Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 22

Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRRVERANDI nemandi vopn- aður skammbyssu og haglabyssu varð sautján manns að bana og fyr- irfór sér síðan í skóla fyrir nem- endur á aldrinum 10–19 ára í borg- inni Erfurt í Þýskalandi í gær. „Ég ætla ekki að skrifa neitt,“ æpti mað- urinn er hann ruddist inn og hóf síð- an skothríð en nemendur voru í prófi er hann framdi ódæðið. Sex að auki særðust. Þetta er blóðugasta ofbeldisverk sem framið hefur verið í Þýskalandi í áratugi, og það versta í Evrópu síðan í mars 1996 er andlega vanheill maður skaut 16 nemendur og kennara þeirra í Dunblane í Skotlandi, og skaut síðan sjálfan sig. Fórn- arlömbin í Erfurt voru fleiri en í Columbine-framhaldsskólanum í Bandaríkjunum í apríl 1999, þar sem tveir nemendur myrtu 13 manns og frömdu síðan sjálfsmorð. Talsmaður lögreglunnar, Man- fred Etzel, sagði að byssumaðurinn hefði farið inn í skólahúsið kl. 11 í gærmorgun að staðartíma (klukkan níu að íslenskum tíma) og skotið á nemendur og kennara, einnig skaut hann til bana 42 ára gamlan lög- regluþjón sem var meðal þeirra er héldu á staðinn en nemendur munu margir hafa notað farsíma til að hringja í lögreglu eða í foreldra sína. Um 750 nemendur voru í húsinu er maðurinn hóf skothríðina, voru þeir í stærðfræðiprófi. Að sögn BBC féllu 15 þeirra sem dóu þegar á fyrstu mínútunum en tvær klukku- stundir liðu áður en lögreglan komst í skotfæri við manninn sem þá fyrirfór sér. Flestum nemend- unum var fljótlega bjargað út úr húsinu en um 180 komust ekki út fyrr en yfir lauk. Þau fengu áfalla- hjálp og voru mörg flutt á sjúkra- hús. „Hélt að þetta væri brandari“ Börnin í einni stofunni rituðu orð- ið Hjálp á spjald sem þau límdu á glugga og sást spjaldið í beinum sjónvarpssendingum frá staðnum meðan verið var að yfirbuga morð- ingjann. Skelfingu lostnir nem- endur, er sluppu út úr byggingunni, kváðust hafa séð svartklæddan mann hlaupa um gangana með byssu. „Ég heyrði skothvell og hélt að þetta væri brandari,“ sagði Mel- anie Steinbrück, 13 ára. „En svo sá ég kennara liggjandi dáinn á gang- inum fyrir framan stofu 209 og svartklæddan mann með byssu.“ „Hann var alveg svartklæddur – hanskarnir, húfan, allt var svart,“ sagði Juliane Blank, 13 ára. „Hann hlýtur að hafa náð að opna dyrnar án þess að heyrðist í honum og fara inn í skólastofuna. Við hlupum fram á gang. Við vildum bara komast út.“ Þrettán þeirra sem létust voru kennarar við skólann, einn var skólaritari, tveir voru stúlkur úr röðum nemenda en að áðurnefndum lögreglumanni og morðingjanum meðtöldum féllu 18 manns. Að sögn lögreglu fundust lík þeirra á göng- um, inni í skólastofum og inni á sal- erni. Þegar sérsveitarmenn, sem komu á staðinn í brynvörðum vagni og voru klæddir skotheldum vest- um, króuðu manninn loks af í einni stofunni skaut hann sig til bana. Brottrekinn nemandi í borginni Erfurt skaut 17 manns til bana og fyrirfór sér að því loknu Reuters Spjald með orðinu „Hilfe“, eða „hjálp“, sem börn límdu á glugga skóla- stofu sinnar áður en lögreglunni tókst að yfirbuga árásarmanninn. AP Björgunarmenn bera stúlku nálægt Gutenberg-skólanum í þýsku borginni Erfurt eftir skotárás fyrrverandi nemanda hans í gær. Er þetta blóðugasta ofbeldisverk sem framið hefur verið í Þýskalandi í áratugi. Fjöldamorð í þýsk- um framhaldsskóla Reuters Lögreglubílar við Gutenberg-skólann í Erfurt eftir blóðsúthellingarnar. Erfurt. AP, AFP. Nemendurnir voru í prófi þegar skothríðin hófst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.