferða- mannasvæði í nágrenni borgarinnar San Augustin. Margrét segir að þau hafi haft spurnir af því að nokkrum Þjóðverjum hafi verið rænt tveimur mánuðum áður af skæru- liðum, sem síðan stundi það að heimta lausn- argjald. Svæðið hafi þó verið talið nokkuð öruggt. Ferðalangarnir gættu hins vegar ekki nægilega að sér og ferðuðust þau frá San Augustin inn á svæði sem á daginn kom að laut yfirráðum skæruliða FARC. Segir Mar- grét að minnstu hafi mátt muna að þau lentu í klóm skæruliðanna. Komu þau í þorp, Val- enica, þar sem skæruliðar vitjuðu þeirra en góðviljaðir þorpsbúar földu þau í híbýlum sínum um nokkurra klukkustunda skeið. Sluppu ferðalangarnir í skjóli nætur undan mönnum, sem leituðu þeirra. „Við vissum að rúta færi um þorpið kl. 3 um nóttina,“ segir Margrét Ósk. „Við bjuggum þannig um hnút- ana að rútan kæmi að húsinu, sem við vorum í, og földum okkur síðan aftast í rútunni, und- ir teppum og öðru þess háttar. Rútubílstjór- inn hafði líka allan varann á og hafði engin ljós á bílnum.“ Eftir að út af yfirráðasvæði skæruliðanna kom, um sjö klukkustundum síðar, var rútan stöðvuð af kólumbíska stjórnarhernum. Her- mönnum þótti grunsamlegt að fjórmenning- arnir skyldu hafa farið um þessar miklu hættuslóðir án þess að lenda í kasti við mann- ræningja. „Þeim fannst við hafa verið of heppin,“ segir hún. Lágu þau þess vegna und- ir grun um að tengjast skæruliðunum. Fóru hermenn með þau til Popayan í höf- uðstöðvar hersins og þar voru þau ítrekað yf- irheyrð, og haldið í um átta klukkustundir. „Þeir höfðu samband við Interpol en fundu auðvitað ekkert þar og slepptu okkur að lok- um,“ segir Margrét. Ísland tekið sem Írland? Aðspurð hvernig geti staðið á því að Tapias hershöfðingi flokki hana sem einn af sjö meintum IRA-mönnum segist Margrét standa á gati. „Þeir sögðu sín á milli, „Ireland, Ire- land, she is from Ireland“ og ég reyndi að leiðrétta þá. Kannski tókst það ekki sem skyldi.“ Nefnir Margrét að þau hafi komist á snoðir um það seinna að skammt frá þeim stað, þar sem stjórnarherinn stöðvaði þau, hafi skæru- liðar skömmu áður gert árás á nokkrar rút- ur. Giskar hún á að kólumbíski herinn sé hér að tengja tvo atburði, sem ekki tengjast á nokkurn hátt. Hún undrast jafnframt að hún skuli nefnd í sömu andrá og sex Írar, á sama tíma og raun- verulegir ferðafélagar hennar séu hvergi nefndir. „Það er allavega ekki um það að ræða að ég tengist einhverju svona,“ segir Margrét. Margrét segir að hún hafi beðið um afrit af þeim skýrslum sem af henni voru teknar í Popayan. Þær hafi hún ekki fengið. Hún seg- ir að hún muni væntanlega vera í sambandi við sendiráð Bandaríkjanna til að reyna að leiðrétta þann misskilning sem hér sé aug- sýnilega á ferðinni. Þóttu grunsamleg fyrir að hafa sloppið úr klóm mannræningja  !" #$ %!&'" $"&!'" (")*$ #""+" ,-&! "'$()*+# .. # , - ( #./ 01 ! # +     2  . /..  david@mbl.is Kólumbískur hershöfðingi bendlaði Margréti Ósk Steindórsdóttur á miðvikudag við IRA fyrir bandarískri þingnefnd. Í samtali við Davíð Loga Sigurðsson segist hún munu leita til bandarísks sendiráðs til að reyna að leiðrétta misskilninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.