Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
18 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HEILSUSTOFNUN Náttúrulækningafélags Ís-
lands í Hveragerði stóð nýlega fyrir málþingi um
endurhæfingu krabbameinssjúklinga. Fyrir rúm-
um áratug var farið af stað með endurhæfingu
fyrir krabbameinssjúklinga á Heilsustofnun, sem
hefur gefist vel. Endurhæfingin er sniðin að þörf-
um hvers og eins og tekið á andlegum, líkamleg-
um og félagslegum afleiðingum sjúkdóms, skurð-
aðgerða, lyfja- og geislameðferðar.
Meðferðin byggist á hugmyndafræði stofnun-
arinar og felst í margþættri fræðslu, þjálfun,
slökun og hvatningu. Með þessu móti er fólki
hjálpað til að takast á við lífið við nýjar aðstæður.
Kostur við endurhæfingu á HNLFÍ er að maki,
náinn ættingi eða vinur á kost á að dveljast með
sjúklingnum og fá tækifæri til að byggja sig upp
á nýjan hátt. Einnig er boðið upp á hópendurhæf-
ingu fyrir konur sem fengið hafa brjóstakrabba-
mein.
Fyrsti frummælandi málþingsins var Sigurður
Böðvarsson krabbameinslæknir og svaraði hann
m.a. spurningunni, hvers vegna endurhæfing
væri nauðsynleg. Bætt meðferð sjúklinga hefur
skilað bættri lifun. Sumir sjúklingar læknast, en
aðrir læra að lifa með langvarandi sjúkdómi með
aðstoð endurhæfingar. Hver eru markmið end-
urhæfingarinnar? Þau eru m.a. bætt lífsgæði,
verkir minnka, önnur svæði líkamans eru vernd-
uð frá hnignun og sjálfsvirðing eykst. Nanna
Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur ræddi um
endurhæfingu út frá sjónarhóli hjúkrunar og
sagði að framtíðarsýnin væri sú að veita fyrir-
myndar og framúrskarandi endurhæfingu.
Tilraunaverkefni í Kópavogi
Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari sagði
m.a. í erindi sínu frá tilraunaverkefni, sem hófst í
janúar sl. og er á göngudeild LHS, sem staðsett
er í Kópavogi. Þar er um að ræða þverfaglegt
meðferðartilboð fyrir þá sem fengið hafa krabba-
mein og blóðsjúkdóma. Í forgangshóp eru þeir
sem eru í meðferð eða hafa verið síðustu 6 mán-
uði. Þarna vinna 2 sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfi og
sálfræðingur. Boðið er upp á einstaklings- og
hópmeðferðir. Reynsla þessarar tilraunar gefur
til kynna að mikil þörf er fyrir meðferð sem
þessa. 40 beiðnir hafa borist. Sjúklingarnir eru í
90% tilfella konur, flestar með brjóstakrabba-
mein.
Margrét sagði einnig frá þarfagreiningu, sem
hún og Nanna Friðriksdóttir framkvæmdu í mars
og apríl sl. Um var að ræða spurningalista sem
lagður var fyrir lítið úrtak krabbameinssjúklinga.
Könnunin var gerð í tilefni af málþinginu. Í svör-
um sem bárust kom m.a. fram að 81% fannst
vanta sérhæfða endurhæfingu og sama hlutfall
taldi að það myndi nýta sér hana, væri hún í boði.
Einungis 3% svarenda sögðust vilja fara inn á
legudeild til endurhæfingar sem er í samræmi við
það sem frummælendur málþingsins voru sam-
mála um. Fólk vill fá að vera sem mest heima á
meðan á meðferð stendur. 81% svarenda sagðist
vilja líkamlega endurhæfingu en einungis 43% vill
fá sálfélagslega endurhæfingu.
Aðrir frummælendur voru Sigríður Eysteins-
dóttir næringarfræðingur, Sigurður Jónsson
sjúkranuddar, Halla Þorvaldsdóttir sálfræðingur
og Hjördís Jónsdóttir endurhæfingarlæknir. Allt
að 80 manns tóku þátt í málþinginu og fund-
arstjóri var Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Heilsustofnunar.
Fjallað um endurhæfingu
krabbameinssjúklinga
Hveragerði
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Þátttakendur á málþinginu.
Á FYRSTA sumardag ( á pólsku:
Pierwszy Dzien Lata ), var opið hús í
leikskólanum Brimveri á Eyrar-
bakka, þar sem til sýnis voru ýmis
verk barnanna auk þess sem ný
skólanámskrá fyrir
árin 2002 til 2006
var lögð fram til
kynningar og dreif-
ingar.
Leikskólinn
Brimver hefur
starfað síðan 1975.
Í fyrstu var skólinn
til húsa í Brimveri,
húsi Ungmenna-
félags Eyrarbakka.
Þegar skólinn flutti
svo í eigið húsnæði
hélt hann nafninu,
sem fengið er upphaflega úr skáld-
sögum Guðmundar Daníelssonar, en
Guðmundur bjó um aldarfjórðung á
Eyrarbakka.
Núverandi húsnæði skólans var
tekið í notkun 30. ágúst 1999. Það er
alls 281 fermetri að grunnfleti og
rúmar 39 börn samtímis í skóla.
Nú eru alls 49 börn í skólanum, þar
eð ekki eru öll börnin þar á sama tíma.
Þau koma víðsvegar að af Árborgar-
svæðinu.
Skólinn starfar í tveim deildum,
heitir önnur Kötlusteinn og þar eru
börn frá eins til þriggja ára. Hin
deildin heitir Merkisteinn og hýsir
þriggja til sex ára börn. Nokkur
barnanna eru af erlendu foreldri,
ensku, pólsku og frönsku. Þau eru tví-
tyngd og hafa lítið fyrir því. Sem
dæmi má nefna að lítill fimm ára
hnokki les reiprennandi bæði íslensk-
an og pólskan texta.
Morgunverður,
hádegismatur og
síðdegishressing er
til reiðu fyrir þá
sem vilja.
Starfsmenn eru
12, þar af 4 mennt-
aðir leikskólakenn-
arar, auk þess sem
tvær starfsstúlkur
stunda fjarnám við
Kennaraháskól-
ann og ljúka því
væntanlega á
þessu ári.
Leikskólastjóri er Kristín Eiríks-
dóttir. Skólinn er rekinn af sveitarfé-
laginu Árborg. Þema skólans er að ala
með börnunum víðsýni og umburðar-
lyndi.
Kenna þeim að njóta leikgleði, að
öðlast færni til samskipta og örva
sköpunargleði þeirra. Leitast er við að
hafa sem best samband við foreldra,
sem hafa verið mjög áhugasamir um
skólann. Kynning landanna sem sum
barnanna eiga tengsl við hefur verið
unnin með góðri hjálp foreldra þeirra.
Þá hefur skólinn tölvur til nota fyrir
eldri börnin, ýmis kennsluforrit og
fleira sem tilheyrir tækni nútímans.
Opið hús í leikskól-
anum Brimveri
Eyrarbakki
Börnin á leikskólanum eru
víðsvegar að úr Árborg.
Morgunblaðið/Óskar
SUMARDAGURINN fyrsti heils-
aði með sól og kyrrlátu veðri á
Selfossi. Skátar fóru fyrir hefð-
bundinni skrúðgöngu um götur
frá Sandvíkurskóla til skáta-
messu í Selfosskirkju. Fjöldi fólks
var í göngunni og naut hreyf-
ingar og sólar á þessum fyrsta
sumarmorgni ársins. Húsfyllir
var í kirkjunni þar sem skátarnir
mynduðu fánagöng fyrir göngu-
fólk á leið inn í kirkjuna.
Morgunblaðið/Sig. Jóns
Sumri heilsað
Selfoss Elva Rún og Esther Ýr voru
í sumarskapi þegar þær
tylltu sér á stein við Aust-
urveginn á Selfossi að lok-
inni skrúðgöngu með skát-
unum á sumardaginn fyrsta.
ÞAÐ er einn af vorboðunum í
Þorlákshöfn þegar félagar úr
Kiwanisklúbbnum Ölveri koma
í grunnskólann og gefa öllum
börnum í 1. bekk reið-
hjólahjálma. Þetta hafa þeir
kiwanisfélagar í Þorlákshöfn
nú gert í tíu ár þannig að segja
má að allur skólinn sé nú búinn
að fá hjálma. Að vísu koma
ávallt ný börn í skólann þannig
að vorboðinn verður áfram vel
þeginn.
Að þessu sinni komu þeir
ekki í skólann með hjálmana
heldur buðu nemendum 1.
bekkjar ásamt foreldrum
þeirra í pylsuveislu í Kiw-
anishúsinu, þar mætti lög-
reglan og ítrekaði nauðsyn
þess að nota hjálmana og fara
varlega í umferðinni. Skóla-
börn í Hveragerði koma einnig
til með að njóta góðs af eins og
undanfarin ár. Þeir kiw-
anismenn standa ekki einir að
gjöfinni því þeir eru styrktir af
Sveitarfélaginu Ölfus, Hvera-
gerðisbæ, Vátryggingafélagi
Íslands, Tryggingamiðstöðinni
og Búnaðarbankanum í Hvera-
gerði.
Hjálmavæðingu
skólans er lokið
Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson
Þau eru stolt með nýju reiðhjólahjálmana sína, börnin í 1. bekk grunnskól-
ans, og ekki eru þeir síður stoltir af góðum verkum kiwanisfélagarnir.
Þorlákshöfn
HOLLVARÐASAMTÖK Fjöl-
brautaskóla Suðurlands voru
stofnuð á sumardaginn fyrsta með
stofnfundi í skólanum. Markmið
samtakanna er annars vegar að
auka tengsl milli brautskráðra
nemenda skólans, innbyrðis og við
skólann, og hins vegar að styrkja
og efla skólann eftir fremsta
megni.
Formaður nýkjörinnar stjórnar
samtakanna er Hjörtur Þórarins-
son og auk hans voru á stofnfund-
inum kosin í stjórnina þau Anna S.
Árnadóttir og Sigurður Eyþórs-
son, en síðan munu Starfsmanna-
félag FSu og Nemendafélag FSu
hvort tilnefna einn mann í stjórn-
ina.
Stofnun samtakanna hefur
mælst mjög vel fyrir og hafa nú
þegar á þriðja hundrað einstak-
lingar gerst aðilar að samtökunum
auk á fjórða tugar fyrirtækja og
félagasamtaka. Hægt er að skrá
sig í samtökin á heimasíðu skól-
ans, www.fsu.is, og munu þeir telj-
ast til stofnfélaga sem skrá sig í
samtökin fyrir 25. maí nk.
Morgunblaðið/Sig. Jóns
Undirbúningshópur að stofnun
Hollvarðasamtaka Fjölbrauta-
skóla Suðurlands: Hjörtur Þór-
arinsson, Sigurður Eyþórsson,
Sigurður Sigursveinsson, Anna
Árnadóttir, Gunnar Þorsteins-
son og Ásmundur Sv. Pálsson.
Hollvarða-
samtök
stofnuð
Selfoss